Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ N eðarlega við Laugaveg- inn er lítil verslun, Saumagallerí, JBJ. Þar ræður ríkjum Jóna Björg Jóns- dóttir. „Ég vildi vera heima hjá börnunum mínum og það að barnaföt urðu fyr- ir valinu réðst af stærð- inni á eldhúsborðinu, sem ég vann við,“ segir Jóna. Hún segist alltaf hafa gætt þess að fara sér hægt og taka ekki of stór skref í einu. „Ég var fyrst með bás í Kolaportinu þegar það var til húsa undir Seðlabankanum. Seinna innréttuðum við þessa líka fínu saumastofu og gall- erí í bílskúrnum en svo frétti ég af þessu húsnæði við Laugaveginn, sem ég keypti,“ segir hún. „Þetta litla saumagallerí er með minnstu búðum við Laugaveginn en vonandi með stærsta hjartað. Mér líkar mjög vel að versla við Lauga- veginn. Ég gæti ekki hugsað mér að vera í gluggalausu rými þar sem sama veðráttan ríkti allt árið. Ég get ekki unnið nema vita hvernig viðrar.“ Mjúkar og ávalar línur Framan við verslunina er gamall barnavagn frá Kanada, sem Jóna not- aði fyrir tvö yngri börnin sín. „Hann vekur alltaf mikla athygli og er myndaður í bak og fyrir af ferða- mönnum,“ segir Jóna en ríflega 50% viðskiptavinanna eru erlendir ferða- menn. „Við segjum að á meðan barnið er úti er búðin opin.“ Tvær dætra Jónu standa vaktina þegar hún er við saumavélina heima í bílskúrnum. Jóna leggur áherslu á að þess sé alltaf gætt að velja vönduð og endingargóð efni, meðal annars finnsk náttúruefni sem eiga að koma í veg fyrir ofnæmi hjá börnum og setja má í þvottavél og þurrkara. Hönn- unin er klassísk með góðri hreyfivídd og hún notar mikið af einlitum efnum. „Köflótt og rósótt efni í sömu flíkinni er svo mikið áreiti fyrir sálina,“ segir hún. „Ég vil miklu heldur mjúkar, ávalar línur og fallega liti. Það getur verið hin mesta hvíld að horfa á þann- ig fatnað.“ Meðal þess sem er á boðstólum eru matrósaföt, sem ekki hafa hækkað í verði í þrjú ár og segist Jóna ekki hafa undan að sauma þau auk kjól- anna og sundfatnaðar á ungabörn. „Oft er talað um að ekki fari saman góð hönnun og sölumennska en í mínu tilfelli finnst mér það auðvelt því enginn veit betur en ég sjálf hvað ég er með á milli handanna,“ segir hún en viðurkennir um leið að það geti oft verið erfitt að sinna öllum verkum innan fyrirtækisins og mikil vinna. „Til þess að það gangi verður manni að finnast óendanlega vænt um vinnuna.“ Óendan- lega vænt um vinnuna Morgunblaðið/Ásdís Barnaföt: Jóna Björg Jónsdóttir, eigandi Saumagallerís JBJ, í verslun sinni. Jóna Björg Jónsdóttir ákvað fyrir fimmtán ár- um að söðla um, hætta að starfa sem meina- tæknir og snúa sér að framleiðslu barnafata fyrir börn á aldrinum 0–4 ára. krg@mbl.is Sund: Sundföt fyrir yngstu sundkappana í öllum regn- bogans litum.  HÖNNUN|Framleiðir barnafatnað V erðmerkingar eru í ólagi hjá 44% versl- ana, samkvæmt könn- un Samkeppnis- stofnunar sem gerð var í byrjun desember. Niður- staðan er óviðunandi að mati stofnunarinnar. „Með því að verð- merkja ekki í sýningargluggum gera kaupmenn sig seka um brot á rétti neytenda. Samkvæmt sam- keppnislögum er skylt að verð- merkja í sýningargluggum í því skyni að auðvelda neytendum verðsamanburð og þar með stuðla að samkeppni,“ segir í niður- stöðum könnunarinnar. Í Kringlunni reyndust 72% verslana með óaðfinnanlegar verð- merkingar og 62% verslana í Smáralind. Verslanir við Lauga- veg voru með óaðfinnanlegar verð- merkingar í 57% tilvika. Verslun- um við Skólavörðustíg hefur fjölgað til muna á undanförnum árum en aðeins 33% þeirra voru með verðmerkingar í lagi. Kannaðar voru verðmerkingar í sýningargluggum 394 verslana og var heildarniðurstaðan sú að þær væru í lagi í 56% tilvika. Beittu stjórnvaldssekt „Í samkeppnislögum frá árinu 2000 er heimilt að beita sektum við brotum af þessu tagi. Í því sambandi er vert að geta þess að á síðastliðnu ári lagði samkeppn- isráð stjórnvaldssekt á Heilsu- húsið vegna ófullnægjandi verð- merkinga. Fyrirtækið sætti sig ekki við þann úrskurð og skaut málinu til dómstóla. Hæstiréttur hefur nýverið fellt þann dóm að það sé grundvallaratriði að verð hverrar vöru sé sýnilegt og fyrir- tækinu því gert að greiða stjórn- valdssektina, auk málskostnaðar, vegna brota á lögum og reglum um verðmerkingar,“ segir Sam- keppnisstofnun.  NEYTENDUR Morgunblaðið/Ásdís Verðmerking- ar í ólagi hjá 44% verslana                7  "#$   5 .  #!    )&             Ómerkt vara: Verðmerkingar eru víða í ólagi í verslunargluggum. DAGLEGT LÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.