Morgunblaðið - 01.12.2003, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 01.12.2003, Qupperneq 20
LISTIR 20 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Bergljót Jónsdóttir í Björgvin Hæst launaði menningar- frömuður í Noregi NORÐMENN velta vöngum þessa dagana yfir launakjörum stjórnenda tveggja stærstu listahátíða landsins og hefur Bergljót Jónsdóttir, stjórnandi Listahátíðarinnar í Björgvin, þar ótvírætt vinning- inn. Bergljót hefur að sögn norskra fjölmiðla um 870 þúsund norskar krónur í árslaun, eða um níu og hálfa milljón íslensk- ar krónur. Þetta gera um 800 þús- und krónur á mánuði. Auk þess tí- unda Norðmennirnir fríðindi hins listræna stjórnanda þar sem hún hefur frítt húsnæði og bíl ofan í kaupið. Norskir fjölmiðlar fullyrða að þar með sé hin íslenska Jóns- dóttir tekjuhæsti menningarfröm- uður Noregs og skjóti jafnvel sjálf- um menningarmálaráðherranum ref fyrir rass. Stjórnandi listahátíðarinnar í Bergen, Per Uddu, er einungis hálf- drættingur á við Bergljótu í launum og er með „næstum því frían bíl“ að eigin sögn og fær símakostnað að nokkru leyti greiddan. Uddu út- skýrir muninn með því að hátíðin í Bergen hafi á sér alþjóðlegan blæ og skarti yfirleitt alþjóðlega þekkt- um stjörnum í listheiminum á með- an Þrándheimur sé á þjóðlegri nót- um. Hann bætir við að frú Jónsdóttir sé þar að auki snjöll í að semja, bæði fyrir sig og aðra. Björgvinjarbúum sjálfum vaxa launakjör Bergljótar ekki í augum og einn þekktur Björgvinjarbúi, Gustav Lorentzen, útskýrir það með því að í Björgvin sé hefð fyrir því að leggja stórar upphæðir í list- ræna viðburði. „Í Björgvin hafa lengi búið efnaðir útgerðar- og kaupmenn sem ekki hafa horft í skildinginn. Þeir víluðu ekki fyrir sér að senda eftir Fílharmóníusveit New York-borgar á árum áður og Björgvinjarhátíðin er þekkt fyrir glæsileg atriði. Mér finnst laun Bergljótar of lág ef eitthvað er,“ segir Lorentzen. Bergljót Jónsdóttir Í Andlitum ert þú í nokkrum fjarska fráskáldsögum þínum Endurkomu Maríu,Borginni bak við orðin og Næturverðikyrrðarinnar. Mér sýnist þú á nýjum slóðum í fásögn og formi? „Ég kalla stílinn á þessari bók eldhúsborðs- stíl eftir stílnum sem maður notar þegar mað- ur segir vini eða kunningja sögu yfir eldhús- borðið. Þetta er léttur stíll og einlægur, en þá gilda þær reglur þegar fólk skiptist á sögum yfir kaffibolla að þótt maður sé sannur þá sökkvir maður sér ekki ofan í sjálfsmeðaumkvun og óuppgerð persónuleg mál. Maður leggst ekki í langar lýsingar og til að særa ekki blygð- unarkennd fólks veltir maður sér ekki upp úr hvernig manni leið við hvert fótmál í sögunni. Þetta er enginn hjónaherbergisstíll. Það er augljóst þegar komið er til Íslands að hér tjáir fólk sig meira í sögum en víðast hvar annars staðar, það má jafnvel finna sögukorn í dagblöðum þar sem fá má vísbendingu um að allflestir Íslendingar geta sagt sögu og leggja stolt sitt í það. Svona er þetta ekki út um allt. Í sumum löndum geta furðu margir staðið upp og haldið tækifærisræðu, það getum við ekki almennt. En við getum flest sagt sögu yfir kaffibollanum. Á bak við þessar eldhúsborðs- sögur er lifandi hefð sem ég vildi að hluta til ganga í. Um leið og það er gert nálgast maður Íslendingasögurnar.“ Skáldævisaga er orð sem rithöfundar og gagnrýnendur nota óspart. Hvað viltu segja um þennan merkimiða? „Skáldævisaga er opið hugtak. Fyrir mér vakti að steypa saman nokkrum bókmennta- greinum, ævisögunni, skáldsögunni, persónu- lýsingum að nokkru leyti í anda manngerða Þeófrastosar og raunsærri ættarsögu sem nær að verða lítill samfélagsspegill. Svona lagað verður maður þó að fara í með gát til að hvað rekist ekki á annars horn. Það eru góðar og gildar ástæður fyrir því að þessi form eru til aðskilin hvert frá öðru og engin merkishugmynd í sjálfu sér að hræra þeim saman. Æviminningar eru að vissu leyti andstæða persónulýsinga því í þeim er höfund- urinn statt og stöðugt að fjalla um sjálfan sig og er persónulegur en í persónulýsingum reynir hann að vera óhlutdrægur og sjá út fyr- ir sjálfan sig, reynir að sjá annað fólk „eins og það er“. Ég vildi getað sagt ævisögu manns með því að horfa í gegnum augu hans og sjá aðra þannig að þeir sem hann sæju yrðu ævi hans. Ef þetta tekst er um margrætt merking- arnet að ræða þegar upp er staðið því spyrja má: Hvað er sjálf? Er það eitthvað afmarkað fyrirbæri eða er það í og með allir sem maður mætir og kynnist á lífsleiðinni? Er maður kannski annað fólk?“ Sumar persónur eru nefndar réttu nafni eins og í alvöru ævisögu, aðrar hafa skipt um nafn? „Það er ekki ein einasta persóna bók- arinnar, sama hve lítilfjörlega aukapersónu um er að ræða, sem er alfarið uppdiktuð, nema þá ef til vill af guði, allar hafa þær átt eða eiga þær sér stað í þeim daumi sem við köllum veruleika. Ég hef reynt að draga þetta fólk fram án þess að gera það að týpum, eins og Þeófrastos gerir reyndar, en geri mér þá ljósa grein fyrir að minnið sjálft er skáld. Það hvernig skáldminni manns er segir mest um hvernig persóna maður er og þar með er augljóst að sá sem lýsir fólki segir frá sjálfum sér í leiðinni. Spurningin er um hversu langt maður sér. Hversu langt sér maður út úr sjálfum sér og inn í aðra persónu? Ef maður segir að veruleikinn samanstandi af fólki þá byrjar maður að sjá hann þegar maður byrjar að sjá fólk eins og það er. Raunsær er þá kannski sá stíll sem nær að bregða upp heild- armynd af manneskju þannig að lesandanum finnist hann þekkja hana. Ef höfundinum tekst að lýsa inn í nægilega margar ólíkar persónur í sama samfélagi þá fer að framkallast mynd af félagslegum raunveruleika í huga lesand- ans. Spurningin fer í og með að snúast um hvernig sá sem sér og segir frá endurspeglar samfélagið sem hann lifir í.“ Hvert sýnist þér íslensk skáldsagnagerð og þar með þín stefna? Er einhvers konar raunsæi að koma upp aftur? „Þegar kalda stríðið var hvað napurlegast þá kom að því einn gráan febrúardag, ímynda ég mér, að fólk þoldi ekki meiri napurleika í bili og tók bókum Fyndnu kynslóðarinnar fagnandi. Fyndna kynslóðin endurnýjaði ís- lenskt raunsæi þegar raunveruleikinn kallaði á það. Í lok níunda áratugarins tók veruleik- inn aftur upp á því að breytast, þegar kalda stríðið var að líða undir lok. Nýr veruleiki kallar á nýtt raunsæi og á tímabili var örlítil kreppa í hinum heilaga ís- lenska realisma. Skyndilega var þörf á nýjum röddum og á tíunda áratugnum upplifðum við vissa opnun í íslenskum bókmenntum, tilkomu nýrrar kynslóðar. Nýir og gamlir höfundar fundu leið út úr kreppu íslensks realisma og raunsæir Íslendingar önduðu léttar. Við eigum marga nýja höfunda og sumir þeirra eru í einlægni að reyna að segja eitt- hvað um samtíma sinn sem hefur varanlegt gildi núna þegar menn eru ekki jafn ginn- keyptir fyrir ólíkindalátum og „frumleika“. Veruleikinn er aftur orðinn þokkalega stabíll og þörfin á nýjungum að fjara út, jafnvel örlar á þeirri hugsun að við Íslendingar séum boð- berar sannleikans, hér sé allt best, spurningin sé bara um markaðssetningu erlendis. En ég hef trú á að sumir höfundar haldi trúnaði við opnunaranda tíunda áratugarins, í það minnsta í nokkrum mæli og það haldi áfram að krauma dálítið í leynipottinum. Opnunarandinn þarf að ríkja hér vel og lengi áður en við náum að skrifa brautryðj- andi texta.“ Er maður kannski annað fólk? „Þetta er enginn hjónaherbergisstíll,“ segir Bjarni Bjarnason um skáldævisöguna Andlit. Bjarni Bjarnason sendir nú frá sér skáldævisöguna Andlit. Bjarni er höfundur skáldsagna, smásagna, ljóða og annarra ritverka og hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín, m.a. Bókmenntaverð- laun Halldórs Laxness. Jóhann Hjálmarsson ræddi við Bjarna sem er nú búsettur í Noregi. johj@mbl.is ÞAÐ ER vel til fundið hjá Kristínu Helgu Gunnarsdóttur að nýta sér hvað krakkar hafa gam- an af galdrasögum, eins og áhug- inn á Harry Potter-bókunum hef- ur sýnt. Í Strandanornum semur Kristín íslenska útgáfu af spennusögu þar sem galdrar leika aðalhlutverkið. Þar með er þó alls ekki öll sagan sögð því að Kristín notar þessa aðferð galdraspennu- sögu til að fræða börn um þjóð- fræði og landafræði auk þess að snúa við kynhlutverkum. Stíll sögunnar er lifandi og málfarið sannfærandi en málvernd og íhugun um gildi íslenskunnar má lesa milli línanna. Niðurstaðan er mjög áhugaverð skáldsaga fyrir börn og unglinga. Þó að sagan sé fyrst og fremst skrifuð fyrir krakka er vert að benda foreldrum á að lesa hana með börnum sínum því að þó skýrt sé frætt um þjóðtrú, þjóð- sögur og staðhætti vakna vænt- anlega margar spurningar hjá þeim yngri. Lestur bókarinnar er því kjör- inn til þess að nota í samverustundum fjöl- skyldunnar. Skáldsag- an segir frá stórfjöl- skyldu í Reykjavík sem ferðast til Vestfjarða, nánar tiltekið á Strand- irnar eins og nafn bók- arinnar gefur til kynna. Höfundur gerir sér mat úr þeirri vakningu sem orðið hefur á Ströndum í því skyni að fræða gesti og gang- andi um þá ótrúlegu en sönnu galdraherferð sem varð til þess að fjöldi manna var brenndur á báli fyrir ekki svo löngu síðan. Það er mjög vel gert hjá Kristínu að tengja söguna við atburði þessa með því að gera persónurnar að afkomendum þeirra sem hlut áttu að máli með einum eða öðrum hætti. Þannig vaknar skilningur ungra lesenda sem tengja fjar- lægar þjóðsögur beinlínis við kunna staði. Þar að auki skrepp- ur tíminn saman með þessu móti; aldir verða að augnablikum og fjarlægir atburðir gætu hafa gerst í gær. Galdur sögunn- ar felst ekki síst í því að aðalpersón- urnar Úrsúla og Messíana, tíu og tólf ára nútíma- nornir, uppgötva Íslandssöguna, þjóðtrúna og stað- reyndirnar um leið og lesendur. Amma stelpnanna er Kolfríður galdranorn, ættuð af Ströndum og þar sem þessir af- komendur hennar hafa fengið galdranáttúruna í arf fær hún þá í lið með sér til að kveða niður uppvakning sem fjandvinkona hennar á Ströndum hefur sent henni. Uppvakningurinn reynist svo vera fræg persóna úr galdra- ofsóknasögunni og fær hún að vissu leyti uppreisn æru sem manneskja þó að ekki sé dregið úr sekt þeirra sem köstuðu sak- lausu fólki á bálið. Fjöldinn allur af skemmtilegum persónum iðar af lífi á síðum bókarinnar. Þar má nefna Valentínus stóra bróður sem er með snert af unglinga- veikinni; Karólínu sem hann verð- ur skotinn í og á sinn eigin bát sem hún rær á til fiskjar og Ámunda gamla sem bölvar stöð- ugt upp á gamla mátann: ,,As- skotans rassgat, þetta elliheimili! Tómir röndóttir hálfvitar sem skrattast í manni allan daginn“ (36). Fjölskyldufaðirinn og upp- finningamaðurinn Marsellíus og jarðbundna móðirin Ástríður eru andstæður sem bæta hvort annað upp og vinkonan Jófríður sem fær að fara með á sér spennandi hliðarævintýri í bókinni. Kristín Helga snertir á ótal- mörgum þáttum í hegðun fólks og samskiptum auk þeirrar spennu og fróðleiks sem áður er getið. Þrátt fyrir all sérstaka persónu- leika og ævintýrablæinn í þessari sögu sveima hlýja og gleði yfir eðlilegum og afslöppuðum sam- skiptum ungra og aldinna. Eftir að hafa lesið Strandanornir er svo ekki ólíklegt að fjölskyldur finni sig knúnar til þess að heim- sækja Strandirnar og fylgi þar slóð hinna rammgöldróttu og hugrökku Úrsúlu og Messíönu. Íslenskar galdrastelpur BARNABÓK Strandanornir 204 bls. Mál og menning, Reykjavík, 2003. KRISTÍN HELGA GUNNARSDÓTTIR Hrund Ólafsdóttir Kristín Helga Gunnarsdóttir Ljós og skuggar nefnist bók Hjálmars R. Bárð- arsonar er birtir úrval fjölbreyttra ljósmynda úr 70 ára ljós- myndaferli höfundar. Hjálmar R. Bárðarson fyrrverandi siglinga- málastjóri er löngu landskunnur fyrir ljósmyndabækur sínar um íslenskt mannlíf og náttúru en alls eru bækur hans orðnar 13 talsins. Myndir frá mannlífi á Horn- ströndum og víðar á Vestfjörðum frá 1936-1940 eru áhugaverðar. Myndir eru frá sögulegri 20 daga siglingu Gullfoss frá Reykjavík til Kaup- mannahafnar 1940. Í Danmörku stríðsáranna urðu til sérkennilegar ljósmyndir, sem birtust í ljós- myndabókum og árbókum þar og í Svíþjóð og Sviss en eftir stríðið einn- ig í Bretlandi og Bandaríkjunum en eru að mestu óþekktar á Íslandi. Þá eru í bókinni myndir frá togveiðum á síðutogara og skuttogara og safn mynda af fólki við leik og störf, and- litsmyndir, leikarar og myndlist- armenn og verk þeirra. Einnig myndir úr íslenskri náttúru, fuglalíf, grjót og gróður, svo og jöklar og eldgos. Útgefandi er Hjálmar R. Bárðarson. Bókin er 240 bls., prentuð í Odda. Ljósmyndir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.