Morgunblaðið - 10.12.2003, Síða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 9
Ný samkvæmispils
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18
lau. kl. 10—16
Glæsilegar dragtir
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið í dag frá kl. 10.00—18.00.
Gullsmiðja Hansínu Jens
Seljum eingöngu
Laugaveg 20b v/ Klapparstíg • sími 551 8448
Íslenskt handverk
Hansínu og Jens Guðjónssyni
smíðað af
Mjúkar
og hlýjar
jólagjafir
Húfa kr. 1.990
Ullarteppi kr. 4.900
Kringlunni - sími 568 1822
undirfataverslun
Síðumúla 3 - Sími 553 7355
undirföt
Gjöfin hennar
OPIÐ
ALLA DAGA TIL JÓLA
Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardag frá kl. 11-18
Laugavegi 84, sími 551 0756
Svartar samkvæmisdagtir
Kringlunni - Smáralind
ÚLPA Í JÓLAPAKKANN
Jólatilboð
á úlpum
Verð frá kr. 1.990
ÚTSALA - ÚTSALA
Dæmi um verð: Áður: Nú:
Jakkapeysa 7.900 3.900
Yrjótt peysa 4.600 2.300
Jakki m. satíni 4.900 1.900
Dömubolur 3.400 1.700
Hettupeysa 5.700 3.500
Mokkavesti 4.100 1.900
Vatteruð úlpa 6.800 2.900
Mokkakápa 9.900 5.900
Kjóll 6.500 3.900
Velúrpils 4.700 2.300
Dömubuxur 4.900 1.900
Satínbuxur 6.700 2.900
...og margt margt fleira
40—60% afsláttur
Síðumúla 13, sími 568 2870,
108 Reykjavík.
Opið frá kl.10.00-18.00
Stærðir 34-52
Ótrúlega lágt verð
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær íslenska ríkið til að
greiða hálffimmtugri konu 600.000
krónur í miskabætur vegna gæslu-
varðhalds sem hún sætti án nægilegs
tilefnis í fyrra vegna rannsóknar á
láti manns í Kópavogi. Kröfum karl-
manns vegna gæsluvarðhalds í sama
máli var hins vegar hafnað.
Konan krafðist 15 milljóna í bætur
á þeirri forsendu að ekki hefðu verið
lögmæt skilyrði, eða í öllu falli eins og
á stóð, ekki nægilegt tilefni til hand-
töku hennar 11. mars í fyrra eða til að
úrskurða hana í gæsluvarðhald 12.
mars og því síður að framlengja
gæsluvarðhaldið og láta hana sitja í
gæsluvarðhaldi allt til 11. apríl í
fyrra.
Dómari segir að aðstæður á vett-
vangi hafi verið þannig, að allt bendi
til þess að andlát mannsins hafi ekki
borið að með eðlilegum hætti. Bráða-
birgðaniðurstaða krufningar hafi
sýnt fram á að dánarmein hins látna
yrði rakið til áverka á kvið. Þá hafi
einnig legið fyrir niðurstaða tækni-
deildar um að blóð hefði verið þrifið í
svefnherberginu þar sem hinn látni
lá. Að þessu virtu og ruglingslegum
framburði konunnar á vettvangi og
samtali hennar við neyðarlínu yrði að
telja að hún hafi verið undir rök-
studdum grun um að hafa átt þátt í
refsiverðum verknaði. Því hafi borið
nauðsyn til að handtaka hana til þess
að koma í veg fyrir að sakargögnum
væri spillt. Dómari komst hins vegar
að þeirri niðurstöðu að konan hefði
setið lengur í varðhaldi en rannsókn-
arnauðsynjar gáfu tilefni til eða í 24
daga, frá 18. mars til 11. apríl 2002.
Við ákvörðun bóta sagði dómarinn
að gæta þyrfti þess að fram til 18.
mars hefði hún sætt réttmætu gæslu-
varðhaldi. Í dómi sínum finnur dóm-
ari að fullyrðingum í kröfugerð sýslu-
mannsins í Kópavogi um
gæsluvarðhald yfir konunni og síðar
framlengingu þess um að allt hafi
bent til þess að hún, ein eða ásamt
öðrum manni, hafi lent í rifrildi við
hinn látna, líklega út af peningum
sem hann hefði sagt að hann ætti.
Það hafi svo endað með átökum.
Þessar ályktanir lögreglu virtust
dómara að miklu leyti byggðar á get-
gátum sem ekki voru studdar hald-
bærum gögnum. Dómarinn hafnaði
því að framkvæmd gæsluvarðhalds-
vistar konunnar hefði verið mun
hættulegri og meira særandi og
móðgandi en þörf hefði verið á. Hann
felldi gjafsóknarkostnað hennar að
fjárhæð 988.500 krónur, þar með tal-
in 985 þúsund króna málflutnings-
þóknun lögmanns hennar, á ríkissjóð.
Tæplega fertugur maður, sem
ásamt konunni var handtekinn í íbúð
hins látna, fór einnig í mál við ríkið og
krafðist tveggja milljóna króna í bæt-
ur fyrir tilefnislaust gærsluvarðhald.
Var öllum kröfum hans hafnað. Mað-
urinn fékk gjafsókn í málinu og var
kostnaður hans, þar með talin
560.000 króna málflutningsþóknun
lögmanns hans, felld á ríkissjóð.
Ákveðið var í fyrrahaust að ekki yrði
höfðað refsimál vegna andláts
mannsins í Hamraborg í Kópavogi.
Af hálfu stefnanda flutti málið
Guðjón Ólafur Jónsson hdl. en Sigrún
Guðmundsdóttir hrl. af hálfu stefnda.
Greta Baldursdóttir héraðsdómari
kvað upp dóminn.
Ríkið dæmt til að
greiða konu bætur