Morgunblaðið - 10.12.2003, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 10.12.2003, Qupperneq 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 29 Undirföt fyrir konur Skálastærðir: B-FF Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. undirfataverslun Síðumúla 3 FJÁRHAGSÁÆTLUN borg- arinnar fyrir næsta ár hefur nú verið lögð fram og sýnir gríðarlegan styrk borgarinnar. Meginútgjöld á næsta ári renna til þjónustuverkefna í þágu fólks og fjölskyldna: Grunnskólar, leikskólar og íþrótta- og tóm- stundamál fá um 55 prósent framlaga, og að viðbættum menningar- framlögum fáum við töluna 60 prósent! Þetta sýnir lífs- gæðastefnu Reykjavík- urlistans í hnotskurn. Langstærsti hluti út- gjalda borgarinnar rennur til fjárfestingar í æsku, fjölskylduþjón- ustu og menningar- starfsemi. Aðhald og ánægja Reykjavíkurlistinn hef- ur sýnt ábyrgð í fjár- málum með því að bregðast við tekjufalli þegar atvinnuástand versnaði árin 2001-2. Fyrir ári lögðum við fram sparnaðartillögur til að ná endum saman og stóðum við það. Enn héldum við áfram á þessu ári og leggjum fram sparnaðartillögur sem nema 500 milljónum króna á næsta ári. Það er í heild innan við 2 prósenta sparnaður og mun vissulega reyna á stjórnendur borgarinnar. Hins vegar verðum við að gæta að því að mikil sókn í helstu málaflokkum síðustu ár gefur færi á að endurskoða margvíslega útgjaldaliði. Framlög í fræðslumálum á hvern íbúa hafa til dæmis vaxið úr um 55 þúsund krón- um á ári í yfir 76 þúsund nú. Nýleg þjónustukönnun meðal borgarbúa sýnir að starfsmenn og þjón- ustustofnanir borgarinnar standa sig afburðavel. 70% borgarbúa lýsa sig ánægða með þjónustu borgarinnar. Við teljum okkur í stakk búin að mæta síauknum óskum um bætta þjónustu án þess að nýta heimild til útsvarsálagningar að fullu. Þar eig- um við vannýtta tekjulind upp á 6-700 milljónir króna. Í staðinn lögðum við til sparnað. Sókn í borginni Á næsta ári höldum við áfram gríð- arlegri uppbyggingu. Heitar máltíðir verða boðnar í öllum grunnskólum þar sem því verður komið við næsta haust, metnaðarfull áætlun um holl- ustu, hagkvæm innkaup og öryggi í framreiðslu er nú í und- irbúningi. Leik- skólapláss verða boðin börnum allt niður í 18 mánaða aldur. Hreins- un strandlengjunnar verður lokið, en hún hefur kostað 10 millj- arða. Grunnframfærsla í félagslegri aðstoð hækkar um 8,5%. Fimmtíu metra inni- sundlaug í Laugardal verður opnuð, þrír nýir gervigrasvellir, Listahátíð verður ár- lega frá og með næsta ári, uppbygging nýs hverfis á Norð- lingaholti. Eru þá ótald- ar skólabyggingar fyrir nær einn og hálfan milljarð og gatnagerð fyrir 1300 milljónir! Allt eru þetta verkefni sem bæta hag fólksins í borginni, beint og milli- liðalaust á næsta ári. Fjárhagslegur styrkur Skuldir á íbúa eru lægri í Reykjavík en öðrum stórum sveit- arfélögum, að hinu félagslega fríríki sem nefnist Garðabær undanskildu. Skuldir á mann eru 155 þúsund í Reykjavík, 360 þúsund í Kópavogi, 437 þúsund í Mosfellsbæ, 411 þúsund í Hafnarfirði, 202 þúsund á Akureyri. (Lífeyrisskuldbindingar ótaldar). Ef borgin verði öllum tekjum borg- arsjóðs til að greiða niður skuldir tæki átta mánuði að þurrka þær upp. Þegar fjárhagsáætlun næsta árs er skoðuð sést að veltufé frá rekstri á hvern íbúa hækkar úr 24 þúsund krónum á hvern íbúa í 33 þúsund krónur. Þetta sýnir hve mikið er eftir til fjárfestinga eða lækkunar skulda þegar greitt hefur verið fyrir allan rekstur borgarinnar. Í heild er áætl- un í jafnvægi. Til að flýta fram- kvæmdum áður en þensluáhrif koma af fullum þunga tökum við tímabund- ið lán til að hliðra milli ára. Þannig tekst okkur að flýta brýnum þjón- ustuverkefnum og getum dregið úr umsvifum þegar efnahagslífið kallar á varfærni. Í þessu ljósi er þeim mun ánægjulegra að nú verður ráðist í miklar framkvæmdir til að greiða fyr- ir uppbyggingu Norðuráls, sem verð- ur mikil atvinnubót á höfuðborg- arsvæðinu og mun væntanlega skapa arð fyrir Orkuveituna í framtíðinni – arð frá álveri – sem við eigum að taka að hluta til að bæta mannlíf í borg- inni. Sterk borg Stefán Jón Hafstein skrifar um borgarmál ’Langstærstihluti útgjalda borgarinnar rennur til fjár- festingar í æsku, fjöl- skylduþjónustu og menningar- starfsemi.‘ Stefán Jón Hafstein Höfundur er borgarfulltrúi. FRAM er komin þingsályktunartillaga um stofnbrautir fyrir hjólreiðar sem þing- menn allra flokka standa að. Þar ályktar Alþingi að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd með fulltrú- um samgöngu- ráðuneytis, umhverf- isráðuneytis, Vegagerðarinnar, Um- ferðarstofu, samtaka sveitarfélaga og sam- taka hjólreiðafólks. Hlutverk nefnd- arinnar verður að undirbúa áætlun og lagabreytingar sem geri ráð fyrir hjól- reiðum sem viðurkenndum og full- gildum kosti í samgöngumálum. Hjól- reiðabrautir verði sérstaklega skilgreindar og þeim fundinn staður í vegalögum auk þess sem kveðið verði á um ábyrgð eða þátttöku ríkisvalds- ins í gerð þeirra. Þannig verði komið upp sérstöku stofnbrautakerfi fyrir hjólreiðar sem ríkisvaldið sjái um eða taki þátt í að kosta í samstarfi við sveitarfélögin. Hjólreiðabrautakerfið skuli tengja saman þéttbýlisstaði og hjólreiðastíga einstakra sveitarfélaga við þjóðvegakerfið. Einnig skal gert ráð fyrir stofnbrautum gegnum þétt- býlisstaði með svipuðu fyrirkomulagi og gildir um þjóðvegi í þéttbýli. Sam- gönguráðherra leggi fyrir Alþingi frumvarp í samræmi við niðurstöður nefndarinnar eigi síðar en ári eftir samþykkt til- lögunnar. Hér má svo sann- arlega fagna þessu framtaki Alþingis. Ef skipan þessarar nefndar leiðir til þess að hjól- reiðabrautir komist í vegalög er það bylting- arkennd samgöngubót, þá sérstaklega í þéttbýli. Á seinustu árum hafa verið reist geysimikil umferðarmannvirki á höfuðborgarsvæðinu fyrir milljarða króna sem því miður þjóna aðeins stórum vélknúnum ökutækjum. Það ófremdarástand sem nú ríkir á gang- stéttum Reykjavíkur, sem og víðar, eru bæði sveitarfélögum og ríki til skammar. Mannvirki þessi hafa að- eins verið reist til að þjóna einkabíln- um sem alla tíð hefur verið óvistvæn- asta og hættulegasta samgöngtæki sem völ er á, þá sérstaklega í þéttbýli. Því hafa þau ekki verið reist með há- marks arðsemi í huga. Þessi mann- virki útiloka möguleika fjölda borg- arbúa á því að komast leiðar sinnar af sjálfsdáðum, hvort sem er fótgang- andi eða hjólandi. Litið hefur verið á göngustíga sem kostnaðarsamt skraut í frágangsvinnu fremur en samgöngu- æðar. Vegalengdir göngustíga hafa því nær undantekningalaust lengst við það að þurfa að krækja fyrir víðáttu- mikil bifreiðamannvirki. Við hönnun gangstétta er ekki heldur tekið mið af þörfum hjólreiðamanna, hvað þá að þær séu hannaðar með skilvirkar samgöngur í huga. Hröð umferð hjól- reiðamanna á ekki samleið með gang- andi vegfarendum. Akvegir geta ekki tekið við léttum bifhjólum, s.s. raf- magnsreiðhjólum, og á gangstígum eru slík farartæki bönnuð. Hjólreiða- brautir geta tekið við léttum bifhjólum og rafmagnsreiðhjólum. Slík far- artæki henta ákaflega vel skólafólki og gætu leyst bílastæðavanda um- hverfis skóla. Fáar, ef þá nokkrar, framkvæmdir eins og lagning hjólreiðabrauta eru jafn áhrifaríkar til að framfylgja Stað- ardagskrá 21, þá er vetnisvæðing og lestarvæðing í samgöngum ekki und- anskilin. Talið er að 30% allra ferða í bílum séu styttri en þrír kílómetrar. Í þessu stuttu ferðum ganga vélar meira og minna kaldar sem þýðir margfalt meiri mengun en frá heitri vél. Bílaumferð fylgir ekki aðeins skaðleg loftmengun heldur líka há- vaðamengun sem nú þegar er farin að skaða samfélagið með tilheyrandi kostnaði. Hver kannast ekki við verð- fall íbúða eða óbyggileg svæði með- fram umferðargötum í þéttbýli. Á endanum má svo nefna sjónmengun og ekki síst slysahættu. Það liggur því í augum uppi að ef fólk hefði kost á að nota annað en vélknúið ökutæki myndi það bæta um- hverfi sitt og heilsu til mikilla muna. Hver hjólreiðamaður minnkar umferð á akbraut um eitt vélknúið ökutæki sem svo aftur gefur öðrum vélknúnum ökutækjum meira rými. Það aftur minnkar slit akvega og sparar bygg- ingu á rándýrum mannvirkjum á land- svæði sem er ákaflega dýrmætt bygg- ingarland undir íbúðarhúsnæði. Það eitt gæti svo sparað byggingu rán- dýrra og óvistvænna bílastæðahúsa. Hjólreiðabrautir gætu því aukið möguleika á því að þétta byggð. Það er hreint út sagt ótrúlegt að þessi mikilvæga þingsályktunartillaga hafi ekki fyrir löngu komið fram því sparnaður samfélagsins er ótvíræður. Því er það þakkarvert að hún skuli koma fram nú. Gott kerfi hjólreiða- brauta er besti kosturinn sem stjórn- völd gætu valið til að bæta hag okkar í framtíðinni. Fyrir alla þá sem vilja kynna sér þessi mál frekar er bent á vef Lands- samtaka hjólreiðamanna: www.hjol.org Hjólreiðabrautir í vegalög Magnús Bergsson skrifar um hag hjólreiðamanna ’Það ófremdarástandsem nú ríkir á gang- stéttum Reykjavíkur, sem og víðar, eru bæði sveitarfélögum og ríki til skammar. ‘ Magnús Bergsson Höfundur er rafvirki. EKKI er enn bitið úr nálinni vegna þeirra mistaka sem fólust í sameiningu sjúkrahúsanna í Reykja- vík. Enn þarf að skera niður þjón- ustu vegna ónógra fjárveitinga. Að- spurður ýjaði spítalaforstjórinn að því, að einhver þjónusta geðdeild- arinnar yrði fyrir barðinu á nið- urskurðinum. Taldi hann að þetta væri hægt af því að geðdeildin væri sterkari eftir sameiningu spítalanna. Þetta var sagt þrátt fyrir upplýs- ingar sem birst hafa í fjölmiðlum um vandræði alvarlega veikra geðsjúkl- inga sem nú eru kallaðir geðfatlaðir. Það vekur spurningar um stjórn- unarhætti á Landspítalanum að eng- in viðbrögð skuli heyrast frá starfs- mönnum geðdeildarinnar. Þessi vandræði eru svo mikil að talsmenn Geðhjálpar eru farnir að tala um stofnun „lokaðrar“ geðdeildar fyrir mikið veika sjúklinga sem valda öðrum truflun og fyrir geðveika af- brotamenn sem eru taldir sakhæfir og hafa verið dæmdir til fang- elsisvistar. Slíkt væri afturhvarf til fortíðar, sem ekki þekktist hér á landi. Stjórnvöld hafa tekið undir þetta án þess að huga að or- sök vandans, sem liggur hjá þeim sjálfum. Orsök vandans Á síðustu árum hafa spítalastjórn- endur hrósað sér fyrir að legutími á sjúkrahúsum hafi sífellt verið að styttast. Þetta er að nokkru leyti vegna betri meðferðar, en að veru- legu leyti vegna þess að vandanum er velt yfir á aðra eða bara ýtt frá út á guð og gaddinn. Hvort tveggja leiðir til endurinnlagna, svo að óvíst er hvort heildardvöl sjúklinganna á sjúkrastofnunum hefur styst. Þetta á jafnt við alla sjúklinga, en þó sér- staklega geðsjúklinga. Að undanförnu hefur hverri ein- ingunni af annarri verið lokað á geð- deildinni, svo að meðalfjöldi sjúk- linga á dag á deildinni hefur lækkað um 70 eins og sést á meðfylgjandi töflu. Þó að meðferð hafi eitthvað batn- að og möguleikar á öðr- um dvalarstöðum sjúk- linganna aukist eitthvað hlýtur fækkun um 70 rúm á geðdeild- inni að segja til sín og valda miklum vanda í samfélaginu, því að íbúafjöldi hefur aukist um 8% á þessu árabili. Dagdeildarkomum hef- ur líklega ekki fjölgað og göngudeild- arviðtölum fjölgað um aðeins 10%. Hins vegar bætir nokkuð úr að við- tölum geðlækna á einkastofum hefur fjölgað um 22% (Staðtölur almanna- trygginga), en hjá þeim er þó ekki hægt að leysa vanda þeirra, sem eru svo veikir að þeir þurfa að dvelja langdvölum á stofnun eða leggjast oft inn vegna veikinda sinna. Lausn vandans Stjórnunarvandinn sem tilteknir al- þingismenn hafa geipað um er vegna rangrar pólitískrar ákvörðunar um að sameina sjúkrahúsin í Reykjavík og vegna of lítilla fjárveitinga. Þetta hvort tveggja hefur m.a. leitt til það strangrar skömmtunar fjár til geð- heilbrigðisþjónustu að orðið hefur að loka miklum fjölda rúma fyrir mikið veika sjúklinga. Aðstandendur og lögreglan hafa skotið skjólshúsi yfir þessa sjúklinga án þess að hafa möguleika til að veita þeim nauðsyn- lega þjónustu. Lausnin er því fólgin í 1) að skipta Landspítalanum aftur í tvær stjórn- unarlega sjálfstæðar einingar, 2) að veita nægjanlega mikið fé til að hægt verði að veita geðheilbrigð- isþjónustu sem ekki verði lakari en 1996 og 3) að fylgja tillögum sem birtust í skýrslu starfshóps heil- brigðismálráðherra 1998, Stefnu- mótun í málefnum geðsjúkra. Lausnin er ekki fólgin í stofnun lokaðrar öryggisdeildar innan geð- sviðs Landspítalans. Slík deild yrði til að ýfa upp og styrkja þá fordóma sem geðsjúkir hafa mátt búa við og allir vilja í orði kveðnu vinna gegn. Ef þörf er fyrir að vista afbrotamenn á geðdeild á það að gerast á sjúkra- deild innan fangelsanna eða á rétt- argeðdeildinni á Sogni. Þverrandi þjónusta geðdeildar Tómas Helgason skrifar um heilbrigðismál ’Það vekur spurningarum stjórnunarhætti á Landspítalanum að eng- in viðbrögð skuli heyr- ast frá starfsmönnum geðdeildarinnar. ‘ Tómas Helgason Höfundur er prófessor dr. med. og fyrrverandi sviðsstjóri geðsviðs Landspítalans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.