Vísir - 03.11.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 03.11.1980, Blaðsíða 23
Mánudagur 2. nóvember 1980 '27 Slúdur... HörAur Zóphanlasson skólastjóri ásamt dóttursyni slnum Tryggva Glatt á hjalla vib bálkestina. Frey sem gekk á Helgafell með afa sinum. Hundrud numna á Helgafett — á tiu ára afmæli Viðistaðaskóla Það var laust eftir há- degi á laugardegi fyrir skömmu/ að sjá mátti margt fólk á ferli við Víði- staðaskóla í Hafnarfirði. Þetta var f jölskrúðugur hópur, fólk á ýmsum aldri með bros í augum og gam- anyrði á vör. Níu stórir langferðarbílar stóðu á skólahlaði. Eitthvað mikið hlaut að standa til. Jú, Viöistaðaskóli haföi ákveðið aö efna til fjölskylduferöar i til- efni af þvl, aö 10 ár eru liöin frá þvi hann tók til starfa. Af þvi til- efni var ákveðið aö treysta og efla fjölskylduböndin með þvi aö efna til fjölskylduferöar fyrst i rútum frá skólanum upp i Kaldársel og siöan aö ganga þaöan upp á Helgafell. Um 500 manns lagöi upp i gönguferðin hina meiri og setti takmarkiö á toppinn á Helgafelli. Og þvi markmiöi náöi hver og einn sem i þeim hópi var. Fengu allir prentaö viöurkenningarskjal til staöfestingar á þvi aö þeir heföu gengiö á Helgafell þennan umrædda dag. Þegar komiö var niöur af f jall- inu var safnast saman viö Kald- ársel. Sumt af fólkinu undi sér vel viö aö maula nestisbitann sinn á meöan aörir skemmtu sér viö keppnir og leiki. I stórri gjótu I grennd viö réttina I Kaldárseli trónuöu tveir bálkestir, sem hláðnir höföu veriö um morgun- inn. 1 fyllingu timans var kveikt I köstunum og hljómsveit dagsins hóf þar tilþrif sin á harmónikku og gitara og bráölega hljómaöi hvert lagiö eftir annaö úti fegurö- ina og haustkyrröina. „Jú, þetta var vissulega vel heppnuö ferö”, — sagöi Höröur Zóphaniasson, skólastjóri Viöi- staöaskóla er viö höföum sam- band viö hann i tilefni afmælisins og ferðarinnar. „Og þaö ánægju- legasta viö þetta er kannski þaö, hversu góö samvinnan viö for- eldrana var. Fyrir feröina haföi veriö starfandi framkvæmda- nefnd sem var skipuö foreldrum og kennurum og milli þessara aö- ila tókst mjög skemmtilegt sam- starf, sem viö höfum reyndar haft áöur”, — sagöi Höröur og bætti siöan viö: „Þetta sýnir þaö best, aö þaö er hægt aö gera margt skemmtilegt, ef menn eru ákveönir I þvi aö vinna saman.” Hljómsveit dagsins: Friörik R. Guömundsson og Július Valdimarsson frá Foreldrafélaginu og kennararnir Siguröur Björgvinsson og Albert Már Steingrimsson. Það virðast engin takmörk fyrir slúðrinu í slúðurdálkunum. Nú hafa þeir, sem halda á pennunum á þessum vettvangi, fundið það út, að Ali McGraw leikkonan góðkunna, sé á leið upp að altarinu. Þeir geta þó ekki bent á neinn ákveðinn brúðguma en eru þó sammála um að hann verði örugglega töluvert yngri en hin 41 árs gamla filmstjarna... Wagner í Time Jaromir Wagner, vestur-þýski vinur okkar frá þvi I sumar, sem flaug standandi á vængjum flugvélar frá Þýskalandi til Ameriku, komst á blaö hjá hinu þekkta timariti Time fyrir tiltækiö. Um afrCkhans segirTime m.a.: „Jaromir Wagner, hinn 41 árs gamli bilasali frá V-Þýskalandi hættilifi sinu i 12daga feröalagi, meösjö viðkomustööum, frá heimalandi sinu til Bandarikjanna. Wagner segist hafa lagt þetta á sig fyrst og fremst vegna spennunar sem þessu fylgdi en tiltækiö kostaöi hann 325 þúsund dollara. Hann var klæddur I ullarnærföt, froskmannaföt, skiöaföt og leöurföt, auk lopapeysu og meö mótorhjólahjálm á höföi. Samt segist hann hafa liöiö kulda 1 feröinni eins og hann væri i baöföt- um. För Wagners endaöi á litlum flugvelli I New Jersey, eftir aö vélin haföi hringsólað i kringum Frelsisstyttuna.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.