Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 22
LANDIÐ
22 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Mývatnssveit | Jólasveinninn tók
nýlega á móti börnum og full-
orðnum í Dimmuborgum í sól-
skini og sunnanvindi. Á Hallarflöt
inn milli fagurra klettaborga hef-
ur hann komið sér fyrir til fastr-
ar búsetu framvegis. Einnig hef-
ur hann tekið vel í að líta inn í
Skjólbrekku eftir kl. 3 á daginn.
Í samræmi við tíðaranda hefur
hann svo samið við Íslandspóst
um að fá afhentan allan jóla-
sveinapóst beinustu leið í Dimmu-
borgir. Þaðan mun svo jóla-
sveinninn svara pósti hvaðan sem
hann berst. Alla daga fram að
jólum mun hann taka móti gest-
um í Dimmuborgum frá kl. 13 til
15 og síðan í Skjólbrekku frá 15
til 17. Hann verður því sann-
arlega önnum kafinn eins og
fleiri fram til jóla.
Jólamarkaður í Skjólbrekku
Í samráði við jólasveininn hef-
ur verið settur upp jólamarkaður
í Skjólbrekku þar sem fjöl-
breyttar jólavörur eru á boð-
stólum. Gríðarstórt jólatré er á
miðju gólfi og Mývetnskar hand-
verkskonur eru þar með fjöl-
breytt úrval af ullarvörum og
fleiru frá Dyngjunni. Leikaðstöðu
hefur verið komið upp fyrir börn
og hásæti fyrir jólasveininn.
Súkkulaði, kaffi og rjómavöfflur
eru þar á boðstólum.
Jóla-
sveinninn
í Dimmu-
borgum
Morgunblaðið/BFH
Börnin fá mynd af sér með jólasveininum á Hallarflöt í Dimmuborgum.
TUTTUGU og fjórar konur útskrif-
ast í dag af námskeiðinu Brautar-
gengi, sem þær hafa tekið þátt í gegn-
um fjarfundabúnað frá því í
september.
Námskeiðið, sem haldið er af
Impru nýsköpunarmiðstöð, Iðn-
tæknistofnun, er fyrir konur sem vilja
hrinda viðskiptahugmynd í fram-
kvæmd og stunda eigin atvinnurekst-
ur. Það var nú í haust kennt í tíunda
sinn en hóf göngu sína í Reykjavík ár-
ið 1996.
Í fréttatilkynningu segir að nám-
skeiðið hafi í haust í fyrsta sinn verið
haldið utan höfuðborgarsvæðisins, en
það hófst 13. september sl. og lýkur
með útskrift í dag. Þátttakendur voru
24, frá Akureyri, Ísafirði og Egils-
stöðum, og voru staðirnir tengdir
saman með fjarfundabúnaði.
Námskeiðið er samtals 75 klst og er
eingöngu fyrir konur en það hefur
sýnt sig að mikil þörf er fyrir slíkan
vettvang fyrir konur sem eru að stíga
sín fyrstu skref í viðskiptalífinu.
Mikil fjölbreytni var í þeim verkefn-
um sem unnin voru á námstímanum og
má sem dæmi nefna ýmsar tegundir
ráðgjafarþjónustu sem á án efa eftir að
koma sér vel á þeim stöðum þar sem
hún verður byggð upp, matvælafram-
leiðslu, ýmiss konar þjónustu við
ferðamenn og verslun og þróun á nýj-
um vörum og vörumerkjum sem ætl-
aðar eru bæði á heimamarkað og til
landkynningar erlendis. Á námskeið-
inu kom einnig glögglega í ljós að kon-
ur á Austfjörðum ætla sér að nýta þau
tækifæri sem gefast með þeirri fólks-
fjölgun sem mun verða á svæðinu.
Brautargengi var styrkt af
Byggðastofnun, Akureyrarbæ, Ísa-
fjarðarbæ, Austur-Héraði, At-
vinnuþróunarfélagi Vestfjarða og
Þróunarstofu Austurlands.
Tuttugu og fjór-
ar konur með
brautargengi
Akranes | Námsmenn á Akranesi
létu til sína taka í bæjarstjórninni á
dögunum og héldu fund þar sem átta
grunnskólanemar héldu tölu um ým-
is málefni. Að auki tók fulltrúi úr
röðum nemenda Fjölbrautaskóla
Vesturlands þátt í umræðunum.
Í bæjarsþingsalnum sátu margir
af kjörnum bæjarfulltrúum Akra-
ness og hlýddu á ræður ungu kyn-
slóðarinnar og að mati þeirra sem á
hlýddu kom þar margt áhugarvert
fram.
Forvarnir voru áberandi í ræðum
og stjórnaði Gísli Gíslason bæjar-
stjóri fundinum. Þar var m.a. rætt
um auglýsingar á áfengi en fundar-
menn töldu að slíkar auglýsingar
væru í umferð þrátt fyrir að slíkt
væri bannað.
Aðalsteinn Hjartarson, sviðsstjóri
tómstunda- og forvarnarsviðs Akra-
nesbæjar, sagði í útvarpsþætti sem
sendur var út s.l. föstudag í útvarpi
Akraness að ungt fólk hefði gríðar-
lega margt til málanna að leggja í
forvarnarstarfi. Sagði Aðalsteinn
m.a. að margt af því sem ungling-
arnir hefðu lagt til á bæjarstjórnar-
fundinum yrði tekið til athugunar á
næstu misserum. „Það var ótrúlega
gaman að hlýða á ræður fundar-
manna. Unga kynslóðin sér hlutina í
öðru ljósi en við sem eldri erum og
ég er fullviss um að margt af því sem
þar var sagt verður haft að leiðar-
ljósi í þeirri vinnu sem snýr að for-
vörnum. Ræðurnar voru beinskeytt-
ar og mikil vinna lá þar að baki. Við
erum mjög ánægðir með hvernig til
tókst,“ sagði Aðalsteinn. Þetta er
annað árið í röð sem ungir Akurnes-
ingar fá tækifæri til þess að tjá sig
um málefni unga fólksins á þessum
vettvangi. Bæjarstjórn Akraness
hefur ákveðið að sami háttur verði
hafður á að ári og verði fastur liður í
tilveru Skagamanna.
Bæjarstjórnarfund-
ur unga fólksins
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Maren Ósk Elíasdóttir undirbýr
ræðu sína en Una Harðardóttir
fylgist með gangi mála á bæj-
arstjórnarfundi unga fólksins á
Akranesi.
Þórshöfn | fjölmenn aðventuhátíð
var í Þórshafnarkirkju fyrsta
sunnudag í aðventu og börnin
tóku þátt í helgihaldinu. Nem-
endur tónlistarskólans léku á
hljóðfæri, fermingarbörn lásu úr
Nýja testamenti og yngstu börnin,
bæði úr sunnudagaskóla og grunn-
skóla, sungu með kirkjukórnum.
Að messu lokinni voru allir vel-
komnir í safnaðarheimilið þar sem
Kvenfélagið Hvöt var með kaffi-
veitingar. Þar var einnig sýning á
ýmiss konar handverki eftir hag-
leiksfólk í byggðarlaginu og
margt fallegt þar að sjá sem
freistaði bæði barna og fullorð-
inna.
Morgunblaðið/Líney
Margs konar handverk var á sýningunni og jólalegt um að litast auk þess
sem kaffiborð kvenfélagsins var vinsælt að venju.
Aðventuhátíð í Þórshafnarkirkju