Vísir - 23.12.1980, Blaðsíða 32

Vísir - 23.12.1980, Blaðsíða 32
32 Þriðjudagur 23. desember 1980 VtSIR i<3ag Ikvöld „Hvernig finnst þér þessi?” „Handa hverjum? Pabba?” „Já.” „Ég veit það ekki. Nei, veistu, ég held ekki.... frekar þessa hérna. Sjáðu.” „Heldurðu að hann mundi lesa hana?” „Já, ég er viss um það. Hann hefur áhuga fyrir svona.” „Jæja, ókey, kaupum hana þá”. Og þar með var gengið að kassanum með bókina, og minnsta kosti ein jólagjöf komin i höfn. Þessar samræður áttu sér stað i bókaverslun Eymundssonar fyrir helgi. er Vísismenn litu þar við. Þar var ys og þys, hvert sem litiö var. Sumir virtust komnir i þeim tilgangi einum að skoða og siá. hvað á boöstólum væri, aðrir „É9 er allur í Ijóöunum" virtust búnir að þvi, og voru nú komnir til aö kaupa. „Ég kem oft í bókabúðir." Fyrstur á vegi okkar varö ungur piltur, Óskar óskarsson, 13 ára gamall. „Ég les nú töluvert,” svarar Óskar spurningu okkar varðandi það mál, „og þá helst svona saka- málasögur.” — Hvaða bók erut að fletta þarna? „Hún heitir Sirkusævintýrið og mér list nokkuð vel á hana.” „Ætlarðu að óska þér hennar i jólagjöf? „Já, ég hugsa það bara.” — Kemur þú oft i bókabúðir? „Já, ég geri það og þá aðallega til að skoða.” „Ég er allur í Ijóðunum." „Ég les nú aðallega ljóða- bækur,” sagði Jón Gunnarsson ungur maður, sem næstur varð á vegi okkar, „bæði bækur eldri og yngri höfunda. Ég verð þó að játa að ljóðabækur ungskáldanna vekja meiri áhuga minn,” hélt hann áfram. — Gefur þú mikiö af bokum i jólagjafir? „Já, nánast eingöngu.” — Velur þú þær eftir eigin smekk eða fer það eftir hverjum þú ætlar að gefa þær? „Ég læt nú yfirleitt minn smekk ráða, en auðvitað spilar inn i, hver á að fá viðkomandi bók.” — Er einhver nýútkomin bók, sem sérstakan áhuga vekur hjá þér núna? „Já, bókin Ljóð eftir Vilmund Gylfason alþingismann með meiru.” //Sakamálasögur eru efstar á blaði hjá mér." „Persónulga vekja sakamála- sögur mestan áhuga hjá mér,” sagði Bragi Einarsson, sem varð næsta fórnarlamb okkar, „og af nýjum bókum eru þaö Samsærið eftir Desmond Bagley og 1 fylgsnum IRA eftir Kenneth Royce, sem eru efstar á blaði hjá mér i bókaflóðinu þetta árið.” — Eftir hverju veiur þú bækur? „Ég skoða þær i búðunum og i söfnum og vel svo eftir eigin smekk.” — Hafa þá auglýsingar og bók- menntagagnrýni engin áhrif á þig? „Nei, ég læt auglýsingar engin áhrif hafa á mig og yfirleitt finnst mér ekkert aö marka bók- menntagagnrýni blaðanna.” //Engin bók vinsælli en önnur." Stefán Jóhannsson er af- greiðslumaður i Eymundsson og við spurðum hann, hvort einhver bók væri vinsælli en önnur. „Það sýnist mér ekki.” svaraði hann, „Þetta virðist dreifast mjög. Þó má kannski segja, að myndabækur allskyns og Valda- tafl I Valhöll séu mest keyptar.” — Kaupir fólk ekkert frekar eldri bækur, þegar verð á nýjum bókum er orðið svona hátt? „Nei, ekki hef ég nú orðið var við það, annars skoðar fólk mikið og vel áður en það kaupir,” sagði Stefán og nú var komin svo löng röð af fólki, sem beið eftir af- greiðslu, að við gátum ekki verið þekkt fyrir aö trufla Stefán lengur, svo við þökkum spjallið og héldum út i kuldann. —KÞ „Fólk kaupir ekkert frekar eldri bækur.” Stefán Jóhannsson, af- greiðsiumaður I Eymundsson. (Visism. Ella). Mikil örtröð er i bókabúðum þessa siðustu daga fyrir jól. „Mér list nokkuð vel á Sirkus- ævintýrið,” sagöi óskar. Visir lilur við hjá Eymunflsson: WðDLEIKHOSIÐ. Blindisleikur frumsýning 2. jóladag kl. 20 Uppselt 2. sýning laugardag 27. desember 3. sýning þriðjud. 30. desem- ber Nótt og dagur 7. sýning sunnudag 28. desember Miðasala 13.15-20 Simi 1-1200 Gleðileg jól TÓNABÍÓ Simi31182 Engin sýning í dag Sýning 2. jóladag Jólamynd 1980 Flakkararnir (The Wanderers) Myndin, sem vikurritið Newsweek kallar Grease meö hnúajárnum. Leikstjóri: Philip Kaufman Aðalhlutverk: Ken Wahl, John Friedrich, Tony Kalem. Sýnd 2. jóladag kl. 2.50-5-7.20 og 9.30 Bönnuö innan 12 ára Gleðileg jól [ SÆMtFELAC KEXJUAVlKUR Ofvitinn 125. sýn. annan jóladag kl. 20.30 Rommi laugardag kl. 20.30 Miðasalan i Iðnó lokuð að- fangadag og jóladag. Opin annan jóladag og laugardag kl. 14-20.30. Simi 16620 I AUSTURBÆJ ARBIÓI LAUGARDAG KL. 24.00 (ath. óvenjulegan sýningar- tima) MIÐASALA 1 AUSTUR- BÆJARBÍÓI ANNAN JÓLA- DAG KL. 16-21 OG LAUGARDAG KL. 16-24. SIMI 11384 Gleðileg jól Engin sýning í dag Jólamynd 1980 óvætturinn Allir sem með kvikmyndum fylgjast þekkja „Alien”-, ein af best sóttu myndum ársins 1979. Hrottalega spennandi og óvenjuleg mynd I alla staði og auk þess mjög skemmtileg, myndin skeður á geimöld án tima eða rúms. Aðalhlutverk: Tom Skerritt, Sigourney Weaver og Yaphet Kotto. tslenskir textar. Bönnuð fyrir börn yngrien 16 ára. Sýnd 2. jóladag kl. 5, 7.15 og 9.30 Barnasýning kl. 3 2. jóladag. Afríkuhraðlestin Gleðileg jól Engin sýning i dag Sýningar 2. jóladag Jólamyndin 1980 Bragðarefirnir Geysispennandi og bráö- skemmtileg ný amerisk- Itölsk kvikmynd I litum með hinum frábæru Bud Spencer og Terence Hill I aðalhlut- verkum. Mynd sem kemur öllum i gott skap i skamm- deginu. Sama verö á öllum sýningum. Sýnd kl. 2.30, 5,7.30 og 10 Ath. óbreyttan sýningartima milli jóla og nýárs. Gleðileg jól Sýningar Þorláks- messu og 2. jóladag. Jólamynd 1980 LANDAMÆRIN Sérlega spennandi og viðburðahröð ný bandarisk litmynd, um kapphlaupiö við að komast yfir mexikönsku landamærin inn i gullland- ið.... TELLY SAVALAS, DENNY DE LA PAZ, EDDIE AL- BERT. Leikstjóri: CHRISTOPHER LEITCH. Islenskur texti. Bönnuð börnum Hækkað verö. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Gleðileg jól LAUGARAS B I O Sími32075 Jólamyndin80 ,/XANADU" mynd fyrir fólk á öllum aldri. Myndin er sýnd meö nýrri hljómtækni: dolby stereo, sem er það fullkomnasta i hljómtækni kvikmyndahúsa i dag. Aðalhlutverk: Olivia Newton-John, Gene Kelly og Michael Beck. Leikstjóri: Robert Green- wald. Hljómlist: Electric Light Orchestra. (ELO) Sýnd Þorláksmessu kl. 5-7-9 og 11 2. jóladag kl. 3-5-7-9 og 11 Hækkað verð Gleðileg jól Verum viðbúin vetrarakstri

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.