Morgunblaðið - 10.12.2003, Side 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 11
eitt vinsælastaspil í heimistækkar
15 milljónir
spilara
í Evrópu
Á hverju ári er haldið heimsmeistaramót í Catan og í haust kepptu Gunnar Jóhannsson og Baldur Már Jónsson fyrir Íslands hönd.
Þeir stóðu sig með mikilli prýði og komst Gunnar í 16 manna úrslit. Fljótlega eftir áramót verður haldið Íslandsmót í Catan og fara
sigurvegarar þess á heimsmeistaramótið haustið 2004. Keppir þú fyrir Íslands hönd á HM í Catan á næsta ári?
Ert þú efni í heimsmeistara?
Catan - Landnemarnir er eitthvert vinsælasta spil í heimi og hefur
m.a. verið valið „Spil ársins“ í Þýskalandi og Bandaríkjunum.
Auðvelt er að læra spilið en það krefst útsjónarsemi og dirfsku
(Strategy). Spilið er fyrir alla aldurshópa.
Catan - Landnemarnir kom út í fyrsta sinn á
íslensku í fyrra. Nú er hægt að fá stækkun við
spilið, sem og framhalds-spilið Sæfararnir.
Klaus Teuber, höfundur spilsins, hefur
nýlega greint frá því að landnám Íslands
sé uppspretta Catan.
Catan er spil sem brúar kynslóðabil og þig langar að spila
aftur og aftur.
www.spil.is
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
NORÐMENNIRNIR sem stöðvað-
ir voru við komuna hingað til lands á
dögunum segjast forviða og sárir yf-
ir framkomu íslenskra yfirvalda við
hópinn, en fimm úr hópnum var vís-
að úr landi. Þeir segjast hafa verið á
leið til landsins í jólateiti í boði jarð-
vinnufyrirtækisins LarsGuldbjörn-
rud, sem þeir starfa hjá við vega- og
jarðgangagerð og fleira.
Yfirmaður þeirra Lars hafði boðið
þeim til Íslands vegna þess að vel
hafði gengið í verkefnum og hann
fann ódýrt tilboð á ferðum til Ís-
lands í dagblaði og vildi bjóða þeim í
skemmtiferð með jólaveislunni.
Ekki óvenjulegt að menn með
sakaskrá vinni harðjaxlavinnu
Þeir Kristofer Bentz og Henning
Rumsdal starfa hjá LarsGuldbjörn-
rud og segja þessa uppákomu hafa
verið afar óþægilega og niðurlægj-
andi, sérstaklega vegna þess að hóp-
urinn hafði ætlað sér að skemmta
sér saman á Íslandi. Fimm mönnum
af sextán í hópnum var vísað af landi
brott, en að sögn þeirra eru einungis
tveir í hópnum í Hell’s Angels sam-
tökunum.
„Mér finnst fáránlegt að það sé
hægt að banna fólki að ferðast milli
landa vegna þess að það er með
sakaskrá. Margir eiga sér sakaskrá
og ekki síst í svona harðjaxlavinnu
eins og jarðvinnu, en þessir menn
voru búnir að taka út sinn dóm og
borga samfélaginu sína skuld. Það
er fáránlegt að banna þeim að gleðj-
ast með vinnufélögunum. Lars (yf-
irmanni fyrirtækisins) var vísað úr
landi út af einhverri sakaskrá sem
hann er með, en hann er ekki í
Hell’s Angels eða neitt, þetta eru
einhverjir smávægilegir glæpir og
heimskupör sem tilheyra fortíð
hans,“ segir Kristofer. Starfsmenn-
irnir voru miður sín að eiganda fyr-
irtækisins skyldi vísað frá landinu,
en ferðin var í boði hans.
„Við höfðum heyrt að það væri
gott að koma til Íslands og hlökk-
uðum til að sjá landið, því þetta er
heimaland Víkinganna. Síðan var
tekið á móti okkur eins og glæpa-
mönnum og myndir settar í blöðin
og fyrirsagnir blásnar upp, að það
hefðu verið einhverjir brjálæðingar
á leið til landsins sem hefðu ógnað
öryggi þjóðarinnar. Þessir strákar
sem við erum að vinna með eru allt
bestu skinn, meira að segja gutt-
arnir sem eru í Hell’s Angels. Þeir
eru ekkert í neinu eiturlyfjasmygli
eða glæpastarfsemi, þeir vildu bara
vera með í jólagleðinni.“
Vildu skoða Gullfoss og Geysi
Spurður um tengsl við íslenskan
mótorhjólaklúbb segir Kristofer að
þeir hafi ekki þekkt neinn á Íslandi
til að sýna sér landið, en þá hafi
Hell’s Angels meðlimirnir sagt að
þeir þekktu menn í mótorhjóla-
klúbbi sem gætu sýnt þeim Gullfoss
og Geysi. „Þess vegna höfðu þeir
samband við íslenska klúbbinn og
létu vita að þeir væru á leiðinni.“
Kristófer var ekki stöðvaður á
leiðinni í gegnum tollinn og hringdi
strax í norska sendiráðið þegar
hann gerði sér grein fyrir því að
vinnufélagar hans höfðu verið hand-
teknir. „Norski sendiherrann fór
strax í málið, en síðan varð hann al-
veg brjálaður þegar íslenska lög-
reglan sagði honum að einhver
mótorhjólaklíka hefði komið á völl-
inn til að taka á móti okkur. Hann
ætlaði þá ekki að hjálpa okkur meira
og kallaði okkur illum nöfnum. Það
voru hins vegar algjör ósannindi að
mótorhjólaklíka hefði komið að
sækja okkur. Við stóðum tveir fyrir
utan á meðan við biðum og við sáum
aldrei neina menn koma að leita að
okkur. Lögreglan hefur ekki sagt
allan sannleikann þarna. Við hringd-
um síðan í klúbbinn og þeir sögðust
ekki kannast við að neinn hefði kom-
ið á móti okkur, enda ætluðum við
að taka flugrútuna til Reykjavíkur.“
Smyglaði heyi frá Svíþjóð
Henning blöskrar hvernig ís-
lenskir fjölmiðlar tóku á málunum
og segir manninn sem steytti hnef-
ann framan í ljósmyndara Morgun-
blaðsins engan glæpamann. „Enda
kom hann inn í landið og var ekki
vísað burt. Hann var að vísu mjög
drukkinn, enda höfðum við sopið
fullmikið í vélinni, við vorum í
skemmtiferð og áttum okkur einskis
ills von. Okkur leið líka mjög illa,
eins og glæpamönnum sitjandi í
þessu horni og svo komu ljósmynd-
ararnir og gerðu illt verra. En síðan
var skrifað að við hefðum verið „í
annarlegu ástandi“ sem er algjör
vitleysa og er þar verið að gefa í
skyn að starfsmenn fyrirtækisins
okkar séu að dópa í starfsmanna-
ferðum.“
Varðandi meintan brotaferil
þeirra sem vísað var úr landi segir
Kristófer að einn af þeim hafi verið
rekinn frá Íslandi vegna þess að
hann hefði smygl á sakaskránni.
„Þessi meinleysisgutti, hann smygl-
aði einu sinni heyi fyrir hestinn sinn
frá Svíþjóð til Noregs því hey er
miklu ódýrara í Svíþjóð, hann vissi
ekki einu sinni að það væri ólöglegt.
Það er nú allur glæpaferilinn.“
Kristófer segir að þeir vinnufélag-
arnir reyni þó að taka þessu með
hæfilegum húmor og ætlar að búa til
jólakort með myndunum sem birt-
ust í blöðunum svo menn geti að
minnsta kosti hlegið að þessari nið-
urlægjandi reynslu. „En það særði
okkur mjög hvernig umfjöllunin gaf
í skyn að við værum glæpamenn og
fyrirtækið okkar væri glæpasam-
steypa.“
Norðmennirnir sem stöðvaðir voru í Keflavík eru óánægðir með hvernig komið var fram við þá
„Niðurlægjandi
uppákoma“
Morgunblaðið/Svavar
Kristofer Bentz og Henning Rums-
dal furða sig á umfjöllun fjölmiðla.