Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 56
MINNINGAR
56 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ María Jóhanns-dóttir fæddist á
Hólmum í Reyðar-
firði 25. maí 1907.
Hún lést á sjúkra-
húsinu á Ísafirði
föstudaginn 5. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru sr. Jóhann L.
Sveinbjarnarson
(Magnússonar, Skál-
eyjum) prófastur
(1854–1912) og kona
hans Guðrún Torfa-
dóttir (Halldórsson-
ar, Flateyri) (1872–
1956). Systkini Maríu voru Mar-
grét Jóhannsdóttir Tulinius,
húsmóðir (1904–1971); Torfi Jó-
hannsson, bæjarfógeti í Vest-
mannaeyjum (1906–1963) og
Björn Jóhannsson, forstjóri
(1911–1961). Fóstursystur Maríu
voru Jakobína Grímsdóttir og
Ingibjörg Markúsdóttir Thor-
arensen.
María giftist 19. september
1938 Kristjáni Ebenezerssyni,
skipstjóra, f. 18.10. 1897, d. 30.3.
1947. Börn þeirra eru Jóhanna
barnabörn Maríu eru María Rut,
Alexía Rós, Jóhanna Guðrún,
Katherine Barbara, Júlía Ósk og
Hörður Sævar.
María ólst upp á Hólmum en eft-
ir lát föður síns fluttist hún ásamt
móður, systkinum og fóstursystr-
um vestur í Önundarfjörð. Þar
byggðu móðir hennar og systir
hennar, Ástríður Torfadóttir,
hjúkrunarfræðingur, sér hús sem
gefið var nafnið Litla-býli og stóð
á Sólbakka rétt innan við þorpið
Flateyri en var flutt þangað árið
1936.
María starfaði frá ungum aldri
hjá móður sinni á símstöðinni á
Flateyri. Hún tók við af henni sem
símstöðvarstjóri árið 1942 og síð-
ar einnig við póstafgreiðslunni og
var stöðvarstjóri Pósts og síma á
Flateyri til ársloka 1977. María
stundaði nám í Kvennaskólanum í
Reykjavík og einnig í húsmæðra-
skóla í Ósló. Hún tók alla tíð virk-
an þátt í félags- og tónlistarlífi á
Flateyri og var t.d. einn af stofn-
endum Slysavarnadeildarinnar
Sæljóss, formaður kvenfélagsins
Brynju og organleikari við guðs-
þjónustur um áratuga skeið.
Útför Maríu Jóhannsdóttur fer
fram frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
María verður jarðsett í Fossvogs-
kirkjugarði við hlið eiginmanns
síns.
Guðrún Kristjáns-
dóttir, menntunar-
fræðingur, f. 11.3.
1941, og Einar Oddur
Kristjánsson, alþing-
ismaður, f. 26.12.
1942. Jóhanna var
gift Erlingi E. Hall-
dórssyni, rithöfundi,
f. 26.3. 1930, en þau
skildu. Börn þeirra
eru: 1) Kristján Erl-
ingsson, fram-
kvæmdastjóri, f. 1.12.
1962, maki Lesley
Wales, verslunarmað-
ur. 2) Vigdís Erlingsdóttir, banka-
starfsmaður, f. 11.2. 1970, maki
Bjarni Harðarson, skipstjóri. Ein-
ar Oddur er kvæntur Sigrúnu
Gerðu Gísladóttur hjúkrunar-
fræðingi, f. 20.11. 1943, og eru
börn þeirra: 1) Brynhildur,
menntaskólakennari, f. 1.1. 1973,
sambýlismaður Illugi Gunnars-
son, hagfræðingur. 2) Kristján
Torfi, háskólanemi, f. 21.6. 1977,
sambýliskona Dagný Arnalds,
tónlistarkennari. 3) Teitur Björn,
háskólanemi, f. 1.4. 1980. Barna-
Með fráfalli Maríu Jóhannsdóttur
tengdamóður minnar er og verður
stórt holrúm eftir í hjarta mínu sem
erfitt verður að venja sig við.
María Jóhannsdóttir hafði ein-
staklega hlýjan og kraftmikinn per-
sónuleika, það gneistaði frá henni
kærleikurinn. Er ég fluttist vestur
og varð tengdadóttir hennar fann ég
fljótt fyrir þessum kraftmikla og ein-
læga kærleika er ætíð streymdi frá
henni til okkar er vorum í návistum
við hana hverju sinni.
Samskipti okkar Maríu hafa alla
tíð verið sveipuð þessum kærleika
hennar, ég lærði smátt og smátt að
skilja hvað þessi tæri kærleikur
gerði hana sterka, metnaðarfulla og
einlæga manneskju, hún hvatti okk-
ur í fjölskyldunni til góðra verka án
þess að við tækjum eiginlega eftir
því. Þessi hvatning var ætíð sveipuð
gleði og jákvæðum viðhorfum. Lífs-
gildi hennar voru skýr, hún hafði
skoðanir á því sem henni fannst þess
virði, það sem hún þoldi illa í fari
fólks var hégómi og hroki, aldrei tal-
aði hún illa um neina manneskju.
Hún gerði strangar kröfur til sjálfr-
ar sín og einnig til sinna.
Fjölskyldan á Sólbakka hlakkaði
ætíð til heimsókna Maríu, það hefur
ekkert breyst í gegnum árin, börn-
unum okkar Einars fannst engin
veisla vera nema amma væri líka.
Það var alltaf svo mikil gleði í kring-
um hana, hún var hrókur alls fagn-
aðar.
Lítil frásögn skýrir hvað lánsöm
ég var að eiga Maríu sem tengda-
móður.
Helga Jessen á Grenimelum kem-
ur í kaffi til móður minnar Brynhild-
ar, og segir svo hátt að ég örugglega
heyri – hún hafði mikla samúð með
frú Brynhildi að dæturnar myndu
pipra: „Já, Brynhildur mín, piltinn
þekki ég ekki neitt, en því get ég lof-
að þér að bestu tengdamóður í heimi
fengi hún Sigrún ef hún tæki nú pilt-
inn.“ María var vinkona Helgu héðan
að vestan.
Þessi orð Helgu voru sönn og þau
rættust. Það var ögrandi og
skemmtilegt viðfangsefni að vera
tengdadóttir Maríu og það verður
líka ögrandi verkefni fyrir heimilið á
Sólbakka að halda áfram án Maríu.
Allt það sem hún var okkur lifir
áfram í hjörtum okkar
Sigrún G. Gísladóttir,
Sólbakka.
Besta amma í heimi, amma mín.
Ég er heppin að eiga ömmu sem
leyfði mér að vaka fram eftir öllu,
borða ótakmarkað af súkkulaði, sofa
út og lesa vitleysisbækur fram eftir
degi. Ljúfar minningar: við kúrðum
okkur saman, drukkum te og vorum
bara tvær. Lukkunnar barn var ég
að alast upp hjá yndislegri konu sem
hló að skapofsa mínum og hellti upp
á heitt kakó til að láta mig kyngja
skapinu. Píanótónlist, nótur, hlýr
faðmur, sherry, bækur, spil og fal-
lega lífsglaða brosið þitt – gott er að
hugsa til þín.
Brynhildur Einarsdóttir.
Í sumar birtist opnuviðtal við Mar-
íu föðursystir mína í Morgunblaðinu.
Í lok viðtalsins var birt síðasta erindi
Maríubrags sem Guðmundur Ingi
Kristjánsson, skáld á Kirkjubóli og
fermingarbróðir Maríu, orti til henn-
ar á áttræðisafmæli hennar. Ég get
ekki stillt mig um að birta þetta er-
indi að nýju með þessum fátæklegu
minningarorðum, því mér finnst það
lýsa lund Maríu svo vel:
Gleðibros á götu þinni
gafstu hvar sem var.
Förunautum úti og inni
unað sinn það bar.
Vona ég sömu leiðarljósin
líf og fylgi þér
þar til seinast út í ósinn
ævistraumur fer.
María var aðeins ári yngri en faðir
minn og var mjög náið samband milli
þeirra systkina. Í minnum er haft
þegar þau systkinin sátu undir stofu-
borðinu á Hólmum, líklega þriggja
og fjögurra ára og höfðu eitthvað
verið að rella í móður sinni og undan
borðinu heyrðist faðir minn segja:
„Glenja þú Maja, þú glenjar svo hátt
að mamma heilil!“ Þessa góða sam-
bands þeirra systkina naut ég og
dvaldi oft á sumrin á heimili Maríu
og systranna Guðrúnar ömmu minn-
ar og Ástríðar, sem reyndar var aldr-
ei kölluð annað en tanta Ásta. Varla
var það sumar mikils virði ef ekki var
farið vestur á Flateyri og á ég þaðan
margar dýrmætar minningar.
Reyndar var það svo að við öll börn
systkina Maríu dvöldumst í Litla-
býli flest sumur um lengri eða
skemmri tíma.
Dvölin í Litla-býli var alltaf æv-
intýri. Þar gátum við skoðað gömlu
dýrgripina hennar ömmu sem marg-
ir áttu sér merka sögu og læðst upp á
hanabjálka þar sem voru ómetanleg-
ir dýrgripir í okkar augum. Fjallháir
staflar af Hjemmet og Familie Jo-
urnal, en þar komumst við í kynni við
Knoll og Tott og fleiri slíka. Þá var
kjallarinn líka merkilegur með hill-
um, hlöðnum flöskum með rabarbar-
asaft, krækiberjasaft og rifsberja-
saft auk sultutaus af mörgum
tegundum, en í garði Maríu var mik-
ið af rifsberjarunnum, auk þess vor-
um við stundum send upp að Sól-
bakka til að tína þar ribsber og nóg
var af rabarbara í garðinum upp við
Goðahól og berjum í hlíðinni utan við
Klofning.
María varð fyrir því áfalli að eig-
inmaður hennar Kristján Ebenezer-
son lést um aldur fram í mars 1947.
Það er mér minnisstætt því hann lá
sína hinstu legu á heimili foreldra
minna í Reykjavík og móðursystir
mín Guðríður Jónsdóttir hjúkrunar-
kona vakti yfir honum í veikindum
hans. María stóð þá uppi með börn
þeirra tvö, Jóhönnu og Einar, sex og
fjögurra ára. Það var ekki auðvelt á
þeim árum að standa uppi sem ekkja
með tvö ung börn á framfæri. María
var þá komin í svipaða aðstöðu og
amma Guðrún er maður hennar, Jó-
hann Lúter Sveinbjarnarson, pró-
fastur á Hólmun í Reyðarfirði, féll
frá haustið 1912 en þá varð hún
ekkja með fjögur ung börn á fram-
færi og tvö fósturbörn. En amma átti
góða fjölskyldu að sem studdi hana
dyggilega. María var heldur ekki ein,
því fjölskyldan hélt sem áður vel
saman. María og Kristján höfðu
keypt Litla-býli og þar bjó hún
áfram með börnum sínum ásamt
móður sinni og töntu Ástu. Ekki
beygði þetta Maríu þrátt fyrir erfið
veikindi hennar sjálfrar um skeið.
Létt lund gerði henni auðveldara að
takast á við erfiðleikana. Hún tók
virkan þátt í félagslífinu, var organ-
isti við Flateyrarkirkju um árabil,
starfaði ötullega að málefnum leik-
félags byggðarinnar, stuðlaði að end-
urreisn slysavarnafélagsins á Flat-
eyri og var formaður Kvenfélagsins
Brynju um árabil, en móðir hennar
hafði verið helsti hvatamaður að
stofnun þess og formaður til margra
ára.
Þetta góða skap hennar fylgdi
henni alla tíð og allt fram á síðustu
daga. Það var henni til mikillar gleði
að sonur hennar, Einar Oddur, bjó
alla tíð á Flateyri ásamt fjölskyldu
sinni og dóttirin, Jóhanna Guðrún,
bjó þar einnig með fjölskyldu sinni
síðustu 12 ár.
Hún átti því láni að fagna að halda
andlegu heilbrigði fram á síðustu
daga og spilaði bridge við spilafélaga
sína mánudaginn áður en hún veikt-
ist og canasta daginn eftir, en að
kvöldi þess dags var hún flutt á spít-
ala.
Að Maríu genginni er kvaddur
með söknuði síðasti meiður þessa
ættliðs fjölskyldu minnar og verður
það skarð sem hún skilur eftir seint
fyllt.
Kristján Torfason.
María Jóhannsdóttir fæddist á
Hólmum í Reyðarfirði, þriðja í röð
fjögurra barna Guðrúnar Torfadótt-
ur og séra Jóhanns Lúthers Svein-
bjarnarsonar. Jóhann var Breiðfirð-
ingur en móðir hennar var frá
Önundarfirði úr stórum hópi barna
Torfa Halldórssonar skipstjóra og
kaupmanns á Flateyri. Þegar María
var fimm ára andaðist faðir hennar.
Fluttist þá fjölskyldan fljótlega til
Flateyrar, þar sem María bjó eftir
það. Ástríður, systir Guðrúnar, sem
var hjúkrunarkona og hafði unnið á
franska spítalanum á Fáskrúðsfirði,
fluttist með þeim vestur.
Þegar ég kynntist heimilinu fyrst,
á fjórða áratug síðustu aldar höfðu
systkini Maríu flutt „suður“. Guðrún
var stöðvarstjóri símans, Ástríður
stjórnaði eldhúsinu og María vann
með þeim báðum. Samkomulagið var
gott, þótt þær væru allar þrjár mjög
ólíkar. Ástríður sem var eldri en
Guðrún, var eldhugi, kvik í spori og
skjót í svörum. Hún var listfeng, þó
að á þessum árum kæmi það mest
fram í matargerð og hannyrðum.
Guðrún var þyngri, en mikill höfð-
ingi og naut mikillar virðingar sam-
sveitunga sinna og var sagt að hún
leysti vanda margra. Hún var
menntuð sem hannyrðakennari og
vann mikið í höndunum. María sam-
einaði kosti þeirra beggja. Hún var
kát og skemmtileg eins og Ásta móð-
ursystir hennar en bjó einnig yfir
höfðingsskap móður sinnar. Hún tók
við formennsku í kvenfélaginu og
sem stöðvarstjóri símans af móður
sinni og bætti svo póstinum við síðar.
Þær frænkur höfðu allar lært hljóð-
færaleik og Guðrún og María sáu um
orgelleik og söngstjórn í Flateyrar-
kirkju. Eftir barnaskólanám á Flat-
eyri nam María við Kvennaskólann í
Reykjavík.
Í september 1938 gekk María að
eiga Kristján Ebenezersson. Hann
var skipstjóri og var oft í siglingum,
þar á meðal á stríðsárunum, en þrátt
fyrir það hafði hann talsverð áhrif á
heimilisbraginn með ágætri greind
og góðri kímni. Ég kynntist honum
nokkuð sem sumarstrákur á Flat-
eyri, því hann var óþreytandi við að
leyfa drengnum að taka þátt í því
sem hann var að gera, steypa girð-
ingu, vinna í kálgarði og taka hann
með í sjóferðir. Því miður andaðist
Kristján langt fyrir aldur fram í
mars 1947 og var öllum harmdauði
en þó sérstaklega ekkjunni ungu
með tvö ung börn. Á þessum árum
þurfti María að kljást við alvarleg
veikindi en tókst að sigrast á þeim.
María hélt alltaf sinni góðu lund og
alltaf var gaman að hitta hana og
ræða við hana. Ég hitti hana síðast í
júní á þesssu ári og sat hjá henni og
ræddum við málefni dagsins en þó
einkum um fyrri tíma. Þá sagði hún
mér meðal annars sögur frá fyrstu
æviárum sínum að Hólmum.
Við fjölskyldan áttum því láni að
fagna að hafa Maríu nokkrum sinn-
um búandi hjá okkur í skamman
tíma í senn, þegar hún þurfti að
dvelja um skeið í Reykjavík. Við nut-
um þess að spila við hana, hlusta á
tónlist og spjalla saman. Umfram allt
nutum við samverunnar við þessa
greindu og góðu konu. Gengin er
mikill höfðingi og frábær frænka.
Hrafn Tulinius.
Þegar ég hugsa til baka, þá finnst
mér að þú hafir verið allra besta vin-
kona mín. Ég man eftir því þegar ég
kom til þín á hverjum degi og sat inní
stofu hjá þér. Við vorum alltaf að
gera svo margt saman, spiluðum
könustu, spiluðum saman á píanóið,
töluðum saman og knúsuðumst. Það
var það besta sem ég vissi að knúsa
þig, þú varst alltaf svo mjúk. En ég
vildi bara þakka þér fyrir að hafa
verið langbesta amma-langamma í
öllum heiminum. En núna hef ég
bara minningarnar einar, en það eru
ofboðslega góðar minningar sem ég
mun geyma eins og gull í hjarta
mínu.
Þú varst best.
María Rut.
Andlát er alltaf áfall – hinn óhjá-
kvæmilegi endir lífsins – endalok.
Eftir standa þá jafnan minningar, oft
ljúfsárar minningar og söknuður. Þá
vakna líka hugrenningar – óræðar og
efablandnar hugsanir. Hver greiðir
fyrir okkur úr móðunni miklu?
Svona tilfinningar sækja nú að
okkur, fjölskyldunum frá Sólbakka í
Önundarfirði, er við kveðjum Maju
frænku, Maríu Jóhannsdóttur. Mar-
íu með ljúfa viðmótið, gleðibrosið og
frændræknina. Blessuð sé minning
hennar.
María, Haraldur, Önundur
og Hanna Ásgeirsbörn.
María Jóhannsdóttir er nú fallin
frá í hárri elli. Margs er að minnast.
Hugurinn hvarflar allt að átta ára-
tugum aftur í tímann. Hugfanginn
horfði ég á fallegu og fínu stúlkuna
leika töfrabrögð sín. Þar sat María
við hljóðfærið og spilaði jólalögin.
Þetta var í gamla barnaskólanum á
hinni árlegu jólatrésskemmtun sem
kvenfélagið stóð fyrir. Gott ef þetta
bar ekki einmitt upp á þann merk-
isatburð þegar við krakkarnir í for-
undran litum fyrst augum grenitré
sem hafði verið útvegað að sunnan til
að ganga hringinn um kring í stað
gamla spýtutrésins sem notað hafði
verið ár eftir ár.
Fljótlega tókust kynni okkar Mar-
íu. Þegar móðir minni þótti hæfa að
ég gæti spilað á orgelið okkar, og
reyndar við systkinin bæði, var farið
í læri til frú Guðrúnar móður Maríu.
Ef kennarinn forfallaðist hljóp
María í skarðið. Þetta tókst með slík-
um ágætum að þær mæðgur höfðu
orð á að ekki kæmi annað til mála en
ég færi í tónlistarskóla í Reykjavík,
hinn eina og sanna sem þá var til. Af
því varð þó ekki svo að aldrei verður
MARÍA
JÓHANNSDÓTTIR
Yndislegt sumar er
liðið, farið að hausta,
farfuglarnir farnir til
sinna suðlægu heim-
kynna.
Soffía mín, eða Soffa eins og hún
var ætíð kölluð, fór í sína hinstu ferð
SOFFÍA
GÍSLADÓTTIR
✝ Soffía Gísladóttirfæddist í Görðum
í Vestmannaeyjum
31. desember 1915.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Ljós-
heimum á Selfossi
14. september síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá
Stórólfshvolskirkju
19. september.
að morgni 14. septem-
ber og trúi ég því að vel
hafi verið tekið á móti
henni af Inga manni
hennar sem lést fyrir
nokkrum árum.
Betri manneskjum
en þeim hjónum er leit-
un að, hógværðin og
virðingin sem þau báru
hvort fyrir öðru er ein-
stök. Aldrei var talað
um þau hjón öðruvísi
en þau bæði saman,
Soffa hans Inga eða
Ingi hennar Soffu, svo
náin voru þau hvort
öðru. Alltaf var jafn gaman að koma
til þeirra hvort sem var í Deild þar
sem ég kom oft sem unglingur eða í
Litlagerði á Hvolsvelli mörgum ár-
um eldri. Að koma í Litlagerði var
eins og að koma í ævintýraheim, all-
ar myndirnar og stytturnar um allt
svo smekklega settar upp. Soffa var
listamaður í sér, bjó sjálf til jólakort
sem hún sendi fjölskyldu og vinum
og málaði myndir á silki, allt svo listi-
lega gert og hafði hún yndi af því að
gefa myndirnar sem hún bjó til.
Synd að hún skyldi ekki byrja á list-
sköpun sinni mörgum árum fyrr.
Blómaskálinn var heimur út af fyrir
sig með öllum þeim blómum sem þar
voru. Hvað hún Soffa mín var stolt
þegar hún sýndi mér mandarínutréð
sem hún hafði komið til og var með
mörgum mandarínum á. Það
blómstraði allt í höndunum á henni
Soffu minni.
Soffa bjó nokkur ár á heimili sínu í
Litlagerði eftir lát manns síns þar til
hún fór á Ljósheima á Selfossi þrotin
að kröftum. Guð geymi þig, elsku
vinkona. Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Guðbjörg Karlotta.