Morgunblaðið - 10.12.2003, Side 23
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 23
Hólmavík | Notaleg stemning ríkti
á aðventukvöldi í Hólmavíkurkirkju
í síðustu viku. Börn úr Grunnskól-
anum sáu að stórum hluta um dag-
skrána undir stjórn kennara í tón-
list og tjáningu. Einnig komu fram
Kvennakórinn Norðurljós og
kirkjukór Hólmavíkurkirkju. Báðir
kórarnir höfðu á efnisskrá falleg
jólalög, sem sum hver hafa ekki
heyrst mikið áður. Atriðin sem
börnin æfðu voru m.a. helgileikur,
upplestur á jólasögum, tilbrigði við
jólasálm þar sem leikið var undir
lestur hins kunna sálms Með vísna-
söng ég vögguna þína hræri og kór-
söngur.
Þá fluttu fermingarbörn þulu um
tíu kerti sem tendruð voru jafn-
óðum. Sr. Sigríður Óladóttir sókn-
arprestur flutti ávarp og ritning-
arlestur. Þetta kvöld var þétt setinn
bekkurinn í kirkjunni sem mun
taka á annað hundrað manns í sæti.
Morgunblaðið/Kristín Sigurrós
Helgileikur í flutningi 4. og 5. bekkjar Grunnskólans og barnakórsins.
Þétt setinn bekkurinn
á aðventukvöldi
Stöðvarfjörður | Á vefsíðunni Bæj-
arslúðrinu, sem skrifuð er af Björg-
vin Val Guðmundssyni á Stöðv-
arfirði, kennir ýmissa grasa og eru
kímnin og hugarflugið þar í öndvegi.
Eftirfarandi frétt birtist á dögunum
í Bæjarslúðrinu:
Þeim brá heldur betur í brún,
starfsmönnum við Fáskrúðsfjarð-
argöng, þegar þeir komu inn í stóran
helli og sáu þar stóran mann sitjandi
á stól. Þar sem bormennirnir kalla
nú ekki allt ömmu sína gáfu þeir sig
á tal við manninn og í ljós kom þarna
var enginn annar en Leppalúði, eig-
inmaður Grýlu og faðir jólasvein-
anna. Grýla var ekki heima þegar
gestina bar að garði en hún hafði
skroppið í heimsókn til sona sinna til
að stappa í þá stálinu fyrir komandi
vertíð. Þegar Leppalúði uppgötvaði í
hvaða erindagjörðum bormennirnir
voru brást hann hinn versti við og
var lítið hrifinn af því að fá þjóðveg í
gegnum stofuna sína. Hyggst hann
kæra málið til Skipulagsstofnunar,
því að hans mati var ekki staðið
nægilega vel að grenndarkynningu
fyrir þessar framkvæmdir. „Bíðið
bara þar til kerlingin fréttir af
þessu,“ sagði hann við tíðindamann
Bæjarslúðursins. „Sú verður aldeilis
brjáluð!“
Bormenn fundu
bústað Grýlu
og Leppalúða
Búðardalur | Það var fjölmennt
þegar kveikt var á stóru, fallegu
jólatré við Dalabúð á mánudaginn.
Þetta er einn af föstum viðburðum
aðventunnar hér í Dölum. Eftir að
ljósin voru tendruð var tekin dans-
æfing í kringum tréð. Þá komu
tveir jólasveinar akandi á fjórhjóli
og gáfu krökkunum nammi. Dala-
byggð bauð upp á kakó og pip-
arkökur inni í Dalabúð. Þar inni
voru nemendur tónlistarskólans
og spiluðu þeir fyrir gestina jóla-
lög.
Morgunblaðið/Helga H.
Jólasveinar í Búðardal
Komu akandi á fjórhjóli
og gáfu börnum nammi