Vísir - 07.11.1980, Síða 6

Vísir - 07.11.1980, Síða 6
er lokiO” ■ ■ i ■ ■ ■ ■ - segir Guðni Kiartansson landsliðsðiáliari — Mlnu starfi hjá K.S.Í. er lokið — ég var aðeins ráðinn til að stjórna landsliöinu I sumar, sagði Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari i knatt- spyrnu. — Ég veit ekki hvað ég geri, en ég reikna með að halda áfram knattspyrnu- þjálfun, sagði Guðni. Guðni náði góðum árangri með landsliðið i sumar — undir hans stjórn náði það jafntefli 1:1 gegn Svium i Halmstad og lagði Tyrki að velli 3:1 i Izmir. Það hefur ekkert verið rætt við Guðna um áframhaldandi starf sem iandsliðsþjálfara. Það er i verkahring nýrrar stjórnar K.S.I., sem verður kosin á næsta ársþingi. -SOS. ðiafur meiddist - fékk skurð undir auga óiafur Jónsson, landsliös- fyrirliði I handknattleik úr Vikingi, varð fyrir smávægi- iegum meiösium i leiknum gegn Fylki. ólafur fékk högg á auga með þeim afleiðingum, að skuröur opnaöist fyrir neðan auga. Ólafur var fluttur á slysavarðstofuna, þar sem saumuð voru 3 spor — til að ioka sárinu. -sos. Létt hjá Viklngum - unnu stórsigur 22:14 yfir Fylki Vikingar unnu auðveldan sigur 22:14 yfir Fylki i Laugardalshöliinni i gærköldi. Það var rétt I byrjun, aö Fylkismenn veittu Vikingum keppni, en síöan tóku Vikingar leikinn aigjörlega I sinar hendur og unnu stórsigur. Það er óhætt að segja, að Islmandsmótið sé búið, þegar aðeins 6 umferöir hafa verið leiknar — Vikingar hafa náð góðu forskoti (4 stiga), sem verður erfitt að vinna frá þeim. Mörkin i leiknum skoruðu þessir leikmenn: VÍKINGUR: — Þorbergur 6, Steinar 4, Arni 4 (3), Guð- mundur 3, Páll 2 1). og Óskar 1. FYLKIR: — Gunnar B. 8 (4), Einar 3, Stefán 1, Andrés 1 og Magnús 1. -SOS. STAÐAN Staðan er nú þessi I 1. deildarkeppninni I handknatt- leik: Vikingur.... 6 5 1 0 110:92 11 Valur........6 3 1 2 126:99 7 KR...........6 3 1 2 125:124 7 FH ..........6 3 1 2 121:130 7 Þróttur......5 3 0 2 107:97 6 Haukar.......6 2 1 3 118:122 5 Fylkir......5 1 0 4 89:116 2 Fram........6 0 1 5 104:120 1 Markhæstu menn: Siguröur Sveinss. Þrótti . 52/11 Kristján Arason FH......51/28 Axel Axelsson Fram ....45/23 Aifreð Gislason KR......41/8 Leik- menn Lazio i verkfaii Leikmenn Italska liðsins Lazió frá Róm hafa tilkynnt forráöamönnum féiagsins, aö þeir séu farnir i verkfall, vegna þess að þeir hafa ckki fcngið greidd launin sin i þrjá mánuði — frá þvi i ágúst. Miklir erfiöleikar eru hjá Lazio, sem var dæmt úr 1. deildarkeppninni — vegna mútumálsins fræga, sem komst upp á Italíu. -SOS ATLI HILMARSSON.... sést hér gnæfa yfir vörn Valsmanna og skora. Litla mýndin niðri t.v. sýnir Hannes Leifsson. (Visismyndir Friðþjófur). Framarar náðu jafntefli gegn val 18:18: „ÉG SKAUT EINS FAST OG EG MÖGULEGA GAT' - sagði Hannes Leitsson sem skoraði iðfnunarmark Fram — Ég skaut eins fast og ég gat — það var stórkostlegt að sjá knött- inn hafna i netinu fyrir aftan ólaf Benediktsson, markvörð, sagði Hannes Leifsson, eftir að hann hafði jafnað 18:18 fyrir Fram gegn Val — aöeins 10 sek. fyrir leikslok. — Það var ekkert annað hægtað gera — ég varð að skjóta. Bjarni stóð aftur við linuna — kom ekkert út á móti mér. Ég sá þá strax tækifæriö og nýtti það. Ólafur Ben. var illa á veröi, enda hélt hann að ég myndi skjóta i fjær horniö — en ég valdi nær hornið, sagði Hanncs. Framarar börðust hetjulega gegn Val og var leikurinn æsi- spennandi — þegar 10 min.voru til leiksloka, var staöan 15:15. Þá skorar Atli Hilmarsson 16:15 fyrir Fram, en Stefán Halldórsson jafnaði fyrir Val og hann jafnaöi aftur 17:17, eftir að Atli haföi komið Fram yfir 17:16. Þegar 47 seic. voru til leiksloka átti Axel Axelsson feilsendingu — Bjarni Guömundsson náöi knettinum og brunaði fram og skoraöi 18:17 fyrir Valsmenn. Hannes jafnaði siöan á elleftu stundu, eins og fyrr segir. Ólafur Benediktsson var hetja Valsmanna I leiknum — hann varði hvað eftir annaö mjög vel og á mjög þýðingarmiklum augna blikum. ólafur var Framliðinu afar erfiður — kom I veg fyrir að Framarar ynnu sinn fyrsta sigur. Framarar léku sinn besta leik I 1. deildarkeppninni — mikil bar- átta var hjá leikmönnum liðsins i vörninni, en aftur á móti gerðu þeir mörg mistök I sókn — sér- staklega var skotnýting þeirra slæm. Atli Hilmarsson átti mjög góðan leik og lifgaði hann mikiö upp á sóknarleik Framliðsins — hann er greinilega búinn að ná sér eftir meiöslin. Mörkin i leiknum skoruöu þess- ir leikmenn: FRAM: — Atli 6, Axel 5(2), Björgvin 2, Theódór 2, Hannes 2 og Hermann 1. VALUR: — Þorbjörn G. 6(4), Stefán H. 4, Þorbjörn J. 4, Bjarrii 2, Jón Pétur 1, og GIsli Blöndal 1. -SOS MacDonaid til Fulham - sem iramkvæmdasliöri Malcolm MacDonald, fyrrum knattspymuferil sinn hjá Ful- leikmaður með Newcastle og ham, tekur við af Bobby Camp- Arsenal, hefur tekiö við starfi bell, sem hættí fyrir fjórum vik- framkvæmdastjóra Lunddnaliðs- um. ins Fulham. MacDonald sem hóf —SOS UMSJÓN: Sigmundur Ó. Steinarsson og Gylfi Kristjánsson Hvað „Þeir voru hungraöir í| vinning" J — Já, ég átti svo sannarlega i von á leikmönnum Fram svona grimmum — þeir börðust vel og | það var erfitt að eiga við þá — i þeir voru hungraðir i sigur, | enda tapað 5 leikjum i röð. Við | erum ánægðir með jafnteflið — ( það er ekki alltaf hægt að vinna sigra. • Þetta sagði Þorbjörn Jensson, fyrirliði Vals, eftir leikinn gegn Fram. Við gerðum of mörg mis- tök — Við gerðum of mörg mistök I i sókninni gegn Vikingum — færðum þeim knöttinn á silfur- fati, þannig að þeir gátu brunað upp og skorað úr hraöupphlaup- um. Þaö má segja að viö höfum gefið þeim 4-5 mörk i fyrri hálf- leiknum. — Vikingar léku sterkan varnarleik gegn okkur — komu vel fram á völlinn og gáfu okkur ekki tækifæri til að byggja upp sóknarlotur. Þá voru strákarnir ekki með nægilega reynslu, til að koma með svar við þessu. Ég örvænti þó ekki — mótið er rétt að byrja. • Stefán Gunnarsson, þjálf- ari Fylkis, hafði þetta að segja, eftir leikinn gegn Vikingi. Enginn leikur öruggur — Það er enginn leikur unninn fyrirfram. Við komum til leiks til aö vinna sigur, en ekki meö sama hugarfari og KR-ingar fóru til Hafnarfjarðar, þar sem þeir ætluðu að ná auðveldlega i 2 stig gegn Haukum. Við vorum sterkari en Fylkir og slökuöum á , þegar á leikinn leið — eins og alltaf vill verða, þegar forskotiö er oröið mikiö. • Þetta sagöi Kristján Sig- mundsson, landsliðs- markvörður úr Vikingi. -sos

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.