Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN
34 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
É
g er ein þeirra fjölda
íslenskra kvenna
sem eru í nokkrum
saumaklúbbum –
þótt lítið fari fyrir
saumaskap í þeim félagsskap.
Saumaklúbbarnir ganga nefnilega
aðallega út á að hittast með jöfnu
millibili og ræða um það sem hæst
ber hverju sinni í lífi okkar klúbb-
kvenna. (En auðvitað fjöllum við
þó af og til einnig um önnur mik-
ilvæg málefni.)
Í klúbbunum tölum við um sigra
og sorgir hver annarrar og þar eru
mörg álitamálin leyst. Allar erum
við á svipuðum aldri og höfum því
verið nokkuð
samstiga í
göngu okkar í
gegnum lífið.
Hófum fram-
haldsnám á
sama tíma,
fórum á vinnumarkaðinn á svip-
uðum tíma, giftum okkur um svip-
að leyti, eignuðumst börn, ein-
hverjar fóru utan og aðrar komu
heim. Og svo mætti lengi telja. Á
þann hátt höfum við haft sameig-
inleg áhugamál og sameiginleg
verkefni á ákveðnum tímaskeiðum.
Margt hefur því fengið ítarlega
umfjöllun í klúbbunum okkar.
Fyrir alllöngu hófust til dæmis
umræður um samskipti okkar við
hitt kynið – þau samskipti eru
reyndar rædd aftur og aftur með
reglulegu millibili. Þá fór langur
tími í að ræða námið, sem okkur
langaði til að stunda, og einnig
sögðum við hver annarri gjarnan
frá framtíðardraumum okkar í
tengslum við nám og starf.
Einhverjir saumaklúbbar fóru í
að ræða brúðarkjóla og giftingar
og þá hafa mörg saumaklúbbs-
kvöldin farið í það að ræða með-
göngu og fæðingu, bleiur, maga-
kveisu ungabarna, ljósmæður,
barnalækna og fleira því tengt.
(Þær sem ekki voru búnar að eign-
ast börn urðu að láta sér það lynda
að hlusta á endalausar bleiuum-
ræður og nákvæmar lýsingar á því
hve ógeðslega vont það er að fæða
börn í þennan heim.)
Og eftir því sem við eldumst og
félagslegar aðstæður okkar breyt-
ast taka umræðuefnin stakkaskipt-
um.
Á síðustu misserum hefur t.d.
verið nokkuð rætt um helgarferð-
irnar, sem við plönuðum fyrir
margt löngu, til helstu nágranna-
borga okkar Íslendinga. Við höfum
þó enn ekki farið í margar slíkar
ferðir, þar sem við erum ekki sam-
mála um hvort þær eigi að vera
með eða án maka.Við sem erum
einhleypar erum til dæmis á því að
makar eigi ekki að vera að þvælast
með í slíkum ferðum – með annars
fullri virðingu fyrir mökum. Við
teljum að ferðirnar verði miklu
mun skemmtilegri án maka – en
hinar eru að sjálfsögðu ekki sam-
mála.
En eftir því sem við verðum
eldri líður líka lengri tími á milli
saumaklúbbanna. Hver hefur í
nógu að snúast; sinna vinnunni,
heimilinu, börnunum og öllum hin-
um skyldunum. Ég stakk því upp á
því um daginn að í staðinn fyrir
fjörlegar borgarferðir færum við
allar á ódýrt heilsuhæli í Póllandi, í
viku eða svo. Sjálfri fannst mér
hugmyndin alveg „brillijant“ en
vinkonurnar voru ekki á sama
máli. Skemmst er frá því að segja
að hugmyndin var kæfð í fæðingu
og ég beðin um að geyma hana í tíu
ár eða svo.
Ég geri ráð fyrir því að þangað
til ætli þær að rækta heimilið og
börnin með aðstoð fröken Flylady.
Að minnsta kosti ef nokkrar þeirra
fá að ráða.
Já, ég held nefnilega að klúbb-
arnir mínir séu rétt í þann mund
að ganga inn í nýtt tímaskeið – svo-
kallað Flylady tímaskeiðið. Áður
en lengra er haldið er rétt að út-
skýra nánar hver Flylady er. Hún
er samnefnd heimasíða á Netinu:
flylady.net.
Ég er ekki búin að kynna mér
heimasíðuna í þaula og þann boð-
skap sem þar er að finna en ef
marka má samtöl mín við vinkonur
mínar tvær, sem þreytast ekki á
því að dásama þetta nýja fyr-
irbrigði, er markmið hennar að
hjálpa fólki að halda heimilinu í röð
og reglu á sem einfaldastan máta.
Þar er lögð áhersla á að eitt skref
sé tekið í einu. Fyrsta skrefið felst
t.d. í því að búa um rúmið á hverj-
um morgni. Síðan bætast við fleiri
verkefni, svo sem að stinga óhreina
tauinu í vélina, áður en farið er í
vinnuna, og hengja upp og brjóta
saman þvott þegar heim er komið.
Hægt er að fá betri aðstoð í
þessum málum með því að skrá sig
á síðuna. Þannig fær maður reglu-
lega sendan rafpóst, frá Flylady,
sem minnir mann á að gera hin og
þessi húsverkin; búa um rúmið,
vaska upp, þrífa klósettið og svo
framvegis. Já vel á minnst, heima-
síðan er rekin af bandarískri konu
sem hafði lengi vel viðurnefnið
Flylady, þar sem hún hafði mikinn
áhuga á fluguhnýtingum. (En það
er annað mál.)
Vinkonur mínar, sem eru virkir
þátttakendur á síðunni, segja að
það hafi aldrei verið eins fínt hjá
þeim. Og ég get reyndar staðfest
það. Þær eru líka sannfærðar um
að ég eigi að gefa síðunni tækifæri
og ganga í Flylady klúbbinn.
Ein þeirra kom í heimsókn til
mín um daginn og er hún sá óreið-
una hjá mér, sagði hún: „Arna, þú
verður að fara að kynnast Fly-
lady.“ Og þegar ég ræði við hina
(um þjóðmálin að sjálfsögðu) kem-
ur alltaf einhvern tíma að setning-
unni: „Jæja, ég verð að fara að
þrífa eldhúsvaskinn. Flylady var
að minna mig á það.“
Lengi vel hefur allt tal þeirra
um Flylady farið inn um annað
eyrað og út um hitt. Enda hafa
heimilisþrif aldrei verið mitt helsta
áhugamál. En nú fer að líða að jól-
um og krafan um hreint og fallegt
heimili fer að verða æ meira áber-
andi. Allir eru að taka til – margir
eru búnir að því – og Flylady vin-
konur mínar eru löngu búnar að
því. Kannski ég láti undan þrýst-
ingnum og kíki á heimasíðuna.
Aldrei að vita nema ég skelli mér
bara af krafti út í nýja tímabil okk-
ar saumaklúbbskvenna, þ.e. Fly-
lady-tímabilið.
Nútíma-
konur á
Netinu
„Þær eru líka sannfærðar um að ég eigi
að gefa síðunni tækifæri og ganga
í Flylady klúbbinn.“
VIÐHORF
Eftir Örnu
Schram
arna@mbl.is
KRISTINN Pétursson, fiskverk-
andi á Bakkafirði, hvetur til þess í
Morgunblaðsgrein 4. desember sl.
að sjávarútvegsmál séu rædd ,,fag-
lega og yfirvegað“. Vandalaust er að
samsinna því og reynd-
ar gefa spurningar og
athugasemdir sem
Kristinn viðrar í grein-
inni tilefni til að hann sé
tekinn á orðinu.
,,Stenst það siðferð-
islega, samkeppnislega
eða lagalega að senda
vikulega hundruð tonna
af óunnum fiski (óvikt-
uðum?) úr landi meðan
atvinnuleysi ríkir eins
og t.d. í Vestmanna-
eyjum?“ spyr Kristinn
Pétursson.
Svarið er einfalt og
skýrt já. Eyjamenn hafa löngum
nýtt sér nálægðina við erlenda
ferskfiskmarkaði með þeim árangri
að enn eru í Eyjum sterkar og vel
reknar útgerðir, bæði einyrkja sem
og stærri fyrirtækja með og án fisk-
vinnslu. Auðvelt er að skýra með
einföldu dæmi ferskútflutninginn frá
Vestmannaeyjum. Fyrir karfa upp
úr sjó fást 100–140 kr./kg á fersk-
fiskmarkaði í Þýskalandi, einkum að
vetrarlagi. Ef þessi karfi væri unn-
inn í hefðbundnar pakkningar, laus-
fryst flök, fengjust fyrir hann 60–70
kr./kg umreiknað í fisk upp úr sjó.
Verðið er sem sagt 40–70 kr./kg
lægra fyrir unninn karfa á markaði
ytra og þá á eftir að draga frá kostn-
að við að vinna fiskinn í landi í frost.
Niðurstaðan er skýr. Fyrirtækin í
Eyjum yrðu af verulegum tekjum ef
þau væru neydd til að vinna þennan
karfa í landi og selja frystan. Sjó-
menn yrðu líka af tekjum en rétt er
það, útflutningurinn skapar ekki
landverkafólkinu vinnu, tímabundið.
,,Er það siðlega og lagalega boð-
legt að fyrirtæki keppi á ,,jafnrétt-
isgrundvelli“ um kvóta þegar þorsk-
ur sem veiðist fyrir Suðurlandi er
þyngri og verðmeiri (40–70%) en
smærri þorskur fyrir Norður- og
Norðausturlandi?“ spyr Kristinn
Pétursson.
Svarið er aftur einfalt og skýrt já.
Okkur Sunnlendingum finnst frá-
leitt að drepa 1,5 kg
þorsk fyrir vestan og
norðan og fá fyrir
hann um 180–210
krónur á fiskmarkaði
þegar 5,5 kg þorskur,
veiddur við suður-
ströndina, leggur sig á
880–990 krónur þrem-
ur til sex árum síðar.
Þetta svarar til 30–
65% ávöxtunar á ári ef
dæminu er snúið upp á
fjármálaheiminn. Slíkt
hlýtur að teljast býsna
gott búsílag fyrir þjóð-
ina, ekki bara í hugum
verðbréfaguttanna heldur líka í hug-
um fólksins í landinu sem veit að
meiri verðmæti úr hafinu eru ávísun
á betri lífskjör.
,,Málið er einfalt. Við eigum að
segja satt í stað þess að ljúga meira
með þögninni. Í stað þagnarinnar á
að ræða málin – faglega og yfirveg-
að“, ályktar svo fiskverkandinn á
Bakkafirði.
Sannarlega skulum við segja satt
og ræða málin. Nú stendur til að
ívilna þeim sérstaklega sem koma
með línufisk að landi á dagróðrabát-
um. Þeir sem þekkja til í fiskvinnslu
vita að afli smábáta er oft á tíðum
mun lakara hráefni en af stærri bát-
um sem stunda línuveiðar. Hráefn-
ismeðferð er iðulega ófullnægjandi
vegna þess að aðstæður um borð
bjóða ekki upp á annað, fiskurinn er
smærri auk þess sem fiskur af
grunnslóð er oft fullur af hringormi.
Sem dæmi má nefna að verð á
slægðum þorski á fiskmörkuðum
veiddum á færi hefur verið tæplega
23% lægri en trollfiskur að meðaltali
undanfarin 6 ár. Þessi verðmunur
endurspeglar lægra afurðaverð
handfærafisks en trollfisks. Afleið-
ingin er sú að tekjur þjóðarinnar
dragast saman eftir því sem smábát-
ar taka til sín stærri hluta fiskveið-
anna. Um þetta ríkir þögn.
Á einum áratug hafa 70–100 störf
verið flutt frá Vestmannaeyjum með
því að færa aflaheimildir frá fiski-
skipaflota Eyjamanna til smábáta.
Það svarar hér um bil til fjölda fólks
á atvinnuleysisskrá í Vest-
mannaeyjum nú um stundir. Um
þetta ríkir þögn, æpandi þögn. En
það eru ekki bara fyrirtækin, fólkið
og bæjarsjóður í Eyjum sem verða
af umtalsverðum tekjum heldur
þjóðarbúið í heild og þar með talinn
fiskverkandi á Bakkafirði.
Með því að knýja fram þvingunar-
aðgerðir í sjávarútvegi á borð við
takmörkun á útflutningi á ferskum
fiski eða línuívilnun getur vel verið
að Kristinn Pétursson og kollegar
hans verði betur settir en áður.
Þjóðin í heild verður hins vegar verr
sett því aukin verðmæti sjávarafla
gagnast þjóðarbúinu í heild, styrkja
atvinnulífið og þar með byggð í land-
inu. Vel má vera að línuívilnun leiði
til þess að fleira fólk fái vinnu fyrst í
stað á tilteknum stöðum en þegar til
lengdar lætur getur atvinnugrein í
fjötrum og án hagnaðar ekki staðið
undir blómlegri byggð og atvinnu.
Það er mál sem ekki á að ríkja nein
þögn um.
Bakkfirðingur
tekinn á orðinu
Sigurgeir Brynjar
Kristgeirsson skrifar
um sjávarútvegsmál
Sigurgeir Brynjar
Kristgeirsson
’Tekjur þjóðarinnardragast saman eftir því
sem smábátar taka til
sín stærri hluta
fiskveiðanna.‘
Höfundur er framkvæmdastjóri
Vinnslustöðvarinnar hf. í Vest-
mannaeyjum.
TALSMENN ríkisstjórnarinnar
hafa talað mikið um það undanfarið,
að þeir séu að veita öryrkjum gíf-
urlega miklar hækkanir á lífeyri.
Einkum hefur Pétri
Blöndal, alþing-
ismanni, orðið tíðrætt
um það. Er ljóst, að
honum finnst, að ör-
yrkjar séu að fá full-
mikið og að þetta verði
erfitt fyrir skattgreið-
endur! Það er því fróð-
legt að líta á hvað ör-
yrkjar eru í rauninni
að fá.
6 þús. á mán.
hafðar af 35 ára
öryrkjum
Samkvæmt frumvarpi Jóns Krist-
jánssonar, heilbrigðisráðherra, fá
yngstu öryrkjarnir, þeir sem verða
öryrkjar 18 ára, mesta hækkun á
grunnlífeyri eða tvöföldun, þ.e.
hækkun um 20.613 kr. á mánuði en
þeir greiða síðan skatt. Hækkunin
fer síðan minnkandi og verður eng-
in hjá elstu öryrkjum, þeim sem
verða öryrkjar 67 ára.
Sem dæmi má nefna að þeir sem
verða öryrkjar 49 ára fá aðeins 516
kr. hækkun á grunnlífeyrinum. En
samkvæmt samkomulaginu við Ör-
yrkjabandalagið frá 25. mars sl.
áttu þeir að fá tæplega 8 þús. kr.
hækkun. Þeir sem verða öryrkjar
35 ára fá 8 þús kr. hækkun á
grunnlífeyri en samkvæmt sam-
komulaginu áttu þeir að fá 14 þús
kr. hækkun. Og þannig mætti
áfram telja. Síðan segir rík-
isstjórnin, að hún sé að standa við
samkomulagið við ör-
yrkja!
Valtað yfir Jón
Kristjánsson
Óskiljanlegt er, að Jón
Kristjánsson, heil-
brigðisráðherra, skuli
hafa svikið sam-
komulagið við öryrkja.
Hann var áður talinn
heiðarlegur stjórn-
málamaður en eftir að
ljóst var, að hann ætl-
aði ekki að standa við
samkomulagið við ör-
yrkja hefur álit almennings á hon-
um minnkað. Hann er nú kominn í
hóp þeirra stjórnmálamanna, sem
rangtúlka og hártoga málin til þess
að fá niðurstöðu sér í hag. Jón var
búinn að viðurkenna, að það vantaði
500 millj. kr. til þess að standa við
samkomulagið við öryrkja. Hann
sagði þá, að samkomulagið yrði efnt
að 2/3 nú en 1/3 eftir ár. En sam-
komulagið átti að koma að fullu til
framkvæmda 1. janúar n.k. En síð-
an venti hann sínu kvæði í kross og
fór að halda því fram, að það væri
verið að efna samkomulagið að
fullu. Jón var beygður af Sjálfstæð-
isflokknum og öðrum ráðherrum
Framsóknar. Það var valtað yfir
hann.
Verður nýtt dómsmál?
Öryrkjabandalagið útilokar ekki að
fara með svikin á samkomulaginu
fyrir dómstólana. Ljóst, að um gjör-
unnið mál er að ræða. Það er alveg
ljóst í samkomulaginu hvað átti að
hækka grunnlífeyri öryrkja mikið.
Það liggur alveg fyrir hvað hver
aldurshópur átti að fá. Það eina
sem ekki lá alveg fyrir var hvað
framkvæmdin mundi kosta. En það
er eins og með aðra kjarasamninga.
Það er ekki alltaf alveg ljóst hvað
framkvæmd þeirra kostar. Þeir eru
ekki skornir niður þó kostnaður fari
eitthvað fram úr áætlun. Rík-
isvaldið meðhöndlar öryrkja öðru
vísi en aðra þegna þessa lands.
Kjarasamningar við opinbera
starfsmenn og aðra launþega eru
hafðir í heiðri. En kjarasamningur
við öryrkja er svikinn.
Öryrkjar um fimmtugt
fá 516 kr. hækkun!
Björgvin Guðmundsson skrifar
um lífeyri öryrkja ’Óskiljanlegt er, að JónKristjánsson, heilbrigð-
isráðherra, skuli hafa
svikið samkomulagið við
öryrkja.‘
Björgvin Guðmundsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.