Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 16
LISTIR 16 MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Borðalmanök Múlalundar er lausnin fyrir þá sem vilja hafa góða yfirsýn yfir verkefni mánaðarins. Þau fást í helstu ritfangaverslunum landsins og söludeild Múlalundar. Borðmottan undir almanakið myndar ramma og gefur fínleikann. Við hjá Múlalundi getum merkt borðmottuna heiti fyrirtækis eða nafni einstaklings. Alla daga við hendina! RÖÐ OG REGLA Vinnustofa SÍBS Sími: 562 8500 Símbréf: 552 8819 Veffang: www.mulalundur.is BANDARÍKJAMAÐURINN Billy Saunders, sem er fyrrverandi fangi, sýnir hér verk sitt, Trúblindni, í Þjóðlistaklúbbnum í New York en þar stendur nú yfir sýning á myndverkum eftir fanga í meira en tuttugu bandarískum fangelsum. Verkið er unnið með tann- kremi, klósettpappír og vatnslitum. Saunders er nú frjáls maður en hann sat inn í hálfan annan áratug fyrir að halda fjórtán manns í gíslingu í skrifstofuhúsnæði, þar sem eiginkona hans vann. Við gíslatökuna studdist hann við leikfangabyssu. Reuters Listfengir fangar JÚ, ÞÆR eru komnar í fjórða sinn til íslenskra lesenda á unglings- aldri, vinkonurnar bresku Ellie, Magda og Nadine. Í hin þrjú skiptin sem þær komu á bók voru þær í strákaleit, stressi og stuði, en nú eru þær í sárum. Hér gerir drama- tíkin heldur betur vart við sig og tárin leita oft fram í augnkrókana. Sárunum veldur ýmislegt sem mið- ur fer, heimilislífið er ekki alltaf eft- ir pöntun, spegilmyndin er ekki í samræmi við helstu óskir og kær- astar og vinkonur eru til vandræða; svíkja, stela hugmyndum og eru jafnvel andstyggileg. En svo er líka grátið þegar gleðin er við völd, draumar rætast og þegar allt fer á besta veg. Semsagt mikið tilfinn- ingaflóð sem margir unglingar kannast við, svo undirlagðir af hormónum sem þeir eru og þar af leiðandi mikið um stórar sveiflur í sálinni. Reyndar er þessi bók að mestu saga Elliar og segir frá samskiptum hennar við vinkonur, kærasta og fjölskyldu. Ellie er sú sem segir frá í fyrstu persónu og við fáum að gægjast inn í sálarlíf hennar. Hinar stelpurnar tvær, Mögdu og Nadine, sjáum við fyrst og fremst með aug- um Elliar og fyrir vikið lifna persón- ur þeirra ekki almennilega við, þær eru í raun aðeins dregnar fáum dráttum og þá eingöngu út frá sjón- arhóli Elliar. Sama er að segja um fjölskyldu hennar, persónusköpunin þar ristir grunnt og ég áttaði mig til dæmis aldrei almennilega á því á hvaða aldri litli bróðir hennar væri. Þær Ellie, Magda og Nadine eru hinar ágætustu fjórtán ára stelpur en frekar þótti mér leiðigjarnt hversu uppteknar þær voru af því hvernig strákar horfðu á þær og hvort þeir reyndu við þær eður ei. Mest öll þeirra vellíðan og sálarheill virtist undir hinu kyninu komin. Vissulega snýst allt meira og minn um hitt kynið á þessum aldri (nema fyrir þá sem eru samkynhneigðir) en margur unglingurinn er kraft- mikill og upptekinn af ýmsu öðru. Þessar vinkonur hafa að mínu viti allt of dapra sjálfsmynd og eru óþol- andi uppteknar af því hvort þær séu of feitar eða ekki. Þær eru frekar framtaks- og frumkvæðislausar, nema þegar kemur að því að stelast til að hitta einhvern bláókunnugan karlmann af Netinu eða detta ær- lega í það. Ellie hefur vissulega hæfileika og metnað á myndlistar- sviðinu, en það þarf ósköp lítið til að hún missi trú á sjálfri sér. Það vant- ar dug og kraft í þessar stelpur, þær skortir Línu langsokk-genið, sem gerir stelpur sjálfstæðar og lætur þær standa með sérviskunni í sér. Ekki veit ég hversu hollt er fyrir ungar stúlkur (sem væntanlega eru lesendur þessarar bókar) að spegla sig í þessum fyrirmyndum. Döpur sjálfsmynd og fitukomplexar eru tæplega það sem þær þurfa á að halda. Ég veit um tvær stelpur sem fóru í stífa megrun eftir að hafa les- ið eina af fyrri bókunum um þessar þrjár vinkonur. Það segir allt sem segja þarf um áhrif sem bækur hafa á ómótað ungt fólk og hversu miklu máli skiptir hverslags bókmenntir þeim er boðið upp á. Og tæplega er sú hegðun Elliar og Mögdu til eft- irbreytni að drekka sig blindfullar af vodka í samkvæmi þar sem hass- reykingar virðast hversdagslegar (þótt þær sleppi því sjálfar). Og svo er greinilega æðislegast hjá þeim (sem eru aðeins fjórtán ára) að vera með eldri strákum. Einhver gæti sagt sem svo að þetta sé sá raun- veruleiki sem margir unglingar kannist við og að þeir kæri sig ekk- ert um að lesa um fullkomið fólk. En hafa ber í huga að krakkar og ung- lingar lesa gjarnan „upp fyrir sig“ og því er líklegast að stelpur sem eru þó nokkuð yngri en fjórtán ára, lesi þessar bækur. Vissulega læra vinkonurnar þrjár af mistökum sínum og höfundur reynir að koma því til skila að ekki sé æskilegt að drekka sterk vín eða fara á stefnumót við ókunnuga net- félaga. Og bókin er ekki alslæm, það eru ágætir sprettir á köflum og höf- undur á gott með að skrifa samtöl, enda taka þau mikið pláss í bókinni. En það hefði mátt draga úr vælu- kjóatóninum en gera meira af því að beita skopi. Unga fólkið á skilið meira kjöt utan á beinunum. Grenjað í koddann BÆKUR Unglingar Jacqueline Wilson. Þóra Sigríður Ingólfs- dóttir þýddi. JPV–útgáfa 2003, 173 bls. STELPUR Í SÁRUM Kristín Heiða Kristinsdóttir Snerting, jóga og slökun nefnist handbók fyrir leik- og grunnskólakenn- ara. Höfundar eru Elín Jónasdóttir og Sigurlaug Einarsdóttir. Teikningar eru eftir Ragnar Brynjúlfsson. Bókin er hugsuð sem tækifæri til að nota snertingu, jóga- og slökunaræfingar á markvissan hátt í skólastarfi. Með því má stuðla að vellíðan barna og frið- sæld og ró í umhverfi þeirra. Bókin er aðallega ætluð kennurum yngri barna en kennarar eldri barna geta nýtt sér hugmyndir úr henni, svo og foreldrar og aðrir uppalendur. Útgefandi er Námsgagnastofnun. Bókin er 48 bls., prentuð í Gutenberg. Bókin er m.a. til sölu hjá Skólavöru- búðinni, Smiðjuvegi 5 Kópavogi. Jóga fyrir börn ÅSNE Seierstad, norski stríðs- fréttaritarinn og rithöfundur- inn, er komin til Íslands í stutta heimsókn og verður sérstakur gestur á Pressukvöldi Blaða- mannafélags Íslands í Norræna húsinu kl. 20 í kvöld, mánudags- kvöld. Enn- fremur verður hún sérstakur gestur á fundi Uni- fem um Konur í stríði og friði annaðkvöld kl. 20 í Iðnó. Åsne Seierstad hefur sagt fréttir af stríðsvettvangi frá Kosovostríðinu, Afganistan og nú síðast í Bagdad, þar sem hún var eini fréttamaðurinn sem var í borginni frá upphafi stríðsins allt til loka þess. Þar var Åsne fréttamaður norrænna blaða og sjónvarpsstöðva í Bagdad og vöktu pistlar hennar frá stríðs- átökunum mikla athygli. Åsne hefur hlotið margvísleg verð- laun og viðurkenningar fyrir bæði blaðamennsku sína og bækur. Åsne Seierstad hefur skrifað bókina Bóksalinn í Kabúl, sem er nýkomin út á íslensku, og hefur vakið heimsathygli og hvarvetna orðið mikil metsölu- bók. Nýlega kom svo út á Norð- urlöndum bók hennar um Íraksstríðið, 101 dagur í Bagd- ad, sem fengið hefur góðar mót- tökur. Báðir fundirnir eru öllum opnir. Åsne Seierstad á Pressu- kvöldi Åsne Seierstad Segulguðinn er eftir Bjarna Þór Þor- valdsson, B. Thor. Bókin er skáld- saga byggð á framtíðarsýn höfundar. Þetta er önnur bók B. Thor og er eins og hin fyrri byggð á sjúkrasögu hans sem geðfatlaðs öryrkja. „Skáldsaga mín er smá tilraun af minni hálfu til að brjóta upp formið. Skáldsögu mína kalla ég villibráð í pízzuflóði eða hamborgarahryggjar þar sem lesandinn verður að hafa fyrir því að skilja söguna mína. Hún er ekki heimsend pízza og kók, þarna hefur hann hráefni til að skapa þann rétt sem hann sjálfur er maður til að gera. Hún er ekki prófarkalesin og er það einn liður í að fara nýjar brautir og gefa lesandanum tækifæri að leið- rétta sjálfur og kannski að staldra að- eins við og hugsa málið og skapa þann stíl í söguna sem honum finnst hún verðskulda,“ segir B. Thor um bók sína. Bókina gefur höfundur út. Hún er 107 bls., prentuð í Viðey. Bókin fæst í verslunum Hagkaups. Skáldsaga Ígull nefnist ljóða- bók Kristians Guttesen. Fyrri bækur höfundar eru Afturgöngur 1995, Annó - úrval 1999 og Skugga- ljóð 1998, 2003. „Ígull markar tals- verð umskipti í ljóðagerð Kristians og kveður hér við frumlegan og þýðan tón,“ segir í frétt frá útgefanda. Útgefandi er Deus. Bókin er 64 bls. Verð: 2.595 kr. Ljóð Fötlunarfræði: Nýjar íslenskar rannsóknir er fyrsta ritið hér á landi um hina nýju fræðigrein fötl- unarfræði. Bókin er gefin út í tilefni Evrópuárs fatlaðs fólks 2003. Mark- mið bókarinnar er að kynna fötl- unarfræði sem nýja fræðigrein. Jafn- framt er hér um að ræða fyrsta ritsafn íslenskra rannsókna um líf og að- stæður fatlaðs fólks í íslenskum sam- tíma. Tíu íslenskir fræðimenn leggja til efni í bókina. Viðfangsefnin eru fjöl- breytt og brugðið er upp myndum af ólíkum sviðum og aðstæðum fatlaðs fólks frá bernsku til fullorðinsára, fjöl- skyldum þeirra og kerfinu sem ætlað er að veita því þjónustu. Fötlunarfræði er ung fræðigrein sem vaxið hefur hratt á undanförnum árum. Fræðileg þróun á þessu sviði endurspeglar vaxandi áhuga á fötlun sem samfélagslegu fyrirbæri og mik- ilvægum þætti í lífi okkar allra. Bókin er unnin af fræðimönnum við Háskóla Íslands, Háskólann á Ak- ureyri og Kennaraháskóla Íslands. Einnig hafa samtök fatlaðra, Ör- yrkjabandalag Íslands og Lands- samtökin Þroskahjálp verið sam- starfsaðilar. Ritstjóri er Rannveig Traustadóttir, dósent við fé- lagsvísindadeild Háskóla Íslands. Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bók- in er 231 bls., kilja. Verð: 3.490 kr. Rannsóknir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.