Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 15
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2003 15 RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is GSM VERSLUN • VERKSTÆ‹I Radíófljónusta Sigga Har›ar Handfrjáls búna›ur Miki› úrval Vertu me› bá›ar hendur á st‡ri w w w .d es ig n. is © 20 03 Spurning: Ég er með spurningu um Magnyl 150 mg (barnamagnyl). Hér er fólki í vissum tilvikum ráð- lagt að taka 150 mg á dag. En í Danmörku þar sem ég þekki til er ráðlagt 75 mg á dag. Er það nægj- anlegt? Svar: Virka efnið í Magnýltöflum heitir acetýlsal- isýlsýra sem gengur einnig undir nafninu aspirín. Þekkt hefur verið í margar aldir að börkur sumra víðitegunda inniheldur efni sem lækka sótthita og deyfa sársauka. Á 19. öld fundu menn að víðibörkur inniheldur efnið salisín sem breytist í líkamanum í salisýlat eða salisýlsýru. Á síðari hluta 19. aldar bjuggu efna- fræðingar hjá Bayer lyfjaverksmiðjunum til af- brigði af þessu efni sem er acetýlsalisýlsýra og var hún sett á markað árið 1899 undir sérheitinu Aspir- in. Vegna þess hve orðið acetýlsalisýlsýra er stirt hefur skapast nokkur hefð fyrir því að nota orðið aspirín í staðinn. Lyf sem innihalda virka efnið aspirín hafa verið hér á markaði undir heitunum Magnýl, Globentyl og Aspirin. Upphaflega var aspirín notað sem verkjalyf og til að lækka sótthita og voru þá gefin 500–1000 mg í senn handa full- orðnum (1–2 venjulegar Magnýltöflur). Fljótlega var farið að nota aspirín sem bólgueyðandi lyf, við gigt og fleiri bólgusjúkdómum, og þá þurfti að gefa fullorðnum a.m.k. 3–5 g á dag (3–5.000 mg). Langt fram eftir 20. öldinni var aspirín mest notaða lyfið við verkjum, sótthita og liðagigt. Á sjöunda og átt- unda áratugnum fóru að koma á markað önnur lyf sem smám saman tóku við af aspiríni sem lyf við verkjum og gigt. Vegna hættulegra aukaverkana (Reyes heilkenni) hjá börnum og unglingum var notkun lyfja við verkjum og sótthita í þessum ald- ursflokki beint frá aspiríni og yfir á önnur lyf, eink- um parasetamól (t.d. sérlyf eins og Panodil og Paratabs) sem er verkjastillandi og hitalækkandi en ekki bólgueyðandi. Segja má að aspirín sé á vissan hátt orðið úrelt lyf við verkjum, sótthita og gigt vegna þess að lyf eins og íbúprófen og díklófenak hafa a.m.k. jafngóða verkun en talsvert minna af aukaverkunum. Aukaverkanir aspiríns hafa alltaf hamlað notkun þess nokkuð og má þar helst nefna ertingu og sár í meltingarvegi, blæðingar, astma og í stórum skömmtum eyrnasuð. Fyrir 2–3 áratugum fóru menn að fikra sig áfram með alveg nýja notk- un lyfsins, þ.e. til segavarna (blóðþynningar). Fljót- lega kom í ljós að aspirín,í skömmtum sem voru einungis 150–300 mg á dag (ein venjuleg Magnýl- tafla er 500 mg), var gagnlegt sem segavarnalyf, gat dregið úr veikindum og fækkað dauðsföllum í sjúkdómum þar sem blóðtappi kemur við sögu. Hér er um að ræða sjúkdóma eins og kransæðastíflu, blóðtappa í heila og ýmsa fleiri. Á sama tíma og notkun aspiríns handa börnum og unglingum minnkaði verulega og notkun lyfsins sem verkja- og gigtarlyfs dvínaði, fór notkun þess sem sega- varna- eða blóðþynningarlyfs hratt vaxandi. Flest bendir til að aspirín sé mest notaða lyf 20. ald- arinnar. Núna er staðan sú að lyfið er sáralítið not- að við gigt, það er enn dálítið notað við verkjum og sótthita en notkun þess til segavarna er orðin veru- leg. Sem segavarnalyf verkar aspirín á blóðflög- urnar, hindrar kekkjun þeirra og viðloðun við æða- veggi og hamlar þannig gegn blóðstorknun og blóðtappamyndun. Þessi verkun fæst við litla skammta og stendur í 1–2 sólarhringa. Prófaðir hafa verið misstórir skammtar og svo virðist sem flestir fái hæfilega mikla verkun við dagskammta sem eru 75–150 mg. Við langtímanotkun duga 75 mg á dag sennilega flestum en stundum þarf að nota stærri skammta tímabundið. Ástæða er til að halda skömmtum í lágmarki því að margir finna fyrir aukaverkunum jafnvel á skömmtum sem eru einungis 75–150 mg á dag Magnyl og blóðtappi?  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Heilsa. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hotmail.com. Núna er stað- an sú að lyfið er sáralítið notað við gigt  MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Háskólanám á Svalbarðahlýtur að vera heillandifyrir jarðfræðinema þarsem hægt er að skoða alla jarðsöguna á þessari eyju á Norðurslóðum. Vaka Antonsdóttir bjó á Svalbarða í eitt ár og lærði þar jarðfræði. Hún fór á vegum Nord- plus, menntaáætlunar norrænu ráð- herranefndarinnar, en ný mennta- áætlun tekur gildi um næstu áramót. Vaka segist hafa fengið aukna dýpt í námið sitt með Svalbarðadvölinni þar sem hún var skiptinemi skólaárið 2002–2003. „Ég fór sem skiptinemi af því að mér finnst sniðugt að fara og sjá eitthvað annað en það sem maður lærir heima. Mér fannst mikilvægt að fá nýjan vinkil á námið sem var mjög gott og áhugavert. Burtséð frá nám- inu er náttúran þarna alveg einstök,“ segir Vaka sem hefur áhuga á útivist. Fjórir norskir háskólar halda úti há- skólanámi á Svalbarða. Þetta eru há- skólarnir í Bergen, Þrándheimi, Ósló og Tromsö og Vaka var skráð í síðast- nefnda háskólann. Verið er að stækka háskólann á svæðinu og koma upp nokkurs konar vísindagarði. Námið er al- þjóðlegt og fór fram á ensku en kennarar og nemendur koma alls staðar að. Vaka hefur ekki tekið ákvörðun um framhalds- nám en býst við að fara jafnvel til Noregs á næsta ári. 1.600 manna samfélag Hún segir að lífið á Svalbarða snú- ist mikið til um útivist og náttúru sem er einstök. Staðurinn er núorðið vin- sæll áfangastaður ferðamanna og hluti af atvinnulífinu snýst um það. 1.600 manns búa í Longyearbyen sem er stærsti þéttbýlisstaðurinn á Svalbarða. Margir hafa atvinnu af kolanámum, þá er það vís- indasamfélagið og svo ferðamannaiðnaður en tvö hótel eru á staðnum. Þar að auki fimm krár, útivist- arbúðir, barnaskóli o.fl. Vaka fór út á lokaárinu sínu en þurfti að klára nokkrar einingar í við- bót á yfirstandandi haustmisseri og útskrifast svo með B.Sc.-gráðu frá Háskóla Íslands í febrúar nk. Sval- barðaferðin kom þannig til að Vaka frétti af annarri stelpu sem hafði farið á undan henni og leist sjálfri vel á að halda til Svalbarða sem skiptinemi. Á Svalbarða byrjar að dimma um miðjan september, í lok október er orðið alveg dimmt og myrkrið er við- varandi í fjóra mánuði. Sólin sést í fyrsta skipti í bænum 8. mars. „Tíma- bilið frá miðjum janúar og þar til sól- in kemur upp er alveg magnað. Mað- ur hefur alltaf aðgang að náttúrunni og finnur virkilega fyrir náttúruöfl- unum. Stúdentagarðurinn er stað- settur á milli tveggja jökla og fyrir fólk sem hefur áhuga á útivist, skíð- um og snjóbrettum er þetta paradís. Líf flestra námsmanna snýst að miklu leyti um námið og útivist. Það er náttúrulega töluverð einangrun þarna með hafís á veturna og fá- menni.“ Vaka kynntist samfélaginu á Sval- barða nokkuð vel og sat m.a. sem full- tsrúi námsmanna í nefnd sem sá um að skipuleggja sólaruppkomuhátíð, vikuhátíð í tengslum við að sólin fari aftur að skína í bænum. „Þá kynntist ég fólki utan háskólasamfélagsins og það var mjög skemmtilegt. Allir þekkja alla og þetta er þægilegt sam- félag. Svo kynntist ég samnemendum mínum mjög vel.“ Upplifun að skoða jarðsöguna Mikil áhersla er lögð á ýmiss konar útivinnu í náminu. „Þegar ég var ný- komin fór ég í tólf daga að sigla á bát upp með allri vesturströnd Sval- barða. Jarðlög á Svalbarða eru mjög gömul og spanna þau eiginlega alla jarðsöguna. Það er mjög ólíkt Íslandi sem er jarðfræðilega ungt.“ Hún segir að allt hafi gengið eins og smurt þegar kom að því að sækja um skólavist og Nordplus-styrk fyrir Svalbarðadvölina. „Nordplus- áætlunin gerir hlutina aðgengilega og er mjög sniðug. Ég hefði reyndar getað sótt um á eigin vegum. Ég myndi ekki geta hugsað mér að búa þarna í mörg ár þótt ég sé heilluð af þessari hráu náttúru og fallegu lands- lagi,“ segir Vaka að lokum.  MENNTUN Ljósmynd/Vaka Antonsdóttir Vaka Antonsdóttir jarðfræðinemi. TENGLAR .............................................. www.ask.hi.is steingerdur@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Blár ís: Ferðalög voru algeng í náminu og þarna er samnemandi. Skiptinemi á Svalbarða Síðumúla 34 - sími 568 6076 Gömul dönsk postulínsstell

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.