Vísir - 25.11.1980, Side 13
Þriðjudagur 25. nóvember 1980
13
VlSIR
Unglíngurinn
fiölskyldan
„Okkur langaði til aö halda
fræðslufund fyrir foreldrana og
fyrir valinu varð þetta efni „Ung-
lingurinn, skólinn og l'jöl-
skyldan'’,og fengum við tvo aðila "
til að flytja inngangserindi, þá
Ásþór Ragnarsson og Hugó
Þórisson, sem báðir starfa hjá
sálfræðideild skóla”, sagði Krist-
in Glsladóttir formaður Foreldra-
og kennarafélags Hagaskóla I
viðtali við VIsi.'
Fimm manna stjórn hefur verið
kjörin úr hópi íoreldra i stjórn
félagsins,sem stpfnað var fyrir
rúmum mánuði. Einnig eiga sæti
I stjórn einn kennari og skóla-
stjórinn. Viö vorum mætt á fyrsta
fund sem hið nýstofnaða For-
eldra-og kennaraíélag boðaöi til i
bókasafni Hagaskóla fyrir nokkru
siðan.
Inngangserindin tvö voru mjög
fróðleg og fjölluðu meöal annars
um tengslin á milli bakgrunns
nemenda og einkunna og hlutverk
ráðgjafae. og sálfræöiþjónustu i
grunnskólum. Eftir að inngangs-
erindum þeirra Ásþórs Ragnars-
sonar og Húgó Þórissonar lauk,
fóru fram hópumræður.
t einum hópnum var til dæmis
rætt um hvort foreldrum beri
skylda til og hafi rétt á að hafa
meira að segja um daglegt innra
starf i skólanum. 1 öðrum hópi
var meðal annars rætt um ein-
kunnir, sem eru einhliða mat
skólans á þvi hvernig nemandi
hefur tileinkað sér kennsluna, en
eru ekki beint mat á þvi hversu
góð kennslan hefur verið. Þriðji
hópurinn fjallaði um fjölskylduna
og stöðu unglingsins innan hennar
I dag*oft er rætt um tilgangsleysi
og verkefnaskort hjá unglingum.
Stutt dæmisaga var lögð fyrir
þennan hóp og útfrá henni rætt
um hvort þörí væri á aö breyta
einhverju, ef svo væri, hvaða
raunveruleg verkefni og þar með
ábyrgð væri hægt að fela ungling-
unum, a) innan fjölskyldunnar b)
utan fjölskyldunnar. Til gamans
viljum við segja ykkur þessa
stuttu dæmisögu:
Það voru einu sinni hjón sem
bjuggu á afskekktum stað úti á
landi. Þau bjuggu i frumstæðu
húsi, þar sem hvorki var renn-
andi vatn né rafmagn. Hann
stundaði sjóinn og var fengsæll.
Hún var heima með börnin, enda
varnóg aðgera, meir en nóg. Þau
áttu þrjá stráka fjöruga og
hressa, sem hlupu um á strönd-
inni og söfnuðu rekavið og brenni,
þeir hjuggu það i búta og stöfluðu
þvi. Þeir báru það inn og kyntu
upp I húsinu. Einn þeirra sá um
að fylla á lampana og að sækja
vatn i brunninn, annar um að
ryðja sér leið út i útihúsin þegar
þess þurfti. Og ef þessi verkefni
þrutu, þá var alltaf nóg annað að
sem þurfti að gera og sem hægt
var að nota tápmikla stráka tiþað
hreinsa kartöflur eða annað
innanhúss. Svo fluttu þau til
borgarinnar, þar sem vatnið rann
úr krönunum, hiti frá stillan-
legum ofnum og kveikjari á
veggnum við dyrnar. Kartöflur
voru keyptar i smápokum i næstu
búð, þvi það var engin geymsla i
nyju ibúðinni þeirra.
Umræðulióparnir ræddu siðan
sameiginlega niðurstöður hvers
hóps og var það mál manna að öll
umræða i' þjóöfélaginu um ung-
linginn — skólann og fjölskyld-
una væri nauðsynleg og foreldra-
félög i grunnskólum hlytu að
stuðla að auknum skilningi milli
þessara þriggja aðila. Að sögn
formanns foreldrafélagsins i
Hagaskóla,Kristinar Gisladóttur,
eru mörg verkefni framundan og
góður hugur i fólki til samstarfs
innan skólans og utan. „ wi. .... -
__þQ Foreldrar og kennarar á fræðslufundi i bókasafni Hagaskóla.
mest selda
tímaritió
■ iÁÍ.\'
át9
5.^;.a.900
Fróðlegt, skemmtilegt og spennandi lesefni fyrir konur og karla, unga
sem aldna.
Kaupum Líf, lesum Líf, geymum Líf.
Áskriftarsímar 82300 og 82302
Til tiskublaðsins Lif, Armúla 18. pösthblf 1193 Rvik
Oska eftir áskrift
Nafn -----------------------------------------------
Heimilisfang
Nafnnr._______
Sími
skólinn og