Vísir - 28.10.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 28.10.1980, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 28. október 1980, 252. tbl. 70. árg úskar Vlgfússon um niöurskurð á loönuveiöunum: „Svlptlr siómenn allt að 3 mllljónum í laun” „Ekkí um annaö aö gera”, segir sjávarðtvegsráöherra „Það hlýtur hver maður að skilja, að þetta er mikið áfall fyrir mina umbjóðendur”, sagði Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands Islands, um nýjar takmarkanir loðnuveiða, ,,og er þvi til að svara, að þar sem fjölmiðlar eru fljótir til, þegar vel gengur hjá þessum ágætu vinum minum, mega þeir til að láta uppi, þegar illa gengur og þegar menn eru sviptir launum, sem eru kannski allt upp i þrjár milljónir króna, á einu bretti. Hér hlýtur þjóðarheill að vera að baki, og ég sé enga leið framhjá þessu”. Eins og greint hefur verið frá i Visi, reyndist loðnustofninn verulega mikið minni við nýjar mælingar heldur en gert haföi verið ráð fyrir. Sjávarútvegs- ráðherra boöaði hagsmunaðila að loðnuveiðum á fund i gær og þar var ákveðiö að minnka loönukvótann niður i 70% þess, sem áður hafði verið ákveðið. „Það var ekki annað að gera en aö skera niður veiðarnar”, sagði Steingrimur Hermanns- son, þegar Visir leitaði eftir um- sögn hans, „og ég reyndi að gera það þannig, að enginn væri kominn yfir það hlutfall, sem sett var. Um þetta varð sam- komulag, loönumenn féllust á, að það yrði að draga úr, en eru mjög ósammála fiskifræðing- um, telja að rannsóknin gefi ekki nægilega glögga mynd af svæðinu. Þetta er ákaflega al- varlegt fyrir flotann og afkomu hans og það mál verður að skoða mjög nákvæmlega, og ég mun athuga hvort hægt er að fylgjast betur með þessu frá Hafranns óknastofnun”. Hjálmar Vilhjálmsson, fiski- fræðingur, var spuröur hvort 30% niöurskurður á veiðunum væri nægjanlegur. „Miðaö við þessar mælingar er niðurskurðurinn ekki nógur. Reynist þær vera réttar, hefði þurft að skera veiðarnar niöur um tvo þriðju hluta, en það er ekki tæknilega framkvæman- legt. Gera verður ráö fyrir að þetta sé lágmarksmæling, en sé hún rétt og 70% af kvótanum veröa veidd að fullu, hefur það i för með sér mjög alvarlegar afleiðingar fyrir hrygningar- stofninn. SV. valgerður Unglrú Hollywood: Sigraöi meö yfirburöum Mikil fagnaðarlæti brutust út i veitingahúsinu Hollywood I gær- kvöldi þegar tilkynnt voru úrslit i fegurðarsamkeppni Hollywood og Samúels. Valgerður Gunnars- dóttir hlaut drottningartitilinn með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða og fékk hún sem aðalverð- laun Mitsubishi Colt bifreið frá Heklu h.f. Settist hin nýkjörna fegurðardrottning upp i bilinn fyrir utan Hollywood að lokinni krýningu og var henni ákaft fagn- að. 1 öðru sæti var Asta Söllilja Freysdóttir og hlaut hún titilinn Sólarstúlka tirvals. Margt boðs- gesta var i Hollywood i gærkvöldi og var þeim boðið upp á mörg skemmtiatriði auk úrslitakeppni fegurðardisanna sex, sem voru hver annarri fallegri. —SG Valgerður Gunnarsdóttir nýkosin fegurðardrottning situr fyrir miðju og Asta Sóllilja er lengst til hægri. (Visism. KAE) „Enn eln lilraun lll sátla” - segír varafor- maður Fiugfreyju- félagslns „Okkur finnst það fyrir neðan allar hellur af hálfu forráða- manna Flugleiða að ætla að semja um fólk eins og hverjar aðrar prósentur. Við höfum gert allt sem i okkar valdi stendur til að ná sáttum án þess aö fara i verkfall og ætlum að gera enn eina tilraun til þess”, sagði Gréta önundardóttir, varaformaður Flugfreyjufélagsins, i samtali við Visi i morgun. Fundur var I félaginu i gær- kvöldi þar sem kynnt var tillaga Flugleiða um að ráöa 15 flug- freyjur til viðbótar eftir starfs- aldri,ef Atlantshafsflugið héldi á- fram. Gréta sagöi, aö i raun og veru væri ekki hægt að semja um starfsaldurinn og það væri óskilj- anlegt að ætlast til þess, að fó'ki væri þvæltfram og aftur eins pg dauðum hlutum. Þessmá geta, að flugfreyjur hafa lausa kjara- samninga sem eftir er að semja um, en þær munu setja kröfuna um-starfsaldurslista á oddinn. —SG. r L verkalýðsleiðtogar um hugsanlega skerðingu verðhóla á laun: „SAMNINBARNIR ÞA LAUSIR „Það er afdráttarlaust ákvæði i samningum, að ef verðbætur á laun verða skertar, þá má segja þeim lausum. Þetta ákvæði verður notað, ef til skerðingar kemur”, sagöi Snorri Jónsson, forseti Alþýðu- sambandsins, þegar blaðamað- ur VIsis ræddi við hann I morg- un um- hugsanlega skerðingu á veröbótum. Ráöherrar Framsóknar- flokksins hafa margoft lýst þvi yfir að undanförnu, að ekki geti verið um neina niðurtalningu verðbólgunnar að ræða, án þess að verðbætur verði takmarkaö- ar, og i sjónvarpsviðtali i gær- kvöldi talaði Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, um hugsan- legar breytingar á visitölukerf- inu. „Núverandi visitala mælir ekki nema um 85% af raunveru- legri hækkun framfærsluvisi- tölu og ASl mun ekki fallast á neina frekari skerðingu”, sagði Snorri Jónsson. „Viö höfum álitið það svo fjarstæöukennt, að rikisvaldið fari að gripa til skerðingar á verðbótum, aö við höfum ekki einu sinni rætt þann mögu- leika”, sagöi Kristján Thorlacius, formaður BSRB, i samtali við blaðamann i morg- un. „Rikisstjórnin ætti að vara sig á þvi að rjúfa gerða samn- inga með þeim hætti, og þaö er alveg ljóst, aö opinberir starfs- menn munu ekki sætta' sig viö, aö verðbætur verði skertar”, sagði Kristján. —R.M

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.