Vísir - 28.10.1980, Blaðsíða 21

Vísir - 28.10.1980, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 28. október 1980 21 »rr-*ryr*:3r vísm Ekki nóou fyndið - ekki nógu beinskeytt Könnusteypirinn póli- tiski Höfundur: Ludvig Holberg Þýðandi: Jakob Benediktsson Lýsing: Ásmundur Karlsson Leikmynd og biíningar: Björn G. Björnsson Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson Það verður ekki sagt, aö leik- árið byrji vel hjá Sveini að þessu sinni. Tvær frumsýningar og báöar hafa valdið nokkrum von- brigðum. t minum huga er sérhver leik- húsferð eins konar hátið. Ég hlakka alltaf til og vænti mér mikils. Þess vegna veröa von- brigöin enn meiri ef ég hef ekkert upplifað og sný heim aftur með þá einu hugsun að hér haf i verið sóað fjármunum til einskis, að efniö risi ekki undir umbúnaöinum. t þetta sinn voru glæsilegir búning- ar iburðarmikil umgerö og góður leikur ekki annað en grátbrosleg itrekun á innihaldsleysi textans, sem virkar eins og timaskekkja tvöhundruö og fimmtiu árum eft- ir tilurö sina. Mér er enn i fersku minni, hvað æöikollur Haralds Björnssonar skemmti mér konunglega hérna um árið. Að visu var ég tuttugu og fimm árum yngri og ekki eins leiðinlega gagnrýnin þá og nú. Holberg var i minum augum snillingur á borö við Molére: hafðitíbeitá hvers kyns hræsni og sýndarmennsku, réöist að lág- kúrunni með beittu háði og grimmilegu grini. Hann skaut að mönnum og hitti i mark. t Pólitiska könnusteypinum hittir hann hins vegar ekki i mark. Adeilaner alveg út i hött, á köflum hlægileg að visu, farsa- kennd en algerlega máttlaus. Hún virðist of bundin við tima og um- hverfi Holbergs til þess að blta á okkur. Þvi er hún eins og tima- skekkja á sviði Þjóðleikhússins. Menn skyldu ekki fást viö það, sem þeir ekki hafa vit á — þaö er algildur sannleikur, og þeir uppskera svo sem til er sáð. En einhvern veginn gerir dæmisagan um Hermann von Bremen sig ekki og hún heldur þvi ekki at- hygli áhorfandans til lengdar. Aö visu er vel hugsanlegt, að það sé ég,en ekki Holberg, sem beri sök á þessu, þvi að dóttir min tiu ára sat viö hlið mér og skemmti sér stórkostlega. Og mest hló hún, þegar grinið snerist upp i hreinan farsa. Það virkaöi hins vegar á mig sem eins konar örþrifaráö til þess að pina fram hlátur, þegar allt annaö brást. Ekki er ljóst, hversu leikstjór- inn, Hallmar Sigurðsson ber mikla ábyrgö á útkomu verksins. Það er augljóst, að hann hefur nostrað viö það en kannski ekki haft nægilega mikil tök á leikur- unum til þess aö fá út samræmda mynd. Mér fannst sumir vera að leika farsa á meöan aðrir létu þaö ógert. Tæknilega er allt klárt og kvitt, en þaö fer kannski ekki vel á þvi ef leikstjórinn fer að krukka of mikið i boðskap höfundar. Um leikendur er þaö að segja, að þeir stóðu sig allir vel án þess að ..brillera”. Leikurinn ein- leiklist Bry ndis Schram skrif ar kenndist ekki af þeim ærslum, sem virðast hæfa svo vel i Holberg uppfærslum. Það voru helst Þór- hallur og Guörún sem sýndu verulega leikgleði eflaust i minn- ingu herranóttasýninga mennta- skólaáranna. Einnig fundust mér fjórmenningarnir, Baldvin, Siggi Skúla, Þráinn Karlsson og Viðar Eggertsson hafa lúmskt gaman af þvi að klekkja á mennta- mannapakkinu. Nýliðarnir, Viðar og Þráinn, gáfu koliegum sinum hér syðra ekkert eftir, og var einkar notalegt aö heyra skýran framburö þeirra. Mér virtist Bessi hins vegar ekki vera að leika farsa og hann beitir öðrum brögðum en venju- lega. Hann ýkir hvergi og notar engaafþeim tilburöum, sem aUir geta hlegið að hvar og hvenær sem er. Hann er bara ljúfur og vinnur samúð okkar. Þaö liggur við aö umgeröin beri textann ofurliði. Það er of mikiö i hana boriö, en hún er ljómandi falleg ein sér, auk þess sem lýsing er til fyrirmyndar. Niðurstaðaner samt sú, aö sem gamanleikrit er Pólitiski könnu- steypirinn ekki nógu fyndið en sem ádeiluleikrit ekki nógu bein- skeytt. Bryndis Schram P.S. Þetta veröur i siöasta sinn sem undirrituð skrifar leikhús- gagnrýni fyrir Visi, en ef ein- hverjafýsir aðheyra meira,þá er mig að finna i Alþýðublaðinu. Það kvað einhvers staðar vera til sölu! Kopavogsleikhúsið IÞorlákur þreytti Miðasala i Félagsheim Kópavogs frá kl. 18-20.30 nen laugardaga frá kl. 14-20.t Sími 41985 Hinn geysivinsæli gam- anleikur Sýning fimmtudag ki. 20.30 Næsta sýning iaugardag kl. 20.30 Sprenghlægileg skemmtun fyrlr qIIq fjölskylduno Sími 50249 California suite tslenskur texti Bráðskemmtileg ný amerisk stórmynd I litum. — Handrit eftir hinn vinsæla Nei! Simon.með úrvalsleikurum i hverju hlutverki. Leikstjóri: Herbert Hoss. Aðalhlutverk: Jane Fonda, Alan Alda, Walter Matthau, Michael Caine. Maggie Smil Sýnd kl. 9. útlaginn Josey Wales (The Outlaw Josey Wales) Sérstaklega spennandi og mjög viðburðarik bandarisk stórmynd I litum og Pana- vision Aðalhlutverk: CLINT EAST- WOOD Þetta er ein besta „Clint Eastwood-myndin”. Bönnuð innan 16 ára. Endursýnd kl. 5 og 9 LAUGARAS Simi32075 Caligula MALCOLM Mc DOWELL PETER O’TOOLE SirX)HN GIELOJD som .NERVA' CALIGULA .ENTYRANSSTORHEDOG FALD' Strengt forbudt C for b’ern. ocnstantin filu Þar sem brjálæðið fagnar sigrum nefnir sagan mörg nöfn. Eitt af þeim er Caligula. Caligula er hrotta- fengin og djörf en þó sann- söguleg mynd um róm- verska keisarann sem stjórnaði. með morðum og ótta. Mynd þessi er alls ekki fyrir viðkvæmt og hneyksl- unargjarnt fólk. tslenskur texti. Aðalhlutverk: Caligula. Malcolm McDowell Tiberius.....PeterO’Toole Drusilla .. Teresa Ann Savoy Caesonia......Helen Mirren Nerva........John Gielgud Claudius . GiancarloBadessi Sýnd daglega kl. 5 og 9 Laugardaga og sunnudaga kl. 4-7 og 10 Stranglega bönn- uð innan 16 ára. Hækkað verð. Nafnskirteini. ONBOGU! Ö 19 000 --§<2líIW' A- Tíðindalaust á vestur- vígstöðvunum. Stórbrotin og spennandi ný ensk stórmynd byggð á einni frægustu striðssögu sem rit- uð hefur verið, eftir Erich Maria Remarque Richard Thomas — Ernest Borgnine - Patricia Neal. Leikstjóri: Ilelbert Mann Islenskur texti — Bönnuð börnum Sýnd ki. 3 6 og 9 --------8<álll(U)ff -1------- Harðjaxlinn Hörkuspennandi og við- burðahröö litmynd með ROD TAYLOR Bönnuð innan 16 ára. Islenskur texti. Endursýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05. '§<ð]Ðw-C Mannsæmandi lif Blaðaummæli: „Eins og kröftugt hnefahögg, og allt hryllileg- ur sannleikur” Aftonbladet „Nauðsynlegasta kvikmynd i áratugi” Arbeterbl. „Það er eins og að fá sýru skvett i andlitið” 5 stjörnur- Ekstrabiadet „Óvenju hrottaleg heimiid um mannlega niðurlægingu” Olaf Palme, fyrv. forsætisráðherra. Sýnd kl. 3.10-5.10-7.10-9.10- 11.10 l --------staitaif ®---------- Blóðhefnd dýrlingsins Hörkuspennandi litmynd um hin spennandi ævintýri „Dýrlingsins”, með ROGER MOORE íslenskur texti Endursýnd kl. 3,15-5,15-7,15- 9,15 -11,15 SÉRVERSLUN MEÐ GJAFAVÖRUR CORVS HAFNARSTRÆTI17 sími 22850

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.