Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 51
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 51 á landsbanki.is Reyndu á kunnáttu þína og taktu þátt í erfiðum en skemmtilegum spurningaleik. Ef þú svarar 10 spurningum rétt áttu möguleika á glæsilegum verðlaunum. Meðal vinninga eru 500 miðar á frumsýningu LOTR - Return of the King, gjafabréf í Nexus að andvirði 50.000 kr., út að borða fyrir þig og 10 vini þína, derhúfur, bolir, lyklakippur, pennar, húðflúr og margt fleira. Þátttaka er öllum frjáls, en til að eiga möguleika á vinningum þurfa þátttakendur að vera í viðskiptum við Landsbankann. Þekkir þú sögu Hringsins? ÞAÐ var áfall þegar ég heyrði um launasamninga æðstu manna Kaup- þings Búnaðarbanka. Gat það verið að þessir hæfu og góðu menn þekktu ekki lífsviðhorf fólksins í landinu? Hvernig átti fólk að skilja það að menn gætu haft árslaun sem næðu því að jafnast við eða vera hærri en full ævilaun hins venjulega launþega? Viðbrögðin urðu líka hörð. Flestir kunnu að meta það hve afdrátt- arlausa og ákveðna af- stöðu forsætisráð- herra tók og ýmsir fleiri forystumenn. Hin afdráttarlausu viðbrögð urðu til þess að þeir sem áttu kost á að fá háu launin sáu að mistök höfðu verið gerð og afsöluðu sér þessum kjara- réttindum. Þökk sé þeim fyrir það. Starfsfólkið er auður hvers fyrirtækis Af þessu tilefni vil ég rifja upp eigin reynslu. Ég var ráðinn 1961 hjá Pósti og síma forstöðumaður hag- deildar sem var ein fjögurra jafn- settra aðaldeilda fyrirtækisins. Póst- ur og sími heyrði beint undir ráðherra og æðstu stjórnendur voru póst- og símamálastjóri og áð- urnefndir fjórir forstöðumenn. Starfsemin var mjög fjölþætt og dreifð um allt landið auk mikilla er- lendra viðskipta. Síðustu árin veitti ég fjármáladeildinni forstöðu. Árið 1980 er ég lét af störfum unnu yfir tvö þúsund manns hjá fyrirtækinu og peningaveltan var daglega fleiri hundruð milljónir króna. Stórfyrirtæki Póstur og sími var mjög stórt fyr- irtæki á íslenskan mælikvarða. Allir fastir starfsmenn voru ráðnir sam- kvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Launin voru ekki há og báru ekki í sér kaupauka. Hins vegar var starfs- öryggi og ýmis réttindi betri en á hinum al- menna vinnumarkaði. Stjórnendur Pósts og síma réðu litlu um launakjör starfsfólksins. Yfirmenn höfðu því fáa starfshvata í höndum sér aðra en þá að vera sjálfir góð fyrirmynd og vernda góðan starfs- anda og samhug. Ég hafði oft heyrt að það væru lé- leg vinnubrögð hjá opinberum starfsmönnum. Starfsmannamálin hjá Pósti og síma komu í minn hlut fyrstu árin. Ég leit því mjög til þeirra mála þegar ég fór að kynna mér starfssvið mitt. Fljótlega áttaði ég mig á því að sögusagnir um slök vinnubrögð voru ósannar. Í heildinni var það hvort tveggja að vel var mætt til vinnu og vel unnið. Ég sá það, strax enda hafði ég gert mér grein fyrir því fyrirfram, að ég mundi litlu áorka í starfi mínu án góðrar samvinnu og aðstoðar sam- starfsfólks míns. Það varð að vera samhent liðsheild sem gat náð góð- um árangri. Til að fólki líði vel þarf að vera sæmilegt húsnæði og um- fram allt vel hirt. Yfirmenn Pósts og síma skildu þýðingu þess að hafa gott og sam- hent starfsfólk og að góður starfs- andi væri ríkjandi. Hin hlýlegu og góðu samskipti eru bestu minning- arnar sem ég á frá 20 ára starfi með póst- og símafólki. Þessi góða liðsheild skipuð hæfu og áhugasömu fólki náði þeim frá- bæra árangri að byggja upp eitt öfl- ugasta fjarskiptakerfi OECD-landa og vera með lægstu þjónustugjöldin. Jafnframt var skilað af sér einu auð- ugasta fyrirtæki ríkisins fyrir frjálsa markaðinn. Allt án kaupauka. Yfir hvaða leyndardómi bjuggu stjórn- endur Pósts og síma og hið ágæta starfsfólk þeirra að svo góður árang- ur skyldi nást? Var það kannski starfsöryggið? Stór hluti þessa ágæta starfsfólks Pósts og síma er nú á eftirlaunum og þeim yfirleitt lágum. Nú þykir við hæfi að veifa pen- ingapyngju framan í hvern mann eigi að vera von um góðan árangur í starfi. Það er eins og orðið mann- dómur hafi vantað í uppeldisfræðin. Framtíðarmenn Ég taldi rétt að segja frá þessari reynslu minni ef af henni mætti læra. Það er gott að yfirmenn fái góð laun. En þau verða að vera í tengslum við laun annarra starfsmanna fyrirtæk- isins til að myndist samhuga liðs- heild í því að ná settum markmiðum viðkomandi fyrirtækis. Gefi hagn- aður tilefni til kaupauka er ekki eðli- legt að bæta einum en öðrum ekki og gildir þá einu í hvaða verðmætum kaupaukinn er látinn í té. Hins vegar færi vel á því ef mikill gróði myndast hjá öflugum fyrir- tækjum væri fé í því tilefni látið renna til rannsókna og vísinda eða skyldra verkefna í þjóðfélaginu og þá gjarnan í nafni eigenda og starfs- fólks. Það mundi sýna framsækni og auka hlýhug almennings til viðkom- andi fyrirtækis. Við lærum af mistökum Mistök voru gerð. Þegar það varð ljóst voru þau snarlega leiðrétt. Við- komandi menn voru fljótir að hugsa og fljótir að taka ákvörðun. Það sýnir að um hæfa menn er að ræða. Hægt er að bera traust til slíkra manna. Þeir mættu hörðum viðbrögðum án þess að mögla með hröðum aðgerð- um. Fólk er ekki til fyrir fjármagnið heldur er fjármagnið til fyrir fólk og í þjónustu þess. Því megum við aldr- ei gleyma. Ég er viss um að þessir ágætu menn hafa burði til að móta heilbrigt íslenskt siðferði í launa- málum fyrirtækja annars er frelsið í hættu. Að elta erlendan subbuskap í þessum efnum vekur hvorki traust né hagsæld. Ég óska Kaupþingi Búnaðarbanka og starfsfólki öllu velfarnaðar í nútíð og framtíð. Há laun plús…? Páll V. Daníelsson skrifar um ofurlaun ’Flestir kunnu að meta það hve afdrátt- arlausa og ákveðna afstöðu forsætisráð- herra tók og ýmsir fleiri forystumenn. ‘ Páll V. Daníelsson Höfundur er viðskiptafræðingur. Fæst í apótekum og lyfjaverslunum ER NEFIÐ STÍFLAÐ? STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. SKEMMUVEGI 36 Sími 557 2000 BLIKKÁS – ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.