Vísir - 03.11.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 03.11.1980, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Mánudagur 2. nóvember 198« Utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davlö Guómundsson. Ritstjórar: ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Rítstjórnarf ulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Kristln Þor- steinsdóttlr, Páll Magnússon, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaður á Akureyri: Glsll Slgurgelrsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Stelnarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elín Ell- .ertsdóttir, Gunriar V. Andrésson, Kristján Ari Einarsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúli 14, slmi 86óll 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8, slmar Bóóll og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2—4, slmi 86611. Askriftargjald er kr. 5.500,- á mánuöi ínnanlands og verð i lausasölu 300 krónur ein- takiö. Visir er prentaöur i Blaðaprenti h.f. Slöumúla 14. Af ávöxtunum skuluð pið Dekkja pá Um langt skeið voru reknar í Reykjavík verslanir Silla og Valda undir kjörorðinu: af ávöxtunumskuluð þið þekkja þá. Nú hef ur íslenska þjóðin fengið staðfestingu á því hverjir eru ávextir þess starfs, sem bjó að baki þessum verslunarrekstri. Sigurliði Kristjánsson (Silli) og kona hans Helga Jónsdóttir hafa i erfðaskrá sinni lýst þeim vilja sínum að stór hluti eigna þeirra gangi til lista- og menningar- starfsemi í landinu. Ávextirnir hafa komið í Ijós. Það eru tíðindi þegar Friðrik Ólafsson leggur sjálfan heims- meistarann að velli. Við steypum okkur kollhnís með Skúla Óskarssyni, þegar hann setur heimsmet í aflraunum. En við gleðjumst mest, þegar svo ein- stæður höfðings- og rausnar- skapur er gerður lýðum Ijós í erfðaskrá þeirra hjónanna Sigur- liða og Helgu. Sú rausn mun lifa meðan heimsmet hverfa. Samkvæmt erfðaskránni sem kynnt hefur verið skulu 25% dánarbúsins renna til Lista- safns Islands, 25% til íslensku óperunnar, 25% skulu ganga til styrktar stúdentum í raunvís- indanámi og nýjunga í læknis- fræði. Eignir þær, sem hér um ræðir nema að verðmætum milljörðum króna. Með þessu stórkostlega framlagi hafa þau hjón Helga og Sigurliði veitt íslensku lista- og menningarlif i ómetanlegan stuðning. Sá höfðingsskapur sem erfða- skrá þeirra hjóna ber með sér kemur engum á óvart, sem til þeirra þekktu. Hann er í sam- ræmi við lífsstíl þeirra og ævi- starf. Sigurliði Kristjánsson var af fátæku fólki kominn. Hann braust áfram til efna af eigin rammleik, unni sér aldrei hvíld- ar, ruddi hverri hindrun úr vegi. í marga áratugi var fyrirtækið Silli og Valdi í röð umsvifamestu verslunarfyrirtækja landsins. Meðdugnaði, ráðdeild og stórhug óx það af athöfnum og umsýslu. Verslanir Silla og Valda spruttu upp í hverju hverfi Reykjavíkur og þóttu meðal þeirra bestu í þjónustu og vöruúrvali. Eignir voru keyptar, ný stórhýsi reist og jafnvel þegar þeir félagarnir Silli og Valdi voru komnir á efri ár, réðust þeir f þrekvirki sem þóttu óðs manns æði. En allt varð að gulli í höndum þeirra. Ekki vegna pretta eða yfirgangs, heldur vegna fyrirhyggju og framtaks þeirra sjálfra. Þeir fóru ekki varhluta af öfund og óvild. öfundin hlaust af velgengni þeirra, óvildin spratt af pólitískum hvötum. And- stæðingar hins frjálsa framtaks sáu ofsjónum yfir rfkidæminu og útmáluðu Silla og Valda sem ímynd hinnar kapitalísku mann- vonsku. íslenskir athafnamenn hafa sjaldnast notið sannmælis á Is- landi, og Silli og Valdi guldu þess lágkúrulega hugsunarháttar, sem alið var á og enn er gert, að enginn megi rfsa upp úr meðal- mennskunni. Þeir létu ekki lítilsiglt umtal á sig fá, enda var markmið þeirra ekki auður sér til handa, heldur að nýta starfs- krafta sína og hugkvæmni í þágu samfélagsins. Afrakstur þessa merka lífs- starfs birtist fyrst í bættum verslunarháttum og nú í þeirri erfðaskrá, sem Sigurliði og kona hans láta eftir sig. Þýðing gjafa þeirra er ómetan- leg fyrir lista- og menningarlíf. En sú rausn hef ur einnig þýðingu í þeim skilningi að arður at- hafnamannsins er arður þjóð- félagsins alls. Athafnamaðurinn og listamaðurinn, verslunar- maðurinn og verkamaðurinn eiga að virða og meta störf hver annars, því allir njóta þeir ávaxt- anna, þegar upp er staðið. Guðlaugur Arason: pelastikk. Skáldsaga Mál og menning. Pelastikk — hvaö er nú þaö? I Þaö vita skátar og sjómenn. | Pelastikkerhnútur — sumirkalla hann björgunarhnút. Hann er I lykkja, sem hvorki losnar né ■ rennur aö. Nafniö hæfir vel á ■ þeirri „sjómannasögu”, sem | Guölaugur Arason hefur látiö frá ■ sér fara. Auövitaö má kalla þetta ■ sjómannasögu, og hún er það aö | ytri lysingu, en aö innri gerö er ■ hún aöeins mannlifssaga eins og * hver önnur trúveröug saga af | fólki. Fjörlegur kjaftháttur henn- I ar og nærfærin vettvangslýsing 1 eru ekki máttur hennar og megin, ■ heldur lifskvikan, sem býr að 1 baki oröunum ..stundum and- I hverfa tungutaksins. Aftan á kápunni er þvl haldiö * fram, aö sagan sé „nýstárieg” aö ,1 þvl leyti, aö „heimur hennar sé Íbundinn viö vitund og eftirtekt átta ára drengs”, Loga, sem fær ■ aö fljóta meö á sildarbát lengi * sumars og ,,hiö afmarkaöa sam- | félag um borö birtist lesanda 1 jós- ■ lifandi meö augum barnsins”. ■ Þetta er ekki nærfærin kynning á | sögunni. Þótt Logi — átta ára _ drengur — sé i hlutverki sögu- I manns, er sagan alls ekki ■ afmörkuö skynjun og endursögn í hans,endaværislfktóhugsandi — I nema drengurinn heföi skrifaö | hana veturinn eftir þetta slldar- " sumar einhvern tima á fjóröa 1 áratugnum. Nei, þetta er og ■ veröur endurminning höfundar, * byggö á barnsreynslu, upprifjun, | sem margfölduö er meö slöari ■ reynslu og skynjun. Þaö er meira ■ aö segja alls ekki reynt aö snlða | frásögninni alfariö málfarsstakk L.......... RUM LYKKJA - SEM HELDUR - EH RENNUR ÞÓ EKKI AD þess tlma. Þar má hvaö eftir ann- aö sjá yngri tilbrigöi, og er varla um aö sakast. Til aö mynda neita ég þvi alveg, aö „saknaöar- kveöjan”, sem nú glymur slfellt I eyrum I óskalagaþætti sjómanna I útvarpinu, og fylgir honum I sögunni, hafi veriö borin i þann tiö. Hún er miklu yngri smekk- leysa. Satt aö segja má þaö helst finna aö þessari sögu, aö málfar hennar sé ekki nógu hnitmiðaö, og þaö er illt, þvi aö þaö er einmitt mál hennar og oröfæri Andrés Kristjánsson skrifar um bókmenntir. persóna, sem gefa henni blæ slns tima. Ég er ekki aö finna aö kjaft- hætti karlanna — hann er býsna trúveröugur og safarikur, og fell- ur þar flest i þá löö, sem ég þykist muna frá þessum árum. Ég held llka, aö samtölin séu aöall þess- arar sögu og betri en heildar- byggingin, sem er heldur lausleg. Og samtöíin bæta mjög upp þaö, sem annars skortir I sérmótun persóna. Logi litli er þó ákaflega heil- steypt persóna og sjálfum sér samkvæmur alla þessa vertið. Þaö fer auövitaö ekki milli mála, aöhöfundur þekkir þennan dreng mætavel, en varla fer heldur hjá þvl aö drættir hans séu skýröir allmikið og dýpkaöir, frelsis- baráttan færö I aukana, og hlutur gerviskólans gerður harla lítill I samanburöi viö lifsskólann . Þaö má kalla boöskap þessarar sögu. Þóttég felli mig ekki alls kostar viö málbeitingu höfundar, veröur það ekki af honum skafiö, aö sagan er stórvel skrifuö, og máliö skilar myndum hennar ljóslifandi til lesanda. Þótt höfundur leggi sig fram um aö ná talmáli sem best, er óþarfi að elta ambögur. Hvers vegna þarf aö segja: „Sildin hrygndi yfir sumariö”, I staö á sumrin? Eöa „rétta hendina” i' staö höndina? Hafa eitthvaö „I sitt hvorri hendinni”, I staö þess aö hafa þaö sitt 1 hvorri hendinni. Þá kann ég ekki aö meta slagsmál, þar sem menn „sparka og lemja I hvorn annan” I staö hvor i annan. Ég held, aö i þessu felist ekki neinn trúnaöur við sjómenn eöa sjómannamál. Þetta má ef til vill- kallast sparöatlningur og hótfyndni, því „Guölaugur Arason hefur meö þrem fyrri skáldsögum sinum vakiö verulegar vonir um mikla höfundarkosti. Þaö iiggur viö aö þessi bók sé staöfesting á þeim”. aö bókin er vlöast hvar rituö á liölegu, fallegu og fjölskrúöugu máli, og vel þrædd leiöin milli í slangurs og rótfestu. Ég tel lltinn vafa á þvi, aö þetta I sébesta skáldsaga, sem rituö hef- * ur verið til þessa um sildveiöi-1 tlmabil snurpubátanna fyrir ( kraftblökk, en þaö var ekki lítil- I vægt skeiö í Islendingasögu þess-1 arar aldar. Hún er rituö af leikni, g góöumkynnum ogalúö — er sönn. * Jafnframt er þetta skemmtileg | skáldsaga meö jákvæöu viöhorfi ■ og rikum skilningi á börnum I * islensku sjávarþorpi — og raunar I hvar sem er. Þessa bók ættu £ unglingar og stálpaöir strákar aö I geta lesiö sér til ánasgju og sálu- I hjálpar. Guölaugur Arason hefur með “ þrem fyrri skáldsögum slnum | vakiö verulegar vonir um mikla ■ höfundarkosti. Það liggur viö, aö ■ þessi bók sé staöfesting á þeim | Hér eftir veröa geröar til hans . kröfur I samræmi viö þaö og ■ næstu bókum hans tekiö meö I eftirvæntingu. Já, Pelastikk er gott nafn og I visar beint til söguefnisins og I þess uppeldisáróöurs, sem sagan _ flytur. Aö röskum strákum er I ekki hollt aö revra rembihnút | skólans. Þar fer betur pelastikk; * — rúm lykkja, sem þrengir ekki | um of aö — en heldur þó — ■ björgunarhnútur. Andrés Kristjánsson. | ........

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.