Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ RAUÐARÁRSTÍG 14-16, SÍMI 551 0400 • KRINGLUNNI, SÍMI 568 0400 www.myndlist.is ÆÐSTI embættismaður Samein- uðu þjóðanna í Afganistan, Lakhdar Brahimi, fór í gær fram á að þegar í stað yrði rannsakað hvers vegna hernaðaraðgerðum sem Banda- ríkjamenn stóðu fyrir í Ghazni-hér- aði á laugardag lyktaði með því að níu saklaus börn týndu lífi. Brahimi harmaði atvikið og fordæmdi og sagði hann að það yki mjög á ótta íbúa Afganistans og óöryggi al- mennt en þetta er ekki í fyrsta skipti sem saklaust fólk deyr í að- gerðum Bandaríkjahers í landinu. Aðgerðir Bandaríkjahers á laug- ardag beindust gegn Mullah Wazir, fyrrverandi foringja úr röðum talib- ana. Átti atvikið sér stað um kl. 10.30 á laugardagsmorgun, um kl. 6 að íslenskum tíma, en þá gerðu her- flugvélar Bandaríkjamanna af gerð- inni A-10 árás á Wazir þar sem hann var staddur í Hutala, af- skekktu þorpi um 130 km suðvestur af Kabúl. Að sögn Christophers E. West, talsmanns Bandaríkjahers, féll Wazir í árásinni á laugardag en her- menn fundu hins vegar einnig lík níu barna þegar þeir komu á stað- inn. „Þegar við efndum til árásarinnar þá vissum við ekki að börn væru í nágrenninu,“ sagði West. Bætti hann því við að búið væri að fyrirskipa rannsókn á atburðinum. Þá sagðist Zalmay Khalidzad, sendi- herra Bandaríkjanna í Afganistan, „afar sorgmæddur“ vegna „hörmu- legs dauða saklausra borgara“. Segja Wazir hafa sloppið lifandi Íbúar á staðnum mótmæla full- yrðingum Bandaríkjahers og segja að Wazir hafi sloppið lifandi úr árás- inni. Frændi Wazirs hafi hins vegar týnt lífi. Að sögn fréttamanns BBC í Afganistan ríkir mikil reiði meðal íbúa svæðisins, sem árásin átti sér stað á, en þar munu Talibanar og aðrir íslamskir harðlínumenn njóta nokkurs stuðnings. „Börnin voru bara að leika sér í boltaleik þegar kúlunum tók að rigna yfir þau,“ hefur Associated Press eftir Hamidullah, föður átta ára gamals drengs, Habibullahs, sem beið bana í árásinni á laug- ardag. Bandaríkjaher segir Wazir hafa borið ábyrgð á nýlegum morðum á tveimur erlendum verktökum sem unnu að vegagerð í Afganistan og Ali Ahmad Jalali, innanríkisráð- herra í afgönsku stjórninni, bætti um betur. „Hann var alræmdur leiðtogi hryðjuverkasamtaka,“ sagði hann við fréttamenn í Kabúl í gær. Níu afgönsk börn biðu bana í árás Bandaríkjamanna Aðgerðir Bandaríkjahers beindust gegn fyrrverandi talibanaleiðtoga Kabúl, Hutala. AFP, AP. HART var deilt á fundi ríkis- stjórnar Ísraels í gær um hug- myndir sem varaforsætisráðherr- ann Ehud Olmert, sem einnig er viðskiptaráðherra, viðraði í blaða- viðtali á föstudag um að Ísrael ætti einhliða að loka landnema- byggðum sínum á Vesturbakkan- um og Gaza-svæðinu. Ísraelska útvarpið sagði að á vikulegum ríkisstjórnarfundi í gær hefði skorist í odda með Avigdor Lieberman, ráðherra uppbygging- armála og leiðtoga harðlínuflokks- ins Þjóðareining, og Ariel Sharon forsætisráðherra. Mun Lieberman hafa farið fram á að Sharon tæki af öll tvímæli um að ekki væri á döfinni að hrinda hugmyndum Ol- merts í framkvæmd. Sharon hefur sjálfur bryddað upp á þeim möguleika að Ísrael grípi til einhliða aðgerða ef ekkert friðarsamkomulag tækist milli Ísr- aela og Palestínumanna. Hann mun hins vegar hafa sagt ríkis- stjórn sinni í gær að ekkert yrði aðhafst nema stjórnin hefði sam- þykkt það fyrst. Segir marga á sömu skoðun Olmert er bandamaður Sharons og liðsmaður Likud-flokksins og hann sagði í gær að hann væri viss um að margir í Likud væru sama sinnis og hann. Olmert sagði í viðtali við Yediot Aharonot á föstudag að há fæð- ingatíðni meðal Palestínumanna þýddi að Arabar yrðu brátt mun fleiri en Ísraelar á tilteknum svæðum. Ef Ísrael ætti að halda áfram að vera gyðingaríki, þar sem þau lýðræðislegu viðmið væru þó í heiðri höfð að atkvæði allra kjósenda giltu jafnt, þyrfti að breyta landamærum þess; tryggja að eins margir gyðingar og mögulegt væri tilheyrðu hinu ísraelska ríki. Olmert vildi ekki ræða frekar hvaða hluta Vesturbakkans og Gaza-svæðisins hann teldi að Ísr- aelar ættu að yfirgefa en bætti því við að hann teldi að Ísrael „ætti að byggjast á því að 80% íbúanna séu gyðingar á meðan 20% séu arab- ar“. Slíkt myndi fela í sér að Ísrael lokaði flestum landnemabyggðum sínum, að sögn kunnugra. Tshai Hanegbi, ráðherra örygg- ismála í Ísrael og liðsmaður Likud, tók illa í hugmyndir Olmerts og sagði þær „hættulegri fyrir fram- tíð Ísraelsríkis heldur en Óslóar- samkomulagið og Genfar-frum- kvæðið samanlagt“. Merki um veikleika Leiðtogi eins af minni flokkun- um, sem aðild eiga að samsteypu- stjórn Sharons, hótaði hins vegar að draga flokk sinn út úr rík- isstjórninni ef gerð yrði tilraun til að hrinda hugmyndum Olmerts í framkvæmd. „Eftir þriggja ára hryðjuverkaöldu sem kostað hefur 900 manns lífið myndi einhliða brotthvarf frá Júdeu og Samaríu [Vesturbakkanum] þýða undan- hald gagnvart hryðjuverkamönn- unum,“ sagði Effi Eitam, ráðherra húsnæðis og formaður NRP- flokksins. „Þetta er merki um veikleika og sendir þau skilaboð til Palestínu- manna að með aðeins fleiri hryðju- verkum muni þeir fá sitt sjálf- stæða ríki, án þess að þeir þurfi að skrifa undir neitt samkomulag eða lofa neinum umbótum,“ sagði Eifram ennfremur. Harðlínumenn í ísraelsku ríkisstjórninni ævareiðir Ehud Olmert varaforsætisráð- herra viðrar hug- myndir um lokun landnemabyggða Jerúsalem. AP, AFP. UM fimm hundruð Palestínumenn tóku þátt í mótmælum í borginni Rafah á Gaza-svæðinu í gær en mótmælin beindust gegn Genfar- frumkvæðinu, óformlegu frið- arsamkomulagi sem kynnt var í síð- ustu viku. Meðal þeirra sem mót- mæltu var drengurinn á myndinni en hann heldur á leikfangabyssu. Við hlið hans stendur herskár Pal- estínumaður úr röðum Al Aqsa- píslarvottasveitanna. AP Mótmæltu Genfar-frumkvæðinu ÞAÐ eru ekki nema rétt helmings- líkur á að sátt náist um stjórn- arskrárdrög Evrópusambandsins á fundi leiðtoga ESB-ríkjanna í Bruss- el nk. föstudag. Þetta er mat Silvios Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu, en Ítalir sitja nú í forsæti ESB. Berlusconi átti fund með Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, í Berlín í gær. Sagði Berlusconi við fréttamenn eftir fundinn að hann væri „55% bjartsýnn“ á að sam- komulag myndi takast á fundinum nk. föstudag. Er fundurinn í Brussel mikilvægur enda styttist nú óðum í sögulega stækkun ESB. Helmings- líkur á sátt Reuters STUÐNINGUR við Jean-Pierre Raf- farin, forsætisráðherra Frakklands, hefur aldrei verið minni ef marka má niðurstöður skoð- anakönnunar sem birtar voru í gær. Aðeins um 29% franskra kjósenda segjast nú styðja Raffarin, sem er forsætisráðherra í hægri stjórn sem tók við völdum í júní á síðasta ári. 69% aðspurðra eru hins vegar óánægðir með störf forsætisráðherrans, að því er fram kom í könnun blaðsins Le Figaro. Mjög hratt hefur dregið úr fylgi við Raffarin. Virðist sem honum hafi eng- an veginn tekist að hrífa almenning í Frakklandi með sér. Þá jók það ekki traust fólks á forsætisráðherranum hvernig ríkisstjórn hans brást við hitabylgjunni í ágúst sem talin er hafa kostað næstum 15.000 manns lífið. Einn forvera Raffarins, Alain Juppe, mældist með um 20% fylgi í könnunum snemma árs 1997. Varð það til þess að Jacques Chirac Frakk- landsforseti boðaði kosningar en í þeim komust vinstrimenn til valda. Fylgið hrynur af Raffarin París. AFP. Jean-Pierre Raffarin AFRÍKURÍKINU Zimbabwe verð- ur ekki hleypt aftur inn í breska samveldið að svo stöddu. Þetta var ákveðið á leiðtogafundi samveldisins í Abuja í Nígeríu í gær en hart hefur verið deilt um þetta mál undanfarna daga og hafa menn óttast að til klofn- ings gæti komið milli vestrænna að- ildarríkja samveldisins og þróunar- ríkjanna, sem eitt sinn voru nýlendur Bretaveldis. Zimbabwe var vikið úr samveldinu á síðasta ári eftir kosningar sem taldar voru hafa verið gallaðar í meira lagi. Zimbabwe áfram úti Abuja. AFP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.