Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 79
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 79 ÖRN Arnarson, sundmaður úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar, hafnaði í fimmta sæti í 200 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug í Dublin í gær. Örn synti á 1.53,40 mínútum sem er sekúndu frá Íslands og Evr- ópumótsmeti frá síðasta ári. Slóv- akinn Blaz Medvezek sigraði í sundinu en hann kom í mark á 1.52,60 mín. Jakob Jóhann Sveinsson úr Sund- félaginu Ægi endaði í 14. sæti í 100 metra bringusundinu. Jakob synti í milliriðlinum og fékk 14. besta tím- ann en hann synti á 1.00.69 mín- útum en í undanrásunum synti hann á 1.00,63 mín. Jakob á Íslands- metið í greininni, 1.00,52 mín sem hann setti í Antwerpen í Hollandi hinn 13.12. árið 2001. Jón Oddur Sigurðsson, ÍRB, keppti einnig í 100 metra bringu- sundi og náði sér ekki á strik og kom síðastur í mark á 1.03,98 mín en 41 keppandi tók þátt. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir úr Ægi endaði í síðasta sæti í 200 metra fjórsundi. Hún synti á 2.25,70 mínútum. Sigrún Benediktsdóttir úr Óðni frá Akureyri varð í síðasta sæti af 48 keppendum í 100 metra skrið- sundi, en hún kom í mark á 1.00,63 mín. Ragnheiður Ragnarsdóttir úr SH, tók einnig þátt í 100 m skrið- sundi. Hún varð í 45. sæti og kom í mark á tímanum 57,66 sekúndum. Örn Arnarson varð fimmti á EM í Dublin  DAVID Pleat mun stýra liði Tott- enham út leiktíðina en hann var ráð- inn tímabundið í starf knattspyrnu- stjóra eftir að Glenn Hoddle var látinn hætta. Undir stjórn Pleats hefur Tottenham unnið sjö leiki og gert tvö jafntefli í þeim tólf leikjum sem hann hefur verið við stjórnvöl- inn.  HEIMASÍÐA körfuknattleiks- deildar Tindastóls greinir frá því að Svavar Atli Birgisson, sem leikið hefur með Þór í Þorlákshöfn í vetur, muni leika með Tindastól eftir ára- mótin. Félagaskipti Svavars verða send inn til KKÍ í dag og verður hann væntanlega löglegur með liðinu þann 15. janúar er Tindastóll leikur gegn KFÍ.  SVAVAR hefur leikið 5 tímabil með Tindastól, síðast 2000-2001, tvö ár með Hamarsmönnum og nú síðast með Þór frá Þorlákshöfn.  FRAM kemur á sömu vefsíðu að Gunnlaugur Erlendsson, sem einnig hefur leikið með Þór í vetur, hafi hug á því að skipta yfir í Tindastól á nýj- an leik.  SCOTTIE Pippen sem varð m.a. sex sinnum NBA-meistari með Chic- ago Bulls segir við bandaríska fjöl- miðla í gær að hann verði jafnvel að leggja skóna á hilluna. Pippen hefur átt í vandræðum vegna meiðsla á hné en hann fór í aðgerð á hné í mars s.l. og hefur ekkert getað leikið síðan þá. Pippen sem er 38 ára gamall gerði tveggja ára samning við Bulls í sum- ar en hann hafði áður verið leikmað- ur Portland Trailbazers. Pippen fær um 380 milljónir ísl. kr. á ári frá Bulls.  FRANK Johnson var sagt upp störfum í gær sem þjálfari NBA-liðs- ins Phoenix Suns en undir hans stjórn tapaði liðið sex af sjö síðustu leikjum sínum. Vinningshlutfallið er 8/13 eins og staðan er í dag. Johnson er fyrrum leikmaður liðsins og var ein af hetjunum sem lék til úrslita um NBA titilinn gegn Chicago Bulls á árum áður.  MIKE D’ANTONI, ítalskur að- stoðarmaður Johnson, tekur við lið- inu tímabundið en hann var aðal- þjálfari Denver Nuggets tímabilið 1998-1999 en fékk aðeins að sanna sig í nokkrar vikur þar á bæ. Mike D’Antoni er einn þekktasti körfu- knattleiksmaður Ítala fyrr og síðar.  FYRRVERANDI leikmaður skoska landsliðsins og Liverpool, Gary McAllister, hefur fengið tíma- bundið leyfi frá störfum sínum sem leikmaður og knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Coventry. Eiginkona McAllister á við alvarleg veikindi að stríða og segir Mike McGinnity formaður félagsins að McAllister fái þann tíma sem hann þurfi með fjölskyldu sinni á næstu misserum. Eric Black mun stýra lið- inu í næstu leikjum. FÓLK ÞÝSKA karlasveitin setti heimsmet í 200 metra fjór- sundi á á Evrópumeistara- mótinu í 25 metra laug sem hófst í Dublin á Írlandi í gær. Þjóðverjarnir komu í mark á tímanum 1.34,46 mínútur og bættu eigið met um 26/100 úr sekúndu frá EM í fyrra. Thomas Rupprath, Mark Warnecke, Fabian Friedrich og Carsten Dehmlow syntu að þessu sinni fyrir Þjóðverja. Fimmfaldur Evrópumeist- ari í sundi, Franziska van Alm- sick, varð að draga sig frá keppni á Evrópumeistara- mótinu í 25 metra laug sem hófst í Dublin á Írlandi í gær. Almsick er 25 ára gömul og er frá Þýskalandi en læknar þýska liðsins ráðlögðu henni að taka ekki þátt í mótinu að þessu sinni. „Ég er mjög vonsvikin að geta ekki tekið þátt. Það var markmiðið að hafa gaman af því að keppa í Dublin. Ég mun því einblína á Aþenu á næstu vikum í undirbúningi mínum fyrir Ólympíuleikana,“ sagði Almsick sem missti af leik- unum í Barcelona, Atlanta og Sydney. KR-ingar léku ágætlega í gær-kvöldi og miðað við hvernig liðið lék er nokkuð furðulegt að það skuli aðeins vera í fimmta sæti deildar- innar, en einn besti maður vallarins í gær, Magni Haf- steinsson hefur skýringu á því: „Við erum búnir að vera ein sog jó, jó í vetur. Við leikum einn frábæran leik og svo í þeim næsta erum við ömurlegir. Nú verðum við að taka okkur saman í andlitinu og ná góð- um leik á móti þessum stóru liðum,“ sagði hann. Spurður hvort KR væri ekki eitt af stóru liðunum, sagði hann: „Jú, að sjálfsögðu.“ Leikurinn var í járnum framan af þó svo að allt virtist miklu auðveld- ara hjá KR en hjá gestunum. Bar- áttan í Hamarsmönnum var mikil, enda hefur það verið aðal liðsins og á því var enginn breyting í gær- kvöldi – ekki framan af. En leik- mannahópur Hvergerðinga er ekki stór og því má liðið ekki við miklum skakkaföllum. Baráttan kostaði sitt, villurnar hrúguðust upp og Svavar Pálsson fékk sína þriðju villu þegar staðan var 5:4 og Fa- heem Nelson sína fjórðu villu þegar staðan var 29:29 um miðjan annan leikhluta. Hann kom ekkert við sögu fyrr en í þriðja leikhluta á ný og lauk síðan leik undir lok hans með fimm villur og munar um minna fyrir Hamar. Lokakafli KR í öðrum leikhluta var frábær. Staðan var 29:34 og 35:36 þegar Vesturbæingar tóku til sinna ráða og gerðu 18 stig í röð. Staðan í leikhléi því 53:36. Vandamál Hvergerðinga að þessu sinni var að stóru mennirnir í liðinu lentu í villuvandræðum og við því mátti liðið alls ekki. KR-ingar voru kampakátir í leik- hléinu eftir góðan endasprett í lok fyrri hálfleiks og þriðji leikhluti var sá besti í leiknum, af hálfu beggja liða. Ágætis varnir og þéttur leikur hjá öllum aðilum. Hann endaði 23:20 en annar leikhluti endaði 35:19 og sá fjórði 22:34. Hamars- menn gerðu sem sagt tveimur stig- um færra í síðasta leikhluta en þeir gerðu allan fyrri hálfleikinn. Síðasti leikhlutinn leystist upp í hálfgerðri vitleysu. KR-ingar gáfu eftir og Hamarsmenn, eða réttara sagt Chris Dade, gekk á lagið. Stað- an eftir þriðja leikhluta var 76:56 og KR náði 25 stiga forystu áður en sýning Dade hófst. Hann kom með boltann fram völlinn, fór að þriggja stiga línunni, oft laglega, og skaut. Ungu strákarnir sem hefðu áttu að fá að reyna sig á þessum kafla, þar sem útilokað var að Hamarsmenn næðu að sigra, horfðu á og fengu varla að koma við knöttinn. Slíkt kann vart góðri lukku að stýra til langframa. En sýning Dade var skemmtileg engu að síður. Magni átti stórgóðan leik fyrir KR, 20 stig, 10 fráköst, fimm stoð- sendingar og bolta var stolið fimm sinnum. Skarphéðinn var sterkur, Woods einnig og þeir Jesper Sören- sen og fyrirliðinn Steinar Kaldal áttu fínan leik. Ólafur M. Ægisson hitti vel á tímabili. Hjá Hamri voru Nelson og Dade sterkir, baráttuandi heimamanna í Hveragerði hefur smitað út frá sér og þeir eru báðir mjög duglegir. Nelson varði sex skot og gerði 15 stig í þær 20 mínútur sem hann náði að leika. Lárus Jónsson átti líka fín- an leik, gaf 13 stoðsendingar og stal boltanum fimm sinnum. Morgunblaðið/Þorkell Ingvaldur Magni Hafsteinsson var stigahæstur í liði KR og hér treður framherjinn knettinum í körfuna en Svavar Pálsson varnarmaður úr liði Hamars fylgist vel með tilþrifum Magna. Skotsýning Dade gegn KR hófst fullseint KR-INGAR kræktu sér í tvö stig í efstu deild karla í gærkvöldi þegar þeir tóku á móti Hamarsmönnum úr Hveragerði. Vesturbæjarliðið hefur löngum átt í vandræðum með Hvergerðinga í körfunni, sér- staklega á heimavelli sínum, en í gær náðu þeir að hrista gestina af sér þó svo að munurinn í lokin yrði aðeins átta stig, 98:90. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Heimsmet hjá Þjóð- verjum í Dublin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.