Vísir - 03.11.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 03.11.1980, Blaðsíða 4
Mánudagur 3. nóvember 1980 Þetta er ekki undraefni en BIQ/CRL ver gegn hárlosi BIO/CflL er finnskt hárefni en finnskir vísinda- menn hafa komist hvað lengst í þeim efnum. gera hársverð- . inum gott. ís/enskur /eiðavísir fylgir. Fæst aðeins hjá: RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG Klapparstlg 29. Simi 12725 Póstsendum - BIO/CAL SHAMPOO og BIQ/CAI HÁREFNI VtSIR INDIRA ftTLAR AB FUU- KONINA VERK SONARIHS myndina um að yfirtaka verk- smiðjuna og hefja framleiðslu á sparneytinni bílategund. En á Indlandi seljast ekki nema innan við 40 þúsund nýir bilar árlega, og þær tvær ' b’ilaverksmiðjur sem fyrir eru anna eftirspurn ágæt- lega. Auðvitað er Indiru ljóst, að það eru engar horfur á sölu svo margra sem 100 þúsund bila á ári á Indlandi og hið opinbera á við fjárskort að striða til að hindra brýnustu framfaramálum i fram- kvæmd.. Hvi vill hún þá þjóðnýta Maruti? — Ein getgátan er sú, að hún vilji hindra að i gjaldþrotarannsókn birtist eitthvað, sem blettað gæti minningu sonar hennar. önnur er sú, aö iðnaðarvinir Sanjays, sem fjárfestu i Maruti, hafi hug að bjarga fé sinu aftur með þvi að fá bætur úr rikissjóði eða styrki. Flest indversk fyrirtæki, sem berjast i bökkum og eru yfirtekin af riki, fá aðeins sýndarbætur. Indira United Mills, stærsta fata- verksmiðja Indlands og þó leitað væri um alla suður-Asiu, fékk aðeins 72 þúsund krónur úr rikis- sjóði fyrir allt hafurtaskið. En Maruti hefur þegar fengið 33 milljarða til að standa við skuld- bindingar. Hefur Indira réttlætt það á þeim grundvelli, að eignir fyrirtækisins, aðallega byggingar og jarðnæði, séu meiri en skuldir. Indira Gandhi forsætisráð- herra Indlands, ætlar sér að reisa syni sinum heitnum, Sanjay, mik- inn minnisvarða með þvi að blása nýju lifi i hina aflögðu bilaverk- smiðju hans, Maruti h.f., og gera hana að stærsta bilaframleiðanda landsins. Ætlunin er, að verk- smiðjan skili árlega af sér milli 60 og 100 þúsund bilum á ári, og þar á meðal vörubilum. Saga Maruti-fyrirtækisins er einn langur listi hneykslismála frá upphafi. begar Sanjay kom aftur heim til Indlands frá námi hjá Rolls-Royce i Bretlandi, dreymdi hann um að framleiða bila. Svo að Indira móðir hans aflétti 1970 banninu við stofnun nýrra bilaverksmiðja (en fram til þess hafði ekki þótt þörf fyrir fleiri slikar). Maruti var selt rikisland á gjafverði, og eitthvað af vélakostinum var flutt með ólöglegum hætti inn i landið. Embættismenn, sem gerðust óþægilega spurulir, voru látnir vikja úr starfi. Vélin, sem skyldi verða fyrirmynd vélarinnar i Maruti-bilinn, var flutt inn sem persónulegur farangur þýsks ráðgjafa fyrirtækisins. Tilrauna- bíllinn þurfti ekki að gangast undir prófanir á aksturseiginleik- um, heldur fékkst umsvifalaust leyfi til að hefja framleiðsluna. Þetta hafði allt tekið sinn tima, og er þarna var komið við sögu, hafði Sanjay misst áhugann á bil- um og hneigst til stjórnmála. Maruti varð sér aldrei úti um vélasamstæðurnar til þess að setja færibandið i gang, og framleiddi ekki einn einasta bil. Hinsvegar höfðu bilasalar greitt háar fjárhæðir fyrirfram upp i pantanir, sem þeir fengu svo auðvitaö aldrei afgreiddar. Eng- inn þorði þó að krefjast endur- greiðslu. Guðmundur Pétursson, fréttastjóri eriendra frétta. Fyrirtækið var lýst gjaldþrota eftir að lndcia tapaði kosningun- um 1977. Rikisstjórn Janata- flokksins gældi lengi við hug- Spánn: Rembihnúlar á hlónaböndum All tröllslegur hnútur hefur veriö hnýttur á fjölda hjónaskiln- aða á Spáni og vandséð hvernig úr flókanum verður greitt. Hundruð þúsunda spænskra hjóna vilja skilnað, eftir þvi sem haldið er fram, en eiga erfitt um vik, þvi Spánverjar eru kaþólskir og kaþólska kirkjan leyfir ekki hjónaskilnaði. Að visu leyföust hjónaskilnaðir á Spáni fyrir borgarastyrjöldina, en Franco hershöfðingi afnam slika léttúð. Nú vilja Spánverjar vekja til nýs gildis þessi gömlu lög, enda ekki kaþólskari en svo, að kirkju- sókn er þar næstum jafn léleg og hér á Islandi (eða 15% samkvæmt skýrslum).Margar broddborg- arakonur hafa raunar játað opin- berlega að hafa farið til London til að láta eyða fóstri. Skoðana- kannanir sýna, að undir 15% fullorðinna telja, aö hjónabandið eigi að vera óuppleysanlegt. Enda hefur nú þingnefnd verið sett i að undirbúa lagasetningu, sem heimili skilnaði. Dyggir kaþólikkar halda þó áfram að hamast gegn sliku frjálslyndi, en eiga undir högg að sækja. Vonast þeir til þess að geta samtkomið þvi i kring, að hjóna- skilnaðir verði tafsamir i afgreiðslu og torsóttir. - 1 augum almennings sp^glast i hjónaskilnaöarerfiðleikunum stéttarmunur. Alþýða fólks hefur fyrir augunum, að vellauðugir kaþólikkar — og sérilagi skemmtikraftar og gjálifisfólk — eiga auðveldara með að verða sér úti um hjónaskilnaði. Enda hefur þetta fólk „keypt ” sér ógildingar á hjónaböndum hjá kirkjulegum yfirvöldum. Til skamms tima var talaö um á Spáni, að „gangverð” á slikri ógildingu með lögmanns- launum og öllu væri um 15 milljónir króna.. Siðar. hefur komið i ljós, að einhver þessara kirkjulegu yfir- valda, sem ógilt hafa hjónabönd, höfðu i raun ekki til þess umboð. Öprúttnir lögfræðingar höfðu nefnilega leitaö viða fyrir sér i umboöi skjólstæðinga sinna. (Jafnvel alla leið til Zaire i Afriku.) Þó hafði erkibiskupinn i Madrid sett stimpil sinn á einhverjar þessara ógildinga, og þá sjálfsagt i góðri trú. Spænskur lögfræðingur sem reyndi að fletta ofan af þessu braski, sætti harkalegum árásum fyrir að rægja kirkjuþing og til heyrandi kirkjuyfirvöld. Vinir hans vöktu þá athygli Páfagarðs á málinu. Eftir nákvæma rannsókn ógilti Páfagarður allar hinar vafasamari ógildingar i mai i vor, og fyrirskipaði erki- biskupnum i Madrid að tilkynna hlutaðeigandi hjónum og spænsk- um yfirvöldum. Fyrir einhverja yfirsjón fórst það fyrir, og það var ekki fyrr en i miðjum siðasta mánuði, að tveir Spánverjar úr hópi þeirra 1200, sem þetta snert- ir, uppgötvuðu, að þessar rándýru ógildingar þeirra voru vitamarklausar. Komið er i ljós, að nokkrir hlut- aðeigandi eru harðgiftir öðru sinni (i kirkju sumir hverjir) og eiga jafnvel börn i seinna hjóna- bandinu. Fá nú lögfræðingar þeirra nýjan starfa við að svara spurningum um, hvort skjól- stæðingar þeirra séu sekir um fjölkvæni, hvort þeir eigi kröfur á endurgreiðslum 15 milljónanna, eöa hver sé abyrgð kirkjunnar? Anker 09 inúíra pæia í heimsmálunum Anker Jörgensen forsætisráð- herra Danmerkur, fór fyrir helgi i opinbera heimsókn til Indlands, þar sem hann mun ræða viö Indiru Gandhi, forsætisráöherra, um ástandiö I alþjóöamálum. Mun þar bcra á góma innrás Sovétmanna I Afghanistan, striöið viö Persaflóa og samskipti noröur- og suöurhvels. Aliö lækkar í veröi Verö á áli og tini hefur falliö niöur I þaö lægsta sem þaö hefur komist i rúmt ár á Lundúna - markaðnum. Kennt er um ininni* eftirspurn vegna kreppunnar. Aliö, sem mikiö er notaö I bygg- ingar og bilaiönaöinum, er selt á' 675 sterlingspund tonniö. Fjallganga í Tibet Tveir austurriskir fjallgöngu- garpar hafa klifiö hiö átta þúsund metra háa (og tólf metrum betur þó) fjall, Xixabangma, i Tibet. Þeir voru i hópi átta fjall- gönguinanna frá Austurríki, sem lögöu upp I feröina en hinir uröu aösnúa viö mcö lækni leiöangurs- ins, sem haföi meitt sig, þegar þeir komu upp i 7.500 metra hæö. Fréttin hefur veriö nokkuö lengi aö berast þvi þaö var 13. október, sem þeir Egon Obejes og Ewald Putz sigruöu tindinn, en þeir fóru upp öxlina aö norö- vestanveröu. RlsaáDurOar- verksmiOja Franskt oliufyrirtæki og rikis- oliufélag Abu Dhabi hafa gert meö sér samning um aö reisa áburöarverksmiöju viö Persa- flóa. Afköst verksmiöjunnar veröa 1.000 smálestir af ammonium á dag og um leið 1.500 smálestir af efni sem kallaö er UREA, en von-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.