Vísir - 23.12.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 23.12.1980, Blaðsíða 24
24 Þriðjudagur 23. deseníliér ltóö Ileimiliskötturinn Dixie sýnir blaöamönnum hvernig á að tippa á alla rétta. Eigandinn Jan Trane l'ylgist með. Kötturinn tipp- aöi á alla rétta i dönskum getraunum ^Jan Trane, 23 ára gamall vöru- bílstjóri frá Árhúsum datt heldur en ekki i lukkupottinn hér á dög- unum. Hann var með 13 rétta I dönsku getraununum og fékk I sinn hlut upphæð sem svarar rúmlega 90 milljónum Islenskra króna. Og það merkilega er, að kötturinn hans, Dixie, valdi úrslit leikjanna. „Dixie á allan heiðurinn af þessu”, sagði Jan. „Þetta var mjög erfiður seðill og óvissan mikil svo að ég ákvað að láta til- viljun ráða með að fylla út seðil- inn. Eftir að ég hafði sjálfur gengið frá þeim leikjum sem ég taldi pottþétta lét ég fjölskyldu- köttinn um að velja úrslitin á þeim niu sem eftir voru”. Það gekk þannig fyrir sig að Jan lét Dixie velta teningaboxi með einum teningi. Ef talan einn eöa fimm kom upp þýddi það einn á seðlinum. Tveir og fjórir voru skráðir sem tveir á seðlinum og þrír og sex var flokkað undir kross. „Kötturinn var I fyrstu tregur til leiksins en siðan uppgötvaði hann að þetta var hinn skemmti- legasti leikur og eftir það gekk þetta fljótt fyrir sig”, — sagði Jan. Það var á laugardegi sem Jan sá úrslitin i sjónvarpinu og þá vissi hann að Dixie hafði tippað á alla rétta. Og það þarf ekki aö spyrja að þvi að heimiliskötturinn er nú i sérstöku uppáhaldi á heimili vörubilstjórans og milljónamæringsins Jan Trane i Arhúsum. Björgvin syngur á nýrri jólaplötu „Ný jól” er heitið á nýrri tveggja laga plötu með Björgvin Halldórssyni. Titillag plötunnar er eftir Jóhann G. Jóhannsson og Björgvin til aðstoðar i þvi lagi eru Sigurður Karlsson, trommur, Haraldur Þorsteinsson bassa, Magnús Kjartansson pianó og Monika Abendroth sem leikur á hörpu. Hitt lagið á plötunni, „Ég vaki þér hjá”, er eftir Björgvin sjálfan og annast hann allan hljóðfæraleik að undanskildum bassaleik sem Haraldur Þor- steinsson annast. titsetningar eru eftir Björgvin og stjórnaði hann upptöku plötunnar en hljóðstjórn var i höndum Gunnars Smára. Útgefandi plötunnar er Hljómplötuútgáfan hf. Þá hefur Hljómplötuútgáfan einnig sent frá sér safnplötu meö Vilhjálmi heitnum Vilhjálmssyni og er þar að finna mörg af hans • bestu og vinsælustu lögum. Sú plata er nefnd „Manni” eftir samnefndu lagi á plötunni. Björgvin Halldórsson. Sjómenn heidraöir Stjórn Sjómannafélags Reykja- vikur hélt nýverið hóf i tilefni af 65ára afmæli félagsins. Hófiö var haldið i Lindarbæ og við þaö tæki- færi voru 15 féiagsmenn heiöraðir. Það var hinn 23. októ- ber 1915 sem Hásetafélag Reykjavikur var stofnað en árið 1920 var nafni þess breytt I Sjó- mánnafélag Reykjavikur. 1 hófinu sem haldið var i tilefni þessara timamóta voru eftir- taldir félagsmenn heiðraðir: Ás- geir Torfason, Björn J. Andrés- son, Bergsteinn Hjörleifsson, Eyjólfur Þorvarðarson, Erlendur Þórðarson, Haraldur Ólafsson, Jón Armannsson, Jón Hilmar Jónsson, Jón Sigurðsson, Sigfús Bjarnason, Snorri Ólafsson, Sæ- mundur ólafsson, Th^dór Frið- riksson, Valdimar Jónsson, Þor- gils Bjarnason. I fyrstu stjórn félagsins voru: Formaður: Jón Back, varafor- maður: Jósef Húnfjörð, ritari: Ólafur Friöriksson, féhiröir: Guðmundur Kristjánsson vara- féhiröir: Guðmundur Hjörleifs- son, aðstoðarmenn: Björn Blön- dal, Jón Einarsson, yngri:. Núverandi stjórn skipa: For- maður: Guðmundur Hallvarðs- son, varaformaður: Hilmar Jóns- son ritari: Erling Richard Guö- mundsson, gjaldkeri: Sigurður Sigurðsson, varagjaldkeri: Guð- mundur Haraldsson, meðstjórn- endur: Pétur S. Sigurðsson, Skjöldur Þorgrimsson, Vara- menn: Magnús Jónsson, Jón E. Helgason, Bárður Sigurðarson. Krá hófinu i Lindarbæ: Aftari röð frá vinstri: Valdimar Jónsson, Björn Andrésson, Theodór Friðriksson, Snorri olafsson, Haraldur Ólafsson. Fremri röð frá vinstri: Guðmundur Iialivarðsson formaður S.R. Jón Sigurðsson, Jón ililmar Jónsson, Sigfús Bjarnason, Asgeir Torfason, Eyjólfur Þorvarðarson. Svipmyndir úr fimmtugsafmæli Rikisútvarpið var fimmtiu ára nú um helgina og var þeirra merku timamót minnst með hátföardagskrá i Þjóðleikhúsinu á laugardaginn og kokteil að lokinni dagskrá. Meðfylgjandi myndir tók Elln Ellerts- dóttir, ljósmyndari Visis, I hófinu á laugardaginn. Ragnar Bjarnason stjórnaði hljómsveit I anda föður slns Bjarna Böðvarssonar. Þorsteinn ö. Stephensen I ræðustóli. t forsetastúkunni eru þær Vigdis Finnbogadóttir forseti tslands og Valgerður Tryggvadóttir eiginkona Hallgrims llelgasonar tónskálds en hún er dóttir Tryggva heitins Þór- hallssonar fyrrum forsætisráðherra. Forseti tslands Vigdis Finnbogadóttir á tali við Vilhjálm Hjálmarsson fyrrum menntamálaráðherra og núverandi formann útvarpsráðs. Á myndinni eru einnig Klcmen/. Jónsson dagskrárstjóri, Valgerður Tryggvadóttir og Anna Þorkelsdóttir eiginkona Vilhjálms. Egill Ólafsson söng gamanvisur um starfsfólk útvarpsins við undirleik Magnúsar Péturssonar. (Visismyndir: Ella) l Séð yfir salinn I Þjóðleikhúsinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.