Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 35 ✝ Auðun Eyþórs-son fæddist í Borgarnesi 1. ágúst 1946. Hann lést á Grensásdeild Land- spítalans 1. desem- ber síðastliðinn. Hann var sonur Ey- þórs Jóns Kristjáns- sonar, f. 20. júlí 1918, d. 14. mars 1997, og Vigdísar Auðuns- dóttur, f. 28. júní 1922. Systkini hans eru Kristján, María Ragnhildur, Guð- mundur, Ingibjörg og Þorsteinn. Hann kvæntist Jónu Hjördísi Stefánsdóttur, f. 6. jan- úar 1946, d. 9. mars 1992. Þau skildu. Dóttir þeirra er Ey- dís, f. 27. nóvember 1972. Börn hennar og Ernis Freys Sig- urðssonar eru Íris Irma, f. 4. október 1995, Auðun Ingi, f. 9. febrúar 1997, og Hjördís Rósa, f. 18. ágúst 1998. Fóstur- synir Auðuns eru John Manuel, dóttir hans er Sigrún Björk og Sigurður Salom- on. Útför Auðuns fór fram frá Borgarneskirkju 9. desember. Elsku afi, okkur þótti sárt þegar mamma sagði okkur að þú værir dá- inn. Við sem höfðum beðið til Guðs öll kvöld frá því að þú lentir í slysinu að þér myndi batna, fórum með bæn- irnar okkar og bættum við: „Góði Guð, viltu láta afa batna.“ Okkur fannst alltaf gaman þegar við höfðum þig hjá okkur, eins og í sumar þegar þú komst í sumarbústaðinn til okkar og ætlaðir að vera eina nótt en end- aðir í fjórum. Þú gast aldrei sagt nei við okkur og reyndir alltaf að upp- fylla óskir okkar. Hjördís Rósa fór með þér út í búð og þú keyptir barbí sérvíettur fyrir afmælið hennar mörgum mánuðum áður en hún átti afmæli, þú gast ekki sagt nei við hana. Því miður komst þú svo ekki í afmælið hennar sem var 18. ágúst, því þú lentir í þessu slysi viku áður og varst því á sjúkrahúsi. Írisi Irmu langaði að vera hesta- maður eins og þú og þú varst stoltur af henni, hversu hugrökk hún var í kringum hestana og á þeim. Þú leyfð- ir henni að fara á hestanámskeið í Borgarnesi og það stóð til að þau yrðu fleiri. Þér fannst líka skemmti- legt þegar þú bauðst Auðuni Inga að fara á hestbak og hann svaraði: „Kannski seinn.“ Honum fannst þetta ekki eins spennandi skepnur og þér og Írisi Irmu. Elsku afi, takk fyrir samveru- stundirnar. Íris Irma, Auðun Ingi og Hjördís Rósa. Mig langar að minnast Auðuns í örfáum orðum. Kynni mín af honum voru ekki löng. Það duldist þó hvorki mér né öðrum sem umgengumst hann að þar fór góður maður. Hann vildi öllum vel og var einstaklega hjálpsamur og greiðvikinn. Þessar fáu samverustundir með vinum og vandamönnum í hestaferðunum á „Flötinni“ í sumar sýndu það glögg- lega. Ætíð var hann fyrstur til að bjóða fram aðstoð sína, sérstaklega þegar sinna þurfti hestum eða öðru sem þeim tengdist. Þegar kom að kvennareiðinni í Dölunum í ágúst- mánuði vildi hann ólmur lána hest og reiðtygi og var hópnum okkar innan handar þann daginn. Hvað gerði hann ekki fyrir elskurnar sínar, sagði hann. Mikið var gantast með þetta og hlegið en svona var hann. Alltaf boð- inn og búinn. Það fór ekki framhjá neinum að Auðun átti auðvelt með að slá á létta strengi. Á góðum stundum kætti hann fólkið með gríni og glensi og hló svo að allri vitleysunni í sjálfum sér og öðrum. Og mikið var gaman. Hann kom svo sannarlega auga á skoplegar hliðar lífsins. Sjálfur gerði hann ekki miklar kröfur til þess, virtist lifa því af töluverðri auðmýkt og tók því sem að höndum bar. Mér skilst að sumarið í sumar hafi verið honum gott. Stundirnar á „Flötinni“ og hestaferðirnar þaðan áttu hug hans allan. Ég var svo hepp- in að fá að taka þátt í nokkrum þeirra. Ferðin 11. ágúst úr Dölunum yfir í Hítardal var hans síðasta ferð. Þenn- an dag lék hann á als oddi og við sem vorum með í för minnumst þess oft. Þar sýndi hann á sér allar sínar bestu hliðar og mikið var hlegið. Seint gleymum við þeim degi. En á einu andartaki breyttist allt og það sem við tók var algjör and- stæða þess sem á undan fór. Nú, eftir næstum fjögurra mánaða baráttu, ertu farinn, Auðun. Þú gerð- ir þitt besta. Ég veit að þín er sárt saknað. Er samt viss um að þú viljir ekki trúa því sjálfur. Það hefði verið gaman að hafa þig lengur; þú hefðir atast í okkur og við í þér. Ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð og saman varðveitum við minningu um góðan mann. Herdís. Látinn er Auðun Eyþórsson, félagi okkar í Hestamannafélaginu Skugga, langt um aldur fram. Hann var einn af stofnfélögum félagsins fyrir hart- nær 14 árum og bar ávallt hag félags- ins fyrir brjósti og ófá handtökin á hann á svæði félagsins. Hann var einn þeirra manna sem alltaf voru til- búnir til að leggja lið, félaginu sjálfu eða félögunum. Það var okkur öllum áfall þegar fréttist af því að Auðun hefði slasast alvarlega í hestaferða- lagi í sumar og fljótlega varð það ljóst að hann ætti ekki afturkvæmt á hest- bak. Hestaferðir voru Auðuni dýr- mætar og fór hann í margar slíkar og í ferðir á vegum félagsins lét hann sig ekki vanta. Því söknum við félagar í Hmf. Skugga nú vinar í stað og góðs félaga. Með þessum fáu orðum er Auðuni þökkuð samveran og sam- fylgdin og fjölskyldu hans vottuð samúð á sorgarstundu. Minningin lifir. Kristján Gíslason. form. Hmf. Skugga. Auðun Eyþórsson gekk til liðs við Kiwanishreyfinguna með því að ger- ast félagi í klúbbnum okkar stuttu eftir að klúbburinn var stofnaður árið 1976 og hafði því starfað nær samfellt í okkar félagsskap síðan þá þegar hann lést. Auðun var góður félagi. Ávallt tilbúinn að leggja fram krafta sína þegar eitthvað þurfti að gera, hvort sem það var til þess að afla fjár til að styrkja góð málefni, eða annarra starfa í okkar félagsskap. Auðun var ákveðinn í skoðunum í okkar starfi en ávallt tilbúinn að rök- ræða málin til þess að komast að far- sælli niðurstöðu. Hann hafði gaman af því að ferðast og naut þess vel þeg- ar við félagarnir fórum í ferðalög. Það kom vel í ljós þegar nokkrir fé- lagar í Smyrli fóru á umdæmisþing til Færeyja í ágúst 2001 og hafa mörg skemmtileg atvik verið rifjuð upp á fundum frá þeirri ferð. Kæri félagi. Nú að leiðarlokum viljum við félagar í Kiwanisklúbbn- um Smyrli þakka fyrir góð kynni og góðar samverustundir í starfi okkar. Fjölskyldu þinni sendum við hug- heilar samúðarkveðjur. Félagar í Kiwanisklúbbnum Smyrli, Borgarnesi. AUÐUN EYÞÓRSSON Kær tengdamóðir er fallin frá, fædd á fyrsta áratug síðustu aldar og náði að lifa dögun nýrr- ar aldar. Pálína Hildur eins og hún hét fullu nafni, en var aldrei kölluð annað en Pála, fæddist á Raufarhöfn og ólst þar upp fyrstu æviárin eða til 14 ára aldurs. Þar bjó fjölskyldan í húsi, sem kallað var Ísakshús. Eftir því sem hún bezt vissi var búið í því fram á síðustu ár og hefur trúlega verið góður viður í því. Ísak, faðir Pálu, var sjómaður og verkamaður. Foreldrar hennar, sem byggðu áðurnefnt hús, byggðu einn- ig samkomuhús við íbúðarhúsið og þar var dansað og seldu þau kaffi og límonaði, vindla og sígarettur. Og snemma fengu börnin að fylgjast með dansleikjunum í þá daga. Pála sagðist hafa verið 6–7 ára, þegar hún fékk að fara á böll hjá föður sínum á Raufarhöfn. Þar heyrði hún fyrst í harmoníkunni, því hljóðfæri, sem henni þótti æ síðan mest til koma. Alltaf var nægur matur á heimilinu, mikið af saltfiski og söltuðu kjöti, sem var þeirra tíma geymsluaðferð og ekki skorti heldur fatnað. – En vaðstígvél sáu þau systkin fyrst, þeg- ar fjölskyldan fluttist til Norðfjarð- ar. Þeirra skótau var fyrst framan af sauðskinnsskór. Pála tók snemma til hendinni á heimilinu eða á þeim aldri, sem al- gengt var að börn færu að hjálpa til. Eitt af þeim verkum, sem systkinin tóku þátt í með foreldrum sínum, var að taka upp svörð á sumrin, en hann var notaður til upphitunar á vetrum. Klukkutíma gangur var frá heimilinu til að ná í hann. Vatn þurfti að sækja í tunnu í lind sem var fyrir ofan húsið og sagði hún það hafa verið mjög gott vatn. Skólaganga þeirra systkina var á þann veg, að það var kennt heima, í stofunni, og voru önnur börn af staðnum þar einnig, þetta var hin svonefnda farkennsla. Í frímínútum léku börnin sér síðan í ballhúsinu, sem þau kölluðu svo. Kennt var á Raufarhöfn einn mánuð eða tvo og síðan var farið inn í sveit, og kenn- aranum fylgt. Þar var svo kennt, kannski einn mánuð á hverjum bæ. Fjölskyldan flutti til Norðfjarðar árið 1923, um vorið, hinn 2. júní og bar hann upp á laugardag og var af- skaplega gott veður þann dag, þegar þau komu siglandi inn fjörðinn með gömlu Esjunni. Laugardagur varð síðan sá dagur vikunnar sem mín kona flutti á milli húsa, enginn annar dagur kom til greina. Fyrsta húsnæðið, sem fjölskyldan bjó í á Norðfirði, var svokallað Haukshús, hús sem búið er að rífa, en það stóð niðri á Nesi, innan við Lúðvíkshús, og bjuggu margar fjöl- skyldur í því. Ísak, faðir hennar, fór að vinna við net hjá Sigfúsi en móðir hennar í fiski. Faðir hennar var bú- inn að fá loforð fyrir vinnunni og hús- næði áður en þau hjón ákváðu að flytjast til Norðfjarðar. Fór hann á veturna á Djúpavog og var þar land- formaður með bátana Bylgjuna og Frey. Og bræður hennar tóku einnig til hendinni, aðeins 6 og 7 ára gamlir stóðu þeir uppi á bjóðum, þegar þeir voru að beita í beitningaskúrnum hjá Lúðvíki Sigurðssyni, en þá fengu þeir fyrstu vaðstígvélin. Þegar Pála var komin til Norð- fjarðar fór hún að hjálpa ráðskon- unni úti í bakaríi, sem svo var kallað, hjá Sigfúsi Sveinssyni. Síðan fór hún að vinna í eldhúsinu í Sigfúsarhúsi, á móti annarri stúlku. Tengdamóðir mín fór 16 ára til Eskifjarðar og vann þar í húsi í átta PÁLÍNA HILDUR ÍSAKSDÓTTIR ✝ Pálína Hildur Ís-aksdóttir fæddist á Raufarhöfn hinn 5. febrúar 1909. Hún lést á Sjúkrahúsinu í Neskaupstað 2. des- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Norðfjarð- arkirkju 8. desem- ber. ár hjá hálfsystur föður síns, Friðrikku Sæ- mundsdóttur, og henn- ar manni, Jóni Brynj- ólfssyni. Þau höfðu ekki eignast börn, en tóku þrjú fósturbörn, en misstu þau öll mjög snemma. Kunni hún mjög vel við sig hjá þeim hjónum. Þau voru með verzlun fyrir Balduin Ryel (f. 1881, d. 1963), þ.e.a.s. nokk- urs konar umboðs- verzlun eða útibú fyrir hann frá Akureyri. Var það fatnaður og ýmislegt annað sem var til sölu. Böllin á Eskifirði voru haldin í barnaskólanum þar og sótti Pála þau og hafði mikla ánægju af. Hljóðfærin sem spilað var á voru ýmist orgel, pí- anó, en þó aðallega harmóníkan. Einnig spilaði lúðrasveit stundum á böllunum. Á hverju sumri, um verzl- unarmannahelgi, var farið upp í Hér- að, en þá var alltaf skemmtun í Eg- ilsstaðaskógi, þar sem var danspallur. Af öllum frásögnum hennar af dvölinni á Eskifirði má ráða að henni hafi liðið mjög vel þar. Samgöngur milli Eskifjarðar og Norðfjarðar á þessum tíma voru hvorki í gegnum göng inni í fjalli né um akveg yfir Oddsskarð, heldur þurfti að fara sjóleiðina og fór hún alltaf tvisvar á ári heim til Norðfjarð- ar, haust og vor, en aldrei um jól. Tuttugu og fjögurra ára að aldri kemur Pála aftur til Norðfjarðar. Fór hún þá að vinna um sumarið hjá Lúðvíki Sigurðssyni, í beitninga- skúr. Síðan fór hún ráðskona á Hornafjörð. Þangað sigldi hún um vetrartíma með Haföldunni, 19 tonna bát, og þá voru örlögin ráðin. Hún kynntist Valda, sem var einnig um borð. Líkaði henni ágætlega á Hornafirði, þar sem hún vann í landi með annarri konu og sáu þær um matföng fyrir áhafnirnar á tveimur bátum. Um vorið fór Pála aftur til Norð- fjarðar með bátnum og hóf aftur vinnu við beitningar, en nú hjá Haf- öldunni, hjá Bensa (Benedikt Bene- diktssyni), og var þar um sumarið. Pála og Valdi fóru að búa árið 1938 og hófu búskapinn í Lúðvíkshúsi, í tveimur herbergjum í kjallaranum, þar sem hvorki var vatn né útrennsli. Þurfti að sækja allt vatn í þvottahús- ið og bera skolpið aftur þangað. En að átta mánuðum liðnum fluttust þau upp á loftið, þar sem var þó vatn en ekki vaskur til að byrja með. Þarna bjuggu þau hjón til ársins 1941, en þá fluttu þau í hús sem nefnt var Folald- ið. Þar bjuggu þau til ársins 1947, en fluttu þá í Kastalann og keyptu sína fyrstu íbúð. Þaðan fluttu þau svo aft- ur á Nesið, í snöggtum skárra hús- næði. Og enn var flutt, og þá upp í Mýrargötu og var þá orðið vel rúmt um þau og síðan í Víðimýri og að lok- um út í Breiðablik, húsnæði aldr- aðra, árið 1990. Og það var í Víðimýrinni, sem þau bjuggu, þegar ég kynntist þeim árið 1974. Þau hjón, Pála og Valdi, kunnu þá list að taka á móti fólki. Það var sama hver þar kom, öllum var tekið opnum örmum. Ekki varð betur á kosið með þær móttökur sem ég og sonur minn fengum, þegar við hitt- um þau hjón fyrst. Innileikinn var ótvíræður. Væntumþykja þeirra hjóna gagnvart fósturbörnum sona þeirra var jafnmikil og gagnvart blóðskyldum barnabörnum. Aldrei gert upp á milli. Allt var sjálfsagt að gera fyrir barnabörnin – og svo sjálf- sagt, að manni þótti nóg um á stund- um. Í þessu firrta, hraða, harða og óvægna þjóðfélagi, sem við lifum við í dag, var það ómetanlegt og gott veganesti fyrir börn mín og öll barnabörn þeirra að fá að kynnast þeim, og alast upp að meira eða minna leyti í nálægð þeirra, þessa raunsæja, rólega og vel gerða fólks, sem ekki lét sýndarmennsku nú- tímans villa sér sýn. Hvað börn okk- ar Helga snertir tel ég að þau hafi orðið betri manneskjur fyrir vikið. Var Pála mér mikil hjálparhella, þegar hún passaði yngri dóttur okk- ar, þegar hún var ekki komin á leik- skólaaldur. Eins og áður sagði hafði Pála mik- ið dálæti á harmoníkunni og lét hún oft plötur með harmoníkuspili á fón- inn, þegar dætur mínar voru í pössun hjá henni eða í heimsókn, og mörg lög, sem þær heyra nú í dag, spiluð á harmoníku í ljósvakamiðlunum, eru eins og góðir kunningjar. Snyrtimennskan var þessari góðu konu svo í blóð borin að aðdáunar- vert var. En eitt sinn ofbauð mér al- veg; kom ég þá að henni, þar sem hún hafði tyllt eldhússtól ofan á óstöðugt eldhúsborð, og stóð þar uppi á, orðin áttræð manneskjan, og var að gera hreint loftið. Skipaði ég henni niður og sagði að það væri nú yngra fólk í fjölskyldunni, sem gæti staðið í þessu príli. En mín kona gerði alltaf hreint, bæði að vori og fyrir jól, og ef henni fannst eitthvað þurfa að gera var hún ekkert að tví- nóna við hlutina, heldur vildi klára þá frá strax. Pála og María, systir hennar, sem var 10 árum yngri og lést nú í sept- ember, héldu alltaf góðu sambandi, þótt þær byggju hvor í sínum lands- fjórðungnum. Skiptust þær á heim- sóknum hér áður fyrr, þegar báðar voru ferðafærar. Var þessi systir hennar alveg einstök heim að sækja, eins og Pála sjálf, allt skyldi fyrir gestina gera. En þó svo að góðmennskan væri aðal Pálu var hún ekki skaplaus. Hafði ég mjög gaman af því, þegar hún sagði mér frá því að eitt sinn í bæjarstjórnarkosningum hefði einn frambjóðandinn hitt hana á götu og boðist til að keyra hana á kjörstað. Þá sagði mín: „Nei, þakka þér fyrir, ég kemst nú minna ferða sjálf þang- að, en það hefði verið ágætt stundum ef þú hefðir tekið mig upp í þegar þú hefur séð mig í gegnum tíðina vera að rogast með mjólkurbrúsana og annan varning heim úr Kaupfélag- inu.“ Sýndargóðmennska frambjóð- enda fyrir kosningar var ekki að hennar skapi. Það er erfitt að horfa upp á rígfull- orðið fólk, sem öll andleg heilsa er í lagi hjá, veslast svo upp líkamlega, að það á erfitt með allar daglegar at- hafnir. Fólk, sem slær bráðungu fólki algerlega við, minnið var þvílíkt að með ólíkindum var, – alla afmæl- isdaga innan fjölskyldunnar mundi hún og hinna og þessara manna í gegnum lífshlaupið, t.d. vina og skólafélaga sona þeirra og svo mætti lengi telja. Var það jafnvel svo, að hinir ýmsu kunningjar utan úr bæ hringdu til að fá staðfestingu eða upplýsingar um dagsetningar. Minn- iskubbur í tölvu hefði vart gert bet- ur. Þrátt fyrir örstutta skólagöngu um ævina fann maður aldrei að eitt- hvað skorti á vizku og þekkingu á hinum ýmsu málum og var það sam- merkt með þeim hjónum, Pálu og Valda. Sprenglært fólk í dag, að maður skyldi ætla, eftir áratuga skólasetu, hvað veit það? Það veit í raun ekkert meira en þetta fólk, sem lærði af skóla lífsins. Það fer ekki á milli mála að fólk sem er svo lifandi sem hún og Valdi voru, sem fylgdust með öllu sem gerðist í kringum þau og málefnum líðandi stundar, slíku fólki hlýtur að endast betur andlegur styrkur og minni og þau lásu bæði mjög mikið og áttu gott safn bóka. Alla tíð fylgdust þau hjón mjög ná- ið með sjóferðum sona sinna, vissu alltaf hvar þeir voru að veiða og um aflabrögð. Og hún fylgdist ekki síður með þeim eftir lát Valda, oft vissi hún á undan mér hvar eiginmaður- inn var að fiska eða hvort hann væri á leið í land. Þetta var stór kona að andlegu þreki, að brotna ekki saman við að missa mann sinn eftir nær sjötíu ára hjúskap, eins og heilsu hennar var þá orðið háttað. Aldrei skal það vanmetið að fá að kynnast góðu og grandvöru fólki á lífsleiðinni. Hafi mín ástkæra tengdamóðir bæði þökk og virðingu fyrir allt hið góða, sem hún sýndi mér og mínum. Hvíli hún í friði. Guðríður Kristjánsdóttir. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.