Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 28
MINNINGAR 28 MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7 Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, RAGNAR LEIFSSON, Lindarbraut 7, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 8. desember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Jóhanna Felixdóttir, Bryndís Ragnarsdóttir, Sigurþór Leifsson, Felix Ragnarsson, Beata Tarasiuk, Alexander Áki, Hlynur Þór og Ragnar Smári. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, GYÐA ÞÓRDÍS JÓNSDÓTTIR, Ásholti 18, Reykjavík, sem andaðist í Orlando, Flórída, laugardaginn 29. nóvember sl., verður jarðsett frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 10. desember nk. kl. 13.30. Ragnar Bergsveinsson, Margrét Ragnarsdóttir, Magnús Steinþórsson, Jón Ágúst Ragnarsson. Konan mín, JAKOBÍNA INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR, Hraunvangi 1, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítala Landakoti föstudaginn 28. nóvember. Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum sýndan hlýhug. Högni Sigurðsson og aðstandendur. ✝ Þorlákur Run-ólfsson fæddist á Vesturgötu 44 í Reykjavík 2. mars 1929. Hann lést í Landspítalanum, Fossvogi 29. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Runólfur Þorláks- son, f. í Reykjavík 4. mars 1886, d. 21. nóvember 1954, og Agnes Konráðsdótt- ir, f. í Stykkishólmi 21. janúar 1899, d. 3. nóvember 1977. Systir Þorláks er Ólöf, f. 14. mars 1931. 15. apríl 1950 kvæntist Þorlákur Magneu Ólöfu Finnbogadóttur, f. á Ketilvöllum í Laugardal 24. mars 1929. Foreldrar hennar voru Finn- bogi Árnason og Sigríður Ólafs- dóttir. Þorlákur og Magnea eign- uðust fjögur börn, þau eru: 1) Runólfur, f. 24. september 1950, kvæntur Önnu Grímsdóttur, f. 24. júní 1951. Synir þeirra eru: a) Þor- Baldvinssyni, f. 12. febrúar 1968, börn þeirra eru: Guðjón Birkir, f. 18. september 1995, og Dagný, f. 28. mars 2003. 3) Finnbogi, f. 1. febrúar 1957, maki Ingibjörg Sig- ursteinsdóttir, f. 1. júlí 1959. Fyrri kona Finnboga var Anna Freyja Jóhannsdóttir, börn þeirra eru: a) Jóhann, f. 15. júní 1978, sambýlis- kona Sigríður Jóna Ingólfsdóttir, f. 19. apríl 1982, dóttir þeirra er Aldís María, f. 11. maí 2001, b) Björn, f. 6. maí 1980, c) Magnea Ólöf, f. 12. júlí 1985, og d) Agnes Sigríður, f. 23. febrúar 1988. 4) Agnar, f. 12. mars 1960, maki Kristín Rut Jónsdóttir, f. 6. febr- úar 1963, börn þeirra eru: a) Pétur Óli, f. 2. október 1988, móðir hans er Sigríður Garðarsdóttir, b) Agn- ar, f. 25. maí 1992, og c) Dagmar, f. 20. apríl 1996. Magnea og Þorlákur bjuggu all- an sinn búskap í Reykjavík og síð- astliðin 50 ár í Langagerði 50. Þor- lákur starfaði fyrri hluta starfsævi sinnar við vörubílaakstur og rak eigin bifreið en um 35 ára skeið var Þorlákur í Lögreglunni í Reykjavík, fyrst sem lögreglumað- ur en síðan sem lögregluvarð- stjóri. Útför Þorláks fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. lákur, f. 24. mars 1973, sambýliskona Valdís Arnardóttir, f. 13. apríl 1972, sonur þeirra er Runólfur, f. 16. janúar 2002. b) Daði, f. 1. júní 1979. 2) Sigríður, f. 24. apríl 1952, gift Guðjóni M. Jónssyni, f. 2. nóvem- ber 1951, börn þeirra eru: a) Magnea Ólöf, f. 21. janúar 1972, gift Halldóri K. Björns- syni, f. 28. febrúar 1972, börn þeirra eru Arnór Daði, f. 11. apr- íl 1998, Thelma Karen, f. 23. júlí 2001, og Kjartan Kári, f. 2. júlí 2003. b) Arndís, f. 13. febrúar 1975, sambýlismaður Magnús Örn Guðmarsson, f. 13. júní 1968, dótt- ir þeirra er Katla Sigríður, f. 3. júlí 1999. c) Jón Þór, f. 13. desember 1976, sambýliskona Eva Björg Torfadóttir, f. 23. ágúst 1977, dótt- ir þeirra er Katrín Eyja, f. 18. júní 2002. Fyrir átti Guðjón dótturina Hrönn, f. 17. apríl 1970, gift Birni Jæja elsku pabbi, þá ert þú farinn frá okkur af jörðinni, en ég veit að þú verður engillinn sem passar mömmu og okkur sem eftir erum hérna. Mamma er búin að vera voðalega dugleg, en þessir 13 dagar sem þú varst búin að vera á spítalanum voru þér og okkur mjög erfiðir. Ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér þegar þú komst yfir móðuna miklu, allir ættingar og vinir umfaðmað þig, við pössum mömmu en þú hafðir áhyggur að fara frá henni, en mamma er svo dugleg og það eru margir sem passa hana. Þær eru margar minningarnar sem hrannast upp, en ég var alltaf mikil pabbastelpa og er mér sagt að ég hafi alltað kallað á þig ef eitthvað var og sagt, ég er lík pabba mínum, ef einhver sagði eitthvað annað, vildi líkjast þér á allan hátt og engum öðr- um. Þú hefur alltaf átt stað í hjarta mínu og munt alltaf eiga hann. Ég trúi ekki að þú sért farinn frá okkur og finnst að þú eigir að koma labb- andi inn í Langagerði. Þú varst alltaf svo góður og já- kvæður, sást alltaf það besta í öllum og vildir allt fyrir alla gera, varst mjög góður maður og reyndist okkur fjölskyldunni vel alla tíð. Þú varst ríkur, áttir 4 börn, 12 barnabörn og 7 langafabörn, sem öll voru alltaf ánægð að hitta afa og langafa. Þú varst farsæll í starfi og allir töluðu vel um þig. Þú hafðir gaman að því að fara í bíltúr, einn rúnt niður á höfn og í gegnum vesturbæinn, en þar varst þú fæddur og ólst þar upp og heillaði sá staður þig alltaf, talaðir um hann með lotningu, þar sem þú eyddir þínum bernskusporum og átt- um við margan hringinn um þessar slóðir. Svona er lífið, eitt að því sem við fáum í vöggugjöf, er að við deyjum. Kveð þig að sinni, elsku pabbi, Guð geymi þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín pabbastelpa Sigríður. Tengdafaðir minn, Þorlákur Run- ólfsson, er látinn eftir tæplega hálfs mánaðar sjúkrahússlegu. Hann gekk ekki heill til skógar síðustu árin en að endalokin væru svona skammt undan varð ekki séð fyrr en örfáum dögum áður en hann lést. Kynni okkar hófust um 1970 þegar ég sem 19 ára unglingur kom í Langagerði 50 með Runólfi, elsta syni þeirra hjóna, í fyrsta sinn. Feimnin, sem ætlaði hreint að gera útaf við mig, bráði þó fljótt af mér þegar ég hitti þessa brosmildu, hressu fjölskyldu sem ég síðan hef verið hluti af. Þorlákur var einstaklega ljúfur maður og átti gott með að umgang- ast fólk. Hann starfaði mestan hluta starfsævinnar, eða 35 ár, í lögregl- unni, lengst af sem varðstjóri. Oftar en ekki var honum treyst til að sinna erfiðum málum þar sem málamiðl- anir dugðu betur en líkamlegir kraft- ar. Hann þekkti fjölda fólks gegnum starfið og hvar sem hann fór var hon- um heilsað á báða bóga af samborg- urunum og ekki síst af þeim sem gist höfðu á Hverfisgötunni nótt og nótt. Þeir heilsuðu „Láka löggu“ með virðingu og hann spurði á móti hvort ekki væri allt gott að frétta í dag eða eitthvað annað í þeim dúr. Hann var glöggur á hið broslega í fari fólks, léttur í máli og glettinn, en laus við rætni og hnútukast. Oft er búið að vera kátt á hjalla í návist hans gegnum tíðina. Hann hafði gaman af að segja sögur af brosleg- um atburðum úr daglega lífinu og nú í seinni tíð rifjaði hann oft upp minn- ingabrot frá bernsku- og æskuárun- um, til dæmis minningar frá því þeg- ar hann var lítill drengur að alast upp í vesturbænum á kreppuárun- um. Hann var alinn upp af mjög trú- aðri fjölskyldu og starfaði með KFUM áður fyrr. Traust hans á æðri máttarvöld og styrkur í bæn- inni kom þó best í ljós nú síðustu árin þegar heilsan fór að bila. Eitt af því sem einkenndi Láka var hvað hann var passasamur með að skulda engum neitt, allir reikningar voru greiddir og ekki tekin nein lán. Það brást aldrei að farið væri í bank- ann á fyrsta virka degi mánaðarins, mætt vel fyrir tímann áður en opnað var og eitt er víst að reikningarnir voru greiddir og stimplaðir á réttum tíma. Þetta var eitthvað sem börnin og barnabörnin kímdu yfir í laumi en auðvitað mátti hann muna tímana tvenna og hann ólst upp við það hug- arfar að best væri að skulda engum neitt. Hann var mikill fjölskyldu- maður, barnabörnin hændust að honum, hans létta lundarfari og húmor til að snúa hlutunum upp í smá grín. Magnea hefur reynst manni sínum frábær lífsförunautur og síðustu árin þurfti tengdafaðir minn mjög á ást- ríki og umhyggju konu sinnar að halda, er heilsa hans þvarr. Hann kunni líka vel að meta hana og oft er- um við búin að heyra setningu eins og: „Ég veit nú bara ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki hana Möggu mína.“ Ég á eftir að geyma í hjarta mínu ljúfsára minningu af sambandi þeirra hjóna nú allra síðustu dagana þegar hún sat við rúmið hans á sjúkrastofunni. Þau héldust í hend- ur, hann horfði lengi á hana og sagði svo: „Þú ert svo falleg Magga mín.“ Og víst var að þau voru það bæði þegar ljóst varð að kveðjustundin eftir 55 ára samveru yrði ekki umflú- in. Kæra tengdamóðir. Ég veit að dagarnir framundan verða erfiðir og söknuðurinn sár, en vonandi heldur þú góðri heilsu og starfskröftum áfram og getur notið lífsins með fjöl- skyldu og vinum, fullviss þess að á þínum efsta degi mun ástvinur þinn taka á móti þér með blik í augum. Samúðarkveðjur til ykkar allra. Blessuð sé minning Þorláks Runólfs- sonar, hans orðstír og mannkostir munu geymast hjá okkur, þótt hann hafi nú lagt upp í þá langferð sem bíður allra fyrr eða síðar. Anna Grímsdóttir. Nú er hann elsku afi minn dáinn. Það er erfitt að missa einhvern sem að maður elskar svona mikið. Ég er svo heppin að hafa átt hann afa minn í tæp 32 ár og þær eru nú ansi marg- ar og góðar minningarnar sem að ég á um hann. Alltaf gaf hann sér tíma til að spjalla við mann um daginn og veginn eða þá að spila, honum fannst það nú ekki leiðinlegt. Það var bara verst hvað hann svindlaði mikið í spilunum. Það var svolítill púki í hon- um. Þegar ég var lítil og heyrði í sír- enum þá sagði ég alltaf: „Nú eru læti í honum afa mínum.“ Það var nú ekk- ert smá sport að fá að fara með hon- um í löggubílnum og sérstaklega ef hann setti sírenurnar á fyrir mann. Ég hef alltaf verið mikil afa og ömmu stelpa. Ég hef verið með annan fót- inn í Langó frá fyrstu tíð. Við bjugg- um nú þar fyrsta árið mitt og hef ég svo oft verið þar hjá afa og ömmu. Það var alltaf skemmtilegt að vakna á morgnana þegar að afi hafði verið á næturvakt. Þá beið mín alltaf brúnn bréfpoki, þó nokkuð stór, fullur af „gotteríi“. Hann sagði alltaf að það væru launin mín fyrir að passa ömmu fyrir hann. „Elsku afi minn, ég skal passa hana áfram.“ Það er mér mikils virði að hann skyldi hafa lifað það að vera vitni að mestu merkisviðburðunum í mínu lífi. Kynnst börnunum mínum þremur og verið við giftingu mína og Dóra. Hann var alltaf svo montinn af Möggunum sínum. Hann afi minn bar sig alltaf svo vel og var svo tign- arlegur maður. Við systurnar vorum að skoða gamlar myndir í Langó um daginn og töluðum um það hversu glæsileg hjón afi og amma hefðu ver- ið og það alveg fram á síðasta dag. Nú er hann afi farinn en amma verð- ur ekki ein því að við erum svo mörg sem að pössum hana fyrir afa. Elsku besta amma mín, megi Guð og englarnir hans styrkja þig og okkur öll hin í sorginni. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Magnea Ólöf Guðjónsdóttir. Það eru margar ljúfar minning- arnar sem renna í gegnum huga minn nú er ég skrifa niður fáein orð í kveðjuskyni við þig, afi minn. Okkar samband var alltaf gott og einnig treysti það okkar vináttu að við vor- um alnafnar. Bíltúrarnir niður á bryggju og um vesturbæinn í minni æsku eru mér minnisstæðir, þar kunnir þú sögur af hverju horni sem var alltaf jafn gaman að heyra. Mest- an áhuga minn vakti þó starf þitt sem lögregluþjónn og fékk ég ósjald- an að máta lögguhúfuna og jafnvel allan gallann í Langagerðinu til þess setja mig betur inn í starfið. Afi var barngóður maður og gleður það mig mjög að Runólfur, sonur okkar Val- dísar, hafi fengið að kynnast afa í Langó þótt tíminn hefði mátt vera lengri, en því fáum við ekki ráðið. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíl þú í friði, kæri afi minn, Þorlákur Runólfsson. Elsku afi, nú ertu farinn frá okkur, það er erfitt að sætta sig við það. Ég er ekki búin að ná þessu, er alltaf að bíða eftir að þú birtist með þitt fal- lega bros og gleðina sem alltaf var í kringum þig. Já, þú varst alltaf svo glaður að hafa alla hjá þér ég tala nú ekki um afa- og langafabörnin þín, þú gafst þeim svo mikið og þau þér. Og gullmolinn þinn, hún amma, þú varst alltaf að tala um hvað hún er falleg, yndisleg og alltaf svo góð við þig og alla, sem var alveg rétt hjá þér. Það eru svo margar minningarnar um þig, allar myndirnar sem við eig- um eru okkur svo dýrmætar, alltaf svo flottur, leist alltaf svo vel út. Þótt þú værir orðinn mikið veikur varstu alltaf eins og þú værir búinn að liggja í sól í marga daga, já, alltaf svo glæsilegur. Ég trúi því að þú sért alltaf yfir okkur, stór og fallegur engill sem verndar okkur. Það er erfitt að koma í Langó og hafa þig ekki. Svo er það bústaður- inn ykkar, þar sem alltaf er svo gam- an og gott að koma, ég tala nú ekki um þegar við fórum alltaf öll saman í sund, ömmu og afa sundlaug eins og Katla Sigga kallar hana; þar naust þú þín alltaf svo vel. Elsku afi, ég trúi því að nú sértu farinn að hlaupa um allt og líði eins og litlum dreng, við pössum ömmu. Þetta er erfiðast fyrir hana en eins og þú veist er hún alltaf svo sterk. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. (Pétur Þórarinsson.) Guð geymi þig, elsku afi. Arndís og Katla Sigríður. ÞORLÁKUR RUNÓLFSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.