Morgunblaðið - 10.12.2003, Page 17
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 17
Fjárfestingarfélagi› Straumur hf. hefur sótt um starfsleyfi sem
fjárfestingarbanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.
Stjórn félagsins bo›ar hér me› til hluthafafundar í félaginu sem ver›ur
haldinn flann 18. desember 2003 klukkan 11.00 a› Grand Hótel, í Hofteigi
á 4. hæ›.
Óski hluthafi eftir a› fá ákve›i› mál teki› til me›fer›ar á fundinum skal ósk hans komi› í
hendur stjórnar eigi sí›ar en sjö dögum fyrir fundinn. Fundargögn og atkvæ›ase›lar ver›a
afhentir á fundarsta›. Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Breytingar á samflykktum félagsins.
Meginefni tillagnanna er eftirfarandi:
1. gr. - Breyting á nafni félagsins í Straumur Fjárfestingarbanki hf. og tilvísun til laga
sem félagi› starfar eftir.
3. gr. – Breyting á tilgangi félagsins er felur í sér a› hann ver›ur a› veita
fjármálafljónustu.
4. gr. – Breyting á or›alagi og aukin heimild til handa stjórn til a› gefa út n‡tt hlutafé.
7. gr. – Breyting á or›alagi.
8. gr. – Einföldun frá eldra ákvæ›i um eigin hluti félagsins. Bann vi› lánveitingu út á
bréf félagsins fellt ni›ur.
19. gr. – Fjölgun stjórnarmanna úr fjórum í fimm.
21. gr. – Undirskrift flriggja stjórnarmanna bindi félagi› í sta› tveggja á›ur.
27. gr. – Breyting á or›alagi.
28. gr. – Tilvísun til laga um fjármálafyrirtæki og annarra laga.
2. fióknun stjórnarmanna.
3. Kosning n‡rrar stjórnar a› félaginu.
Tillögurnar munu liggja frammi á skrifstofu félagsins til
athugunar fyrir hluthafa viku fyrir fundinn.
Reykjavík, 9. desember 2003.
Stjórn Fjárfestingarfélagsins Straums hf.
Bo›un til hluthafafundar
Fjárfestingarfélagsins Straums hf.
Útsölustaðir
Apótek og lyfjaverslanir
Töskur
Ekta leður
Verð frá kr. 2.800
FIMMTÍU og átta bandarískir
hermenn særðust í tveimur
sjálfsmorðsárásum í Írak í gær.
Tveir er maður sprengdi sig upp
við bandaríska herstöð við
Bagdad og hinir í sams konar
árás í bænum Talafar, sem er
380 km norðvestur af höfuð-
borginni. Þar var bíl ekið að að-
alhliðinu en þegar verðir skutu á
hann, var hann sprengdur upp.
Bandarískri herþyrlu var nauð-
lent vestur af Bagdad í gær og
er haft eftir fólki þar, að skotið
hafi verið á hana en talsmaður
bandaríska hersins vildi ekki
staðfesta það.
Nægar
sannanir
BÚIST er við, að Mijailo Mij-
ailovic, manninum, sem er grun-
aður um að hafa myrt Önnu
Lindh, utan-
ríkisráð-
herra Sví-
þjóðar, verði
birt ákæra í
næsta nán-
uði og rétt-
arhöld yfir
honum hefj-
ist skömmu
síðar. Hing-
að til hefur
hann neitað allri sök en sænskir
fjölmiðlar hafa eftir lögreglunni,
að sannanir gegn honum séu yf-
irþyrmandi og nægi til að fá
hann sakfelldan án játningar.
Huldumenn
lofa lyfin
BRESKA dagblaðið The
Observer hefur skýrt frá því, að
lyfjafyrirtækin stundi það að
láta huldumenn á sínum snær-
um skrifa greinar um lyf í virt
læknatímarit en fá síðan lækna
til að setja nafn sitt undir þær.
Hefur þessu máli einnig verið
fylgt eftir í dagblaðinu The
Guardian. Segja blöðin, að um sé
að ræða hundruð greina, sem
eignuð séu fræðimönnum og
læknum, sem vafalaust hafi feng-
ið vel greitt fyrir að lána nafnið
sitt. Læknatímaritin njóta mikill-
ar virðingar og geta ráðið miklu
um það hvaða lyf eru notuð.
Landtöku-
menn
hóta „stríði“
PINHAS Wallerstein, einn af
leiðtogum ísraelskra landtöku-
manna, sagði í gær, að „stríð“
myndi brjótast út ef Ísr-
aelsstjórn reyndi að fylgja eftir
ákvörðun sinni um að leggja af
átta gyðingabyggðir á Vestur-
bakkanum. Shaul Mofaz, varn-
armálaráðherra Ísraels, lét þó
hótanir Wallersteins sem vind
um eyru þjóta og ítrekaði, að
byggðirnar væru ólöglegar, það
er að segja, þær hefðu ekki verið
samþykktar af Ísraelsstjórn.
Talsmaður samtakanna „Friður
nú“ sagði í gær, að yfirlýsingar
Ísraelsstjórnar um að leggja
niður gyðingabyggðir á palest-
ínsku landi væru raunar blekk-
ing og skrípaleikur. Þær gengju
út á að flytja landtökumennina
burt í auglýsingaskyni en leyfa
þeim síðan að snúa aftur síðar.
STUTT
Sjálfs-
morðs-
árásir í
Írak
Mijailovic
ÞRJÁR dætur Sukarnos heitins,
fyrsta forseta Indónesíu, eru leiðtog-
ar stjórnmálaflokka og munu því
berjast hver við
aðra í þingkosn-
ingunum í land-
inu á næsta ári.
Þeirra á meðal er
Megawati Suk-
arnoputri, núver-
andi forseti
landsins.
Rachmawati
Sukarnoputri,
Sukmawati Suk-
arnoputri og Megawati voru meðal
24 flokksleiðtoga, sem mættu á fund
með yfirkjörstjórninni á mánudag
en þá var dregið um röð flokkanna á
kjörseðlinum. Eru flokkar þeirra
Rachmawati og Sukmawati að vísu
ekki taldir nein ógn við flokk Mega-
wati, systur þeirra, Lýðræðislega
baráttuflokkinn, en sýna þó vaxandi
óánægju með stjórnarhætti hennar.
Rachmawati, sem gagnrýnir syst-
ur sína harðlega, leiðir Frum-
herjaflokkinn en Sukmawati fer fyr-
ir Þjóðlega Marhaenista-flokknum.
„Marhaenismi“ var kjarninn í pólitík
föður þeirra og táknaði bændur og
örsnauðan almúgann.
Sukarno, faðir systranna, stýrði
Indónesíu á árunum 1950-65 en þá
tók Suharto við og var forseti í 32 ár.
Systraslagur
í Indónesíu
Jakarta. AFP.
Megawati
Sukarnoputri
á, að núverandi lindir séu smám
saman að tæmast og enginn meiri
háttar olíufundur hafi átt sér stað
síðan 1997.
Það er nokkuð langur tími þeg-
ar þess er gætt, að það líða jafnan
nokkur ár á milli olíufundar og
vinnslu.
Mikið í húfi
Olían er langmesta tekjulind
Norðmanna enda eru þeir þriðju
mestu olíuútflytjendurnir á eftir
Sádi-aröbum og Rússum. Er hún
22,6% af landsframleiðslunni og
41,5% af útflutningnum.
Dragist olíuvinnslan saman að
einhverju marki mun það segja til
OLÍULINDIR Norðmanna í
Norðursjó þverra óðum og nú eru
þeir farnir að gjóa augunum norð-
ur á bóginn, að svæðinu við Lófót.
Olíufélögin styðja það en um-
hverfisverndarsinnar eru aldeilis
á öðru máli.
Norska stjórnin verður að
ákveða það fyrir áramót hvort til-
raunaboranir verða leyfðar við
Lófót og deilurnar um það harðna
með degi hverjum.
„Vandinn er sá, að stjórnin þarf
að hafa alla góða á sama tíma,
sjómennina, umhverfissamtökin
og olíuiðnaðinn, og það er ekki
alltaf hægt,“ segir Torger Reve,
yfirmaður efnahagsáætlanadeildar
verslunarháskólans í Ósló.
Lindirnar að tæmast
Norsku olíurisarnir, Statoil og
Norsk Hydro, leggja áherslu á, að
verði ekkert að gert muni olíu-
ævintýrinu, sem gert hefur Norð-
menn ríka, brátt ljúka. Þeir benda
sín í samdrætti í öllu efnahagslíf-
inu.
Það, sem er meðal annars í húfi,
er fjármögnun norska lífeyriskerf-
isins en mestallar olíutekjurnar
fara í sjóð, sem ætlað er að standa
undir því. Í þessum sjóði voru í
septemberlok tæplega 9.000 millj-
arðar ísl. kr.
Viðkvæm kóralrif
Sú erfiða ákvörðun, sem norska
stjórnin stendur nú frammi fyrir,
snertir ekki aðeins olíuiðnaðinn,
heldur sjálfa framtíð Noregs á
næstu áratugum. Margir stjórn-
málamenn eru sammála hinum
efnahagslegu röksemdum fyrir
tilraunaborunum við Lófót en
aðrir hafa skipað sér í sveit með
umhverfisverndarsamtökunum.
Norska kirkjan hefur líka snúist
á sveif með þeim og kunnir menn
eins og Jostein Gaarder, höf-
undur bókarinnar „Veröld
Soffíu“.
Talið er, að við Lófót sé að finna
um 30% af þeirri olíu, sem enn er
ófundin við Noreg, en þar eru líka
einhver auðugustu fiskimiðin. Þar
hafa menn dregið þorsk úr sjó og
veitt síld frá ómunatíð og þar er
að finna mjög viðkvæm kóralrif og
ákaflega auðugt fuglalíf.
„Eyjarnar við Lófót má kalla
sjávarréttahlaðborðið í þessu
landi,“ sagði Tor Traasdahl, tals-
maður Alþjóðanáttúruvernd-
arsjóðsins (WWF).
Ríkisstjórnin klofin
í málinu
Hafa deilurnar valdið klofningi
innan stjórnarinnar en Kristilegi
þjóðarflokkurinn og Venstre eru
andvígir borunum en Hægriflokk-
urinn meðmæltur þeim.
Norðmenn leggja hins vegar
mikið upp úr því að ljúka mál-
unum í sátt og samlyndi og því er
allt gert til að finna einhverja
málamiðlun.
Hún gæti hugsanlega falist í því
að banna boranir við Lófót en
leyfa þær norðar í Barentshafi þar
sem Rússar eru þegar byrjaðir að
bora.
Umhverfið og olían takast á
Olíufyrirtæki segja að finnist ekki nýjar lindir við Lófót
fari að halla undan fæti fyrir norska olíuævintýrinu
Ósló. AFP.
’ Eyjarnar við Lófót má kalla sjáv-
arréttahlaðborðið í
þessu landi. ‘