Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ferðir blóðbankabílsins: Þriðjudagur 9. desember Nýherji við Borgartún 37 klukkan 9.00-15.00 Miðvikudagur 10. desember Hekla við Klettagarða klukkan 9.30-15.00 www.blodbankinn.is ARTHUR Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, fagnar því að sjávarútvegsráðherra hefur nú lagt fram frumvarp um að tekin verði upp línuívilnun fyrir dagróðrar- báta. „Ég fagna því að það eigi að framkvæma þetta loforð og er sáttur við það,“ segir Arthur. Hann segist þó vilja sjá ýmsar frekari breytingar en gert er ráð fyrir í frumvarpinu, m.a. vilji hann að línuívilnun í þorski taki gildi strax fremur en að beðið verði með gildistöku þess til 1. september á næsta ári. „Ég sé ekki hvaða rök eru fyrir því að geyma það,“ segir hann. Hann segir hins vegar mikil von- brigði að ekki skuli vera tekið á vanda dagabátanna svonefndu jafn- hliða þessum aðgerðum í frumvarp- inu. „Ráðherra er fullkunnugt um að það er annað alveg jafnstórt mál sem þarf að hengja inn í þetta frum- varp, en það er vandi sóknardaga- bátanna okkar. Við höfum talað fyr- ir því í ein sex eða sjö ár að lögfestur verði lágmarksfjöldi sóknardaga. Ég stóð í þeirri trú að þetta yrði lát- ið fljóta með og er ekki búinn að gefa upp alla von um það því frum- varpið á eftir að fara í gegnum Al- þingi. Það er ekkert síður mikilvægt að leysa þetta mál,“ segir hann. Smábátar í aflamarks- kerfinu fá sárabót Arthur segist hins vegar fagna því sérstaklega að þarna fái smábát- ar í aflamarki, sem hafa farið mjög illa út úr gildandi kerfi á umliðnum árum, töluverða sárabót. „Við höfum margsinnis brýnt stjórnvöld til að gera eitthvað fyrir þessa báta vegna þess að þegar nið- urskurður þorskveiðiheimilda hófst var alveg ljóst að þeir sem voru með hlutfallslega mest í þorski urðu fyr- ir hlutfallslega mestri skerðingu, en það voru smábátarnir. Þeir sem eru með smábáta í aflamarkskerfinu í dag og veiða með línu fá þarna skyndilega þó nokkra sárabót og fagna ég því sérstaklega,“ segir Arthur. Arthur Bogason, for- maður Landssam- bands smábátaeigenda Fagna frumvarpi um línu- ívilnun Arthur Bogason „ÉG er mjög sáttur við þessa niðurstöðu og met það frum- kvæði sem sjávarútvegsráðherra hefur sýnt með því að höggva á þennan hnút,“ segir Einar K. Guðfinnsson, al- þingismaður og formaður þing- flokks sjálf- stæðismanna, um frumvarp sjávarútvegs- ráðherra um línuívilnun og heimild til að koma byggðarlögum sem standa höll- um fæti til aðstoðar. „Mér var það mjög ljóst að þetta var erfitt mál vegna þess að það voru uppi mjög andstæðar skoðanir og ég held að þetta sé málamiðlun sem allir eigi að geta unað við,“ segir hann. Einar bendir á að frumvarpið feli m.a. í sér að sett verði á línu- ívilnun og ákveðnar skorður jafn- framt settar varðandi þorskinn, sem ýmsir hafi lýst áhyggjum af. „Reglum um byggðakvóta er breytt. Þessir byggðapottar, sem svo hafa verið kallaðir og hafa verið mjög umdeildir, hverfa smám saman út en gefinn er að- lögunartími, þannig að þeir sem núna nýta þessar heimildir ættu ekki að verða fyrir alvarlegri röskun.“ Misskilningur og vanþekk- ing Magnúsar Kristinssonar Spurður um þá gagnrýni út- gerðarmanna, m.a. af hálfu Magnúsar Kristinssonar, útgerð- armanns í Vestmannaeyjum, sem beinst hefur að Einari og fleiri þingmönnum sem hafa barist fyr- ir línuívilnuninni, segist Einar vísa því á bug að ríkisstjórninni hafi verið stillt upp við vegg. „Ríkisstjórnin hafði frumkvæði að þessu frumvarpi og menn sjá af því að þar eru farnar talsvert aðrar leiðir en oft hefur verið rætt um varðandi byggðakvót- ana. Ég held því að það sé um misskilning og hreina vanþekk- ingu að ræða hjá Magnúsi Krist- inssyni. Hins vegar veit ég að hann er mikill andstæðingur þess að fundnar séu lausnir fyrir hin- ar veikari sjávarbyggðir og ég er ósammála honum um það,“ segir Einar. Einar K. Guðfinnsson alþingismaður Málamiðl- un sem allir geti unað við Einar K. Guðfinnsson MÉR finnst gagnrýni útvegs- manna eðlileg,“ segir Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra spurður um þá gagnrýni sem fram hefur kom- ið af hálfu út- gerðarmanna og LÍÚ á frumvarp sem sjávarút- vegsráðherra hefur lagt fram um að tekin verði upp línu- ívilnun fyrir dag- róðrarbáta. „Það er auðvitað ljóst að þær aflaheimildar sem verða notaðar í þetta verða teknar af öðrum. Þetta er einfaldlega ákvörðun sem var tekin af landsfundi Sjálfstæðis- flokksins og flokksþingi Fram- sóknarflokksins og er á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar,“ segir Árni. „Það hefur legið fyrir hvað mig varðar allt frá landsfundi Sjálf- stæðisflokksins að línuívilnunin yrði að raunveruleika. Það væri einungis tímaspursmál hvenær hún kæmi og til og hvernig hún yrði útfærð í sjálfu sér og í tengslum við aðrar aðgerðir sem væri ætlað að styðja við byggðirn- ar,“ segir Árni. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra Árni M. Mathiesen Gagnrýni útvegs- manna eðlileg TILVERA, samtök gegn ófrjósemi, mótmælir harðlega þeim hugmynd- um sem uppi eru um að loka glasa- frjóvgunardeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss (LHS), og segja samtökin að ekki sé hægt að sinna þessum verkefnum á einkastofum að óbreyttu. Þórdís G. Magnúsdóttir, sem sit- ur í stjórn Tilveru, segir að fyrir um mánuði hafi stjórnin fundað með heilbrigðisráðherra og hug- myndir hafi verið uppi um að lækka kostnað fólks við glasafrjóvganir. Nú sé klárlega annað uppi á ten- ingnum. „Það er mjög brýn þörf á þessum meðferðum og Landspítalinn er eini aðilinn sem framkvæmir þessar meðferðir,“ segir Þórdís. Hún segir að heimsóknir á tæknifrjóvgunar- deildina séu um 6.000 á ári og telur fjölda einstaklinga sem fara í slíkar aðgerðir um 600 á ári. Ljóst er að að óbreyttu er ekkert sem tekur við fyrir þá sem þurfa á slíkum aðgerðum að halda, segir Þórdís. Eina stofnunin sem er með leyfi til að framkvæma tæknifrjóvg- un er glasafrjóvgunardeild LHS og fyrirséð að breytingar á því fyr- irkomulagi sem verið hefur muni taka dýrmætan tíma frá fólki sem má engan tíma missa. Samtökin skora á stjórn LSH að hugsa sig tvisvar um áður en deild- inni verði lokað. Einnig skora þau á stjórnvöld að sjá til þess að gervi- frjóvgunardeildin fái það fjármagn sem hún þarf til að sinna sínu góða starfi. Ljóst er að fjölmörg pör eru búin að fá staðfestingu á því að þau eigi tíma í glasafrjóvgun á næsta ári, og framtíð þeirra því í uppnámi. Verkefnunum verður ekki sinnt á einkastofum Mótmæla hugmyndum um lokun glasafrjóvgunardeildar LSH LÖGREGLAN í Reykjavík og um- ferðarstofa Ríkislögreglustjóra voru með umferðareftirlit við Stekkja- bakka aðfaranótt sunnudags og voru hátt í eitt hundrað bílar stöðv- aðir og athugað með ástand öku- manna, réttindi og ástand bifreiða. Enginn ökumaður reyndist undir áhrifum áfengis, en um einum tug ökumanna var bent á að ljósabún- aður bifreiðanna væri í ólagi og fimm bent á að færa bíla sína til skoðunar. Að sögn lögreglu er það góðs viti að enginn hafi reynst ölv- aður, en eftirlitinu var sérstaklega beint gegn ölvunarakstri. Að sjálfsögðu var allt var í himna- lagi hjá ökumanninum á myndinni og hélt hann för sinni áfram eftir spjall við lögreglu. Morgunblaðið/Júlíus Umferðareftirliti beint gegn ölvunarakstri Frumvarp sjávarútvegsráðherra um línuívilnun og byggðakvóta hefur mætt harðri andstöðu útvegsmanna. Smábáta- sjómenn hafa hins vegar lýst yfir ánægju með innihald frumvarpsins. INFLÚENSAN sem stakk sér nið- ur hérlendis í haust er nú afstaðin, en í Noregi geisar hún og leggur hvern Norðmannin á fætur öðrum í rúmið. Haraldur Briem, sóttvarnar- læknir hjá Landlækni, segir flens- una á Íslandi hafa komið snemma og gengið yfir í lok september og októ- ber. Fólk hafi brugðist skjótt við og farið í bólusetningu af svo miklum móð að ársbirgðir af bóluefni klár- uðust að mestu á skömmum tíma, sem hafi verið hið besta mál út af fyr- ir sig. „Við vonum því að við séum þokkalega varin,“ segir Haraldur. Lungnabólgutilvik virðast þá inn- an allra eðlilegra marka um þessar mundir, að sögn hans. Inflúensan afstaðin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.