Vísir - 28.10.1980, Blaðsíða 19
Vaxandi
Frank Zappa er frægur
fyrir ýmis uppátæki bæði á
tónlistarsviðinu og hvað
varðar gerð kvikmynda.
Hann föndrar við að gera
litsamfellumyndir við
þyngri tónverk sín, sem
sýnd hafa verið á tónleik-
um og í sjónvarpi. Hingað
til er frægasta mynd
Zappa tvímælalaust 200
Motels sem gerð var sam-
hliða samnefndri hljóm-
plötu. Nú í ár frumsýndi
Zappa hinsvegar nýjustu
kvikmynd sína „Baby
Snakes" og kemur hann
sjálfur fram í myndinni.
Zappa lér skera hið síða
hár sitt fyrir þessa mynd,
vinsældir Zappa
York
öllum til mikillar furðu.
Meðfylgjandi Ijósmynd
birtist í Billboard
tímaritinu
og sýnir Zappa
skera bita af frumsýning-
artertu sinni og er myndin
tekin á Times Square í New
Undanfarið
hefur Zappa
notið vaxandi
vinsælda og lög
hans jafnvel
komist ofarlega
á vinsældalist-
ana, andstætt því
sem áður var.
Hafa ýmsir
áfellst
Zappa fyrir bragðið og tal-
ið hann vera farinn að lin-
ast í frumlegheitunum og
ádeilunni en hann svarar
þessu blákalt á þessa leið:
„Sjáðu nú til, ég var bara
frumlegur gæi frá San
Diego sem spilaði skrýtna
tónlist sem enginn átti von
á að gæti selst. Hér stend
ég 13 árum og nokkrum
tugum breiðskífa seinna.
Ég á lítið heitt „diskó
númer" sem dillar sér á
vinsældarlistanum, nokk-
rar málshöfðanir í réttar-
sölunum, éa bý í Holly-
wood, tónlisíin mín er enn-
þá f ramandleg og ég lít ná-
kvæmlega eins út.
,,Hver er skrýtinn?
Þriðjudagur 28. oktöber 1980
VtSIR
Vonlaust streð...
Joey Travolta hefur haft í
frammi ýmsa tilburði til að
hljóta almenna viðurkenn-
ingu sem söngvari. Það er
aðeins eitt sem hamlar gegn
þessu en það er,að heimur-
inn rúmar aðeins einn Tra-
volta. Og þar sem bróðir
Joey, John nokkur
Travolta, hefur þegar
haslað sér völl á alþjóða-
vettvangi verður Joey að
bíta í súra eplið. Honum
hefur hins vegar reynst erf-
itt að fá þessar staðreyndir
inn i hausinn á sér og heldur
áfram að streða og streða...
Eiturlyf
John Sarkisian heitir faðir
söngkonunnar Cher, en hún
hefur verið nokkuö til um-
ræðu hér i Hristingi. Sarkis-
ian, sem er rúmlega fimm-
tugur að aldri lýsti þvi ný-
lega yfir i blaðaviðtali, að
hann hefði verið eiturlyfja-
neytandi i 34 ár og undir
lokin kominn i, heróín en
vegna eiturlyfjaneyslunnar
hefur hann verið » tugthúsi
oftar en einu sinni. Hann
hefur litið haft af sinni
frægu dóttur að segja þar
sem hann og móðir hennar
skildu er Cher var á barns-
aldri. Samskipti föður og
dóttur hafa þó farið vaxandi
að undanförnu en Sarkisian
hefur nú yfirunnið fíkni-
efnaneysluna og keyrir
vöVubi’l i Kaliforníu...
Dilma hefur átt ierfiöleikum meöaöfylgja hinum ieggjalöngu félögum sinum eftir Ihergöngum.
Margur er knár...
Dilma Pabon heitir
átján ára gömul banda-
rísk stúlka, sem komist
hefur i fjölmiðla vestra
vegna þess að hún er
minnsti hermaður sem
gegnt hefur herþjónustu
i bandariska hernum.
„Ég varö mjögundrandi þegar
umsókn min var tekin gild þvi
staöreyndin er sii, aö ég er mun
lægri en la'gmarks hæö segir til
um”, —segir þessi 140cmstúlka.
Aöloknu námi i gagnfræöaskóla í
Brooklyn, New York, ákvaö
Dilma aö sækja um inngöngu , I
sjúkradeild hersins. I fyrstu var
umsókn hennar hafnaö vegna
smæöar umsækjandans en eftir
mikil fundahöld i herstjórninni
var ákveöiö aö veita Dilmu inn-
göngu vegna hins mikla áhuga
hennar á heilsugæslumálum
hersins.
Herþjónustan hefur þó haft i för
meö sér ýmis vandamál og meöal
annars hefur hún átt erfitt meö aö
halda i viö hina leggjalöngu fé-
Umsjón:
Sveinn
Guöjónsson
laga sina i hergöngum. En þetta
hefur þó allt bjargast og nú er
Dilma meö foringjatign 1 heilsu-
gæsludeildinni.
„Þaö hef ég fengiö út á taland-
ann á mér, — ekki stæröina”, —
segir hún.
Mannleg
sirena
Háværir menn eru yfir-
leitttil amaen svo er þó
ekki með Billy Page frá
Bellevue í Michigan-
fylki. i ráði er að setja
hann á launaskrá í heima-
bæ sínum vegna þessara
eiginleika hans en þar í
bæ er hann kallaður
„Mannlega sirenan".
Með hinni ótrúlegu háu
rödd sinni getur hann náð
öllum tegundum af sír-
enuvæli og það svo að
heyrist endanna á milli í
bænum.
„Það er alveg ótrúlegt að
heyra i manninum",
segir lögreglustjórinn i
bænum ,Greg Crawford,
sem er að hugsa um að
ráða Billy sem eins konar
gangandi sirenu þvi stað-
reyndin er nú sú, að menn
draga ósjálfrátt úr öku-
hraða þegar þeir heyra
sírenuvæl.
Læknir Billys, sem
heitir því skemmtilega
nafni Waldo Franken-
stein, hefur sagt að ekk-
ert óvenjulegt sé við
raddbönd hans nema að
þau eru óvenju sterk og
að sögn Dr. Frankenstein
hefur Billy aldrei
frengið særindi í háls...
Billy Page gefur starfsmönnum sjúkradeildarinnar sýnishorn af
sýrenuvæli.