Morgunblaðið - 10.12.2003, Page 51
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 51
ALEXANDER Walke, mark-
vörður 20 ára landsliðs Þýska-
lands í knattspyrnu, féll á
lyfjaprófi sem tekið var á
Heimsmeistaramóti 20 ára
liða sem fram fer í Sameinuðu
arabísku furstadæmunum
þessa dagana. Þetta kemur
fram á heimasíðu Werder
Bremen en Walke er samn-
ingsbundinn liðinu. Walke
reyndist hafa niðurbrotsefnið
tetrahydrocannabinol í þvagi
(THC) en það er virkasta efnið
í kannabisefnum. Walke hefur
viðurkennt að hafa notað
kannabisefni. Alþjóðaknatt-
spyrnusambandið FIFA hefur
útilokað hann frá frekari þátt-
töku á HM en ekki er búið að
taka mál hans fyrir hjá dóm-
stólum FIFA.
Markvörð-
ur Þjóð-
verja féll á
lyfjaprófi
ARSENE Wenger, knattspyrnu-
stjóri Arsenal, staðfesti í gær að
franski miðherjinn marksækni
Thierry Henry yrði með í leiknum
gegn Lokomotiv Moskvu í kvöld –
einnig fyrirliðinn Patrick Vieira,
sem hefur verið lengi frá vegna
meiðsla, og Ray Parlour, sem
meiddist í leik gegn Inter á dögunum
í Mílanó, þar sem Arsenalliðið fór á
kostum og vann, 5:1. Henry skoraði
tvö mörk í leiknum.
NICKY Butt, landsliðsmaður Eng-
lands og leikmaður Manchester
United, er ekki alveg sáttur við stöðu
sína hjá félaginu þessar vikurnar.
Hann hefur aðeins átta sinnum verið
í byrjunarliði. „Ég segði ósatt ef ég
segðist ánægður með stöðuna. Eng-
inn heilvita maður fer frá félaginu ef
hann er ánægður, en ég hef hugleitt
hvort ekki sé kominn tími til að fara
eitthvert annað,“ segir hinn 28 ára
Butt sem á yfir 300 leiki með United.
FORRÁÐAMENN spánska liðsins
Barcelona eru ekki ánægðir með ár-
angur liðsins í vetur og hafa í hyggju
að kalla á Hristo Stoitchkov, búlg-
arska sóknarmanninn snjalla, til að
aðstoða við þjálfun framherja félags-
ins, en þeim hefur ekki gengið vel að
skora. Stoitchkov var hetja á Nou
Camp þegar hann lék með Barce-
lona og vonast menn til að kraftar
hans nýtist áfram þó hann sé hættur
að leika.
STOITCHKOV var síðustu árin
hjá bandaríska félaginu DC United
og síðasta tímabil var hann aðstoð-
arþjálfari þar á bæ. Börsungar
hugsa sér gott til glóðarinnar, segja
hann þekkja vel til yngri knatt-
spyrnumanna í Austur-Evrópu og
vonast til að þar finni hann einhverja
efnilega sem liðið geti krækt sér í.
JACQUES Santini landsliðsþjálf-
ari Frakka í knattspyrnu segir í gær
við AFP-fréttastofuna að engar líkur
séu á því að framherji Manchester
City, Nicolas Anelka, verði valinn í
liðið í ný. „Ég hef ekki áhuga á að
ræða við Anelka um endurkomu
hans í liðið. Hann einangraði sjálfan
sig frá liðinu með því að mæta ekki
þegar hann var boðaður á landsliðs-
æfingar, hann sýndi franska knatt-
spynusambandinu, franska landslið-
inu og frönsku þjóðinni vanvirðingu
með ákvörðun sinni,“ segir Santini.
ANELKA hefur ekki verið í
franska landsliðinu eftir HM sumar-
ið 2002, er Santini tók við liðinu.
Santini valdi Anelka ekki í vináttu-
landsleik gegn Júgóslövum í nóvem-
ber í fyrra en eftir að Sidney Govou
meiddist vildi Santini fá Anelka í lið-
ið á ný. Anelka svaraði með þeim
hætti að hann vildi að Santini færi
niður á hnén og bæðist afsökunar.
Það gerði Santini ekki. Anelka hefur
skorað sex mörk í 28 landsleikjum en
hann hefur verið iðinn við kolann
með City í vetur og skorað 11 mörk í
18 leikjum.
FÓLK
ÁSGEIR Sigurvinsson, þjálfari
karlalandsliðsins í knattspyrnu, er
einn fjölmargra þjálfara sem þýskir
fjölmiðlar orða við þjálfarastöðuna
hjá þýska knattspyrnuliðinu
Herthu Berlín. Hollendingurinn
Huub Stevens fékk reisupassann í
síðustu viku og í hans stað var
Andreas Thom ráðinn tímabundið í
starfið.
„Það hefur ekkert komið upp á
mitt borð og ég er ekkert að spá í
þessi mál. Ég er ánægður í því
starfi sem ég er og á meðan ekkert
hefur verið haft samband við mig
frá félaginu er ég ekkert að velta
mér upp úr þessu. Þetta eru vanga-
veltur þýskra fjölmiðla og þeir eru
bara að halda áfram frá því fyrr í
haust,“ sagði Ásgeir við Morg-
unblaðið í gær.
Þýskir fjölmiðlar telja líklegast
að Andreas Thom taki alfarið við
stjórn liðsins en aðrir sem orðaðir
eru við starfið eru auk Ásgeirs og
Thom þeir Kjetil Rekdal, fyrrver-
andi leikmaður Herthu, sem nú
þjálfar Vålerenga, Christoph
Daum, þjálfari Fenerbahce, Lothar
Matthäus, Partizan Belgrad, Falko
Götz, 1860 München, Kurt Jara,
fyrrverandi þjálfari Hamburger
SV, Christian Gross, þjálfari FC
Basel, Krassimir Balakov, aðstoð-
arþjálfari Stuttgart, og Frank Pag-
elsdorf, þjálfari VFL Osnabrück.
Ásgeir orðaður við
þjálfun Herthu Berlín
Þar með hafa 10 lið tryggt sér far-seðilinn í 16-liða úrslitin, Móna-
kó, Juventus, Stuttgart, Manchester
United, Real Madrid, Porto,
Chelsea, AC Milan, Celta Vigo og
Sparta Prag og í kvöld ræðst hvaða
sex lið til viðbótar komast í 16-liða
úrslitin. Mikil spenna er í riðlunum
fjórum sem leikið verður í en aðeins
tvö af liðunum tólf sem verða í eldlín-
unni í kvöld eru komin áfram,
Juventus og Mónakó.
Nistelrooy upp að hlið Law
Á Old Trafford höfðu heimamenn í
Manchester United tögl og hagldir
gegn Stuttgart í hreinum úrslitaleik
um efsta sætið í E-riðlinum. Ruud
Van Nistelrooy skoraði fyrra markið
á lokamínútu fyrri hálfleiks eftir
sendingu frá Ryan Giggs og þeir
höfðu svo hlutverkaskipti á 58. mín-
útu þegar Giggs skoraði annað
markið eftir laglegan undirbúning
Hollendingsins. Markið sem Nist-
elrooy skoraði var sögulegt því það
var hans 28. fyrir Manchester-liðið í
30 leikjum í Evrópukeppninni og
hann er þar með kominn upp að hlið
Dennis Law sem markahæsti leik-
maður félagsins í Evrópukeppninni.
„Ég er virkilega ánægður. Leik-
menn mínir héldu þolinmæðinni og
þeir leystu hlutverk sitt afar vel.
Þeir héldu boltanum vel og gerðu
það sem fyrir þá var lagt,“ sagði
Alex Ferguson knattspyrnustjóri
Manchester United, sem hvíldi fyr-
irliða sinn, Roy Keane.
Vonbrigði hjá Rangers
Í Glasgow tapaði Rangers fyrir
gríska liðinu Panathinaikos, 3:1, og
hafði þar með þriðja sætið af Rang-
ers og um leið sæti í UEFA-keppn-
inni. Michael Mols kom Rangers yfir
en Grikkirnir sýndu styrk sinn og
svöruðu með þremur mörkum.
Í F-riðlinum lauk báðum leikjun-
um með 1:1 jafntefli en Real Madrid
og Porto höfðu þegar tryggt sér sæti
í 16-liða úrslitunum. Marseille
hreppti þriðja sætið en lærisveinar
Lothars Matthäus sátu eftir með
sárt ennið í neðsta sæti. Santiago
Solari kom Real Madrid yfir á 9.
mínútu en Derlei jafnaði eftir hálf-
tíma leik og þar við sat.
Chelsea hefndi ófaranna
Jimmy Floyd Hasselbaink og bak-
vörðurinn Wayne Bridge tryggðu
Chelsea sigurinn á Besiktas á heima-
velli Schalke í Þýskalandi og náðu
þar með að hefna ófaranna frá því á
Stamford Bridge. Mörkin komu á
síðasta stundarfjórðungnum og með
tapinu urðu Tyrkirnir að láta sér
lynda þriðja sætið því Sparta Prag
komst í annað sætið með 1:0 sigri á
Lazio í Prag.
„Við vorum afar fastir fyrir og gáf-
um fá færi á okkur. Við náðum sjálfir
ekki að skapa okkur mikið af færum
en við náðum að brjóta þá á bak aft-
ur og úrslitin voru sæt hefnd eftir
ósigurinn gegn þeim á heimavelli,“
sagði Claudio Ranieri, stjóri
Chelsea.
Hetja Tékkanna í Sparta Prag í
sigrinum á Lazio var Marcel Kincl
en mark hans á lokamínútunni skildi
liðin að.
„Ég er hrikalega svekktur með
þessi málalok. Við höfðum leikinn í
okkar höndum en við klúðruðum
hverju færinu á fætur öðru,“ sagði
Roberto Mancini þjálfari Lazio.
AC Milan tapaði heima og Ajax
komið í frí í Evrópukeppninni
Í H-riðlinum urðu óvænt úrslit.
Evrópumeistarar AC Milan þurftu
að láta í minni pokann á heimavelli
fyrir spænska liðinu Celta Vigo, 2:1,
sem er að leika í fyrsta skipti í Meist-
aradeildinni. Kaka kom AC Milan yf-
ir á 40. mínútu en Adam var ekki
lengi í paradís. Jesus Jesuli jafnaði
fyrir Spánverjana tveimur mínútum
síðar og sigurmarkið skoraði Jose
Ignacio 20 mínútum fyrir leikslok.
Í Belgíu höfðu heimamenn í Club
Brügge betur í Niðurlandaslagnum
gegn Ajax, 2:1, þar sem Norðmenn-
irnir Rune Lange og Bent Sæternes
skoruðu mörk Brügge en í millitíð-
inni jafnaði Wesley Sonck metin
gegn löndum sínum. Ajax hafnaði í
neðsta sætinu og er úr leik í Evr-
ópukeppninni, gífurleg vonbrigði
fyrir lærisveina Ronalds Koemans
en Ajax varð Evrópumeistari árið
1995.
AP
Jose Ignacio, til vinstri, fagnar sigurmarki sínu gegn Evrópumeisturum AC Milan í gær en með
sigrinum komst spænska liðið Celta Vigo í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Frækilegur sigur
Celta í Mílanó
CELTA Vigo frá Spáni og Sparta Prag frá Tékklandi tryggðu sér í
gærkvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knatt-
spyrnu með dramatískum hætti. Celta gerði sér lítið fyrir og lagði
Evrópumeistara AC Milan á Ítalíu, 2:1, og Sparta sigraði Lazio, 1:0,
með marki á lokamínútunni. Ensku liðin Manchester United og
Chelsea fögnuðu sigri í sínum riðlum og tvö stórlið kvöddu Evr-
ópukeppnina, Lazio og Ajax, sem höfnuðu í neðstu sætum í sínum
riðlum og komust þar með ekki í UEFA-keppnina.