Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Gullfalleg ítölsk leðursófasett3ja sæta sófi og 2 stólar Kr. 329.980 3ja sæta sófi og 2 stólar Kr. 269.800 ARCADIA DAVID Svona Magnús minn, af með lakið, svuntuskurðsérfræðingurinn er mættur. Verkefnastjórnun – leiðtogaþjálfun Hugmyndin er algjörlega ný Fyrir tæpu ári hófstnýtt nám í Endur-menntun Háskóla Íslands undir heitinu Verkefnastjórnun – leið- togaþjálfun, nám með starfi. Stór hluti af vinnu nemenda á því misseri sem nú er að ljúka fólst í að vinna faglega og fram- sækna verkefnavinnu í hópum. Opin ráðstefna verður haldin á morgun, laugardaginn 13. desem- ber, klukkan 9 til 12.15 í Námunni, sal Endur- menntunar HÍ. Haukur Ingi Jónasson er einn forsvarsmanna nám- skeiðsins. – Segðu okkur aðeins frá náminu. „Námið er skemmtileg flétta úr tveimur þráðum. Tekið er á hinum hlut- læga þætti sem felst einkum í verkefnastjórnun, og hins vegar hinum huglæga þætti, sem tekur fyrir hina ýmsu mannlegu þætti. Kennslu- aðferðirnar miða að því að styrkja hæfni nemenda á þeim sviðum sem um ræðir.“ – Er þetta praktískt nám? „Já, mjög svo. Það felur í sér hópdínamík, sjálfsstjórn, sjálfs- skoðun, alla þætti verkefna- stjórnunar, samningatækni auk þess sem öðlast má D-vottun á sviði verkefnastjórnar, svo eitt- hvað sé nefnt. Hópurinn sem við erum að útskrifa núna er afar fjölskrúðugur með mikla reynslu í athafna- og félagslífi. Það má því með sanni segja að nem- endur hafi sjálfir gefið verulega af sér til þessa námskeiðs og við munum búa að því í framtíðinni. Það hefur verið mikill heiður að fá að starfa með þessu fólki.“ – Er þetta ný hugsun, eða byggist námskeiðið á fyrir- mynd? „Hugmyndin er algjörlega ný. Með mér í þessu eru tveir verk- fræðingar, dr. Helgi Þór Inga- son og Tryggvi Sigurbjarnarson og við höfum farið nýjar leiðir. Við erum ekki bara viðskipta- menn, heldur kennum við fólki að vera leiðtogar í víðari og dýpri merkingu en áður hefur tíðkast.“ – Hvað geturðu sagt okkur um verkefnin sem nemendur ykkar munu kynna á ráðstefn- unni? „Ég gaf þessum verkefnum eigin vinnuheiti og fyrst er að nefna Vistvænt þorp rís á Ís- landi! Á Hellnum á Snæfellsnesi mun innan tíðar rísa þorp sem markar tímamót í íslenskri byggingarsögu. Í fyrsta skipti hérlendis er fyrirhugað að skipuleggja, hanna og reisa nýtt þorp frá grunni á Íslandi. Hópur nr. 1 lagðist yfir þetta verkefni, skoðaði margvíslega möguleika að útfærslu og nýtingu. Hópur nr. 2 var með verk- efnið Innfluttir sjúk- lingar — Íslenskir læknar skera upp er- lenda sjúklinga! Getur íslensk heil- brigðisþjónusta og læknisfræðileg sérfræðiþekking látið til sín taka á þessu sviði? Hópurinn skoðaði möguleika þess að Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja útvíkkaði verulega starfsemi sína með tilliti til stað- setningar sinnar. Hópur nr. 3 tók fyrir Reykja- vík – vistvænasta borg heims! Á Rio-ráðstefnunni árið 1992 voru gerðir tveir alþjóðlegir samningar: Samningar um lofts- lagsbreytingar og líffræðilegan fjölbreytileika. Í kjölfar þessa var unnin framkvæmdaáætlun um sjálfbæra þróun í heiminum, Staðardagskrá 21. Staðardagskrá 21 er áætlun sem sveitarstjórnum er ætlað að framfylgja. Á grundvelli þessa hefur hópurinn útfært tímasetta verkefnisáætlun fyrir Reykja- víkurborg, sem tekur tillit til umhverfis-, efnahags- og fé- lagslegra þátta áætlunarinnar. Í nýlegum náttúruverndarlög- um er skýrt kveðið á um að akstur utan vega sé með öllu óheimill nema á frosnu og snjóa- lögðu landi. En hvað með akstur vísindamanna og þeirra aðila sem þurfa að sinna verklegum framkvændum í óbyggðum og á hálendi Íslands? Hópur nr. 4 velti upp öllum flötum þessa máls og gerði verkefnis-, gæða- stjórnunar- og framkvæmda- áætlun sem mun nýtast einkum einum þeim aðila sem málið varðar, Landsvirkjun. Þá tók hópur nr. 5 verkefnið Tíföldun á tekjum bænda á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár? Hvað laxveiði varðar er vatna- svæði Ölfusár og Hvítár eitt það margbrotnasta á landinu. Hóp- urinn skoðaði hvort auka mætti arðsemi vatnasvæðisins með því að hætta þar netaveiði, taka upp seiðasleppingar og leyfa ein- göngu stangaveiði á svæðinu. Loks tók hópur nr. 6 fyrir verkefnið Hvernig má nýta ís- lenska víkingaskipið og byggja víkingaþorp á Suðurnesjum? Hið víðförla skip Íslendingur er nú staðsett í Reyjanesbæ. Það bíður þessarar listasmíðar viðhlítandi og viðvarandi hlut- verk innan íslenskrar ferðaþjón- ustu þannig að það nýtist með fullgildum hætti til landkynning- ar. Hópur nr. 6 skoðaði mögu- leika þess að nýta skipið til frek- ari kynningar á landi og þjóð.“ Haukur Ingi Jónasson  Haukur Ingi Jónasson er fæddur í Reykjavík 9. ágúst 1966. Lauk kandídatsprófi í guð- fræði við HÍ 1994. Hefur marg- vísleg próf og gráður frá erlend- um háskólum, m.a. í sálgreiningu og guðfræði, auk þess að vera sjúkrahúsprestur. Stundar dokt- orsnám við Union Theological Seminary/Colombia University. Rekur meðferðarstofu í sálgrein- ingu í húsakynnum Þerapeiu að Suðurgötu 12 í Reykjavík. Leiðtogar í víðari og dýpri merkingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.