Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 68
FRÉTTIR 68 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FLEIRI jólapakkar Icelandair hafa selst nú þegar en í heild fyrir jólin í fyrra, eða vel á þriðja þús- und pakkar. Í jólapökkunum eru ferðir á áfangastaði félagsins auk óvænts glaðnings. Að sögn Guð- jóns Arngrímssonar, upplýsinga- fulltrúa félagsins, virðast jóla- pakkarnir smám saman vera að festast í sessi sem stöðugt vinsælli jólagjöf. Í tilefni af opnun nýrrar sölu- skrifstofu Icelandair við Hótel Loftleiðir var á dögunum efnt til jólapakkaleiks sem fólst í því að giska á hve mörgum jólapökkum var búið að dreifa meðfram Flug- vallarveginum og fyrir framan nýju skrifstofuna. Um þrjú þús- und manns tóku þátt í leiknum og fengu þrír afhent verðlaun nýlega. Vilhelmína Eva Vilhjálmsdóttir fékk jólapakka Icelandair með flugmiða á Saga Business Class á einhvern af áfangastöðum félags- ins í Evrópu eða Bandaríkjunum. Oddur B. Bergþórsson fékk jóla- pakka með flugmiða til Bandaríkj- anna og Anna Árnadóttir fékk flugmiða á einhvern af áfangastöð- um Icelandair í Evrópu. Á myndinni eru frá vinstri: Vil- helmína Eva Vilhjálmsdóttir, Anna Árnadóttir ásamt barna- barni sínu og Oddur B. Bergþórs- son. Hjá þeim er Þorbjörg Björns- dóttir þjónustustjóri söluskrifstofunnar nýju. Jólapakkarnir frá Icelandair renna út BYKO í Breidd færði sl. miðviku- dag Fjölskylduhjálpinni 12 krakka- rúm að gjöf handa skjólstæðingum Fjölskylduhjálparinnar. Myndin er tekin við afhendingu gjafarinnar, á henni eru Anna Auð- unsdóttir, Anna Björgvinsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Ingibjörg Arelíusardóttir, Ásgerður Jóna Flosadóttir og Hlíf Sævarsdóttir, starfsmaður Byko, sem afhenti gjöfina. Byko gaf Fjölskyldu- hjálpinni 12 krakkarúm FASTAFULLTRÚI Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, Hjálmar W. Hannesson sendiherra, hélt sl. mið- vikudag ræðu í allsherjarþinginu í til- efni af 55 ára afmæli mannréttinda- yfirlýsingarinnar og þess að 10 ár eru liðin frá mannréttindaráðstefnunni í Vínarborg 1993. Í ræðu sinni fjallaði fastafulltrúinn um þá mikilvægu þróun sem mann- réttindayfirlýsingin hefði sett af stað á mannréttindasviðinu innan Samein- uðu þjóðanna og lagði hann áherslu á algildi mannréttinda og bann við allri mismunun. Einnig fagnaði hann nýrri ályktun allsherjarþingsins um baráttuna gegn heimilisofbeldi og áformum um að tekin verði saman innan tveggja ára skýrsla um ofbeldi gegn konum í heiminum. Hann vakti jafnframt athygli á tengslum milli fátæktar, þróunar og mannréttinda og mikilvægi þess að samkomulag næðist á alþjóðavett- vangi um réttlátari viðskiptahætti. Að lokum lagði hann áherslu á hversu mikilvæg verndun mannréttinda væri í baráttunni gegn hryðjuverk- um. Fagnaði ályktun gegn heim- ilisofbeldi ANZA sendir engin jólakort til viðskiptavina fyrir þessi jól en hef- ur ákveðið að verja þeirri fjárhæð sem ella hefði farið í jólakort og dreifingu þeirra til stuðnings starfi í þágu hjartveikra barna. Guðni B. Guðnason, framkvæmdastjóri ANZA, afhenti nýlega Sigþóri Samúelssyni, formanni Neistans, styrktarfélagi hjartveikra barna, peningagjöf frá fyrirtækinu. Myndin var tekin við það tækifæri. ANZA starfar á sviði tölvu- rekstrarþjónustu og kerfisveitu og rekur tölvukerfi fyrir mörg fyr- irtæki. ANZA styrk- ir Neistann Lestrarleikur Morgunblaðsins 18266 Taktu þátt á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.