Vísir - 24.10.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 24.10.1980, Blaðsíða 2
Hvernig gengur að vakna á morgnana? Guöjtín Oddsson kaupmaöur: „Þaö gengur ágætlega enda fer ég snemma aö sofa, nei, ég sef aldrei yfir mig. Þorlákur Bender prentari: „Mjög vel, enda fer ég oftast aö sofa klukkan 11-11.30 og sef aldrei yfir mig nema vekjaraklukkan bili”. Glsli Guömundsson prentari: „Þaö gengur ágætlega, ég fer aö sofa um miönætti og sef aldrei yfir mig”. Erlendur Siggeirsson, setjari: „Alveg prýöisvel enda fer ég aö sofa um 11 leytiö til aö geta vaknaö. Hef ekki sofiö yfir mig i 20-30 ár”. Jakob Þór Einarsson, prentari: „Ég er dálitiö þungur f skamm- deginu, en þaö lagast þegar dag- inn lengir. Sef yfirleitt ekki yfir mig”. flrni Sveinsson, lormaður Samðands íslenskra bankamanna: Þaö vakti nokkra athygli um siöustu helgi, aö félagar i Sam- bandi islenskra bankamanna felldu í almennri atkvæöagreiöslu drög þau aö kjarasamningi, sem samkomulag haföi tekist um viö bankana. Arni Sveinsson, formaöur Sambands islenskra banka- manna, er i „Viötali dagsins” aö þessu sinni, og blaöamaöur spuröi hann fyrst hvort lírslit at- kvæöagreiöslunnar heföu oröiö honum mikil vonbrigöi. „Ég held aö þaö sé bara mann- legt aö veröa fyrir vonbrigöum þegar eitthvaö, sem maöur hefur lagt i mikla vinnu og alúö, hlýtur ekki þann dóm sem þaö á skiliö, og vist varö ég fyrir vonbrigöum þegar samkomulagiö varfellt. Ef til vill fór ekki fram nægileg kynning á samkomulagsdrögun- um meöal bankamanna, þannig aö fólk geröi sér ekki alveg grein fyrir þvi hvaö um var aö ræöa, og sumt i samkomulaginu var mis- skiliö”. Arni er fæddur á Akureyri 19. desember 1933. Foreldrar hans voru þau Sveinn Bjarnason frá Illugastööum I Laxárdal og kona hans Björg Vigfúsdóttir frá Kúöá i Þistilfiröi. Arni gekk i barnaskólann á Akureyrioghófsiöannám i gagn- fræöadeild Menntaskólans á staönum. Hann varö fyrir þvi slysi 1949 aö missa annan fótinn þar sem hann var viö vinnu i slldarverksmiöjunni á Raufar- höfn, og varö þaö þess valdandi aöhann missti eitt ár úr námi viö þaö aö fara til London til þess aö fá gerfifót. Haustiö 1951 settist hann i skóla á Laugarvatni og lauk þaöan stúdentsprófi 1956. „Um haustiöinnritaöistég svo i lögfræöi i Háskólanum, en byrj- aöi um svipað leyti aö vinna i Landsbankanum. Ég var kominn meö konu og barn á þessum tima þannig aö vinnan varö ofan á og ekkert varö úr náminu. Ég hef unniö i Landsbankanum alla tfö siöan og alltaf i endurskoöunar- deild”. Arni var spuröur um helstu áhugamálin. „Ég hef veriö mikiö i allskonar félagsmálum, svo sem eins og stjtírn Sjálfsbjargar og Karla- kórsins Fóstbræöra. Meö honum söng ég lika i sautján ár. Ég stunda lika mikið feröalög og úti- vist, og á hverju sumri veiöi ég á flugu bæöi lax og silung”. Þaö kom upp úr kafinu, aö Arni er liklega sá starfsmaður Lands- bankans, sem hvaö bestum árangri hefur náð I skákkeppni fyrir stofnunina. „Ég hef einu sinni teflt fyrir bakann og þá vann ég bilstjóra nokkurn á Hreyfli. Mér er til efs aðnokkur annaren ég hér i bank- anum hafi 100% vinningshlutfall” sagöi Arni. Arni er kvæntur Ástu ólafsdótt- ur og eiga þau einn son, ólaf Arnason, sem er gifturog tveggja barna faðir. — P.M. Arni Sveinsson: „Vinnan varö ofan á og ekkert varö úr náminu". (Visismynd B.G.) Er með 100% vlnninga úr skák- keppnum fyrlr Landshankannl Hjalta var kippt út... Skipt um leikrit Ekki veit ég hver margir hafa hlustaö á út- varpsumræöurnar i gær- kvöidi, en eflaust hefur sumum þótt þetta skritiö útvarpsleikrit þótt leik- ararnir hafi gert sitt besta. Þótt þessar umræöur hafi veriö ákveönar fyrir löngu birtu dagbiööin nefniiega itarlega kynn- ingu á leikritinu „Opnun- in’’ sem upphaflega átti aö flytja þá um kvöldiö, ásamt myndum af helstu ... en Steingrimur settur inn. leikurum. Sagöi Mogginn aö flutningur þess ætti aö hefjast kl. 21.25 en ég ef- ast um aö hlustendur hafi þekkt þá Sigurö Skúiason eöa Hjalta Rögnvaidsson meöal ieíkenda í gær- kvöldi. Dagblaöiö geröi raunar gott bctur og kynnti fieiri dagskrárliöi itarlega sem auövitaö voru ekki fluttir. Reykjavikurdeildin er ó- sammála um Svavar. Skorað á Svavar Óöum styttist I aö Alþýöubandalagiö kjósi nýjan formann I staö Lúö- víks Jósepssonar. Bak- tjaldamakk er i fullum gangi um hver skuli taka viö af gamla manninum frá Neskaupstaö og er þaö ekki sist i Reykja- víkurféiaginu sem uppi eru deildar meiningar hver skuii til foringja val- inn. Aiþýöubandalagsfélag- iö á Akureyri hélt fund á dögunum þar sem sam- þykkt var formleg áskor- un á Svavar Gestsson aö gefa kost á sér I for- mannsstööuna. Er taliö iiklegt aö Svavar eigi miklu fyigi aö fagna mcöal flokksmanna út um land aö minnsta kosti. ilins vegar eru ekki allir á eitt sáttir um ágæti hans I Reykjavikurdeild- inni þótt erfiölega gangi aö sameinast um mann á móti Svavari. Ekki er lengur minnst á Hjörleif Guttormsson scm næsta formann og hefur hann tekiö þann kostinn aö vinna aö kjöri Svavars Gestssonar. • útsendari KGB kemur Væntanlegur er tii landsins nýr sovéskur sendikennari til rússneskukennslu viö Há- skólann og heitir sá Vladimir Jakoby. Hann talar islensku fuilum fet- um og hefur komiö hingaö til lands og afiaö hér sjón- varpsefnis. Vladimir sóttist mjög eftir þvi aö fá þessa stööu og naut til þess stuðnings Hannesar Jónssonar sem enn var sendiherra i Moskvu þegar ákvöröun var tekín I málinu. Nú er þaö f sjálfu sér engin stórtlöindi þó hing- að komi sovéskur sendi- kennari og ástæöulaust aö amast viö þvi. En hér fylgir böggull skammrifi og hann stór. tstendingar sem dvaliö hafa i Kússlandi hafa mjög haft horn i siöu þessa manns þar sem þeir hafa rökstuddan grun um að hann sé á mála hjá hinni illræmdu leyníþjónustustofnun KGB. Vladimir hefur injög sóst eftir félagsskap Islendinga iMoskvu, ekki sist námsmanna og telja þeir sumir aö þaö sé meö óiikindum hversu fróöur hann viröist vera um þeirra einkahagi. Þá eru ýmsir Rússavin- ir hérlendis sagöir litt hrifnir af hingaö komu mannsins af sömu ástæöum. Hringi norður Hafnfiröingur var aö hringja norður til Akur- eyrar þegar karlmanns- rödd svaraöi skyndilega. — Biddu. biddu æpti HafnfirÖingurinn. Þú átt ekki aö svara strax þvi ég á eftiraö hringja tvær töl- ur enn. Hvað dvelur útvarpsráð? Eins og greint var frá I Sandkorni i gær hefur Emil Björnsson dag- skrárstjóri frétta- og fræösludeiidar sjón- varpsins sett hnefann i boröiö og krafist þess aö hans deild fái fé til aö gera fræöslu- og heimildarmyndir, en ár- um saman hefur þessi deild mátt þoia fjársvelti meöan sumar aörar hafa haft úr miklu að spila. Þessu til viðbótar má svo spyrja hvers vegna útvarpsráö taki ekki ákvöröun aö fjölga frétta- mönnum hjá sjónvarpi. Lengi hefur verið óskaö eftir heimiid rikisvalds- ins til aö fjölga frétta- mönnum um tvo, enda er núverandi fjöldi fyrir neðan lágmark. Þessi heimild fékkst loks fyrir nokkrum mánuöum, en þá bregöur svo að út- varpsráö og útvarpsstjóri gera ekkert f máiinu og þvi situr allt viö þaö sama. Hvaö dvelur orm- inn langa? Gervasoni leitar aö ibúö. Gervasoni övr um sig Franski liöhlaupinn og flóttamaöurinn Gerva- soni virðist þess fullviss að honum verði veitt hér landvist til langframa. Alla vega er hann nú aö leita sér aö leiguibúð i Reykjavlk og er sagöur bjóöa fyrirframgreiöslu til nokkurra mánaöa. Núverandi dvalarleyfi Gervasonis rennur út 2. desember næstkomandi. Sæmundur Guövinsson blaöamaöur skrifar ii

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.