Morgunblaðið - 10.12.2003, Síða 46
DAGBÓK
46 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur. Skrif-
stofa s. 551 4349, fax
552 5277, mataraðstoð
kl. 14–17.
Fjölskylduhjálpin
Eskihlíð 2–4, Fjósinu
við Miklatorg. Út-
hlutun: fimmtud. kl. 14–
17. Móttaka: miðvikud.
kl. 13–15. S. 551 3360.
Bókatíðindi 2003.
Númer miðvikud. 10.
des. er 054913.
Mannamót
Norðurbrún 1, Furu-
gerði 1, Hvassaleiti 56–
58 og Hæðargarður 31.
Aðventuferð, mánud.
15. des. Lagt af stað kl.
12.30 frá Norðurbrún 1
og teknir farþegar í
Furugerði. Skráning í
Norðurbrún s.
568 6960, Furugerði s.
553 6040, Hvassaleiti s.
535 2720 og Hæð-
argarði s. 568 3132.
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa og postulín,
kl. 13 postulín. Að-
ventuferð að Hest-
heimum í Holtum
mánud. 15. des. kl. 13.
Uppl. í s. 561 0300 .
Árskógar 4. Kl. 9–12
handav. kl. 10.30–11.30
heilsugæsla, kl. 13–
16.30 smíðar og handav.
kl. 13 spil.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–
12 glerlist, kl. 9–16
handavinna, kl. 13–
16.30 brids/vist, kl. 13–
16 glerlist.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Kl. 10 leik-
fimi, kl. 14.30 bankinn,
kl. 14.40 Bónus.
Félagsstarfið, Dal-
braut 27. Kl. 8–16
handavinnustofan opin,
kl. 10–13 opin versl-
unin, kl. 13.30 bankinn,
kl. 11–11.30 leikfimi.
Félagsstarfið, Furu-
gerði 1. Kl. 13 leikfimi
og kl. 14 sagan.
Sameiginlegt jólahlað-
borð í Hæðargarði 12.
des. kl. 17, miðar seldir
á skrifstofum.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9 postu-
lín, kl. 9–16 leir-
munagerð.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 9.30 hjúkr-
unarfræðingur á staðn-
um, kl. 10–12 verslunin,
kl. 13 föndur og handa-
vinna.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
myndmennt kl. 10–16,
línudans kl. 11, glerlist
kl. 13, pílukast og bilj-
ard kl. 13.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði.
Dans kl. 14.30–16.30,
húsið opnað kl. 14. .
Einar Kárason les úr
nýju bókinni sinni.
Söngfélag FEB kóræf-
ing kl. 17, línudans kl.
19.15.
Gerðuberg, félagsstarf.
Vinnustofur opnar kl.
9–16.30, kl. 10.30 gamlir
leikir og dansar, frá há-
degi spilasalur opinn,
kl. 13.30 leggur Gerðu-
bergskórinn af stað í
Víðines. Miðvikud. 17.
des. er jólahlaðborð í
hádeginu í Kaffi Bergi
skráning í s. 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9–17 handavinna, kl.
9.30 boccia, kl. 9.30 og
kl. 13 glerlist, kl. 13 fé-
lagsvist, kl. 16 hring-
dansar, kl. 17 bobb. Kl.
13 jólaskreytingamark-
aður, kl. 15.15 kynnir
Viðar Jónsson nýjan
geisladisk sinn.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 vefnaður, kl.
9.05 og kl. 9.55 leikfimi,
kl. 10 ganga, kl. 11
boccia, kl. 17 línudans.
Hlín Agnarsdóttir les
upp úr bók sinni Að láta
lífið rætast, Þorvaldur
Halldórsson spilar og
syngur nokkur lög.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna, útskurður
og banki, kl. 13 brids.
Hvassaleiti 58–60. Kl.
9–15 handmennt, kl. 9–
10 og kl. 10–11 jóga, kl.
9.30–10.30 sögustund,
kl. 14.30 spænska, byrj-
endur, kl. 15–18 mynd-
list.
Korpúlfar, Grafarvogi.
Á morgun pútt á Korp-
úlfsstöðum kl. 10.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 vinnustofa, kl. 13–
13.30 bankinn, kl. 14 fé-
lagsvist.
Vesturgata 7. Kl. 8.25–
10.30 sund, kl. 10–11.30
ganga, kl. 9.15–16
myndmennt, kl. 12.15-
14.30 verslunarferð, kl.
13–14 spurt og spjallað,
kl. 13–16 tréskurður.
Vitatorg. Kl 8.45
smiðja, kl. 10 búta-
saumur, bókband, kl. 13
föndur og kóræfing, kl.
12.30 verslunarferð.
Þjónustumiðstöðin,
Sléttuvegi 11. Kl. 10–12
verslunin opin, kl. 13–
16 keramikk, taumálun,
föndur, kl. 15 bókabíll-
inn.
Hana-nú, Kópavogi.
Fundur í bókmennta-
klúbbi á Bókasafni
Kópavogs kl. 20.
Vinahjálp. Brids spilað
á Hótel Sögu kl. 13.30.
Hafnargönguhóp-
urinn. Kvöldganga kl.
20. Lagt af stað frá
horni Hafnarhússins.
Slysavarnakonur í
Reykjavík. Jólafund-
urinn verður fimmtud.
11. des. kl. 20 í Höllu-
búð
Kvenfélagið Aldan.
Jólafundur og jóla-
pakkar í kvöld kl. 19.30,
ath. breyttan fund-
artíma.
Í dag er miðvikudagur 10. des-
ember, 344. dagur ársins 2003.
Orð dagsins: Hver er sá, er mun
gjöra yður illt, ef þér kappkostið
það sem gott er?
(1Pt. 3, 13.)
Á sínum tíma hefðiþurft að segja Stefáni
Pálssyni það tvisvar að
hann ætti hálfpartinn eft-
ir að sakna Ingibjargar
Pálmadóttur, fyrrverandi
heilbrigðisráðherra.
„Hvað svo sem segja má
um feril Ingibjargar, var
ólíkt meiri töggur í henni
en eftirmanninum. Heil-
brigðisráðuneytið er eitt
erfiðasta viðfangsefni
sem stjórnmálamenn geta
tekist á við. Sá mála-
flokkur krefst þess að
menn þori að standa á
sínu, spyrna við fæti þeg-
ar nauðsyn krefur og
sitja undir gagnrýni án
þess að skipta litum.“
Stefán segir í pistli sín-um á Múrnum að and-
úð sé oft betri en með-
aumkun. Að vera
úthrópaður þrjótur, svik-
ari og ójafnaðarmaður sé
hart, en hálfu verra sé þó
að hljóta stimpilinn nyt-
samur sakleysingi, vesa-
lingur sem viti hvorki né
geti betur. „Fyrir margt
löngu lenti embættis-
maður í klandri, var sak-
aður um bruðl og óráð-
síu, nánast að hafa dregið
sér fé. Fyrir vikið fékk
hann á baukinn, var húð-
skammaður í blöðum og
beðinn hvergi þrífast.
Sárust hlýtur honum þó
að hafa þótt greinin sem
skrifuð var honum til
varnar, þar sem ýmislegt
var tínt til málsbóta – það
helst að maðurinn hefði
svo falleg augu. Af
tvennu illu er hlutskipti
illfyglisins skárra en
gúmmíandarinnar.
Jón Kristjánsson heil-brigðisráðherra er
sjálfskipuð gúmmíönd.
Það hefur glögglega
komið í ljós á undan-
förnum dögum. Á stutt-
um ráðherraferli sínum
hefur Jón Kristjánsson
fest sig rækilega í hlut-
verki fórnarlambsins,
nytsama sakleysingjans
sem fær ekki rönd reist
við vélráðum illra
manna,“ segir Stefán. Í
yfirheyrslu fréttamanna í
Sjónvarpinu í síðustu
viku hafi ráðherrann sýnt
öll svið tilfinningaskalans
þegar hann skipti litum
allt frá ljósgráu yfir í
dökkgrátt. „Með titrandi
röddu og óvænt blótsyrði
á vörum sagði Jón Krist-
jánsson með þunga að
honum þætti helvíti hart
að fá á baukinn vegna
svikanna við öryrkja.
Ráðherrann vill nefnilega
vera almennilegur og
vinalegur kall með falleg
augu. Ef hann hefur gefið
loforð sem hann getur
ekki staðið við, þá er við
aðra að sakast – viðsemj-
andann, undirmenn ráð-
herrans eða illskeytta
sjálfstæðismenn. Alla
nema Jón Kristjánsson
sjálfan.“
Af þessum sökum segistStefán hálfpartinn
sakna Ingibjargar enda
sé Jón sjálfskipuð
gúmmíönd, sem töggur
vanti í. „Þeir sem kjósa
hlutskipti gúmmíand-
arinnar ættu að halda sig
heima í baðkarinu,“ segir
á Múrnum.
STAKSTEINAR
Saknar Ingibjargar
Pálmadóttur
Víkverji skrifar...
Ungur sonur Víkverja kom á dög-unum með ágæta nýyrðasmíði
eftir að hann hafði séð atriði með
grínistunum í Spaugstofunni. Voru
bankamálin og meint græðgi
fjármálastofnana hafðar þar í flimt-
ingum. Ef Víkverji man þetta atriði
nokkurn veginn rétt þá fékk maður
þá greiningu hjá augnlækni að hann
þjáðist af siðblindu á háu stigi, svo
mikilli að það sáust dollaramerki í
augunum á honum. Fannst þeim litla
þetta áhugavert og er hann var að
túlka atriðið fyrir frænda sínum, sem
hafði ekki séð Spaugstofuna þetta
kvöld, sagði hann manninn í sjón-
varpinu hafa verið með „seðlasýk-
ingu“ í auganu. Veltir Víkverji því
fyrir sér hvort ekki sé þar með loks-
ins komin hin eina rétta „sjúkdóms-
greining“ á íslenska fjármálakerfinu
og að hluta til á þjóðaríþrótt okkar
Íslendinga; að eyða um efni fram.
Víkverji er nefnilega ekki frá því að
hann fái vott af seðlasýkingu í jóla-
innkaupunum.
x x x
Fyrst Spaugstofan er til umræðulangar Víkverja að koma með
eina föðurlega ábendingu til þeirra
ágætu manna sem þar ráða för við
gerð handrits. Oftar en ekki fáum við
að sjá barsmíðar og ofbeldi af ýmsu
tagi og er þá höndin yfirleitt laus hjá
Erni Árnasyni, sem er látinn slá fé-
laga sína í hausinn af minnsta tilefni.
Víst er að stundum getur þetta verið
fyndið en Spaugstofumenn mega
ekki gleyma fyrirmyndarhlutverki
sínu. Ungur og óþroskaður hugur
getur misskilið þann boðskap að það
sé fyndið að berja mann og annan.
Strætóbílstjóri hafði sambandvið Víkverja eftir að hafa lesið
pistil hans á dögunum um hraða-
hindranavæðingu á götum höf-
uðborgarinnar. Sagðist hann geta
tekið undir hvert orð Víkverja um
að þessar hindranir væru orðnar
helst til of margar. Skiljanlega
væru þær settar upp í nágrenni
við skóla eða á fjölförnum götum,
en víðast væru þær til óþurftar og
ama. Sagðist hann aka yfir 20
hindranir í einni ferð og yfir dag-
inn færi hann þ.a.l. yfir 400 hraða-
hindranir. „Þegar ég kem heim
líður mér eins og eftir siglingu
með Akraborginni sálugu, slíkur
er veltingurinn,“ sagði bílstjórinn,
greinilega búinn að fá sig full-
saddan af ástandinu. Sagði hann
strætisvagnana að auki verða fyrir
skemmdum þegar farið væri yfir há-
ar hindranir og dempararnir væru
orðnir ónýtir í flestum vögnum.
„Engu er líkara en að þessar hindr-
anir séu blekslettur á teikningum
hönnuðanna,“ sagði bílstjórinn. Ekki
vill Víkverji ganga svo langt en er að
öðru leyti sammála strætóbílstjór-
anum og vonar að borgin kunni sér
hóf í þessum efnum í framtíðinni.
Víkverji vonar að hann fái ekki seðla-
sýkingu á háu stigi.
Morgunblaðið/Kristinn
Þjóðarböl
ÞAÐ ER sorgleg staðreynd,
að nú, í árlegu jólabókaflóði
skuli vera a.m.k. 3 reynslu-
sögur þekktra kvenna af
alkóhólisma.
Ekki ber að skilja orð mín
svo að færri karlmenn lendi
á þessari braut en ég held að
það taki lengri tíma hjá
körlum að gera sér grein
fyrir hvenær drykkjan er
orðin að vandamáli. Það
skapast líklega af eldri hefð-
um í þessu landi.
Þegar ég var unglingur
þótti það ekki í frásögur
færandi að sjá karlmenn
með flösku í strengnum
þegar þeir fóru á dansleik
eða aðrar samkomur. En
drukkna konu sá ég ekki á
almannafæri fyrr en löngu
síðar.
En hvar á að leita skýr-
inga á þessu þjóðarböli, sem
ofneysla áfengis er? Vafa-
laust eru gildrurnar víða og
alltaf verð ég jafn undrandi
þegar ég opna dagblað eða
tímarit og við blasa á hverri
síðunni af annarri meintar
auglýsingar á víni og ágæti
þess að neyta víns við allar
hugsanlegar athafnir.
Nú í vikunni heyrði ég
viðtal við mann í Ríkisút-
varpinu í tilefni útkomu
bókar hans um víntegundir
og drykkjusiði (hafi ég skilið
rétt). Þar hvatti hann til
(berum orðum) að fólk fái
sér vín með matnum, ekki
aðeins um helgar, fólk ætti
ekki að veigra sér við að
trekkja upp flösku af góðu
borðvíni í miðri viku, t.d.
byrja á fimmtudegi. Mátti
lesa úr orðum hans að sjálf-
sagt væri að neyta þessara
veiga a.m.k. 4 daga vikunn-
ar.
Þó að margir geti fengið
sér glas af borðvíni með mat
og stansað þar er þarna viss
hætta á ferðum, upphaf að
stærra vandamáli sem fólk
áttar sig ekki á fyrr en það
er komið í vítahringinn.
Í Fréttablaðinu í dag birt-
ist mér auglýsing frá einu
kaffihúsi í borginni þar sem
eigandi staðarins býður
gestum upp á „glögg“. Og
fyrirsögnin er: Glöggin ylj-
ar. Veitingakonan gefur auk
þess blaðinu uppskrift að
þessum ágætu veigum, en
uppistaðan reyndist vera
sykurvatn, rúsínur og rauð-
vín. (Varla gott fyrir þá sem
kljást við offituvandamál.)
Það er löngu vitað að
alkóhólistar láta það sitja í
fyrirrúmi að kaupa áfengi
þótt ekki séu til peningar
fyrir brýnustu nauðsynjum.
Ég hef staðið í þeirri trú að
það sé bannað að auglýsa
vín hér á landi. Þess vegna
spyr ég: Er búið að afnema
bann við vínauglýsingum,
eða er ekkert eftirlit með
slíku?
María K. Einarsdóttir.
Bókatíðindi
ÉG VIL taka undir með
konunni sem skrifar í Vel-
vakanda um síðustu helgi
um að hún væri ekki búin að
fá Bókatíðindin. Ég hef ekki
heldur fengið Bókatíðindi
og bý ég í nágrenni við hana,
eða í Goðheimum.
Inga.
Díana og Soffía
ÉG ER að leita að snyrti-
stofu þar sem konur að
nafni Díana og Soffía vinna.
Þær voru í sjónvarpinu í Ís-
land í bítið fyrir nokkru, þar
sem þær sýndu hvernig
hægt er að laga hrukkur.
Þeir sem kannast við þetta
vinsamlega hringið í Lilju í
síma 820 2845.
Tapað/fundið
Karlmannsúr
í óskilum
KARLMANNSÚR fannst
við Holtaveg laugardaginn
29. nóvember sl. Úrið er
„gamaldags“ gyllt með
gylltri keðju og gylltri og
svartri skífu. Eigandinn
getur hringt í síma
691 2806.
Dýrahald
Kettlingur
óskast
ÓSKA eftir loðnum kett-
lingi, helst læðu. Vinsam-
lega sendið sms-skilaboð í
gsm-síma 659 1123.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LEIKFIMIHÓPUR úr
starfi aldraðra í Hall-
grímskirkju fór dásam-
lega aðventuferð í Hest-
heima 2. desember sl.
Gestgjafar í Hestheimum
eru hinir kunnu Skagfirð-
ingar Ásta Begga og Gísli.
Gestrisni þeirra er ótrú-
leg og kræsingarnar hjá
þeim ólýsanlegar. Þar rík-
ir sérstök skagfirsk
stemning þar sem menn
hafa gleði af að fá gesti og
tjalda öllu því besta sem
til er í húsinu, ásamt því
að umvefja gestina með
hlýju.
Ég hvet alla sem ætla
að gera sér dagamun á að-
ventunni að drífa sig aust-
ur í Hestheima og upplifa
forskot á jólin.
Kærar þakkir fyrir
móttökurnar. F.h. leik-
fimihóps Hallgrímskirkju,
Jóhanna Sigr.
Sigurðardóttir.
LÁRÉTT
1 hörmuleg, 8 ganga, 9
metta, 10 fúsk, 11 sat við
stjórn, 13 nytjalönd, 15
sorgmædd, 18 klámfeng-
ið, 21 hægur gangur, 22
slagi, 23 eldstæði, 24
drambsfull.
LÓÐRÉTT
2 nautnameðal, 3 ís, 4
nirfilsháttur, 5 bál, 6
heitur, 7 nagli, 12 drátt-
ur, 14 eldiviður, 15
ræma, 16 úlfynja, 17
hrekk, 18 skarð, 19 skap-
vond, 20 verkfæri.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 ásátt, 4 skróp, 7 totta, 8 niður, 9 nón, 11 auðn,
13 gróa, 14 ættin, 15 harm, 17 ýsan, 20 err, 22 takki, 23
endum, 24 leifa, 25 leiði.
Lóðrétt: 1 áætla, 2 ástúð, 3 tían, 4 senn, 5 ræður, 6
perla, 10 Óttar, 12 næm, 13 gný, 15 hótel, 16 rakki, 18
suddi, 19 nammi, 20 eira, 21 rell.
Krossgáta 6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Þakkir til Hestheima