Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það myndi gjörbreyta samningsstöðu okkar Íslendinga við hr. Bush vegna Keflavíkurher- stöðvarinnar ef við fengjum uppskriftina og tæknilega aðstoð frá ykkur. Hundaspjall á Súfistanum í kvöld Frumeðlið býr í öllum hundum Guðrún R. Guðjohn-sen mun í kvöldfjalla um hunda í Súfistanum, kaffihúsinu á 2. hæð bókaverslunar Máls og menningar á Laugavegi. Með henni verður Brynja Tomer, en hún þýddi og staðfærði Hundabókina sem nýlega kom út. Hundaspjallið hefst kl. 20 og er aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir. Jafn- framt verður ljósmynda- sýning á tjaldi, þar sem Jón Svavarsson ljósmyndari sýnir á annað hundrað myndir af helstu verð- launahundum landsins. – Er eitthvað sérstakt sem þér finnst þú þurfa að segja fólki um hunda? „Já, raunar mjög margt. Fyrir nokkrum árum, þegar ég var formaður Hundaræktarfélags Ís- lands, hélt ég stundum námskeið fyrir verðandi hundaeigendur og þá sem höfðu áhuga á að fá sér hund. Það má segja að þetta spjall okkar Brynju á Súfistanum verði svolítið í þeim anda og ekki ein- göngu ætlað hundaeigendum held- ur ekki síst þeim sem eru að velta fyrir sér að fá sér hund. Við mun- um ræða um þarfir hundanna, umönnun, lunderni og uppeldi svo eitthvað sé nefnt.“ – Átt þú marga hunda sjálf? „Nei, nei, fjóra, alla af tegund- inni tíbet spaniel.“ – Hafa hundar sitt eigið tungu- mál? „Já og það mjög fjölskrúðugt. Tungumál þeirra er, auk fjöl- breyttra hljóðmerkja, líkamstján- ing og svipbrigði. Mikilvægast finnst mér að við misskiljum ekki tjáningu þeirra, en það er því mið- ur algengt og er ósanngjarnt gagn- vart hundinum.“ – Geturðu nefnt dæmi um tján- ingu hunda sem oft er misskilin? „Já. Þegar hundur reisir til dæmis kamb, er það gjarnan túlk- að sem árásartengt atferli eða að hundurinn sé ýgur. Oft er þetta einfaldlega merki um spennu eða að eitthvað áhugavert sé í aðsigi. Algengt er að fólk setji samasem- merki milli þess að hundur sýni tennur eða urri og þess að hann sé grimmur. Urr er iðulega merkja- sending til okkar, til dæmis um að hundurinn vilji fá að vera í friði eða sé ósáttur við eitthvað. Þegar hundur sendir frá sér fyrsta við- vörunarmerkið með urri þarf það hvorki að tengjast árás né reiði. Hins vegar er of mikil einföldun að álykta út frá einni merkjasendingu hundsins. Tjáning hans er samspil líkamsstöðu, svipbrigða og hljóð- merkja.“ – Er einhver hundategund betri en önnur? „Nei, ég get ekki sagt að ein teg- und sé annarri fremri, miklu frem- ur að þær búi yfir ólíkum eiginleik- um sem maðurinn hefur framræktað í ákveðnum tegund- um. Gleymum því þó aldrei að for- faðir hundsins er úlfurinn og frum- eðli úlfsins býr í öllum hundum, hvort sem það er stóri dani eða chiu- huahua.“ – Ertu þá að segja að hundar geti allir verið jafngrimmir og úlfar? „Nei. Úlfar eru með félagslynd- ustu verum jarðar, þeir lifa flokks- lífi og mynda fjölskylduhópa, vinna saman við að afla fæðu og vernda yngstu meðlimi fjölskyldunnar. Þetta fallega og góða eðli hafa hundar fengið í arf frá úlfum og það gerir þá einmitt hæfa til að laga sig að fjölskyldu- og fé- lagsþörf okkar.“ Hvað þarf fólk helst að hafa í huga áður en það fær sér hund? „Fyrst og fremst verður að vera samstaða í fjölskyldunni um að bæta nýjum fjölskyldumeðlimi við. Fólk þarf að hafa tíma og aðstæð- ur til að annast hundinn. Þeir sem eiga hund þurfa líka að hafa kímni- gáfu til að sjá það broslega við ým- iskonar athafnir og uppátæki hjá hundinum. Jákvæðni gildir ekki síður í uppeldi hunda en barna. Umfram allt er mikilvægt að virða hundinn, þarfir hans og eðilislæga eiginleika.“ – Hvert á fólk að leita ef það langar í hund? „Ég ráðlegg öllum að finna ábyrgan og góðan ræktanda, til dæmis í gegnum Hundaræktar- félag Íslands, því mikilvægt er að ræktandi sé tilbúinn að styðja við bak nýja hvolpaeigandans með ráðum og dáð. Þegar fólk fær 8–10 vikna hvolp ætti að vera búið að kenna honum að koma þegar kall- að er á hann og hvar hann á að gera þarfir sínar. Brýnt er að ræktandi hafi gefið sér tíma til að annast hvolpana sína, kenna þeim og venja þá við fólk og venjulegar aðstæður innan heimilis og utan. Hvolpur sem hefur ekki kynnst manninum fyrstu sjö vikur lífs síns mun aldrei hænast almennilega að honum og hvolpur sem ekki fær rétta mótun á fyrstu 16 vikum ævi sinnar bíður þess aldrei bætur. Ég álít heillavænlegast að fá sér hvolp sem er al- inn upp á heimili, en ekki í hundastíu, fjósi eða bílskúr. – Kunna hundar að skammast sín? „Nei, ég hef enga trú á því og þegar fólk heldur að hundur sé skömmustulegur er hann oftast að sýna undirgefni eða reiðidempandi viðbrögð. Hundar eru miklu færari en við í að lesa líkamstjáningu og okkur ber skylda til að læra að skilja tjáningarform hunda til að sambúðin verði farsæl og öllum til ánægju.“ Guðrún R. Guðjohnsen  Guðrún Ragnars Guðjohnsen fæddist 31. janúar 1934. Hún er menntaður hundadómari og leið- beinandi í hvolpauppeldi. Hún ræktaði lengst af íslenska fjár- hunda og var einn af stofnendum deildar íslenska fjárhundsins. Guðrún stofnaði hundaskóla HRFÍ og var skólastjóri hans um árabil. Hún var í 13 ár formaður Hundaræktarfélags Íslands og var í fararbroddi félagsins í bar- áttu fyrir því að hundahald yrði leyft. Guðrún reið á vaðið í alþjóðlegu samstarfi um verndun og ræktun íslenska fjárhundsins og á nú sæti í vinnuhópi sem skipuleggur fundi ræktunar- félaganna. Fólk þarf að hafa tíma og aðstæður ...núna á þremur stöðum Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 28 82 11 /2 00 3 jólagjöf Hugmynd að Hummel, 4 stk. í setti: Jakki, buxur, stuttbuxur og bolur. Stærðir 104-176 cm. 4.990kr. ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnis- mála hefur fellt úr gildi ákvörðun samkeppnisráðs þess efnis að Garða- torgi, eignamiðlun ehf., væri óheimilt að nota nafnið eignamiðlun í heiti sínu. Málið hófst þegar Eignamiðlunin ehf. kvartaði undan notkun Garða- torgs, eignamiðlunar ehf. á orðinu eignamiðlun snemma árs 2002 og krafðist þess að fyrirtækinu væri bannað að nota það. Benti Eignamiðl- un á að fasteignasala hefði verið rekin undir nafninu Eignamiðlun frá árinu 1957 og mikil viðskiptavild hefði myndast sem tengdist því nafni. Þá hafi orðið „eignamiðlun“ ekki verið til sem orð í íslenskri tungu þegar rekst- ur Eignamiðlunarinnar hafi hafist. Samkeppnisráð taldi rök Eigna- miðlunar ehf. vera gild og sagði í ákvörðunarorðum ráðsins að það teldi að með notkun sinni á orðinu eigna- miðlun hefði Garðatorg eignamiðlun brotið gegn ákvæðum samkeppnis- laga. Í niðurstöðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála segir að með langri notkun orðsins eignamiðlun hafi verið færð nægjanleg rök fyrir því að það hafi öðlast markaðsfestu sem hafi leitt til einkaréttar yfir heitinu Eigna- miðlunin ehf. Hins vegar sýni gögn málsins að fyrirtækið Garðatorg hafi ekki notað orðið eitt og sér við mark- aðssetningu; síðara orðið eignamiðlun sé almenns eðlis og feli í sér lýsingu á starfsemi og því verði ekki talið að al- menn ruglingshætta við heitið Eigna- miðlun stafi af þessari notkun. Fasteignasölunni Garðatorgi heimilt að nota „eignamiðlun“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.