Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 18
LISTIR 18 MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BIRGIR Rafn Friðriksson myndlistarmaður, eða Biurf eins og hann kallar sig, stendur í ströngu þessa dagana. Í síðustu viku opnaði hann tvær sýningar og þá þriðju opnar hann svo í glænýju eigin galleríi í Kópavogi, Teits galleríi, næstkomandi föstudag. Sýningin Dagbók 05.10.– 11.11. 2001 var opnuð í öðru nýju galleríi í Húsi Silla og Valda, Aðalstræti 10, fyrir réttri viku. Sýn- ingin inniheldur 75 pastel- málverk og krítarteikn- ingar og stendur til 8. janúar. Þessi sýning er dagbók Birgis Rafns, þess tíma er ofan getur en þá var Birgir á ferðlagi á Spáni og Ítalíu. Dagbókin er skráð í myndletri og myndirnar unnar á tilheyrandi gististað það og það skiptið, er heim var komið eftir upplifun dagsins. Myndirnar eru því byggðar á upplif- unum og þeim áhrifum (hugmyndafræðileg- um, lit- eða formrænum) og um leið tilraun til að athuga hvernig framandi umhverfi skilar sér skynrænt á manneskju. „Öll dagbókin er sýnd, engin ritskoðun og er hún í röð, 75 pastelmálverk og krítarteikn- ingar, lesin frá vinstri til hægri þrátt fyrir númerabrengl. Þetta er sölu- sýning og verður þetta því í fyrsta og eina skiptið sem þessi sýning verður í heild,“ segir listamaðurinn. 52 í stokknum Birgir Rafn opnaði sýninguna 52 í stokknum á Kaffi Karólínu á Ak- ureyri sl. laugardag. Þar sýnir hann 52 málverk og teikningar unnar í ýmsa miðla. Sýningin stendur fram í byrjun janúar 2004. „Spil eru óneitanlega tákn fyrir leik og skemmtun. En spil eru gott meira en það. Spil eru í eðli sínu sam- einingartákn, eins og svo margir aðrir leikir. Spil, rjúfa alla menning- ar-, trúar- og aldursmúra, gera eng- an greinarmun á kyni, hæð, þyngd eða annarri gerð. Með öðrum orðum sameina mannkynið í leik,“ segir Birgir Rafn. „Þessi sýning kom til vegna vanga- velta minna um sundurleitan heim og hvaða öfl það séu að verki sem þó haldi okkur sam- an sem „heimsþjóð“. Hvað það er sem er beint fyrir framan nefið á okkur en við sjáum ekki þegar við ætlum okkur leita langt yfir skammt og trúum ekki að lausnir kunni að vera nærri okkur. Spil-leikir. Þannig má segja að þessi sýning sé leikur sem ég vonast eftir að áhorfandinn taki þátt í á sínum for- sendum en þó til að rjúfa múra.“ Skáldlegar landslagsmyndir Birgir Rafn opnar síðan nýtt gallerí kl. 17 á föstudag í verslunarmiðstöðinni Engihjalla 8 í Kópavogi. Galleríið heitir Teits gallerí og er yfirlýst stefna gallerísins að sýna framsækin tvívíð verk, málverk, teikningar, grafík ljós- myndir o.s.frv., með áherslu á málverk. Sýn- ing Birgis Rafns nefnist Skáldlegar lands- lagsmyndir og stendur sýningin til 8. janúar. „Þetta eru myndir unnar í þurrpastel á pappír. Landslagið er skáldskapur en litirnir og birtan íslensk. Undir hverri mynd er til- vitnun í íslensk ritverk íslenskra rithöfunda. Íslenskt landslag í texta og mynd, íslensk skynjun á landi og þjóð, íslenskur skáld- skapur í myndrænum texta, íslensk ímyndun byggð á aldagamalli upplifun og reynslu. Verkin eru hönnuð með það í huga að njóta úr fjarlægð eins og maður nýtur náttúrulegs landslags,“ segir Birgir Rafn. Teits gallerí er opið aðrahverja viku þriðjudaga–föstudaga kl. 14–18 en hina þriðjudaga–föstudaga kl. 18–20. Sýningin í Húsi Silla og Valda er opin alla virka daga frá kl. 08–01 og um helgar frá kl. 10–03. Sýningin á Akureyri er opin alla virka daga frá kl. 11–01 og um helgar frá kl. 14–03. Birgir Rafn Friðriksson myndlistarmaður heldur þrjár einkasýningar í desember Dagbók, spil og skáldlegt landslag Birgir Rafn Friðriksson Ein af skáldlegum landslagsmyndum Birgis Rafns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.