Vísir - 28.10.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 28.10.1980, Blaðsíða 3
Þriðiudagur 28. október 1980 Nýja verslun TM-Húsgagna að Sfðumúla 4. Vlsismynd: GVA TM-Húsgögn opna nýja verslun að Síðumúla 4: Efna til skoðana- könnunar um opn- unartíma um nelgar VtSÍR Forsetakosningarnar á ASi-Pinginu í haust: Einhugur Alhýðubanda- lagsmanna um Ásmund Samkvæmt áreiðan- legum upplýsingum, sem Visir hefur aflað sér, mun það nú vera frágengið að Ásmundur Stefánsson verður for- setaefni alþýðubanda- lagsmanna á ASí þingi. Nokkrar umræður hafa farið fram að undanförnu um hverjum skyldi tefla fram til forseta ASf, og hafa meðal annars verið nefnd nöfn Benedikts Daviðssonar, Guðjóns Jónssonar o.fl. alþýðu- bandalagsmanna, einkum vegna þess að Asmundur Stefánsson hefur þótt koma „öfuga” leið inn i verkalýðshreyfinguna. A fimmtudag og föstudag fyrir helgi héldu alþýðubandalags- menn fundi með „sinum mönnum”, og þar mun endanlega hafa verið gengið frá þvi að Asmundur yrði boðinn fram á þeirra vegum. Eins og áður hefur verið skýrt frá hafa Alþýðuflokksmenn sam- einast um Karvel Pálmason, en þessa dagana hafa viðræður staðið yfir hjá sjálfstæðis- mönnum við ýmsa aðra ,,flokks”-hópa, og er enn óljóst hvaða afstöðu sjálfstæðismenn á ASl þingi munu taka. Sjálfstæðis- menn telja sig með annan stærsta hópinn á þinginu. Asmundur Stefánsson: Frambjóðandi Alþýöubanda- lagsmanna innan ASt. TM-Húsgögn hafa nú fært út kviarnar og opnað nýja hús- gagnaverslun að Siðumúla 4 i Reykjavik til viðbótar við verslunina að Siðumúla 30, sem orði.n var of litil. „Við tilkomu þessa nýja hús- næðis er hægt að sýna alla fram- leiðsluna i rúmgóðu húsnæði. Einnig skapast möguleikar á að sýna húsgögn frá öðrum fram- leiðendum, sem sumir hverjir hafa ekki átt auðvelt með að koma framleiðslu sinni á fram- færi sökum einhliða áhuga margra verslana á sölu erlendra húsgagna. Til að auka vöruúrval verða á boðstólum ýmsar gerðir innfluttra húsgagna, sérstaklega þær tegundir sem erfitt er að framleiða hér á landi. Þannig gefst viðskiptavinum kostur á að gera samanburð á verði og gæðum”, segir i fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. TM-Húsgögn eru fimm ára um þessar mundir. 1 sambandi við fimm ára afmælið efnir fyrir- tækið til skoðanakönnunar um hvort fólk vill hafa sýningarsali húsgagnaverslana opna um nelgar eins og TM-Húsgögn og nokkur önnur fyrirtæki hafa beitt sér fyrir og lent i erfiðleikum við yfirvöld útaf. Þeir, sem taka þátt i könnuninni, þurfa að koma i aðra hvora TM-verslunina og skrifa nafn sitt á seðil og segja álit sitt með þvi að setja kross við „já” eða „nei”. Seðillinn er jafn- framthappdrættismiði, og verður dregið um vinninginn, „Ruben”-sófasett að verðmæti 2 milljónir króna, 15. desember næstkomandi. Vinningurinn verður til sýnis i sýningarglugga fyrirtækisins að Siðumúla 4, þar til dregið verður. útvarpað verður trá úttðr Stefáns Jöhanns I fréttatilkynningu frá forsætis- ráðuneytinu segir: Útför Stefáns Jóhanns Stefáns- sonar, fyrrverandi forsætisráð- herra, fer fram á vegum rikisins næst komandi miðvikudag, 29. október kl. 13.30 frá Dómkirkj- unni i Reykjavik. Útvarpað verður frá athöfninni. innbrot Innbrot var framið i mannlaust hús i Melgerði i Kópavogi i fyrri- nóttog stoliðþaðan 184 þúsundum króna i peningum. Þá var brotist inn i Hraðfrysti- stöðina i Reykjavik, i Hjartarbúð á Bræðraborgarstig og i Vöru- markaðinn i Ármúla en talið var að litlu hefði verið stolið á þessum stöðum þótt málin væru ekki full- könnuð. Annars var helgin mjög róleg hjá löggæslumönnum á Reykja- vikursvæðinu og bar þeim saman um að lögreglumenn hefðu haft það óvenju rólegt þessa helgi. gk— VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI Fjármálaráðherra hefur f. h. ríkissjóðs ákveðið að bjóða út til sölu innanlands verðtryggð spariskírteini að fjárhæð allt að 3000 milljónir kr. Kjör skírteinanna eru í aðalatriðumþessi: Skírteinin eru lengst tii 20 ára, bundin fyrstu 5 árin. Þau bera vexti frá 25. þ. m., meðalvextir eru 3,5% á ári. Verðtrygging miðast við breytingar á lánskjaravísitölu, sem tekur gildi 1. nóvember 1980. Skírteinin eru framtalsskyld, en um skattskyldu eða skattfrelsi skírteina fer eftir ákvæðum tekju- og eignarskattslaga eins og þau eru á hverjum tíma. Nú eru gjaldfallnar vaxtatekjur, þ. m. t. verðbætur bæði taldar til tekna og jafnframt að fullu frádráttarbærar frá tekjum manna, og þar með skattfrjálsar, enda séu tekjur þessar ekki tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, sbr. lögnr. 40/1978 og nr. 7/1980. Skírteinin eru gefin út í fjórum stærðum, 10,50, 100 og 500 þúsund krónum, og skulu þau skráð á nafn. Sala hefst 28. þ. m. og eru sölustaðir hjá bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum um land allt, svo og nokkrum verðbréfasölum í Reykjavík. Sérprentaðir útboðsskilmálar liggja frammi hjá þessum aðilum. Október 1980 SEÐLABANKIISLANDS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.