Vísir - 23.12.1980, Blaðsíða 40

Vísir - 23.12.1980, Blaðsíða 40
< Þriðjudagur 23. desember 1980 « WmmMWmmwMmmmmfM, síminn eröóóll llSÍÍlÍllÉillll HHj Veöurspá öagsíns Enn veröur aö gera ráð fyrir stormi á Vestfjaröamiöum. 975 mb lægö um 650 km norö- austur af Langanesi, þokast norðaustur. Onnur lægö álika djúp um 250 km vestur af Reykjanesi hreyfist ákaflega litiö. Milli lægöanna er lægð- ardrag viö suöurströndina. Viöast hvar veröur frost. Veö- urhorfur næsta sólarhring. Suöurland og Faxaflói: Viöast hæg breytileg átt til landsins en sunnan eöa suöaustan kaldi á miöum, él. Stundum stinn- ingskaldi i éljum. Breiöafjöröur: Austan stinn- ingskaldi eöa allhvasst á mið- um en hægari til landsins, él. Hægari vindur meö kvöldinu. Vestfiröir: Allhvöss noröaust- anátt og snjókoma meö köfl- um einkum þö noröan til, heldur hægari meö kvöldinu. Strandir og Norðurland vestra: Hæg breytileg átt eöa noröangola inn til landsins en allhvöss noröaustan átt og él á miöum og i útsveitum. Noröurland eystra og Austur- land aö Glettingi: Noröan gola, viöa dálitil él. Austfiröir: Norðan gola eöa kaldi, sums staöar léttskýjaö til landsins sunnan til en ann- ars dáli'til él. Suöausturland: Hæg breytileg átt, dálitil él. veöriDhér 09 har Veörið kl. 6 i morgun: Akureyri skýjaö -=-4, Bergen skýjaö 3, Helsinki þokumóöa 9, Kaupmannahöfn þokumóöa 5, Osló þoka -i-4, Reykjavlk snjóél -r 1, Stokkhólmur þoku- móöa 1. Veöriö kl. 18 i gær: Aþena skýjaö 13, Berlín heiö- sld'rt 2, Chicago alskýjaö -r3, Feneyjar heiöskirt 3, Frank- furtrigning 4, Nuukléttskýjaö -r8, London alskýjaö 11, Las Palmas skýjaö 19, Maílorka heiöskírt 11, Montreal alskýj- aö -r 12, New Yorkskýjaö -t-l, Parissiild9, Róm heiöski'rt 9, Malaga heiöskírt 14, Vfn skýj- aö4, Winnipegsnjókoma -rl6. Loki seglr Loki óskar lesendum sinum gleöilegra jóla og hvetur stjórnmálamennina til aö láta sér nægja aö skera jólasteik- ina. en láta gömlu krónuna i friöi þessa siöustu lifdaga hennar! H m, 1 m ■ ■ M 1 li i Mé mm Rofar til í innanlandsfluginu: Ollum vélum er stefnt á Vestflröi ,,Nú er fært vestur og við setj- um allt á fullt þangaö og förum eins margar ferðir og við náum meðan bjart er. Ráögert er að fara fjórar feröir á tsafjörö, tvær á Patreksfjörð og Þing- eyri, ef hægt er, en ég veit ckki hvort þetta næst allt. Ferðum á aöra staöi mun þvi seinka þvi aö Vestfirðir ganga fyrir,” sagði Sverrir Jónsson, stöövarstjóri Flugleiða á Reykjavikurflug- velli i morgun. Innanlandsflugið gekk erfið- lega I gær vegna óveöurs og i morgun voru tveir Fokkerar á Keflavikurvelli, sem ekki gátu lent i Reykjavik i gærkvöldi. Nú er veðurútlit hins vegar nokkuð gott og óhætt að segja, að það verði lif og fjör i fluginu. Hundr- uð farþega biða flugs til Vest- fjarða, en ef allt gengur að ósk- um i dag, verður hægt að flytja alla farþega þangað i dag, en Sverrir sagði, að óvist væri hvort allar vörur kæmust. Flugið vestur átti að hefjast um klukkan 10 og var ekki hægt að byrja fyrr, þar sem lenda þarf i björtu fyrir vestan. Siðan verður flogið á Akureyri og aðra staði seinnipart dags og i kvöld. —SG Söluverð Jóhönnu í Grlkklandi: „Langt undlr söluverði SÍF” „1 fréttum dagblaðanna Visis og Timans fyrir siðustu helgi er haft eftir Jóhönnu Tryggva- dóttur, sem sótt hefur um út- flutningsleyfi fyrir 300 tonn af saltfiski til Grikklands, að hún hafi náð svo góðum samningum að hún geti greitt helmingi hærra hráefnisverð en þekkst hefur,” segir i frétt frá Sölusambandi isienskra fiskframleiðenda. „Fréttir af þessu tagi frá Jóhönnu Tryggvadóttur teljast nú vart lengur til tiðinda og enn sem fyrr reynir hún að siá ryki i augu almennings. Hið sanna i þessu máli er, sam- kvæmt upplýsingum viðskipta- ráðuneytisins, að söluverð Jó- hönnu Tryggvadóttur á um- ræddum 300 tonnum liggur langt undir söluverði SIF fyrir sömu vöru til Grikklands.” Brottfarardagur Gervasonis: 26.. 27. eöa 28. desemder ,,AÖ þvi er ég best veit, þá er ekki bdiö aö hnýta niöur ákveöinn brottfarardag, en ég á ekki von á, aö þaö veröi fyrir jól”, sagöi Ragnar Aðalsteinsson, lögfræö- ingur Gervasoni, er Visir innti hann eftir þvi I gærkvöldi hvort brottfarardagur Gervasoni væri ákveöinn. Þá var Ragnar spurður aö þvl, hvort brottför Gervasonis gæti seinkað fram yfir 28. desember, sem dómsmálaráöuneytiö hefur sett sem ákveðinn brottfarardag, verði Gervasoni ekki farinn áöur, en hann taldi þaö vera óliklegt. Samkvæmt oröum Ragnars koma þvi til greina föstudagur 26. des., laugardagur 27. og sunnudagur 28. „Ég hef nú engan til þess aö skrifa reikning á ennþá”, sagöi Ragnar, er viö inntum hann eftir þvi, hver greiöi reikninginn fyrir lögfræöilega aöstoö, er hann hafi veitt I máli Gervasonis. „Þaö eru nokkrir málaflokkar hér á landi, sem lögmenn verða aö sinna, en sjaldnast fást greiðslurfyrir slikt, og viö höfum oröið aö taka kostnað á okkur. Þessi málaflokkur er einn þeirra”, sagöi Ragnar Aöal- steinsson, hæstaréttarlögmaður. —AS HVlT JÖL IIM ALLT LAND „Veöurútlitiö næstu daga er þannig, aö ekki litur út fyrir miklar breytingar i sjálfu sér i dag og á morgun, en á jóladag á aö koma lægö, sem hrærir eitt- hvaö upp I þessu” sagöi Guö- mundur Hafsteinsson, veður- fræöingur, er Visir spuröi hann um veöurútlit á landinu næstu daga. „Þá kemur askvaöandi stór og mikil lægö, sem hagar sér eins og lægöir gera yfirleitt, en það er ekki hægt aö segja ná- kvæmlega hvaö hún gerir. En fram á jóladag veröa semsagt engar breytingar.” Talsveröur snjór er nú um allt land og sagði Guömundur, aö hann ætti aö haldast fram á jóladag. Ljóst er þvi, aö þaö veröasvokölluðhvit jól aö þessu sinni um allt land. gk—. Snjór hamlaði mjög allri umferð i morgun, en vegageröin veröur á fullu I dag viöa um land til að ryöja vegi. Myndin var tekin I Reykjavik i morgun. Visismynd: Ella „ÚVlST HV0RT VIÐ FÁ- UNI JÚLAVARNINGINN” - seglr Jöhann Pétursson I Hornbjargsvita „Ég ætla aö nota tækifærið fyrst ég er I sambandi við blööin aö panta alveg sérstaklega sunnanátt I tvo til þrjá dagá svo varðskipið geti lent hér og viö fengiö jólavaminginn”, sagöi Jó- hann Pétursson, vitavöröur á Hornbjargi I samtali viö Visi I morgun. „Ef ekki dettur niðursjór.þá er spurning hvort við fáum jóla-‘ varninginn fyrir áramót”. Jóhann dvelur i Hornbjargsvita ásamt aðstoðarkonu og barni hennar yfir hátiöarnar og var hann spurður hvað þau myndu gera sér til hátiðabrigða. „Við erum búin að skreyta húsið og setja upp jólatré, en án jólavarningsins verður það tæpast mikið meira. Reyndar er maturinn á staðnum og við munum boröa hamborgarhrygg á aðfangadag aö öllum likindum”. — Finnst þér einmanalegt að halda jól i Hornbjargsvita? „Þetta eru nú tuttugustu jólin min hér og ég verð að viðurkenna að ég er að verða þreyttur á staðnum. Hér er ævintýralegt á sumrin, en veturnir eru leiðin- legir, sérstaklega þegar fer að liða fram i febrúar og mars”. — Hvernig verður jólaveðrið? „Það er ekki gott að segja. Hér hefur lengi verið leiðindaveður, kuldi og stormur. Það hefur meira að segja verið svo hvasst, að ekki sést snjór i fjöllum þó svo snjókoma hafi veriö töluverð. En nú er veðrið hins vegar dottið niður, ekki nema fjögur vindstig og sex stiga frost”, sagði Jóhann Pétursson. —ATA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.