Morgunblaðið - 10.12.2003, Síða 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
...núna á þremur stöðum
Smáralind
Sími 545 1550
Glæsibæ
Sími 545 1500
Kringlunni
Sími 575 5100
www.utilif.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
2
28
82
11
/2
00
3
Hugmynd að
jólagjöf
SCARPA verð frá
11.990kr.
MEINDL verð frá
9.990kr.
Sérlega vandaðir göngustafir,
mikið úrval.
Verð frá
4.990kr.
Gönguskór frá SCARPA og MEINDL svíkja engan.
Íslenska stangaveiðiárbókin 2003
Samantekt um
stangaveiði
Íslenska stangaveiðiár-bókin er að koma út í16. sinn. Útgefandi
hennar er prentsmiðjan
Litróf ehf. í Reykjavík,
sem Konráð I. Jónsson
stýrir. Höfundur er Guð-
mundur Guðjónsson,
blaðamaður á Morgun-
blaðinu og umsjónarmað-
ur Eru þeir að fá’ann?
Guðmundur hefur skrifað
bókina frá upphafi, en
fyrstu árin var Gunnar
Bender meðhöfundur og
annaðist myndaumsjón.
Litróf hefur komið að út-
gáfunni frá 1995, fyrst í fé-
lagi við aðra en er nú eitt
útgefandi. Skyldi veiði-
áhugi eiga þátt í því að
Konráð gefur út bókina?
„Já, ég er áhugamaður
um stangaveiði. Hef stundað hana
frá barnsaldri og fer nokkrum
sinnum í laxveiði á hverju sumri.
Útgáfa Stangaveiðiárbókarinnar
er líka áhugamál. Ef ég ætti ekki
og ræki þessa prentsmiðju væri
ekki hægt að gefa bókina út með
þessu sniði, alla litprentaða. Eins
leggja margir hönd á plóginn,
með myndefni og fleira, án þess
að þiggja greiðslu fyrir og eiga
þeir þakkir skildar.“
– Ferðu víða til veiða?
„Já, ég hef farið í Straumfjarð-
ará tvisvar til þrisvar á sumri.
Undanfarin sumur einnig í Þverá,
Flekkudalsá, Breiðdalsá og
Hrútafjarðará. Þetta má segja að
séu fastir viðkomustaðir nánast á
hverju sumri.“
– Hefur þú komist í Íslensku
stangaveiðiárbókina?
„Já, hef orðið svo heppinn að
það hafa birst einhverjar sögur
um mig í tengslum við stóra fiska
og óvenjulegar tökur.“
– Hvað er þinn stærsti lax stór?
„Hann var 18 pund og ég veiddi
hann 1996 í Straumfjarðará. Svo
missti ég „þennan stóra“ í Laxá í
Aðaldal í sumar. Sá var einhvers
staðar í kringum 20 pund. Þá miða
ég við fiska sem komu upp sama
dag og daginn eftir. Annar var 18
pund og hinn 22. Þessi var í þeim
stærðarflokki.“
– Hvaða agni beitir þú á laxinn?
„Ég er fluguveiðimaður og
nærri eingöngu kominn út í það.
Enn sem komið er hnýti ég lítið
sjálfur. Ég á allt sem þarf til
fluguhnýtinga og hef gert örlítið
af því en þarf að herða mig.“
– Hvað er í Íslensku stanga-
veiðiárbókinni?
„Þar er fjallað um það sem
helst bar á góma á árinu um
stangaveiði og málefni henni
skyld. Síðan er farið hringinn í
kring um landið og teknar fyrir
helstu ár og veiðisvæði og greint
frá því sem markvert er, annars
vegar í laxveiði og hins vegar í sil-
ungsveiði. Það er reynt að greina
svolítið þar á milli. Allt er þetta
kryddað með veiðisögum og fjölda
litmynda. Einnig er kynning á
starfi SVFR, aðallega á barna-
starfi félagsins. Loks er útdráttur
á ensku. Þar er fróð-
leikur fyrir þá útlend-
inga sem koma hingað
til veiða. Við erum að
velta því fyrir okkur að
safna saman ensku
köflunum úr nokkrum nýjustu ár-
göngunum og gefa sérstaklega út
í bók á ensku. Búa þannig til annál
á ensku um stangaveiðina hér á
landi og bæta jafnvel við nokkrum
veiðisögum. Þetta gæti verið
mjög skemmtilegt, þótt markhóp-
urinn sé ekki mjög stór. Við eig-
um allt þetta efni til svo það þarf
ekki nema þýðingarvinnu á við-
bótarefni til að ljúka þessu.“
– Er þörf á efni fyrir útlenda
stangaveiðimenn?
„Mér finnst vanta efni fyrir
útlenda stangaveiðimenn, sem
koma hingað til veiða. Með svona
útgáfu gætu þeir flett upp því sem
hefur verið að gerast í stangaveiði
hringinn í kringum landið
undanfarin ár og skoðað fallegar
myndir. Löngun okkar er að
koma þessu á laggirnar í vor svo
bókin verði tilbúin fyrir næstu
vertíð.“
– Er þetta ekki orðinn mikill
fróðleikur um íslenska stanga-
veiði?
„Stangaveiðiárbókin er gríð-
arlega merkileg heimild um það
sem hefur verið að gerast í helstu
veiðiám og vötnum landsins.
Þarna er bæði fróðleikur og
skemmtun. Við eigum svolítið til
af eldri árgöngum af bókinni og
erum að bjóða bókapakka á
afsláttarverði í veiðihús og til
einstaklinga sem vilja byrja að
safna þessu, frekar en að láta
þetta liggja í geymslu úti í bæ.“
– Er mikil eftirspurn eftir Ís-
lensku stangaveiðiárbókinni?
„Það eru engir áskrifendur, en
ákveðnir menn sem kaupa hana
alltaf. Obbinn af upplaginu fer á
þessum árstíma. Það er ákveðin
stemning fyrir bókinni og ég vona
að hún sé að aukast. Menn vilja
komast yfir eintak þegar bókin
kemur út, sjá hverjir eru í henni,
skoða myndir, jafnvel af sér og
veiðifélögunum.“
– Eru breytingar á döfinni?
„Við höfum velt því
fyrir okkur að bjóða
bókina í áskrift, en það
er eftir að útfæra það
nánar. Það er spurning
hvort við bætum við
viðtölum við veiðikappa af eldri
kynslóðinni. Fá frá þeim gamlar
veiðisögur og upplýsingar. Það er
helst að þeir láti leyndarmálin af
hendi. Annars eru menn léttir á
því og ekkert mikið að liggja á
leyndarmálunum. Reyndar er
einn og einn sem ekki vill segja
allt um veiðiaðferðirnar, en það er
þá áskorun fyrir hina að finna út
hver „trikkin“ eru sem duga!“
Konráð I. Jónsson
Konráð Ingi Jónsson er einn
eigenda og framkvæmdastjóri
prentsmiðjunnar Litrófs og út-
gefandi Íslensku stanga-
veiðiárbókarinnar. Konráð
fæddist í Reykjavík 14. janúar
1956. Hann lauk námi í prent-
myndagerð við Iðnskólann í
Reykjavík 1980 og var iðnnemi í
Myndamótum. Konráð tók við
rekstri prentsmiðjunnar Litrófs
1. janúar 1983 og nokkru síðar
keypti hann hlut í félaginu. Eig-
inkona Konráðs er Anna Sigurð-
ardóttir og eiga þau þrjár dætur,
Sesselju, Lilju og Eddu.
Merkileg
heimild um
stangaveiði
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef-
ur dæmt tvítuga konu til að greiða
tryggingarfélagi 718 þúsund krónur
vegna tjóns sem hún olli á bifreið þeg-
ar hún ók henni ölvuð á ljósastaur á
nýársdag árið 2000. Þá var konan 16
ára og hafði tekið bifreiðina í heimild-
arleysi en akstrinum lyktaði með því
að bifreiðin hafnaði á ljósastaur við
Grjótháls í Reykjavík. Trygginga-
félagið leysti bifreiðina til sín og
greiddi eiganda hennar 960.000 krón-
ur en seldi síðan flakið á 214.000 og
krafði því konuna um tæplega mis-
muninn eða um 718.334. Þá var konan
dæmd til að borga 125 þúsund krónur
í málskostnað. Dóminn kvað upp
Eggert Óskarsson héraðsdómari.
Dæmd til að
greiða bifreið
LAGT var hald á eina rjúpu og
skotvopn hjá veiðimanni sem
stöðvaður var í bíl sínum á leið
niður af heiðum í Þistilfirði
seinnipartinn á sunnudag. Lög-
reglan á Húsavík í samvinnu
við lögregluna á Þórshöfn var
með eftirlit á svæðinu.
Þetta er fyrsti veiðimaðurinn
sem lögreglan grípur á þessu
svæði, en að þeirra sögn hafa
nokkrar ábendingar borist um
veiðimenn á ferð.
Þá var maður tekinn á
rjúpnaveiðum á Vopnafjarðar-
heiði í vikunni og var sá með
þrjár rjúpur.
Rjúpnaskytt-
ur stöðvaðar
TENGIVAGN aftan í flutningabif-
reið valt við Gljúfurárbrú í Stafholts-
tungum ofan við Svignaskarð um
þrjúleytið í fyrrinótt. Hálka var á
veginum og hafnaði tengivagninn úti
í kanti. Í vagninum voru fimm bretti
af frystum fisk og rækju ásamt öðr-
um vörum sem fluttar voru í aðra bif-
reið með aðstoð björgunarsveitar.
Ökumaður bifreiðarinnar slasaðist
ekki en tengivagninn er skemmdur.
Björgunarsveitin Heiðar í Varma-
landi var kölluð út kl. 3.57 og fóru 6
björgunarsveitarmenn á vettvang til
að bjarga verðmætunum úr tengi-
vagninum og koma honum aftur á
hjólin. Verkefninu lauk á áttunda
tímanum í gærmorgun.
Tengivagn valt
við Svignaskarð