Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 75 DAGBÓK Handklæði & flíshúfur . Fáið sendan myndalista Myndsaumur Reykjavíkurvegur 62 220 Hafnarfjörður Sími 565 0488 www.myndsaumur.is Jólatilboð Flíspeysur, & flísteppi Afmælisþakkir Innilegar þakkir til allra þeirra sem glöddu mig með gjöfum, blómum og skeytum á 90 ára afmæli mínu þann 24. nóvember sl. Guð blessi ykkur öll. Dagbjartur Gunnarsson frá Marteinstungu, dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Grund. STJÖRNUSPÁ Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert heillandi og líkamleg/ ur og átt auðvelt með að skilja líkamlega tjáningu annarra. Þú ert komin/n að krossgötum og þarft að gera það upp við þig hvaða leið þú vilt fara. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Einhver mun hafa áhrif á þig í dag. Þú gætir jafnvel hitt sterkan einstakling sem breytir lífsviðhorfum þín- um. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nýttu þær auðlindir sem þú hefur aðgang að til að bæta umhverfi þitt, bæði í vinnunni og á heimilinu. Losaðu þig við skuldir og hvers konar drasl. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú gætir lent í átökum við einhvern sem reynir að beita þig of miklum þrýst- ingi. Þú snýst ósjálfrátt til varnar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú þarft sennilega að gera einhvers konar lagfæringar í vinnunni í dag. Það verður fyrirhafnarinnar virði því árangurinn fer fram úr þín- um björtustu vonum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú gætir orðið yfir þig ást- fangin/n í dag. Þetta er bara þannig dagur. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Helltu þér út í tiltekt og hreingerningar. Hentu því sem þú hefur ekki lengur þörf fyrir á heimilinu og komdu skipulagi á hlutina. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú getur sannfært svo til hvern sem er um næstum hvað sem er í dag. Mundu að vogin er merki lögfræð- innar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú vilt eyða tekjunum þín- um í gagnlega hluti og jafn- vel gera breytingar á því hvernig þú aflar þeirra. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þig langar allt í einu til að komast í betra form. Þú vilt vera heilbrigð sál í hraust- um líkama. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert að velta fyrir þér flóknum hlutum á borð við þróun, endurholdgun og til- gang lífsins. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú gætir hitt einhvern sem þú tengir ómeðvitað við breytingar og jafnvel hnignun. Þetta er hugs- anlega einhvers konar ógæfumaður. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Forðastu stjórnsama yf- irmenn og aðra yfirboðara í dag. Það er hætt við að áhrifamikið fólk sýni öðrum yfirgang í dag. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HULDA Jeg hverf til ykkar, helgu rökkurstundir, í hópinn únga kríng um fróðan gest, því gott var forðum ykkar vængjum undir og enn er laungum þetta skjólið best, þið vinir ástar, vinir allra ljóða og verndarenglar huldulandsins góða. Þið kunnið ennþá allar mínar sögur og alt er geymt, sem mjer var forðum kært, og orðin streyma ennþá létt og fögur og allar raddir kveða hreint og skært, og jeg er sjálfur, ungur eins og forðum og alt er það í sínum gömlu skorðum. Jeg man hve fyrri fyrir sjónum mínum í fögrum ljóma álfabygðin stóð, er hæðir Saga drap úr dróma sínum og dularhamur leið af bjargaslóð og sem úr móðu háar hallir runnu, þar sem hulduljósin öllum kvöldum brunnu - - - - Þorsteinn Erlingsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 12. desember, eiga 50 ára hjúskaparafmæli heiðurshjónin Hannesína Tyrfings- dóttir og Andrés M. Eggertsson, Fífumóa 21, Reykja- nesbæ. BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarsson EF spaðakóngurinn gæti tal- að myndi hann skemmta hirð sinni með sögunni af því þeg- ar hann hafði þrjá spilara við borðið að fíflum – blindur undanskilinn. En kóngurinn er mállaus og við verðum að styðjast við frásögn Bart Bramleys, sem var eitt af „fíflunum þremur“. Austur gefur; AV á hættu. Norður ♠ Á6 ♥ D865 ♦ 987 ♣ÁD32 Vestur Austur ♠ G109874 ♠ K32 ♥ 972 ♥ ÁG3 ♦ 104 ♦ ÁG62 ♣K8 ♣965 Suður ♠ D5 ♥ K104 ♦ KD53 ♣G1074 Spilið er frá Live Masters tvímenningnum í New Or- leans í síðasta mánuði. Bramley var í suður og varð sagnhafi í tveimur gröndum eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður -- -- 1 tígull Pass 1 spaði Dobl Pass 2 grönd Pass Pass Pass Þessi vafasami samningur stefndi rakleiðis í tvo niður þegar vestur hóf vörnina með spaðagosanum. Lítið úr borði og ... fyrsta fórnarlamb kóngsins féll í valinn. Austur lét lítinn spaða og Bramley átti slaginn á drottninguna! Spilarinn í austur er ekk- ert flón og hann hafði góð rök fyrir því að bíða með kónginn. Hann var að gera út á þá líklegu stöðu að suður ætti Dxx í spaða og yrði að sprengja út báða rauðu ás- ana. Áætlun austurs var sú að leggja spaðakónginn næst undir ásinn og eiga svo þriðja spaðann eftir til að spila makker sínum inn. Víkur þá sögunni til Bramleys. Hann gekk út frá því sem gefnu að vestur ætti kónginn í spaða, en það þýddi að hann gat ekki verið með punkt til hliðar – þá ætti austur ekki opnun. Bramley spilaði því laufi í öðrum slag og stakk upp ÁS í borði! Fórnarlamb númer tvö. Bramley spilaði laufi áfram og hrökk illilega við þegar vestur fékk slaginn. En Bramley tók gleði sína strax aftur, því vestur spilaði hjartaníu um hæl! Spaða- kóngurinn var þar enn að verki: Vestur taldi víst að suður ætti fósa og sá enga framtíð í frekari spaðasókn. Þriðja fórnarlambið. Sem sagt: eftir að spaða- kóngurinn hafði dregið þrjá spilara á asnaeyrunum fóru leikar svo að sagnhafi fékk níu slagi og 150 fyrir spilið. Bramley og félagi hans Sidn- ey Lazard áttu von á góðu skori fyrir þá niðurstöðu, en fengu aðeins miðlung. Skýr- ingin lá í opnunardobli norð- urs. Á öðrum borðum hafði norður yfirleitt passað yfir einum spaða og AV því oft farið 2-3 niður í spaðabút. Sanngjörn niðurstaða, þegar á allt er litið. 60 ÁRA afmæli. KarlÁsgeir Sigur- geirsson á Hvammstanga er sextugur í dag, föstudag- inn 12. desember. Karl er framkvæmda- stjóri Forsvars ehf. og fréttaritari Morgunblaðs- ins. Hann verður í vinnunni í dag, en að heiman í kvöld. 80 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 12. des- ember, er áttræður Magnús E. Baldvinsson, úrsmiður í Reykjavík. Magnús og eig- inkona hans Unnur Bene- diktsdóttir dvelja í dag á heimili dóttur sinnar Guð- rúnar. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Rf3 c5 5. g3 cxd4 6. Rxd4 O-O 7. Bg2 d5 8. Db3 Bxc3+ 9. Dxc3 e5 10. Rb3 dxc4 11. Ra5 Rd5 12. Dxe5 Dxa5+ 13. Bd2 Db5 14. Bxd5 Da6 15. Bc3 Dg6 16. Bxc4 Rc6 17. Df4 Bh3 18. O- O-O Hac8 19. Hd5 h6 20. Bd3 De6 21. Hd6 Dg4 Staðan kom upp í alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Dóm- íníska lýðveldinu. Rússneski stór- meistarinn Alexander Mois- eenko (2618) hafði hvítt gegn Pablo Zarnicki (2513). 22. Hxh6! Dxf4+ 23. gxf4 og svartur gafst upp enda yrði hann mát eftir 23... gxh6 24. Hg1+. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Vel heppnað opið hús hjá BSÍ Það var góð stemmning á opnu húsi hjá Bridssambandi Íslands á sunnudag þótt stórfiskarnir hefðu mátt vera fleiri. Alls mættu 22 pör sem spiluðu Monrad Barometer und- ir stjórn Sigurbjörns Haraldssonar. Öruggir sigurvegarar kvöldsins voru Þórir Jóhannsson og Edda Svavarsdóttir en baráttan um næstu sæti var mjög jöfn. Efstu þrjú pörin fengu bókaverðlaun. Lokastaðan: Þórir Jóhannsson – Edda Svavarsdóttir 59 Ólöf Inga Klemensd. – Guðm. Magnúss. 35 Inda Hrönn Björnsd. – Bjarni Einarsson 32 Sigríður Ásgrímsd. – Vilhjálmur Sig jr. 29 Örn Arnþórsson – Björg Þórarinsdóttir 28 Rúna Baldvinsd. – Sigrún Þorvarðard. 27 Ómar Freyr Ómarss. – Hlöðver Tómass. 20 Sigríður Laufey Einarsd. – Elín Davíðsd. 12 Ásgeir Ingvason – Lilja Sigurðardóttir 12 Bridsdeild Barðstrendinga og bridsfélag kvenna Mánudaginn 8. desember lauk þriggja kvölda Butler-tvímenningi fé- lagsins á dramatískan hátt. Friðrik Jónsson og Eiríkur Sigurðsson, sem voru efstir lengi vel, gáfu eftir á loka- sprettinum þó að litlu hafi munað í lokin. Þegar síðasta umferðin var reiknuð út, voru tvö pör efst og jöfn í fyrsta sætinu, Unnar Atli Guðmunds- son – Sveinn Ragnarsson og Guðjón Sigurjónsson – Hermann Friðriks- son. Miðað við þau úrslit hefði inn- byrðis viðureign þeirra ráðið, en þar höfðu Unnar og Sveinn betur með þremur impum. Hins vegar kom í ljós að ein talan í síðustu umferð hafði verið rangfærð, 500 í AV. Sú tala átti að vera 800 og lækkuðu Unnar Atli og Sveinn um eitt stig við leiðréttinguna. Lokastaðan í þessari dramatísku keppni varð því þannig: Guðjón Sigurj. – Hermann Friðrikss. 131 Unnar A. Guðm. – Sveinn Ragnarss. 130 Friðrik Jónsson – Eiríkur Sigurðsson 127 Snorri Sturluson – Ingólfur Hlynsson 64 Sigrún Pétursdóttir – Gróa Guðnadóttir 50 Hjálmar S. Pálsson – Árni Már Björnss. 45 Eftirtalin pör náðu hæsta skorinu á síðasta spilakvöldinu: Hermann Friðriksson – Guðjón Sigurj. 62 Ásmundur Örnólfss. – Gunnl. Karlss. 50 Karl Ómar Jónsson – Sigurður Ólason 31 Sigulaug Bergvinsd. – Sveinn Símonars. 18 Hjálmar S. Pálsson – Árni Már Björnss. 14 Arngunnur Jónsd. – Daníel Már Sig. 14 Síðasta keppni félagsins á spila- árinu verður eins kvölds tvímenning- ur, mitchell. Sigurvegarar í hvora átt mega eiga von á því að taka heim með sér jólaglaðning. Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK Gullsmára spil- aði tvímenning á tólf borðum mánu- daginn 8. desember. Miðlungur 220. Efst vóru: NS Sigtryggur Ellertss. – Þórarinn Árnas. 277 Auðunn Bergsv. – Ingólfur Viktorss. 257 Aðalsteinn – Leó Guðbrandssynir 238 Ernst Backmann – Róbert Sigmundss. 238 AV Ruth Pálsdóttir – Elís Kristjánsson 251 Sigurpáll Árnas. – Sigurður Gunnl. 249 Sigríður Ingólfsd. – Sigurður Björnss. 240 Steindór Árnason – Tómas Sigurðsson 234 11. desember: Tvímenningur. 15. desember: Stuttur Jólatvímenningur og Aðventukaffi. Bridsdeild Samiðnar Tvímenningskeppni um Járn- smiðabikarinn er lokið. Úrslit: Sveinn Ragnarss. – Unnar Guðmundss. 308 Ólafur Ingvarsson – Zarioh Ómar 282 Garðar Ólafsson – Óskar Baldursson 264 Fyrsta sveitakeppni vetrarins, Bíliðnafélags/Félags blikksmiða- bikarinn er næst á dagskrá. Spilað verður 11. og 18. des. 2003 í Borgartúni 30 kl. 19.30. Félagar Sam- iðnar velkomnir. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Það var góð stemmning á opnu húsi hjá Bridssambandinu á sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.