Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 74
DAGBÓK 74 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Fréttir Bókatíðindi 2003. Númer föstudagsins 12. desember er 076565. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 14 bingó. Litli kórinn í Neskirkju syngur fyrir Bingó- gesti í dag. Hársnyrt- ing, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 13– 16.30 smíðar. Bingó spilað 2. og 4. föstudag í mánuði. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9–12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 vefnaður og frjálst að spilað í sal. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og hárgreiðslustofan opin, kl. 14 söngstund. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 verslunin opin. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, myndlist o.fl., kl. 9.30 gönguhóp- ur, kl. 14 spilað. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 opið hús, spilað á spil. Félag eldri borgara í Garðabæ. Félagsvist í Garðabergi kl. 13. Á boðstólum verður „jólakaffi“ og kökur. Allir velkomnir. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Tréút- skurður kl. 9 og kl. 13, leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11.30, brids kl. 13. Hraunbær 105. Jóla- bingó kl. 14. Ýmsir góð- ir vinningar. Súkkulaði og smákök- ur. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Útvarp Saga 99,4 í dag kl. 12.20. Þáttur um málefni eldri borgara. Á morg- un, laugardaginn 13. desember, kl. 16 verða aðventutónleikar Söng- félags Kórs Félags eldri borgara í Reykja- vík haldnir í Hvíta- sunnukirkjunni Fíla- delfíu við Hátún. Afkomendur og vinir Söngfélagsins leggja kórnum lið í fjöl- breyttri dagskrá. Að- gangur ókeypis. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 „gleðin léttir lim- ina“ létt ganga og fleira. Frá hádegi spila- salur opinn, kl. 14.30 fer Gerðubergskórinn í heimsókn í Hvassaleiti. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 myndvefnaður, kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bók- band. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin frá kl. 9–17 virka daga. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, baðþjónusta, fótaað- gerð og hárgreiðsla, kl. 11 spurt og spjallað, kl. 14 bingó. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9–12 postulínsmálning, kl. 14.30 spænska, framh. Fótaaðgerðir virka daga, hársnyrt- ing þriðju- og föstu- daga. Aðventukaffi í dag. kl. 15, Gerðuberg- skórinn og stræt- isvagnakórinn syngja, samkvæmisdanssýn- ing, einleikur á píanó, sýningar á gömlum jólakortum, kaffihlað- borð. Norðurbrún 1. Kl. 9– 17 hárgreiðsla, kl. 10– 11 boccia, kl. 14 leik- fimi. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl.10–11 kántrídans. Vitatorg. Kl. 8. 45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9. 30 bókband og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 12. 30 leir, kl. 13. 30 bingó. Aðventuferð verður farin að Hestheimum í Holtum mánudaginn 15. des. kl 13, allir vel- komnir, upplýsingar í síma 561 0300. Hið árlega jólabingó verður í dag kl. 14.10 glæsilegir vinningar, allir velkomnir. Þjónustumiðstöðin, Sléttuvegi 11. Opið frá kl. 10–14. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Félag einhleypra. Fundur á morgun kl. 21 í Konnakoti, Hverf- isgötu 105. Nýir fé- lagar velkomnir. Heitt á könnunni. Munið gönguna mánu- og fimmtudaga. Í dag er föstudagur 12. desem- ber, 346. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður. (1Pt. 5, 7.)     Heiðrún Lind Marteins-dóttir fjallar um „sænsku leiðina“ á frelsi.- is, en Svíar urðu fyrstir þjóða til að refsa kaup- endum vændis. Heiðrún gefur sér, umræðunnar vegna, að vændi hafi minnkað í kjölfarið, en spyr hvað hafi þá leitt til þess. Hún segir að ríkis- stjórn Svíþjóðar hafi hrundið af stað átaks- verkefni í vændismálum í kjölfar lagasetningar- innar, þar sem þrennt virðist hafa borið hæst.     Hún segir: „1. Lög-reglumenn, saksókn- arar og félagsráðgjafar voru t.a.m. fræddir um hegðun alþjóðlegra man- salsglæpahringa og upp- lýstir um orsakir og af- leiðingar vændis. Þá var einnig einblínt á mikil- vægi þess að hjálpa fórn- arlömbum þessa iðnaðar og veita þeim, er eftir því sóttu, stuðning.     2. Yfirvöld keyptu sýn-ingarrétt mynd- arinnar Lilja 4-ever sem fjallar um hræðileg örlög ungrar vændiskonu. Myndin var notuð við fræðslu og forvarnar- starf sem höfða átti til ungs fólks. Samhliða þessu var veitt fræðsla um kynlífsiðnaðinn og áhrif hans á samfélagið.     3. Það kom fram í er-indi Thomas Ekman, yfirmanns vændisdeildar lögreglunnar í Gauta- borg, sem hann hélt hér- lendis fyrir skömmu, að lögreglumenn hafi dreift upplýsingabæklingum til almennings um starfsem- ina og hvernig menn gætu komið hjálplegri vitneskju um iðnaðinn til lögreglunnar.     Hér er ekki um vísinda-legar kannanir und- irritaðrar að ræða heldur einungis vitneskja sem fengist hefur frá hinum ýmsu aðilum sem komið hafa hingað til lands frá Svíþjóð og rætt þessi mál. Það er þó augljóst að hér hafa Svíar ekki legið á liði sínu. Stjórnvöld þar í landi eiga rós í hnappa- gatið skilið fyrir skel- egga framgöngu sína í viðleitni sinni til að út- rýma vændi í landinu. En að þessu virtu hljóta menn að spyrja sig hvort það hafi í raun ekki verið átaksverkefnið fremur en lagasetningin sem bar tilætlaðan árangur í Sví- þjóð?     Félagslegu vandamáliverður ekki útrýmt með refsingum. Yfirvöld ættu þess í stað að taka höndum saman og gera átak í þessum efnum með fræðslu og fyrirbyggj- andi leiðum svo koma megi í veg fyrir þær hörmungar sem fylgja vændisiðnaði. Ef sænska leið má kalla, leggur und- irrituð til að farin verði hin ,,raunverulega“ sænska leið í stað þess að fara að lagafordæmi Svía.“ STAKSTEINAR Sænska leiðin Víkverji skrifar... Hugmyndir sveitarstjórnar Blá-skógabyggðar um að flóðlýsa Gullfoss falla Víkverja vel í geð. Hann skilur bókstaflega ekkert í fólki, sem finnst að með þessu sé hugsanlega verið að spilla íslenzkri náttúru. Er ekki rafmagnsljósið hrein íslenzk náttúruafurð, búið til með rafmagni frá fallvötnunum? Að baða Gullfoss í ljósi, sem frændur hans og frænkur, ár og fossar, hafa framleitt, er bara dæmi um hring- rásina í náttúrunni, þótt maðurinn þurfi að hjálpa þar pínulítið til. Ljós- kastararnir sjálfir eiga ekki einu sinni að sjást, þannig að það verður engu líkara en ljósið spretti undan gljúfurbörmunum – hvað er að því að gera pínulitla fegrunaraðgerð á náttúrunni? spyr Víkverji. Fyrst mannfólkið lætur laga sig til, af hverju ekki að laga náttúruna, þegar Guð lætur hjá líða að lýsa hana upp á nóttunni? x x x En Víkverja finnst að þarna megiekki láta staðar numið. Það eru gild rök hjá sveitarstjóra Blá- skógabyggðar að með því að láta flóðlýsa fossinn megi lengja ferða- mannatímabilið. En það er nú dálítið klént að selja skammdegis- og næt- urrútuferðir úr Reykjavík til að skoða Gullfoss flóðlýstan eingöngu. Víkverja finnst lágmark að „Gullni hringurinn“, Gullfoss, Geysir og Þingvellir, sé allur flóðlýstur. Þann- ig hlýtur að mega koma fyrir flóð- ljósum í skál Strokks, þannig að vatnssúlan sé flóðlýst þegar hann gýs. Þetta mætti eflaust gera með ódýrum hætti og nota flóðljósin, sem áður lýstu upp gosbrunninn í Reykjavíkurtjörn. Dælubúnaðurinn í gosbrunninum er ónýtur og hann var því ekki settur upp síðastliðið sumar. Ljósin eru hins vegar örugg- lega í fínu lagi og bara hægt að setja þau ofan í hverskálina og grafa snyrtilegan skurð fyrir rafmagns- leiðslu í gegnum hverahrúðrið. Svo liggur líka beint við að flóðlýsa Al- mannagjá á Þingvöllum og raunar furðulegt að engum hafi dottið það í hug áður. Það verður áreiðanlega glæsileg sjón. x x x En af hverju ættu bara ferðamennog íbúar dreifbýlisins að njóta flóðlýsingar náttúrufyrirbæra? Vík- verja finnst að Reykvíkingar eigi að taka hugmyndina upp á arma sína. Í borginni hefur mikið verið gert af því að flóðlýsa byggingar, sem eru fræg kennileiti, t.d. Hallgrímskirkju, Alþingishúsið, Landakotskirkju, Háskólann, Landspítalann, Perluna o.s.frv. Af hverju ekki að sýna nátt- úrunni líka þá virðingu að lýsa hana upp? Það blasir við að Reykjavík- urborg á að beita sér fyrir því að Esjan verði flóðlýst. Þannig myndi „borgarfjallið“ blasa við allan sólar- hringinn. Þetta gæti orðið dýrt fyr- irtæki, en áreiðanlega ekkert sem t.d. djúpir vasar Orkuveitunnar réðu ekki við. Morgunblaðið/RAX Ekki væri úr vegi að hita Gullfoss svo hann frjósi ekki svona á vetrum. Dýrara í borginni OFT er talað um hve dýrt það er að búa á lands- byggðinni og ósjaldan heyrist fólk kvarta yfir því. Ég má nú samt til með að segja litla verslunarsögu af mér fyrir þessi jól. Eins og margir á ég það til að leita langt yfir skammt og halda að grasið sé grænna hinum megin. Reyndar átti ég erindi í höfuðborgina og það er allt- af svolítið gaman að gera sér smáferð í verslun eins og gengur og gerist í slík- um ferðum. Fara nú úr strigaskónum og lopapeys- unni og smella á sig vara- litnum og rápa milli allra flottu búðanna í henni Reykjavík. Ég kíkti sem sagt m.a. í Kringluna og ákvað að kaupa nú eitthvað fallegt handa henni dóttur minni, eitthvað sem ekki allir voru í í mínum heimabæ, Egils- stöðum, (já, maður getur verið pínu svona skrýtinn). Í versluninni Rollingunum í Kringlunni sá ég þessar fal- legu buxur sem ég féll fyrir og smellti mér á þær. Ég borgaði 3.990 krónur fyrir herlegheitin sem mér fannst nú bara fínt verð. Þegar heim var komið kom upp úr dúrnum að buxurnar voru of stórar og ég kíkti í Samkaup, versl- unina mína hér á Egilsstöð- um, og kannaði úrvalið þar. Viti menn, þar voru til sams konar buxur. Ég fékk það staðfest að innflytjandinn sem selur föt sín í Rolling- unum er heildsali Sam- kaups svo það fer ekki milli mála að þetta er sama merki. Hér á Egilsstöðum kosta þessar buxur 2.790 krónur. Í henni Reykjavík, þar sem við öfundumst oft út í að allt sé svo miklu betra, voru þær sem sagt 1.200 krónum dýrari. Nú mæli ég bara með því að þið elskurnar á höfuð- borgarsvæðinu komið bara hingað austur til okkar að gera jólainnkaupin og njót- ið þess að komast í kyrrð- ina hér eystra og skoða lit- ríkt mannlífið sem er þó alveg laust við stress. Að lokum má ég til með að segja að sennilega er ein mesta kjarabótin að hafa Bónus og sannarlega get ég samglaðst þeim sem njóta velgengni og leyfa okkur neytendum að njóta um leið eins og þeir gera þar. Egilsstaðadís. Sitja uppi með sárt ennið ÉG vil taka undir með óánægðum lesanda sem skrifar í Velvakanda föstu- daginn 5. desember um óánægju sína með Frétta- blaðið. Ég er einn af þeim sem fá ekki Fréttablaðið nema á nokkurra daga fresti, stundum ekki dögum sam- an. Svo eru þeir á Frétta- blaðinu að guma af því að þetta sé mest lesna blaðið og að þeir séu búnir að stinga Morgunblaðið af – en það er tómt rugl. Ég veit um menn sem voru svo vit- lausir að segja upp áskrift Morgunblaðsins og ætluðu að nýta sér Fréttablaðið en þeir sitja nú uppi með sárt ennið og eru að spekúlera að fá sér áskrift að Morg- unblaðinu aftur. Mjög óánægður lesandi. Slappir jólasveinar UNDIRRITAÐUR varð vitni að því, með börnum sínum, er kveikt var á Ósló- trénu á Austurvelli á sunnudag. M.a. skemmtu Felix og Lilli klifurmús, sem náðu vel til viðstaddra og voru hinir skemmtileg- ustu. Að því loknu mættu nokkrir jólasveinar, sem voru þeir slöppustu sem lengi hafa sést á Austur- velli. Sveinar þessir voru greinilega úr jólasveinakór sem virtist hafa mestan áhuga á réttri tóntegund og rödduðum útsetningum, í stað ærsla og sprells, sem löngum hefur einkennt þennan viðburð. Vonbrigð- in voru mikil og streymdi fólk burt. Vonandi les Grýla þennan pistil og sendir hressari jólasveina að ári. Hafsteinn. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar LÁRÉTT 1 óboðinn gestur, 8 tré- búts, 9 ómerkileg mann- eskja, 10 ílát, 11 dána, 13 örninn, 15 reifur, 18 styrkti, 21 kjökur, 22 tapa, 23 drepa, 24 vit- skerta. LÓÐRÉTT 2 írafár, 3 veiða, 4 reika, 5 nálægt, 6 dæld í jörð- ina, 7 vangi, 12 tangi, 14 skolla, 15 frosin snjó- korn, 16 rengdi, 17 sorfið duft, 18 logi, 19 gefið leyfi til, 20 straumkastið. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 henda, 4 skref, 7 lesið, 8 kopar, 9 agn, 11 táin, 13 hrós, 14 elgur, 15 kost, 17 álit, 20 man, 22 tomma, 23 álkan, 24 rýrar, 25 nærri. Lóðrétt: 1 helst, 2 nisti, 3 auða, 4 sókn, 5 rápar, 6 forks, 10 gegna, 12 net, 13 hrá, 15 kætir, 16 sæmir, 18 lokar, 19 tangi, 20 maur, 21 náin. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.