Vísir - 03.11.1980, Blaðsíða 6
' 6
* > » * .<’»*•
Mánudagur 3. nóvember 1980
FioKksbing Albýöufiokksins Fiokksbing Aibýðufiokksins Fiokksbing Aibýðufiokf
NYJII FORYSTUMENNIRNIR
FENGU GÚRAN MEIRIHLUTA
Það voru 180 fulltrúar á
flokksþingi Alþýðuflokks-
ins, em á laugardags-
kvöldið kusu sér flokksfor-
ystu fyrir næsta kjörtíma-
bil.
Fyrst fór fram kjör for-
manns, en þar var Kjartan
Jóhannsson einn í fram-
boði eftir að Benedikt
Gröndal ákvað að draga
sig í hlé. Hlaut Kjartan 166
atkvæði, Benedikt Gröndal
1, Karvel Pálmason 1, en
auðir seðlar voru 12.
Þegar úrslitin voru kunn sté
Kjartan i ræðustól og þakkaði
þingfulltrúum fyrir traustið og
sagðist mundu „gera það sem ég
Maöur kemur i manns staö. Þeir Benedikt Gröndal, fráfarandi formaöur Alþýöuflokksins, og Kjartan
Jóhannsson, arftakihans I formennskunni, taka hér viö hyllingu flokksþingsins, eftir aö kjör Kjartans
haföi veriö tiikynnt. — Vísismyndir: B.G.
„MEGINLINURNAR I STEFNU
OG STARFIVERÐA ÞŒR SðMU”
- seglr Kjartan Jóhannsson, nýkjörlnn formaður Aihýðufiokks
„Meginiínurnar i stefnu og
starfi Alþýöuflokksins munu
verða þær sömu eftir sem áöur”,
sagöi Kjartan Jóiiannsson, ný-
kjörinn formaöur Alþýöuflokks-
ins, þegar blaöamaöur Visis
spuröi hann hvort formannsskipt-
in myndu leiöa tii einhverra
breytinga á starfsháttum Alþýöu-
flokksins.
„Við munum öll vinna að alefli
aö þvi aö auka veg flokksins og
jafnaðarstefnunnar og ég er
sannfærður um að viö munum
vinna sem samhentur hópur og af
fullum þrótti. Auövitað hafa
mannaskipti i för meö sér ein-
Kjartan Jóhannsson var glaöur I
bragöi þegar úrslitin I formanns-
kjörinu voru lesin upp.
hverjar áherslubreytingar, hver
maður hefur auðvitað sinn stil, og
öll erum viö gerö sitt meö hverj-
um hætti”.
Kjartan sagöi að þaö mikilvæg-
asta, sem lægi fyrir flokknum,
væri aö fylgja fram þeirri jafn-
vægisstefnu I efnahagsmálum, og
þeirri nýju stefnu i atvinnumál-
um, sem hefði verið til umfjöllun-
ar á flokksþinginu.
„Það þarf einnig aö efla starf
flokksins þannig að sem flestir
geti tekið þátt i stefnumótun og
boðun jafnaðarstefnunnar”.
Kjartan var spurður álits á
þeim ummælum Vilmundar
Gylfasonar, að nýkjörin flokks-
forysta væri of veik til þess að
takast á við þau verkefni sem
bíða hennar.
„Menn geta auðvitað verið með
ágiskanir um það fyrirfram, en
reynslan ein getur skoriö þar úr”.
Aðspurður sagðist Kjartan telja,
að úrslitin i formannskjörinu fælu
i sér fullan stuðning við hann, og
mikla samstöðu innan flokksins.
—P.M.
,má og megna til þess að reynast
þess verðugur”. Hann sagði að nú
væru þáttaskil i flokknum, þegar
Benedikt Gröndal hætti for-
mennsku eftir sex viðburðarik
ár, en á þeim hefði Aiþýðuflokk-
urinn unnið sina stærstu sigra.
„Ég vil á þessari stundu færa
Benedikt þakkir okkar allra fyrir
formannsárin sex, en vona að
samstarfiö eigi eftir að verða
miklu lengra”.
Þegar Kjartan hafði lokið
þakkarorðum sinum reis þing-
heimur úr sætum og hyllti Bene-
dikt með löngu lófaklappi.
Þessu næstu var kosinn ritari
flokksins og var Karl Steinar
Guðnason endurkjörinn i það
embætti með 116 atkvæðum.
Kristin Guðmundsdóttir hlaut 62
atkvæði, Magnús H. Magnússon 1
og Sighvatur Björgvinsson 1. Þau
Karl Steinar og Kristin voru tvö i
kjöri.
1 embætti gjaldkera var Agúst
Einarsson einn i kjöri og hlaut
hann 169 atkvæði. Þau Garðar S.
Arnason, Helga Möller og Karvel
Pálmason hlutu eitt atkvæði
hvert, einn seðill var ógildur og
fjórir auðir.
Þá var komið að kosningu
varaformanns, en eftir þeirri
kosningu höfðu menn beðið með
mestri eftirvæntingu. Þeir
Magnús H. Magnússon og Vil-
mundur Gylfason voru tveir i
kjöri, og höfðu menn búist við að
fylgi þeirra væri mjög svipað.
Þegar talningu var lokið kom hins
vegar i ljós, að Magnús hafði
fengið llOatkvæði, Vilmundur 68,
Kristin Guðmundsdóttir 1, en einn
seðill var auður. Magnús
þakkaði þingfulltrúum fyrir
traustið og strax á eftir flutti Vil-
mundur ræðu, sem greint er frá
annars staðar hér á siðunni.
—P.M.
„VEIKARI FORYSTA
- sagði viimundur Gylfason eftir varaformannskjdrið
„Mér er mikii alvara þegar ég
lýsi þvi yfir, að þiðhafið kosið yfir
ykkur gamia stilinn, en hafnað
þeim nýja. Þið hafið kosið yfir
ykkur veikari forystu en þið
höfðuð áöur”.
Þannig komst Vilmundur
Gylfason aö oröi þegar hann
ávarpaði flokksþingiö, eftir að
ljóst varð aö hann haföi tapaö i
varaformannskjörinu með mikl-
um mun. Vilmundur kom i ræðu-
stól strax eftir að Magnús haföi
þakkaö þingfulltrúum fyrir
traustið, og baö um afbrigði frá
takmörkun ræöutlma viö sex
minútur, „vegna þess að ég vil fá
aðverastór I ósigri minum”, eins
og hann orðaöi þaö. Þingið sam-
þykkti þessi afbrigöi.
„Ég lýsi yfir stuöningi við þá
Kjartan Jóhannsson og Magnús
H. Magnússon, en ég væri óhrein-
skilinn ef ég segðist gera það meö
bros á vör. Úr þvi að gamli
flokkurinn vildi bjóða fram á móti
mér gátu þeir ekki valið betri
mann en Magnús, en ég tel mig
vera betur fallinn til þess aö
gegna þessu embætti en hann.
Forystan hefði orðiö sterkari
heföi ég náö kjöri. Ég hef áður
skipt Alþýöuflokknum i vanmeta-
krata og hægrikrata. Magnús er
ekki einn af vanmetakrötunum,
en stuðningsmenn hans eru það.
Það er margt sem veldur þvi aö
ég tapaöi I þessum kosningum og
ræöa Sighvats Björgvinssonar
hér á þinginu i gær var mesti póli-
tiski ódrengskapur sem mér
Viimundur Gylfason I ræðustól
eftir aö úrslitin lágu fyrir: „Þiö
hafiö kosið yfir ykkur gamla stil-
inn”.
hefur verið sýndur. Það er aug-
ljóst af hverju Sighvatur, og fleiri
i þingflokknum, unnu gegn mér i
þessum kosningum. Þeir vilja
hafa veika forystu til þess aö ráða
sem mestu sjálfir. Ég hélt að Sig-
hvatur hefði komiö upp um sig
með ræöunni I gær, en fólk virðist
ekki hafa skiliö hvaö þarna var á
ferðinni”.
Vilmundur sagöist hafa verið
„keyröur niöur i þingflokknum
hvaö eftir annaö”, en hann hefði
þrátt fyrir það ávallt sýnt flokkn-
um trúnað. Meö þvi að hafa lagt
alla áherslu á starfiö fyrir og inn-
an flokksins, hefði hann á vissan
hátt brugöist kjósendum slnum.
„A þessu verður breyting núna.
Ég mun ekki sinna flokknum af
jafn miklum þunga og áður,
heldur mun ég fara aftur út til
fólksins — i frystihúsin og á höfn-
ina. Staöreyndin er sú aö þing-
flokkurinn hefur aldrei þolað mér
þá sterku stöðu sem ég hafði inn-
an hans eftir þátt minn i
kosningasigrinum mikla 1978.
Slðasta hneyksliö i þingflokknum
var þegar hann ályktaði um Flug-
leiöamálið um daginn. Það var
bæöi hneyksli og móögun við
skattgreiöendur i þessu landi, og
atkvæöagreiöslan I þingflokknum
fór 9-1. Ég var einn á móti”.
Hérna greip Benedikt Gröndal
fram i fyrir Vilmundi, og sagði aö
atkvæðagreiðslan heföi farið 9-0.
Vilmundur heföi ekki greitt at-
kvæöi á móti heldur setið hjá.
Vilmundur likti úrslitum I
varaformannskjörinu við það,
þegar John F. Kennedy varð
undir i baráttunni fyrir útnefn-
ingu sem varaforsetaefni Steven-
sons i forsetakosningunum i
Bandarikjunum 1956.
„Þá féll þessi glæsilegi ungi
maður fyrir gömlum og virtum
stjórnmálamanni, meðal annars
vegna gamaldags skipulags á út-
nefningunni. Á sama hátt er
skipulag þessa flokksþings Al-
þýöuflokksins gamaldags. Ég
heföi gjörsigraö i þessum
kosningum ef fulltrúar á þinginu
heföu verið 600”.
Vilmundur þakkaöi svo
stuðningsmönnum sinum á þing-
inu fyrir traustiö og þá vinnu sem
þeir hefðu lagt á sig fyrir hann.
„Ég bið ykkur aö fara aö eins
og ég hef hugsaö mér að gera,
koma vel og viröulega fram og
bæla niður i ykkur reiðina”.
—P.M.