Vísir - 23.12.1980, Blaðsíða 18

Vísir - 23.12.1980, Blaðsíða 18
18 VÍSIR Þriðjudagur 23. desember 1980 Einstakt tœkifœri ÓDÝRT - ÓDÝRT - ÓDÝRT Á meðan birgðir endast seljum við þessi BORÐSTOFUHÚSGÖGN með mjög góðum greiðsluskilmálum POSTSENDUM UM LAND ALLT Laugavegi 166 Simar 22222 og 22229 KENWOOD heimilistæki spara fé og fyrirhöfn Þarftu að blanda shake.súpur ávexti.kiötdeig eða barnamat? Þarftu aö saxa hnetur.péturs- selju eöa mala rasp úrbrauöi? Lausninereinföld! Kenwood graanmetis- og ávaxtakvörn gerir þetta allt fyrirþigog margt fleira á fljótlegan og ódýran hátt. 3 mismunandi gerðir. THORN HEKLA hf laugavegll70-172,- Sími21240 Bræðurnir Sigurður og Magnús i versluninni ásamt eiginkonum sinum og afgreiðsiustúlku. Gullsmiðir í ilmvatnssölu Nýlega urðu eigendaskipti á Snyrtivöruversluninni Bonny á Laugavegi 35 er þeir Sigurður Steindórsson og Magnús Stein- dórsson, betur þekktir sem gull- smiðir i „Gull og silfur” keyptu verslunina. beir bræður hyggjast reka verslunina áfram á sama hátt, en munu þó gera þær breytingar á rekstrinum er timar liða að farið verður út i það að verslunin sér- hæfi sig i sölu á ilmvötnum. Eiginkonur þeirra, þær Gloria Steinþórsson og Kristjana Ólafs- dóttir munu sjá um daglegan rekstur verslunarinnar. ötvarplð tær glaldskrárhækkun „Hallinn hjá útvarpinu var orð- inn 1230 milljónir i nóvemberlok og þaö er ekkert tillit tekið til þess i fjárlögum næsta árs”, upplýsti Friðrik Sófusson alþingismaður Visi. „Hins vegar á að stöðva lek- ann með gjaldskrárhækkunum, en þeir eru látnir basla við hal- ann.” Gert er ráð fyrir að auglýsinga- tekjur sjónvarpsins hækki um 68% á árinu, að óbreyttu magni. Afnotagjöld verða: af hljóðvarpi 13.100 fyrri hluta ársins og 14.000 seinni hlutann, af sjónvarpi i lit verði 37.300 fyrri hlutann og 39.500 siðari hlutann, samtals 76.800 yfir árið, af svarthvitu sjónvarpi verður ársgjaldið 55.700 krónur. SV Kórarnir á samæfingu i Bústaðakirkju. ..stelpulegt að vera I kór” „Þetta er annað árið, sem við störfum svona saman og vafa- laust verður framhald þar á”, sagði Hlin Torfadóttir, stjórnandi skólakórs Seltjarnarness, i sam- tali við Visi, en á sunnudag heldur kórinn jólatónleika i Bústaða- kirkju ásamt skólakór Garða- bæjar og kór Hvassaleitisskóla. „Það verða um það bil 168 börn á aldrinum 8 til 16 ára, sem koma þarna fram, auk 15 manna strengjásveitar. Við höfum æft fyrir þessa tónleika i tvo mánuði núna og þetta hefur verið mjög skemmtilegur timi. Við syngjum þarna verk eftir Handel, Bach, Mozart, Haydn og Kodaly, svo og jólalög frá ýmsum löndum”, sagði Hlin. — Eru þetta ekki erfið verk fyrir svona ung börn? „Jú, þetta er mjög erfitt fyrir þau til að byrja með, en þegar komið er yfir erfiðasta hjallann, er þetta þroskandi fyrir þau og lærdómsrikt”. — Er mikill áhugi fyrir kóra- starfi i skólunum? „Já, það er óhætt að segja að áhugann vantar ekki. 1 hverjum þessara kóra, sem þarna koma fram eru milli 30 og 50 börn, aftur á móti er þvi ekki að neita, að það vantar alltaf stráka i þessa kóra. Þeim finnst sennilega eitthvað stelpulegt að vera i kór”, sagði Hlin Torfadóttir. Auk Hlinar stjórna þær Herdis H. Oddsdóttir og Guðfinna Dóra Ölafsdóttir börnunum i söngnum, en allar eru þær tónmennta- kennarar. Tónleikarnir verða eins og áður sagði á sunnudag i Bústaðakirkju og hefjast þeir klukkan 17. —KÞ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.