Vísir - 03.11.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 03.11.1980, Blaðsíða 9
Mánudagur 2. nóvember 19S0 9 en það vill nú svo til að skoðanir okkar Ingibjargar á Þjóðviljan um á verkinu fara nokkuð saman; vona ég að hún veröi ekki rekin frá blaðinu af þeim sökum segir Indriði. DILDO ISLEHSKRAR Mamma, hvað er hann með. Ég veit það ekki góða min. meina Sérðu, þetta sívala. Æi, láttu ekki svona góða min, ég er að horfa. Vist mamma. Svar- aðu mér. Hvað er þetta. Ég held það sé kerta- stjaki. Eitthvað á þessa leið fór samtal fram i húsi hér i Reykjavik skömmu eftir að sýning á Vandarhöggi eftir Jökul Jakobsson í leik- stjórn Hrafns Gunn- laugssonar hófst i sjón- varpinu nú á dögunum. Af þvi svo virðist sem margir hafi hrifist tölu- vert af verkinu og skrifi auk þess um það af mikilli kurteisi, vildi ég mega leyfa mér að bæta nokkru við, ef það mætti verða til enn frekari skýringar á filmuskáldskapnum sem út af fyrir sig var vel gerður frá hendi leikara, jafnvel svo að hægt er að tala um stjörnuleik. En það er ekki mergurinn málsins, heldur það mat sem lagt er á listaverk eins og það liggur fyrir og áður en farið er að leggia bvi til einhveriar dýpri merkingar og þrútnar lýs- ingar. 1 fljótu bragði virðist ekki vera um ýkja ljóstverkaðræða, og virðist leikstjórnin litið gera til að skýra þær meginlinur, sem ætla má að legið hafi tií grundvallar, Nú eru auðvitað til sérfræðingar i Jökli Jakobssyni, sem skilja þetta alveg og jafn- vel enn meiri sérfræðingar i Hrafni Gunnlaugssyni, sem skilja verkið enn betur, og þá er vel. Hins vegar er til mikill fjöldi fólks, sem skulur ekki upp né niður i Vandarhöggi, og það er kannski vegna þess, sem ráð- ist er i að rita hér nokkra um- sögn. A Jan Mayen eins og á Akureyri. Það er ljóst að aðalpersónan er ljósmyndari, sem kemur til Akureyrar með fyrirsætu sinni og hjásvæfu annað hvort til að verða við jarðarför, sem hann missir af eða til að heimsækja móður sina, sem þvi miður er dáin eða systur sina, sem að lik- indum er meistari i hýðingum ef ekki sifjaspellum, sem raunar. er ekki upplýst að fullu. Og i fjórða eða fimmta lagi væri hægt að hugsa sér að hann væri kominn til Akureyrar til að „flýja heiminn”, eins og það er kallað af ógöngufólki, sem heldur að það sé þreytt. 011 þessi upptöldu atriði eru raunar alveg óskýrð og þvi jafn rétthá i augum áhorfanda, sem slær þvi bara föstu að ljósmyndarinn hafi komið til Akureyrar af öll- um ástæðum framangreindum. Þannig dettur út i byrjum hugsanlegt mótvægi, þó ekki væri nema tilfinningalegt, við það sem siðar gerist. Vandar- högg hefði að þessu leyti eins getað gerst á Jan Mayen og á Akureyri. Gluggi út i Hrafn Oskar Wilde orti eitt sinn á þungbærri stund: „Each man kills the thing he loves” ef ég man rétt og talaði af nokkurri reynslu. Oscar Wilde hafði sér- kennilegar tilhneigingar, sem kostuðu hann æruna á tima, sem var bæði harður og ósanngjarn. Samt held ég að óhætt sé að full- yrða, að hann hafi hvergi látið tilhneigingar sinar koma upp á yfirborðið i þeim verkum, sem hann lét eftir sig. Og hann orti raunar um ástina eins og full- komlega venjulegur maþur. Þannig datt honum ekki i hug að blanda saman einstaklingi sinum og nauösyn skemmtunar- mannsins á áhorfendum. Þess vegna kann maður ekki skýr- ingar á þvi hvers vegna full- komlega venjulegir menn til- finningalega séð telja að mark- mið skáldskapar sé hið afbrigði- lega, og það i fjölmiðli sem er ekki leikhús, þar sem hver og einn getur keypt sig inn að geð- þótta, heldur notast sem hús- gagn með glugga út i Hrafn Gunnlaugsson meðal annarra. Hárþurrkunarhjálm- ur eða dildó Myndasmiðurinn mikli á Akureyri sleppur ekki undan gömlum kynvilltum vini, sem situr um hann þar á staðnum. Hann sleppur heldur ekki undan systur sinni, sem hefur að nýju æskuleiki með rassskellum og unan eftir að hún hefur snyrt sig svolitið og ma. plokkað af sér neðanmáls Indriði G. Þorsteinsson< skrifar um sýningu Sjón- varpsins á Vandarhöggi< leikriti Jökuls Jakobsson- ar í sjónvarpsgerð Hrafns Gunnlaugssonar. Segir hann að sökum þess< að svo virðist sem margir hafi hrifist tölu- vert af verkinu og skrifi um það af mikilli kurt- eisi< vilji hann mega leyfa sér að bæta nokkru við. efrivararskegg, sem bendir ótvirætt til þess að um sé að ræða of mikla karlhormóna i likama hennar, þótt sú vitn- eskja sé ekki notuð frekar, og er það þó fyrir utan dildóið eitt af áþreifanlegum leikmunum verksins. Maður getur t.d. spurt sjálfan sig: notaði móðirin dild- óið á andlátsstund sinni, eða var það heimilisgagn hinnar skeggjuðusystur. Maður er jafn nær. En af hverju i ósköpunum er þá verið að veifa þessum raf- magnsreð framan i áhorfendur. Hefði ekki alveg eins verið hægt að veifa hárþurrkunarhjálmi. Hann var þó skiljanlegri á heimili tveggja kvenna. Fyrir utan sálarlif Menn ætla sér kannski að kafa djúpt i myndum eins og Vandar- höggi. Rikisstofnunin hefur nú, ettir þvi sem mér er tjáð, greitt rúmar fimmtiu milljónir fyrir „spögelsið”. Ljóst er að þar hafa enn einu sinni fimmtiu milljónir farið fyrir utan sálar- lif. Þvi verður varla blandað i málið. Engin ný sannindi um myrkur mannsins hafa lent i sviðsljósinu. Það er hægt að lesa um flest af þessu i „Front Page Detective”, sem maður getur fengið sér á Akureyri meðan maður biður eftir rútunni. Og gamanlaust. Eina lifveran i myndinni, sem fékk ekki fyrir feröina á kynlifssviðinu var páfagaukurinn. Það gleymdist alveg að nauðga honum. Að öðru leyti endaði þetta með morði i baðkari og vatni renn- andi niður stiga. Af skáld- skapartagi má hins vegar telja viðskilnað fyrirsætu og ljós- myndara i flughöfninni á Akur- eyri. Þar komu þó tilfinningar upp á yfirborðið, þegar Ijós- myndarinn flýtti sér út i bQ og hvarf aftur til sins „friðsæla” staðar meðan flagðið geisaði. Og mannilétti töluvert. En auð- vitað veit maður ekki nema homminn góði hafi verið ófar- inn. Seint aflagðir biskupar Auðvitað á ekki að vera að jagast út af svona stuttum fimmtiu minútum i sjónvarpi, eða hvað það nú var að leng<í Vandarhöggið. Við hneigjum okkur yfirleitt fyrir listinni. og það hefur raunar þegar komið i ljós i umsögnum, að Vandar- höggið þykir meiriháttar við- burður i menningarlifinu. Ég held að aðeins ein kona, Ingi- björg Haraldsdóttir, hafi I Þjóð- viljanum haft eitthvað við verkiö að athuga. Þvi skrifi er auðvitað fljótsvarað: Ekkert annað en pólitiskt ofstæki. En það vill nú samt svo til að skoð- anir okkar Ingibjargar á verk- inu fara nokkuð saman, og vona ég að hún verði ekki rekin frá blaðinu af þeim sökum, Aðrir hafa haft hin bestu orð um verkið og kemur þar vaninn til, lQca sá misskilningur að hryggi- legt ástand á borö við Vandar- högg sé einskonar uppsteitur gegn evangeíistum, trúboðum biskupi landsins, rQússtjórninni og öllu helvitis móverkinu.Hafi mótmælendur ekki upp á annað að bjóða en mismunandi lif- legar hreyfingar fyrir neðan mitti og tækjabúnað þar að lút- andi þá verða seint aflagðir biskupar. —IGÞ Hafa sdlusam- tökin einokun- araðstöOu? Eitt af þvi sem bar á góma á námstefnu Stjórnunarfélags islands um sölu á erlendum mörkuðum sem haidin var I Reykjavik fyrir helgina var staða sölusamtakanna I sjávarútvegin- um og það, hvort þau hefðu i raun einokunaraðstöðu hér á landi. Friðrik Pálsson framkvæmda- stjóri Sölusambands islenskra fiskframleiðenda færði að þvl rök, að ekki væri um einkasölu eöa monopol að ræða I þvi sam- bandi. Hann sagði aftur á móti að margir teldu að þau hefðu á sér yfirbragö einkasölu hér innan- íands og sagði af þvl tilefni meðal annars á námstefnunni: Sölufræðin Þar sem þessari skoðun er samt æ oftar fleygt, órökstuddri, og þá jafnan látið i það skina, að einkasala sé af hinu illa, en frjáls samkeppni af hinu góöa, þá datt mér i hug, að viö litum aðeins inn i sölufræðin. Þar veröur ma.a fyrir okkur sú kenning, aö frjáls og óheft samkeppni eigi að tryggja kaupandanum lægst vöruverö. Gott og vel, á það get- um við fallist, að uppfylltum nokkrum skilyrðum. Ennfremur gera fræðin tilraun til að sanna, að lægsta verð til kaupenda og hámörkum ágóða seljenda fari saman. Þetta getur gerst, en aöeins við fræðileg skilyrði. Ef fallist er á þessa skoðun mundi frjáls og óheft sala sjávar- afurða okkar tryggja kaupendum okkar lægst vöruverð, en á hinn bóginn ekki hámarka ágóða selj- enda, i þessu tilfelli framleiö- enda. Sérstaklega vegna þess, að sú forsenda, að allir framleiðend- ur, séu eins, þ.e.a.s. framleiði sömu vöru fyrir sama kostnað, stenst ekki við islenskar aðstæð- ur. Kostirnir A öðrum stað i sölufræöum eru leidd að þvi gild rök, aö viö hliö- stæöar aðstæöur og rikja við sölu sjávarafurða frá tslandi sé það verulegur hvati fyrir framleið- endur að mynda svo sterk sölu- samtök, að þau geti nýtt sér kosti stórreksturs, á þann hátt að hafa mikil áhrif á framboð og um leið verðmyndun á markaðnum. Kostir stórreksturs i sölusam- vinnu framleiðenda koma enn- fremur skýrt fram i lægri sölu- kostnaöi og betri nýtingu margra framleiösluþátta. Þessar tilvitnanir i sölufræöin skjóta sterkum stoðum undir þá skoöun, að sala sjávarafurða tslendinga sé betur komin I hönd- um' samtaka framleiðenda sjálfra, heldur en hjá beinum eða óbeinum umboðsmönnum erlendra kaupenda. Að svo miklu leyti sem hægt er að likja sölusamtökunum við monopol, getur það einungis stutt þau rök að það tryggi jafnvægi á mörkuðunum og hærra meöal- söluverð, en það hlýtur að vera höfuðmarkmið útflytjenda hverju sinni. Það má vel vera, að einhverj- um finnist þessi orö vera einhvers konar vörn fyrir sölusamtökin og aö ég telji þau i varnaraðstöðu. Þvl fer viös f jarri, þvi þeirra starf hefur einkennst af söðugri sókn. Sú sókn hefur staðið um áratuga skeið og aldrei hafa sam- tökin sannað betur gildi sitt en þegar erfitt er i ári. Við eigum nú i harðri og óvæg- inni samkeppni á öllum helstu mörkuðum okkar, sem örugglega fer vaxandi. Aðal keppinautar okkar eru rikisstyrktir, beint og óbeint, og ákveðnir i þvl að ná verulegum hlut á rótgrónum mörkuöum okk- ar. Við höfum nú sem fyrr allt aö vinna, en við höfum lika miklu að tapa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.