Morgunblaðið - 10.12.2003, Qupperneq 26
LISTIR
26 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Munið
að slökkva
á kertunum
Góð regla er að
væta kertakveikinn
með vatni þegar
slökkt er á kerti til
að ekki leynist glóð
Slökkvilið
Höfuðborgarsvæðisins
Þ
essir vikulegu pistl-
ar eiga á engan
hátt að vera áróður
fyrir afmarkaða
listastefnu hvorki
málverk né hina
ýmsu geira fjöl-
tækni. Skulu hins vegar í og með
spegla ástandið í heimslistinni,
beina kastljósinu að einu og öðru
sem efst er á baugi hverju sinni.
Fyrir þá sök er fyrirsögnin innan
gæsalappa að þessu sinni, hún tek-
in traustataki beint af forsíðu nóv-
emberheftis, art Das Kunstmagas-
in, síður hugarsmíð mín. Svo skeði
það óvænta, að desemberhefti kom
inn um bréfalúguna á líkum tíma
og ég hafði
tölvusent
síðasta pist-
il minn á
blaðið, og
eftir að hafa
flett í því
um stund riðluðust ósjálfrátt hug-
myndir mínar um þá næstu í röð-
inni. Mál að Axel Hecht aðalrit-
stjóri mánaðarritsins, sem í ljósi
stöðu sinnar er fastagestur á vett-
vangi stórsýninga og lista-
kaupstefna austan hafs sem vest-
an, víkur að málverkinu og meintri
endurkomu þess í almennu rit-
stjóraspjalli við lesendur. Orðræða
dagsins markar af þeim sökum að
meginhluta þetta málskraf, og í
sem næst orðréttri þýðingu til að
gæta fyllstu hlutlægni, upplýsi að
skrif Hechts hafa í áranna rás
komið mér svo fyrir sjónir að vera
opin, hlutlæg og hleypidómalaus.
Ritstjóranum gengur helst til að
þreifa á púlsi samtímans hverju
sinni, tekur jafnt fyrir sígilda
miðla sem hina ýmsu geira fjöl-
tækni og leysir flókna hnúta af
mikilli fagmennsku. Sjálft ritið tví-
mælalaust eitt hið fjölþættasta,
virtasta og áreiðanlegasta sem út
kemur í heimi hér, liggur enda
hvarvetna frammi á listastofn-
unum.
Hecht hefur spjall sitt áþví að vísa til þess aðlistkaupstefnur ársins,sem senn rennur sitt
skeið, hafi naumast í annan tíma
verið myndvænni, „Bilderselig wie
kaum zuvor gaben sich die Messen
zu Ende gehende Jahr“: Hvort
heldur í Basel, Berlín, London og
síðast Köln, allsstaðar yfirgnæfði
list á lérefti, þarnæst komu ljós-
myndir og teikningar. Hefur trú-
lega ekki verið búinn að sjá hina
grónu og fjölþættu FIAC lista-
kaupstefnu í París, þegar hann
skrifaði pistilinn, haldin tveim vik-
um seinna en sú í Köln, en harla
ólíklegt að á þeirri sígildu fram-
kvæmd hafi hlutur málverksins
verið rýrari en að venju. Hecht
bætir við; alveg til stuðningsdeilda
nýstárlegra viðhorfa yngri kyn-
slóðar (förderkojen) heldur þessi
tilhneiging áfram. Kröftug, frek og
sjálfsmeðvituð þrengir unga kyn-
slóðin sér fram á sviðið – og safn-
arar taka hana með hrifningu upp
á arma sér.
Þessi þróun kemur engan veginn
á óvart svo sem fyrri skrif mín
mega vera til vitnis um, einkum
þegar vísað skyldi til loftvog-
arinnar í listheiminum. Minnir um
margt á upphaf níunda áratugsins
er villta málverkið þrengdi sér
fram af miklu offorsi, svo líkt var
við sprengingu. Að þessu sinni eru
hvörfin þó hvergi nærri eins ofsa-
fengin, því með reynslu fyrri öf-
ugþróunar í bakið reyndist úti-
lokað að ryðja miðlinum jafn
algjörlega út af borðinu. Málverkið
allan tíma í sviðsljósinu hvað sem
öllum hamagangi og útilokunar-
áráttu viðvék. Þróunin á síðustu
misserum á ei heldur upphaf sitt á
ákveðnum snertipunkti líkt og
fyrrum (Köln), heldur virðist hafa
sprottið upp samtímis á mörgum
stöðum eins og hann víkur að.
– Hecht veltir þarnæst fyrir sér
hvernig á þessari óvæntu og næsta
samkynja þróun standi: Yfirgnæfði
ekki fjöltækni, þ.e. myndbönd, inn-
setningar og djúphugsaðar rann-
sóknir allt annað á Tvíæringnum í
Feneyjum. Voru menn ekki á erf-
iðu rölti frá einum upplýsingabási
til annars, þar sem jafnaðarlega
var þröng á þingi og lærðum við
ekki hvað list væri í nánu lík-
amlegu snertisambandi við náung-
ann? Vorum reyndar þjálfaðir fyrir
– af Dokumenta Okwui Enwesors í
Kassel. Þegar öllu er á botninn
hvolft hafði hinn ósveigjanlegi
kennari óspart trakterað okkur á
þekkingu þeirra sem rannsaka og
sundurgreina; félagsfræðinga,
sagnfræðinga og heimspekinga,
sem hafa slegið upp tjöldum á öll-
um útmörkum listarinnar. Þessi
tegund listrænna athafna ratar þó
einungis og að takmörkuðu leyti út
úr rými hinnar feneysku birgða-
geymslu eða sölum Dokumenta, yf-
ir í listhús og þilrekkjur markaðs-
ins. Aldrei var gjáin jafn djúp milli
þessara tveggja geira listarinnar,
skurðmengið á milli þeirra jafn lít-
ið.
Liðinn sá tími er safnarinn lét
ákvarðanir sínar mótast af ómiss-
andi skiptum og víxlverkun
áfangastaða. Meira en nokkru
sinni fjarlægðust geirarnir hvor
annan.
Nú þegar er hugtakið, sýn-
ingastjóralist, í fullu gildi. Verk af
þeirri gerð þarfnast í ríkum mæli
útskýringa, þau ná ekki til skoð-
andans án eigin rannsókna á þeim
fræðilega grunni sem sótt er til
hverju sinni. Þessi sýningastjóra-
list fullnægir áreitnislega séð túlk-
unarþörf þeirra er að sýningunum
standa – þar af leiðandi eru sýn-
ingarskrárnar sem háskólagengnir
eru oftar en ekki fengnir til að sjá
um þungar og erfiðar í lestri.
Safnarar taka þessum breyt-
ingum auðsjánlega með fyrirvara.
Þeir verja skilning sinn á inntaki
verka – setja þannig sígilda þætti
listarinnar merkjanlega í forgrunn-
inn. Hvaða áhrif þessi þróun hefur
á söfnin okkar leiðir svo tíminn í
ljós.
Til skamms tíma var tilnokkurs konar versl-unarsamningur: Hinnleiðandi en jafnframt
áhættugjarni safnari lét brjóstvitið
ráða. Með því studdi hann ekki
einasta tilvist ungra listamanna,
heldur brúaði einnig tímasvið, sem
er nauðsynlegt, til að gera list
safnþroska. Á meðan verða tíma-
bundnar sýningar til þess að
ákveðnir straumar framsækinnar
samtímalistar lifa af, svífa í tóma-
rúmi. Það er nýtt...
– Svo mörg eru þau orð hins
virta aðalritstjóra, art Das
Kunstmagasin, hann þó ekki
þekktur fyrir að halda málverkinu
fram frekar en öðrum geirum nú-
lista og drjúgur vísdómur falinn í
orðræðu hans. Skrifari var illa
fjarri þessum kaupstefnum, en
hann hafði einmitt sett stefnuna á
þær allar en var löglega forfall-
aður. Missti því af að upplifa þenn-
an viðsnúning af sjón og raun og
er rétt farinn að fá skilvirkar og
greinargóðar upplýsingar, hins
vegar þykir honum undarlegt hve
lengi þær hafa verið að ná hingað
þótt sennilega hafi aldrei fleiri
skrifandi landar sem og starfandi
listamenn verið á vettvangi. Að
vísu á þeim framkvæmdum sem
snúa að hinni svokölluðu „sýning-
arstjóralist“ og helst er haldið á
lofti um þessar mundir, en varla
sakar að beina sjónum til fleiri
átta, einkum í ljósi einangrunar
okkar. Rétt að staðnæmast við
þann framslátt Hechts, að hinir
tveir andstæðu geirar fjarlægjast
hvor annan í sívaxandi mæli og þá
er mikil spurn hvort ekki eigi að
aðskilja þá, hvað sem öðru líður er
skylt að litið til þess að fjöltæknin
virðist þarfnast málverksins mun
frekar en málverkið fjöltækni/
sýningastjóralistar. Flestar lista-
kaupstefnur á niðurleið sem van-
rækt hafa málverkið, sömuleiðis
yfirgripsmiklar stórsýningar, að-
sóknartölur hrapa.
Annað í ritinu er snýr aðnýjum viðhorfum varð-andi málverkið er mikilgrein um hinn unga
Moritz Götze frá Halle í austur-
hluta Þýskalands, og mun í og með
eiga að undirstrika umskiptin í
listheiminum. Hin stóru málverk
listamannsins eru undarleg blanda
af salonmálverki og teikniseríum í
anda poppsins, tekur jafnt upp
myndefni úr sígildum málverkum
og sósíalrealisma alþýðulýðveld-
isins fyrrverandi.
Skyldi þetta allt ekki fullgilt til
umhugsunar og samræðu hér á út-
skerinu?
Leiðrétting
Í síðasta Sjónspegli misritaðist
nafn núverandi forsætisráðherra
Danmerkur, sem er að sjálfsögðu
Anders Fogh Rasmussen, en Poul
Nyrop Rasmussen var forveri hans
og á minnstan þátt í hinu umdeilda
þróunarferli, að ég best þekki til.
„Málverkið í framsókn“
Manfred Götze: Orðræða á flokksfundi, myndefnið sótt í málverk austur-
þýska sósíalrealistans Willy Neubert.
SJÓNSPEGILL
Bragi
Ásgeirsson
bragi@internet.is
101 ný vestfirsk
þjóðsaga er kom-
in út og er þetta 6.
bókin í þessum
flokki. Höfundur
er Gísli Hjart-
arson.
Í fréttatilkynn-
ingu segir útgef-
andi m.a: „Óhætt
er að segja að gamansögur Gísla hafa
vakið ánægju og kæti margra. Þær
eru heilsusamleg lesning fyrir alla.
Skemmtileg tilsvör, furðulegar uppá-
komur og hlægileg mistök á hverri
síðu. Græskulaus gamansemi, sem
allir hafa gott af, er aðalsmerki hinna
vestfirsku sagna.“
Útgefandi er Vestfirska forlagið.
Bókin er 120 bls. Prentvinnsla:
Ásprent , Akureyri. Verð: 1.900 kr.
Gamansögur