Morgunblaðið - 10.12.2003, Page 12

Morgunblaðið - 10.12.2003, Page 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Yfirráðarétturinn yfir fisk-veiðiauðlindunum kemurnær ævinlega upp þegarrætt er um hugsanlega að- ild Íslands að Evrópusambandinu. Hafa ýmis sjónarmið og kannski miklu frekar getgátur komið fram um það að hve miklu leyti Íslend- ingar gætu fengið varanlegar und- anþágur frá fiskveiðistefnu ESB eða með öðrum hætti tryggt sér áfram- haldandi afnotarétt af auðlindinni. Enn aðrir telja þetta afur á móti ekki vera neitt úrslitaatriði. Óttar Pálsson segir tilganginn með riti þeirra Stefáns ekki hafa ver- ið að blanda sér í pólitíska umræðu þótt skilin á milli lögfræðinnar og stjórnmálaumræðunnar kunni stundum að vera óljós. „Það er alveg ljóst að okkar rann- sókn byggir á lög- fræðilegum aðferð- um. Og enda þótt stundum hafi ef til vill mátt ráða eitt- hvað annað af um- ræðunni þá held ég af við höfum farið fremur varlega í að draga ályktanir,“ segir Óttar. Hver var hvatinn að því að þið lögðuð í þessa rannsóknarvinnu? „Við vorum og erum fylgjandi um- ræðu um þessi mál. Undirlagið verð- ur hins vegar að vera í lagi og þetta er okkar framlag til að styrkja það undirlag. Það var meginhugsunin. Evrópumálin hafa auðvitað verið til umræðu í allnokkurn tíma og menn hafa velt fyrir sér stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Mik- ilvægt atriði í þeirri umræðu allri hefur verið fiskveiðistefna sam- bandsins. Við Stefán höfðum rekið okkur á að það vantaði lögfræðilegan grunn í umræðuna. Menn ræddu málin fram og til baka og gjarnan varð maður hreinlega var við að farið var heldur frjálslega með lög- fræðilega stöðu mála. Það var í raun tilefnið að rannsókn okkar og síðan útgáfu bókarinnar.“ Þið segið að ekki hafi orðið neinar grundvallarbreytingar á sameig- inlegri sjávarútvegsstefnu ESB. „Nei, það má segja að hornsteinar fiskveiðistefnunnar hafi verið nær al- veg óbreyttir frá því að sameiginlega fiskveiðistefna Evrópubandalansins tók á sig endanlega mynd á fyrri hluta níunda áratugarins. Þær breyt- ingar sem síðan hafa orðið á sam- bandinu hafa ekki hnikað við þessum hornsteinum. Það er auðvitað ýmislegt í regluverki sam- bandsins sem hefur breyst, s.s. reglur um ákvarðatöku, án þess að hróflað hafi verið við meg- inþáttum fisk- veiðistefnunnar. Löggjafar- og ákvörðunarvald í fiskveiðimálum er hjá stofnunum Evrópusambandsins sem einnig fara með samningsheim- ildir við þriðju ríki. Nýafstaðin end- urskoðun á fiskveiðistefnunni og þær breytingar sem verða við hana verða fyrst og fremst innan þess ramma sem áður var markaður. Fyrir mig sem lögfræðing snerta grundvall- arspurningar þætti svo sem forræði yfir sjávarauðlindum, valdmörk sam- bandsins og aðildarríkjanna og máls- meðferð við ákvarðanatöku. Í þess- um efnum hafa ekki orðið neinar grundvallarbreytingar hjá samband- inu.“ Þið fullyrðið að Norðmenn hafi ekki fengið neinar varanlegar und- anþágur í samningnum frá 1994. „Það var rætt um það að á sínum tíma að Norðmenn hefðu fengið var- anlegar undanþágur. Sú umræða gaf okkur ærið tilefni til að skoða málin. Þess vegna er í bókinni nokkuð ít- arlegur kafli um þann hluta aðild- arsamnings Noregs sem varðar fisk- veiðimálin. Við tökum þann hluta fyrir og greinum hann lögfræðilega og komumst að niðurstöðu um efn- islegt innihald hans. Það er okkar niðurstaða að undanþágur Norð- manna frá sameiginlegri fisk- veiðistefnu sambandsins hafi verið sáralitlar og þeir hafi ekki fengið varanlegar undanþágur í neinum veigamiklum atriðum. Þetta var eitt af því sem okkur fannst ástæða til að rannsaka og nauðsynlegt var að lög- fræðingar kæmu að því verki að okk- ar mati. Þegar upp kemur ágrein- ingur um þjóðréttarsamninga er það rétt túlkun á efni þeirra samninga sem ræður úrslitum. Því getur verið varhugavert að treysta á einhverjar óljósar yfirlýsingar sem hafa jafnvel takmarkað gildi. Þá er ljóst að ekki er spurt að því hvað einhver sagði til dæmis í þinglegum umræðum eða jafnvel í fjölmiðlaviðtali.“ Hversu fast sóttu Norðmenn það á sínum tíma að fá varanlegar und- anþágur? „Ég veit að þeir gengu ansi hart fram í því og það er augljóst að þetta hefur verið mikið rætt, að öðrum kosti væru ekki allar þessar bókanir, yfirlýsingar og viðaukar í norska samningnum. Þetta var einnig mikið rætt á norska þinginu þannig að það liggur fyrir að þetta var áhersluatriði hjá þeim. Manni sýnist einnig þegar maður flettir norskum þingskjölum að stjórnmálamennirnir norsku hafi ekki haft sömu hugmyndir um samn- inginn og við Stefán.“ Malta kemur síðan á eftir Norð- mönnum og reynir að ná fram var- anlegum undanþágum. „Ég get ekki svarað því hvort þeir hafi lagt eins mikla áherslu á það og Norðmenn. En þegar við lögðum lokahönd á bókina lá fyrir stöðuskjal í samningaviðræðum Möltu við sam- bandið og það skjal studdumst við við og gerðum grein fyrir því. Á því lék enginn vafi í mínum huga þegar við gengum frá þessum kafla í bók- inni að Malta myndi ekki fá var- anlegar undanþágur frá fiskveiði- reglunum. Og misvísandi fréttir um það í fjölmiðlum hér heima breyttu þar engu um. Það gekk enda eftir, samningurinn liggur fyrir og í hon- um eru engar varanlegar und- anþágur. Aftur er það staðfest sem áður hafði gerst. En ég hlýt að ítreka í þessu sambandi að staða Íslands er önnur og hagsmunirnir eru meiri.“ Eru þá einhverjar líkur til að ESB víki frá grunnatriðum sameiginlegu fiskveiðistefnunnar? „Ef menn leyfa sér að draga ein- hverja ályktun af því sem gerst hefur væri hún sjálfsagt sú að litlar líkur séu á því. En síðan geta menn deilt um það hvort það eigi ekki einhver önnur atriði að koma til skoðunar. Við getum ekki alltaf dregið álykt- anir um framtíðina af fortíðinni en það er hins vegar annar handleggur að ræða möguleika á hugsanlegum undanþágum sem við eða aðrar þjóð- ir gætum fengið. Í okkar rannsókn skoðuðum við einfaldlega hvað ár- angri menn hafa náð í aðild- arviðræðum. Sá árangur liggur fyrir en við tökum einnig fram að staða ís- lensks sjávarútvegs sé önnur en í til- viki Noregs, t.d. vegna þýðingar hans fyrir íslenskan þjóðarbúskap, staðbundinna nytjastofna á Íslands- miðum og landfræðilegrar legu landsins. Ekki sé því unnt að útiloka fyrirfram að röksemdir séu fyrir hendi sem gætu orðið grundvöllur fyrir varanlegar undanþágur á ein- stökum sviðum í hugsanlegum aðild- arsamningum Íslands við sam- bandið. Að virtu því sem fram er komið bendir þó flest til að ólíklegt sé að ná megi fram lagalega skuld- bindandi ákvæðum um mikilvæg at- riði.“ Þetta er sem sagt ein helsta nið- urstaða rannsóknarinnar? „Þetta er í sjálfu sér rannsókn- arniðurstaða sem er skilin eftir dálít- ið opin þótt það liggi alveg í henni hver okkar skoðun er. Og það er rök- studd skoðun. Við byggjum hana ein- faldlega á því að regluverk sam- bandsins hvílir á ákveðnum meginstoðum og fiskveiðistefnan einnig. Þær undanþágur sem menn hafa verið að ræða hér heima fela í sér veruleg frávik frá þeim meg- inreglum sem markaðar hafa verið. Við þekkjum þess engin dæmi áður að slík frávik hafi verið veitt og við höfum skoðað sjávarútveginn sér- staklega. En af því að þú spyrð um þetta at- riði sérstaklega þá er það sjálfsagt klassískt dæmi um að nokkuð stór rannsókn felur í sér margvíslegar niðurstöður en síðan er það mjög lít- ill hluti af rannsóknarniðurstöðunum sem einkennir alla umræðuna. Spurningin um hugsanlegar und- anþágur frá fiskveiðistefnunni virð- ist vera hin eina sem sumir stjórn- málamennirnir hafa áhuga á og það er nú einfaldlega þannig í Evrópu- málunum að þar virðast menn skipa sér í fylkingar með eða á móti aðild Íslands að sambandinu. Það eru nokkuð skýrar línur í stjórn- málaflokkum um þetta og eins í frjálsum félagasamtökum. Við tök- um enga afstöðu til þess hvort Ísland eigi að ganga í sambandið eða ekki. Við höfum aldrei reifað neinar sér- stakar hugmyndir um það.“ Engar grund- vallarbreyting- ar á sjávarút- vegsstefnu ESB Morgunblaðið/Jim Smart Óttar Pálsson: „Við þekkjum þess engin dæmi áður að slík frávik hafi verið veitt og við höfum skoðað sjávarútveginn sérstaklega.“ arnorg@mbl.is Óttar Pálsson lögmaður og Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild HÍ, telja fremur litlar líkur vera á því að ESB muni víkja frá grunnatriðum sameiginlegu fisk- veiðistefnunnar. Arnór Gísli Ólafsson ræddi við Óttar Pálsson um bókina Fisk- veiðireglur Íslands og Evrópusambandsins. ’ En ég hlýt aðítreka í þessu sambandi að staða Íslands er önnur og hags- munirnir eru meiri. ‘ UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur beint þeim tilmælum til félagsmálaráðuneytisins að það taki mál tveggja dagmæðra í Reykjavík til meðferðar á ný. Hafði ráðuneytið talið að ekki væru forsendur til að úrskurða um stjórnsýslu- kæru þeirra vegna meðferðar og ákvarðana Leikskóla Reykjavíkur og leikskólaráðs Reykjavíkur í máli þeirra. Dagmæðurnar kvörtuðu til umboðsmanns yfir áliti félagsmálaráðuneytisins, sem taldi að málsmeðferð umsjónaraðila á vegum Leik- skóla Reykjavíkur við eftirlit sitt á störfum við daggæslu barna hefði verið innan marka reglu- gerðar um daggæslu barna í heimahúsum og stjórnsýslulaga. Umsjónaraðilar á vegum Leikskóla Reykja- víkur heimsóttu konurnar þar sem þær voru með daggæslu fyrir börn. Rúmri viku síðar fengu þær sent bréf frá viðkomandi þar sem gerðar voru athugasemdir um aðbúnað og fjölda barna í gæslu í einu. Voru þær sakaðar um „vítavert gáleysi“ og veitt áminning og frestur til úrbóta. Konurnar óskuðu eftir því að leikskólaráð Reykjavíkur fjallaði um mál þeirra, en ráðið taldi ekki tilefni til athugasemda við meðferð málsins af hálfu umsjónaraðila. Leituðu dag- mæðurnar þá til félagsmálaráðuneytisins með stjórnsýslukæru. Ráðuneytið taldi ekki forsendur til að úr- skurða um kæru dagmæðranna á grundvelli 1. mgr. 103. gr. sveitarstjórnarlaga. Umboðsmaður Alþingis telur að þröng túlk- un félagsmálaráðuneytisins á lögunum eigi sér ekki stoð í orðalagi ákvæðisins sem taki til ým- issa „vafaatriða við framkvæmd sveitarstjórn- armálefna“. Var það niðurstaða umboðsmanns að ráðuneytinu hefði, eins og atvikum var hátt- að, verið skylt að taka stjórnsýslukæru dag- mæðranna til úrskurðar og því hefði ráðuneyt- inu ekki verið heimilt að ljúka málinu með áliti, eins og það gerði. Tilmæli umboðsmanns til félagsmálaráðuneytis Úrskurðað verði í stjórn- sýslukæru dagmæðra KÆRUNEFND jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að auglýsing Flugleiða/Ice- landair, sem Kvenréttindafélag Íslands kærði, brjóti ekki í bága við jafnréttislög, en nefndin vísaði frá kvörtun varðandi auglýsingar og kynningarefni erlendis. Kvenréttindafélag Íslands óskaði eftir því að kærunefnd jafnréttismála kannaði og tæki af- stöðu til þess hvort tilteknar auglýsingar Flug- leiða/Icelandair, sem birtar hefðu verið á netinu og víða erlendis vegna flugferða félaganna til Ís- lands, brytu gegn ákvæðum 18. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Í niðurstöðum kærunefndarinnar kemur fram að það er ekki hlutverk hennar „að taka af- stöðu til þess hvort auglýsingar sem birtast er- lendis og er fyrst og fremst beint að erlendum mörkuðum teljist vera í samræmi við 18. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 96/2000. Í því sambandi ber að hafa í huga að við gerð auglýsinga hlýtur jafnan að vera tekið mið af aðstæðum og lagaumhverfi í viðkomandi ríki“. Því telji nefndin að það falli utan verksviðs hennar að fjalla um auglýsingar Flugleiða/Ice- landair sem birtust á eða var beint að erlendum mörkuðum og vísar hún kvörtuninni frá. Kynningarefni sem beint var að viðskiptavin- um Flugleiða hérlendis var einnig kært en um var að ræða eftirfarandi í tölvupóstsendingu: „Nú ertu með tvær í takinu. Annars vegar er það stórborgin New York og hins vegar ein feg- ursta borg Norðurlanda, Osló. Hvor um sig hef- ur upp á skemmtilega afþreyingu að bjóða, veit- ingastaði sem og hótel og því um að gera að stökkva á nettilboð núna um helgina.“ Kæru- nefndin komst að þeirri niðurstöðu að ekkert í þessari kynningu væri öðru kyninu til minnk- unar eða lítilsvirðingar. „Það er því álit kæru- nefndar jafnréttismála, að framangreind aug- lýsing, sem fram kom í tölvupóstsendingu 24. september 2002, teljist ekki hafa falið í sér brot gegn 18. gr. laga nr. 96/2000.“ Auglýsing Flugleiða tekin fyrir í kærunefnd Er ekki talin brjóta í bága við jafnréttislög

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.