Morgunblaðið - 10.12.2003, Síða 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 37
✝ Ásdís María Þórð-ardóttir fæddist á
Uppsölum í Seyðis-
firði við Djúp 10.
mars 1908. Hún lést 3.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar Ásdís-
ar voru Þórður Krist-
jánsson, sjómaður á
Uppsölum, og kona
hans, Halldóra Rögn-
valdsdóttir.
Maður Ásdísar var
Jón Oddsson, en þau
slitu samvistir.
Sonur Ásdísar er
Guðni Björgólfsson
kennari, f. 8. ágúst 1949.
Ásdís ólst upp hjá fósturforeldr-
um sínum á Hesti í Hestfirði, Hálf-
dáni Einarssyni og Daðeyju Daða-
dóttur.
Við átta ára aldur skyldi hún til
foreldra sínna á Upp-
sölum. Hún fór fimm-
tán ára til fósturfor-
eldra sinna í
Bolungarvík og var
þar í þrettán ár. Ás-
dís vann mikið við
saltfiskverkun á reit-
unum í Bolungarvík.
Hún flutti til Reykja-
víkur 1940 og var þar
í vist í fleiri en einum
stað sem algengt var
á þeim tíma. Hún
vann sem fóstra við
Barnaheimilið á
Vesturborg en for-
stöðukona þar var Ingibjörg Jóns-
dóttir frá Flatey á Breiðafirði. Hún
fluttist til Akraness 1948.
Ásdís verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 10.30
Góður er hver genginn og illur aft-
ur fenginn.
Rætur móður minnar stóðu á
æskustöðvum hennar á Hesti í Hest-
firði, þar var hennar skjól og öryggi,
þar átti hún heima. Tilhögun þessi
mun hafa verið tilkomin vegna veik-
inda móður hennar en hún lést aðeins
42 ára að aldri. Móður minni var síður
hlíft en öðrum er kom að vinnu enda
sveitavargurinn verið laginn við það
fyrr og síðar að halda fólki til vinnu.
Þegar vinnu á reitunum var lokið, þar
sem ósjaldan þurti að brjóta klaka af
kerum að morgni biðu hennar önnur
skylduverk, meðan aðrir flöttu út
svæfil eða voru úti að skemmta sér.
Ekki er að efa að það hafði áhrif
fyrir lífstíð að hún var slitin frá æsku-
stöðvum sínum á Hesti í Hestfirði. Á
96. aldursári hafði hún þetta um það
að segja: „Ég er nú ekki enn búin að
skrifa undir það.“ Hún var í vist á Ísa-
firði og á Siglufirði og hafði margar
skemmtisögur að segja frá frá þeim
tíma.
Þá er hún fluttist til Reykjavíkur
réðst hún fljótlega til starfa við
Barnaheimilið Vesturborg og var vel
látin þar. Það var einmitt þar sem
hún hitti fyrir það gerpi sem hér
skrifar og ákvað að áeggjan forstöðu-
konu að taka sveinstaula þennan til
fósturs í ágúst 1951.
Sú ákvörðun átti eftir að draga dilk
á eftir sér því eiginmanni hennar
hafði snarsnúist hugur hvað þetta
varðaði og taldi enga ástæðu til að
standa í því að ala upp annarra
manna börn, það gætu þeir sjálfir
gert sem hefðu ungað þeim út í heim-
inn. Móðir mín hafði gert samkomu-
lag við móður mína, Ingibjörgu Kon-
ráðsdóttur, um þessi mál og alla tíð
áttu þær farsæl og góð samskipi. –
Móðir mín tilkynnti eiginmanns-
myndinni að hún hefði gert sam-
komulag sem hún ætlaði að standa við
og yrði hann að gera það upp við sig
hvort hann gerði slíkt hið sama eða
hypjaði sig. Búið var farsælla og
auraráð meiri að honum gengnum
jafnvel þó yfirvöld í Ytri Akranes-
hreppi hefðu komið því svo fyrir að
ekki var borguð króna með krógan-
um og í engu tekið tillit til aðstæðna
hennar þá er kom að skiptum við
sambúðarslit.
Ásdís var dugnaðarforkur og
missti helst aldrei dag úr vinnu en
hún vann lengst af í Hraðfrystihúsinu
Heimaskaga á Akranesi. Hún bjó
fyrst í Gamla Sandgerði í 10 ár en síð-
ar í um 30 ár á Kirkjubraut 25.
Breyting varð á högum hennar um
1994 þá er hún fluttist á Dvalarheim-
ilið Höfða á Akranesi. Merkileg
breyting var því samfara og víst er
um það að henni leið betur þar en
nokkru sinni fyrr um sína ævidaga,
þökk sé því úrvali starfsmanna sem
þar vinnur sem var boðið og búið til
að aðstoða hana við hvern einn hlut.
Þá skulu ekki síður færðar þakkir
þeim er drifu í því að af þessu gæti
orðið enda einungis tímaspursmál að
hennar dagar yrðu taldir við frekari
dvöl á Kikjubraut 25 en stigar voru
þar erfiðir og hættulegir þeim sem
ekki áttu auðvelt með gang. Þetta
sama haust fluttist undirritaður til
Reykhóla á sunnanverðum Vestfjörð-
um til starfa þar og fór svo að þessar
umbreytingar í lífi okkar urðu okkur
báðum til velfarnaðar og nánast í
fyrsta skipti að sæi til sólar í því
amstri sem áður hafði verið.
Árið 1948 þá formyrkvaðist himinn
og aðsteðjanda sterkviðris mátti lesa
úr bliku við útjaðra himinsins. Það
var útgerðarfyrirtæki á Akranesi
sem annaðist flutning móður minnar
til Akraness en á þeim dögum var
Andakílsárvirkjun í mótun og við
bættist að svartur himinn mætti móð-
ur minni á hafnarbakkanum en eig-
inmaður hafði metið það meira að
sitja að spilum en að annast konu
sína. Á þessum dögum var Ytri Akra-
neshreppur ígildi þeirra frumstæðu
þjóðflokka er byggja Gíneu og er
einnig að finna í Ástralíu og Nýja Sjá-
landi; íbúar litu á aðkomufólk sem að-
skotadýr og ógn við tilveru sína hvað
varðaði vinnu, voru óvanir því og lá
mörgum við að snúa sig úr hálsliðnum
við að virða slíkt undur fyrir sér. Þeir
létu ekki heldur sitt eftir liggja við að
bregða fæti fyrir það og loddi það
lengi við þennan stað myrkurs og
ættartengsla.
Móðir mín lét sér fátt um finnast,
aðlagaðist fljótt þessum stað og eign-
aðist fjölda vinkvenna jafnt á vinnu-
stað sem utan hans. Hún var fé-
lagslynd að eðlifari og naut það sín vel
í Hraðfrystihúsinu Heimaskaga þar
sem líkja mátti starfsmönnum við
eina stóra fjölskyldu og Björgvin
verkstjóri að sjálfsögðu höfuð þeirrar
fjölskyldu. Alltaf var borgað út í
Heimaskaga en fyrir kom að ekki
stóð vel á og svaraði þá Óli Frímann:
„Kjölurinn er undan Skipaskaga og
Heimaskagi er upp í slipp,“ og hló að
öllu saman eins og allir sannir útgerð-
armenn gera sbr. Bersa Hjálmarsson
(Óskar Halldórsson) í Guðsgjafaþulu
Laxness. Ég man að hún gerði gott
gaman úr orðum hans og í litla eld-
húsinu á Kirkjubraut 25 var Óli Frí-
mann ásamt flestum úr Heimaskaga
kominn þó svo að vera víðsfjarri og
nutu margir á góðri stundu þessara
hæfileika móður minnar. Þess er
einnig að geta að hún lék forkunn-
arvel á munnhörpu og náði takti og
tækni sem fullgildur meðlimur í
hljómsveit hefði verið fullsæmdur af.
Ég veit að það var henni gleðiefni
að gefinn var út geisladiskur með lög-
um hennar fyrir nokkrum árum.
Móðir mín var með afbrigðum frænd-
rækin og mundi til síðasta dags jafnt
liðna tíð sem þær breytingar sem
urðu í þeim stóra ættlegg er henni
fylgdi. Ef til vill má halda því fram að
best sé að heimsækja fólk ekki eftir
áttrætt því það er svo gott að minnast
þess eins og það var. En ekki sem
skorpið, hrukkótt, forljótt, minnis-
laust og vitlaust. Móðir mín fékk að
halda öllu sínu hvað vitsmuni snerti
til hinstu stundar þó svo að líkaminn
undir það síðasta gæfi sig nokkuð.
Þessi kona kom mér sífellt og æv-
inlega á óvart með óvæntum og hnit-
miðuðum stuttum setningum um
menn og málefni. Hún las fólk auð-
veldlega og tók afstöðu til málefna líð-
andi stundar. Ég man að hún var ein-
dreginn talsmaður bjórsins og hafði
þá bjargföstu trú að hann mundi
draga úr neyslu sterkra drykkja.
Hún skipaði sér aldrei í flokk með
þeim mönnum sem sýnt hafa hvað
mesta mannfyrirlitningu á Íslandi,
réttnefndir mannhatarar í þessum
efnum þó svo að þar sé auðvitað að
finna heiðarlegar undantekningar.
Eiga ofstækismenn þessir þó drjúgan
þátt í því að öll umræða um heilbrigð-
ismál er a.m.k. 10 árum á eftir því
sem gerist hjá nágrannaþjóðum auk
annarra hagsmunaaðila sem þar
koma að máli.
Ótalinn er sá þáttur í fari móður
minnar að mega ekkert aumt sjá og
áttu málleysingjar alla tíð athvarf og
griðastað hjá henni ekki síst að vetri
þegar erfitt var um aðföng; síðar
komu stoltar kattarmæður og sýndu
henni afkvæmi sín auk þess að þiggja
veitingar í boði hússins.
Ég veit að móðir mín mun ekkert
gera með það við hið Gullna hlið hvort
henni sjálfri verði boðið þar til inn-
göngu eða ekki en vei þeim Pétri sem
hleypir ekki í gegn þeirri fylkingu
katta sem í för verða og þeirri fjöld
fugla sem mun syngja Guði sinn dýrð-
aróð.
Farnist þér nú vel, mamma mín, og
hafðu eilífa þökk fyrir að taka
strákpjakkinn að þér og ala önn fyrir
honum og kærleika þinn og væntum-
þykju í hans garð.
Guðni Björgólfsson.
ÁSDÍS M.
ÞÓRÐARDÓTTIR
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
INGA RAGNARSDÓTTIR,
lést á krabbameinsdeild Landspítala háskóla-
sjúkrahúss sunnudaginn 23 nóvember sl.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á
Minningarsjóð Karítas.
Fyrir hönd aðstandenda,
Eyjólfur Kristjánsson,
Guðrún Ögmundsdóttir,
Ingibjörg Eyjólfsdóttir, Haraldur Guðbjörnsson,
Aníta Ósk, Andri Snær og Elísa Líf. Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi,
langafi og vinur,
HALLDÓR BJÖRNSSON
bóndi,
Engihlíð,
Vopnafirði,
varð bráðkvaddur á heimili sínu
sunnudaginn 7. desember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Þorgeir Hauksson, Guðbjörg Leifsdóttir,
Jóna Kristín Halldórsdóttir, Gunnar Smári Guðmundsson,
Björn Halldórsson, Else Möller,
Ólafía Sigríður Halldórsdóttir, Þorsteinn Kröyer,
Gauti Halldórsson, Halldóra Andrésdóttir,
Herdís Þorgrímsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og
aðrir aðstandendur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir og
amma,
HELGA GUÐRÍÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR,
Albany,
Ástralíu,
lést í Ástralíu mánudaginn 8. desember.
Útför auglýst síðar.
Aðstandendur.
Móðir okkar og tengdamóðir,
RÓSA GUÐNADÓTTIR
frá Eyjum í Kjós,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn
8. desember.
Amalía H. Skúladóttir, Leonhard I. Haraldsson,
Hallur Skúlason, Lilja Kristófersdóttir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og
tengdafaðir,
GÍSLI HELGASON,
Holtastíg 10,
Bolungarvík,
lést á Fjórðungssjúkrahúsi Ísafjarðar laugar-
daginn 6. desember.
Útförin fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík
laugardaginn 13. desember kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður Jónína Hálfdánsdóttir,
Anna Svandís Gísladóttir, Atli Freyr Einarsson,
Hálfdán Gíslason, Íris Axelsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
EIRÍKUR BJARNASON
bóndi,
Sandlækjarkoti,
Skeiða- og Gnúpverjahreppi,
verður jarðsunginn frá Skálholtsdómkirkju
föstudaginn 12. desember kl. 13.30.
Jarðsett verður að Stóra-Núpi.
Margrét Jóna Eiríksdóttir,
Ásgeir S. Eiríksson, Sigrún M. Einarsdóttir,
Eiríkur Kr. Eiríksson,
Þórdís Eiríksdóttir, Stefán F. Arndal,
Svanhildur Eiríksdóttir, Gísli G. Guðmundsson,
Arnar Bjarni Eiríksson, Berglind Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar elskulegi faðir, tengdafaðir og afi,
HELGI JÓNSSON
Ásvegi 12,
Dalvík,
lést á heimili sínu aðfaranótt mánudagsins
8. desember.
Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju þriðjudaginn
16. desember kl. 14.00
Þóra Rósa Geirsdóttir, Ingvar Kristinsson,
Kolbrún Þorsteinsdóttir,
Elín Gísladóttir, Hermann Hrafn Guðmundsson,
Magnea Kristín Helgadóttir, Halldór K. Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.