Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 19
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2003 19 ENN á ný stígur fram á sjón- arsviðið hetja sem hyggst bjarga jólunum. Hve oft jólunum hefur verið bjargað í hátíðlegu afþrey- ingarefni hvort sem um ræðir bækur, sjónvarpsefni eða kvik- myndir er ógerlegt að segja. Hin langþreytta flétta er líkt og garm- ur síðustu jóla sem forðaði þér frá jólakettinum, úr sér gengin, slitin og ofnotuð. Fáir hafa þó bjargað jólunum eins og Hrói. Í bókinni Hrói bjargar jólunum flikkar írski rithöfundurinn Roddy Doyle upp á þreyttan larfinn og færir viðfangs- efnið í nýjan búning. Doyle varð víðkunnur þegar skáldsaga hans, The Commitments, var kvikmynd- uð árið 1991 undir leikstjórn Alans Parkers. Doyle hlaut bresku Book- er-bókmenntaverðlaunin árið 1993 fyrir bókina Paddy Clarke ha, ha, ha sem þýdd hefur verið á ís- lensku. Hrói bjargar jólunum er framhald sögunnar Flissararnir sem er ís- lenskum börnum að góðu kunn en í henni segir frá arðvænlegum viðskiptum hundsins Hróa sem selur eigin skít. Flissararnir, litlar, loðnar töfraverur, eru helstu viðskiptavinir Hróa og fjárfesta þeir í úrganginum til að hegna hinum fullorðnu sem hafa komið illa fram við börn með því að láta þá stíga í hundaskít. Í bókinni Hrói bjargar jólunum óskar sjálfur jólasveinninn eftir aðstoð hins klóka og útsjónarsama Hróa. Vegna miðaldra-krísu neitar hreindýrið Rúdolf að halda í hina árlegu heimsreisu ásamt jólasvein- inum til að útdeila gjöfum. Með að- stoð Hróa, nokkurra barna og tveggja ástfanginna eðla með lang- ar tungur tekst að útdeila öllum gjöfunum og þar með bjarga jólun- um. Þrátt fyrir út- jaskað jólaþemað heldur ferskleiki bókarinnar les- andanum við efn- ið. Stíllinn ein- kennir ærslafull gamansemi og er grínið oft fjar- stæðukennt og gráglettið og tekst þýðandan- um, Hjörleifi Hjartarsyni, vel að koma því til skila í íslenskri þýðingu. Ekki vott- ar fyrir hefðbundnum siðferðisboð- skap jólanna í sögunni. Bætt er úr því að sögunni lokinni þar sem birtur er listi yfir boðskap fyrir þá sem vilja undir fyrirsögninni: „Boðskapurinn og það dót.“ Les- andinn er þó einnig laus við inntak jólanna á þeim lista: „Viljir þú heil- brigða tanngóma og kitlandi, ferskan andardrátt notaðu þá Bros-frísk tannkrem með skað- lausum flúor.“ – „Ef þú ert fluga sem býrð í landi þar sem engar eðlur eru þá ættirðu samt að hafa vegabréfið við höndina – maður veit aldrei“ (bls. 149). Eftirmáli bókarinnar er sérlega háðskur. Þar segir að pappír bókarinnar sé framleiddur úr tönnum lítilla íkorna. Misstu 27 íkornar tennurn- ar fyrir hverja bók. Lesandinn er því beðinn um að senda alla fjár- muni sína sem og peninga foreldra sinna, bræðra og systra til: „Bjarg- ið bergóma íkornunum – Tennurn- ar heim“, Hróabæ, Killester, Dyfl- inni 5, Írlandi. Einnig er þess getið að bókin er bundin inn af Snúlla, Dúlla og Lúlla á sambýli fyrir ber- góma íkorna í Dyflinni. Einkum er það þó af leik höf- undarins að forminu sem frumleiki bókarinnar stafar. Víða í textanum er sagan brotin upp með innskot- um af ýmsu tagi svo sem stuttum frásögnum eða viðbótum, viðvör- unum og orðskýringum. Kafla- skipting bókarinnar er með óhefð- bundnum hætti. Sumir kaflanna snúa aftur síðar í bókinni, öðrum er skipt í fleiri en einn hluta sbr. „Fimmti kafli“ og „Fimmti kafli II“. Fáránleiki formsins nær há- marki þegar skyndilega taka að birtast tannkremsauglýsingar á milli kafla sem verða svo að aug- lýsingastríði þegar fleiri tann- kremsframleiðendur taka að aug- lýsa. Hefðbundinni línulegri lesningu er ögrað þegar sögumað- ur sendir lesandann fram og til baka í sögunni til að leita svara við hinum ýmsu spurningum sem kunna að vakna við lesturinn. „Hvernig gat það gerst? Svarið er í næsta kafla, á blaðsíðu 74. Kíktu á það. Við bíðum eftir þér“ (bls. 68). Loks er forminu storkað þegar lesandanum býðst að velja endalok bókarinnar sjálfur. Ættu því allir að finna endalok við sitt hæfi. Hrói bjargar jólunum er hressi- leg jólasaga fyrir yngri kynslóðina en jafnframt geta „Ebenezer Scrooge-ar“ heimsins brosað í kampinn við lesturinn. Sif Sigmarsdóttir Jólunum bjargað í bók úr íkornatönnum Roddy Doyle BÆKUR Barnasaga Höfundur: Roddy Doyle. Þýðandi: Hjörleifur Hjartarson. Myndskreytingar: Brian Ajhar. Prentun: Scandbook AB. Blaðsíðufjöldi: 159 bls. Forlag og útgáfuár: Vaka-Helgafell, 2003. HRÓI BJARGAR JÓLUNUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.