Vísir - 28.10.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 28.10.1980, Blaðsíða 2
2 Þriöjudagur 28. október 1980 Hvað finnst þér um þá ákvörðun Benedikts Gröndal, að draga sig til baka i formannsslagn- um i Alþýðuflokknum? Margrét Steinarsdöttir, vinnur á saumastofu: ,,Mér list ekkert á aB hann skuli draga sig til baka. ÉghefBi viljaB hafa hann áfram”. AuBunn Einarsson, kennari: „Ætli hann geri þetta ekki af dtta viB aö flokkurinn gliBni, en ég efast um aB þetta sé rétt ákvörB- un.ÞaBerviss uppgjöf sem felst i þessu”. Bergur Lárusson verslunarmaBur: ,,Ég vil ekkert segja um þetta. Ég þekki ekki nokkurn skapaBan hlut inn á pólitikina”. ólafur Jónsson, málarameistari: ,,Mér finnst aB hann hefBi átt aB keppa viB Kjartan. Ég býst viB þvt aö hann heföi unniB þann slag”. Sigurjón Björnsson sálfræBingur: „Ég hef enga skoBun á þessu. Hef raunar lltinn áhuga á Alþyöuflokknum”. VÍSLR |.^^^j;/Íj%Jh;^Y^Íf.v/AÉ|.\%v^/j\v^v//A^^|.;A^v.v.v.;.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v/.v,v.v.v,\’.v,v.v.v.v.v.v,v.v.v.v.v.v.;. vioicö, aagsins ..ÞaömáílokKaÍíetla sem áhugavert starf’ - segir Hjálmar Vilhjáimsson. fiskifræðingur í viðlaii dagsins Enn einu sinni er loðn- an efst á baugi i fréttun- um og þá verður óhjákvæmilega fiski- fræðingur að nafni Hjálmar Vilhjálmsson nefndur oftar en flestir aðrir, „Ég verð liklega aðtakaþvi i þetta sinn,” sagði hann, þegar Visir bað hann um viðtal dagsins, ,,ég hef sloppið svo vel ntí um langan tíma.” „Ég er fæddur á Brekku i Mjóa- firöi, 21. september 1935. Foreldr- ar mi'nir eru Vilhjálmur Hjálmarsson og Margrét Þorkelsdóttir,” rakti Hjálmar ætt sina ab fornum sib. Eins og allir vita er faöir hans fyrrverandi menntamá laráöherra og þingmaöur um langt árabil. Hjálmar lauk stúdentsprófi frá Laugarvatni um voriö 1957 og „síöan slæptist ég i tvö ár.” Nánar spuröur um slæpinginn sagBi hann ab sér heföi ekki dottiB ihugaBfara utantilnámsá þess- um tima og settist i læknisfræöi eins og fleiri góöir menn, en gaf þaö frá sér og fór áriB 1959 til náms i fiskifræöi I Skotlandi. Reyndarvarhann aöeins eittár I læknisfræöinni, en vann sIBan eitt ár á Fiskideild atvinnudeildar Háskólans, eins og Haf- rannsóknarstofnun hét þá. AriB 1965 kom hann heim frá námi og réBst til starfa hjá Hafrannsóknarstofnun, sem þá haföi fengiö sitt núverandi nafn. Hann lenti á „Gúanódeildinni” sem Uppsjávarfiskadeildin var kölluö þá, og starfaöi fyrst viB rannsóknir á sild og kolmunna. En áriö 1966, svo ab segja strax og menn fóru aö gefa loönunni veru- legan gaum, tók hann viB loönu- rannsóknum. Hvemig er svo starf fiski- fræöings i loönurannsóknum? „Ég er nú ekki viss um hvernig á aB flokka störf. Þetta er svona upp og ofan, eins og önnur vinna, en allavega má flokka þetta sem áhugavert starf.” — Ertu sjóveikur? „Nei, ekki þannig aB ég liggi gulur og grænn yfir handlauginni eöa boröstokkinn. En stundum, þegar ég fer út, eftir langa veru I landi og lendi i vondu veBri, þá verö ég kannski svolitiö ónógur sjálfum mér og ekki nógu klár i kollinum i svo sem einn sólarhring. En ég hef matarlyst og liBur ekkert illa. En starfiö hefur i för meö sér fjarvistir frá fjölskyldunni, en þaö er ekki ann- aö en þaö sem fylgir sjómennsku af hvaöa tagi sem er.” — Sumir kalla þaö kost, þá er hjónabandiö alltaf eins og nýtt. „Þaö kann aö vera, a.m.k. þarf ég ekki aö kvarta undan hjónabandsm álum.” Fjölskyldan? Eiginkona: Kol- brún Siguröardóttir, fædd i Vest- mannaeyjum, Börn: Fjögur á aldrinum 13-19 ára. Ætlar eitt hvert þeirra aö veröa fiskifræö- ingur? „Þaö veit ég ekki.” segir Hjálmar og hlær, „þaö veit ég ekki og hef ekki heyrt neinar vangaveltur I þá átt.” Tómstundaáhugamál? „Þau eru eiginlega þrjú. Trésmiöi, jass og bóklestur, sér- staklega ljóöalestur.” Um aö- stööuna til ab iöka áhugamálin segir Hjálmar aö smiöaaöstaöan sé heldur dapurleg, hljóöfæri á hann ekki, en hefur stundum látiö sér detta I hug aö kaupa þab, en hanná ágætar „græjur” og sæmi- legt plötusafn, sem þó er minna aö vöxtum en bókasafniö. — Yrkir þú visur? „Nei, ég yrki ekki. En ég raBa einstaka sinnum saman oröum, sem stundum lita út eins og visa, þegar þau eru komin á blaö.” sv Jón Múli gleypir ekki allt hrátt. Tvöialflur sokkabotn Þótt tilkynnlngalestur útvarpsins sé enginn skem mtilestur aö öllum jafnaBiá aö hlýöa þá eru athugasemdir þulanna oft óborganlcgar. A dögunum heyröi ég Jón Múla staldra viö I lestrinum eftir aö hafa lesiö augiýsingu frá verslun einni um ullar- sokka meö tvöföldum botni. Hér hefur liklega átt viö þaö sem hingaö til hefur veriö kallaö uliarsokkar meö tvöföldum leista, en heltir nú tvöfaldur botn, sagBi Mdlinn og dæsti, en hélt siöan lestrinum áfram. Ævfntýrl á ðönguför Tveir Islendingar sátu ailt til lokunar á krá einni I úthverfi Kaupmanna- hafnar og kneyfuöu öl af óslökkvandi þorsta. Þeg- ar kránni var lokaö reik- uöu þeir út f náttmyrkriö. Ekki höföu þeir gengiB iengi þegar þeir komu á járnbrautarteina og gengu áfram eftir þeim. Eftir nokkra stund segir annar: — Þetta er alveg ótrú- lega iangur stigi. — Já, drafar I hinum. Þaö er bara verst hvaö handriöiö er lágt. Villum vlst fara Ég sé I Dagbiaöinu aö hjón ein eru aö leggja af staö f nokkurra daga hnattferö, sem þau unnu I happdrætti blaösins — fyrir tveimur árum. Þaö hefur greiniiega ekki tekist aö telja þau á aö afþakka vinninginn á öiium þessum tíma. Llka sfrið fyrir norðan Akureyrarblaöiö Dagur greinir frá þvi aö „valda- baráttan i Sjáifstæöis- flokknum teygir nú arma sina tii Noröurlands á áþreifanlegan hátt”. Eru 'mmGim m eru nánaat orö- ,~~~r undrurt og reiöi í. Sjóöur til t flíngar nýiðwxöi þetta miktl gleöitiöindi fyrir blaöiö og efni i mUí- inn forsföuuppslátt. Tilefni fréttarinnar aö á fundi kjördæmisráös flokksins fyrir noröan var Gunniaugi Fr. Jóhanns- syni sparkaö úr fiokks- ráöi Sjálfstæöisflokksins. Segir Dagur ástæöuna vera þá, aö Gunnlaugur sé hlynntur Gunnarí Thoroddsen og Jóni G. Sólnes. Segist Gunniaug- ur i viötali viö Dag munu endurskoöa afstööu sfna til flokksstarfsins. Þá ræöir Dagur einnig viö formann Sjálfstæöis- félagsins á Akureyri sem segir menn vera nánast orölausa af undrun og reiöi. Formaöurinn er þó ekki orölausari en þaö, aö hann hefur ýmisiegt miöur gott um máliö aö segja. Þaö má greinilega búast viö tiöindum úr Valhöll þeirra Norölend- inga. Slöarlnn hiaupandi 1 Vikurfréttum er greint frá þvi aö Grétar Arnason skipverji á Gunnari Hámundasyni sé einn mesti hiaupagikkur sem vitaö er um á Suöur- nesjum. Grétar hieypur á hverj- um degi 10-12 km og hefur stundaö hlaupiö um sjö mánaöa skeiö. Þegar ekki gaf á sjó á dögunum sök- um iilviöris hijóp Grétar frá Kefiavik, út I Garö, þaöan til Sandgeröis og heim aftur f einni iotu. Stóran hluta leiöarinnar um 20 km var hann meö rokiö f fangiö en engu aö siöur tók hann ekki nema tvo klukkutfma aö hlaupa aila þessa leiö. Kollsteypa? Eftir aö hafa lesiö gagnrýnium leikrit Þjóö- leikhússins, Könnu- steypirinn pólitfski, fer maöur aö velta því fyrir sér hvort ekki væri nær aö kalla ieikritiö Koli- steypirinn. Elnstakt llslaverk? Poppskrifari Morgun- biaösins hefur greinilega mikiö dálæti á David Bowle og er ekkert aö fara f felur meö þaö. Upp- haf iangrar greinar um nýjustu plötu söngvarans er svohijóöandi: „Scary Monsters” er tvfmælalaust ein aisterk- asta plata sem Bowle hefur látiö frá sér fara. Honum tekst meistara- lega vel aö sameina allt þaö besta sem hann hefur gert áöur án þess aö cndurtaka sig á nokkurn hátt. Melödfurnar eru hrópandi sterkar, út- setningarnar ekkert siöri en áöur, hugmyndaflugiö alltaf jafn frjótt, textar Bowie’s eru llka i háum gæöaflokki hér, og segja eins og vanalega mun meira en hann gæti sagt f viötali. Söngur Bowies er lika i toppformi á plöt- unni”. Hvaö á Hrafn mikiö i leik- ritlnu? vandarhögg hvers? Sýning Vandarhöggs i sjónvarpi vakti mikla at- hygli svo ekki sé meira sagt. Flestir geta veriö sammála um aö hlutur * leikaranna var góöur, en hins vegar fer ekki hjá þviaömargir spyrja hver sé hlutur Jökuls heitins Jakobssonar I þessu verki og hver sé hlutur Hrafns Gunniaugssonar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.