Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 50
UMRÆÐAN 50 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 30 62 12 /2 00 3 Taktu þátt í skemmtilegum leik ÁFENGI er lögleg vara í landinu okkar. Fólki er sem betur fer ekki meinað að kaupa sér áfengi svo lengi sem það er orðið tvítugt að aldri, enda hefur reynslan af áfeng- isbönnum ekki verið góð. Slík bönn fela í sér óréttmæta forræðishyggju og bæta ekkert. En þó fólk megi kaupa sér rauð- vín til að drekka með kvöldmatnum getur fólk þó ekki keypt það um leið og aðra neysluvöru. Þannig er nefnilega málum háttað, eins og flestir vita, að ríkisvaldið hefur einkarétt á því að versla með vör- una. Ýmsum rökum hefur verið teflt fram fyrir þessu sérstaka ástandi sem vert er að skoða nánar. Öryggisrökin Því er oft haldið fram að nauðsyn- legt sé að ríkið sjái um verslun með áfengi til þess að tryggja að fólki undir lögaldri sé ekki seld varan. Einkaaðilar séu jú svo gráðugir í viðskipti að þeir hljóti að selja ung- lingum og börnum áfengi til þess að krækja í aurinn. En hvað gerist ef starfsmaður Áfengis- og tópaksverslunar ríkisins verður uppvís að því að selja ein- staklingi undir lögaldri áfengi? Er leyfið tekið af versluninni? Nei. Það gerist nefnilega ekki neitt, nema að viðkomandi starfsmaður fær ef til vill tiltal og sé um gróft eða viljandi brot að ræða er hann ef til vill rek- inn og nýr ráðinn í staðinn. Fengju einkaaðilar leyfi til þess að versla með áfengi væri hægt að hafa ströng viðurlög við því að selja einstaklingi undir lögaldri vöruna, til dæmis leyfissviptingu. Þannig væri einkaaðilinn undir miklu strangara agavaldi en nokkurn tím- ann áfengisverslanir ríkisins, eða Vínbúðirnar eins og þær heita víst núna. Ekki er óalgengt víða erlend- is þar sem viðurlögin eru ströng að fólk á fertugsaldri sé krafið um skil- ríki til öryggis. Í þessu sambandi er einnig at- hyglivert að leiða hugann að apó- tekum. Í lyfjaverslunum má finna miklu hættulegri efni en áfengi. Samt er einkaaðilum treyst fyrir verslun með þau og í apótekum starfar ósköp venjulegt fólk við af- greiðslu. Ég veit ekki betur en lyfjaverslanir á Íslandi hafi staðið ágætlega undir þessu trausti. Auk alls þessa mega veitingahús, barir og skemmtistaðir selja áfengi, hafi þeir fengið tilskilin leyfi. Hvers vegna má selja áfengi að næturlagi á skemmtistað sem vitað er að fjöldi ungs fólks stundar, en ekki í mat- vöruverslun um hábjartan dag? Eigum við ekki bara að loka þessum knæpum og stofna ríkisskemmti- staði, væri það ekki öruggara? Heilbrigðisrökin Önnur rök sem færð hafa verið fyrir einkaleyfi ríkisins eru þau að áfengi sé hættuleg vara og því sé ekki rétt að líta á hana og markaðssetja sem hverja aðra neysluvöru. Nokkur rök mæla gegn þessu sjónarmiði. Í fyrsta lagi fer verður ekki betur séð en að metnaður ÁTVR standi til þess að hafa aðgengi að áfengi sem allra best. Ríkið sjálft er því ekki að reyna að forða fólki frá áfengi með því að hafa áfengisverslanirnar óað- gengilegar, sem betur fer. Í öðru lagi er markaðssetning áfengis önnur og sér umræða. Í dag er lagt bann við áfengisauglýsingum og svo gæti vel verið áfram þótt einkaaðilar seldu vör- una. Það skal þó tekið skýrt fram að ég er sjálfur algerlega andsnúinn slíku banni og tel það heldur ekki standast nána skoðun, frekar en einkaleyfi ríkisins. Í þriðja lagi fer því fjarri að misnotkun og óhófleg notkun áfengis sé fylgifiskur þess að verslað sé með hana af einkaaðilum. Ég held að eftir því sem við- horf til áfengis er afslappaðra og laust við ofstæki, því meiri líkur séu á að á Íslandi skapist heilbrigð vín- menning. Raunar hefur þróunin orðið á þessa leið undanfarin ár. Hvað sögðu menn ekki þegar leyfa átti bjórinn? Allt átti að fara í kalda kol, vinstrisinnaðir þingmenn fluttu eldheitar dómsdagsræður sem þeir vilja líklega síður að séu rifjaðar upp. Sama má segja um frjálsan opnunartíma skemmtistaða. Það má misnota allt, ekki síst áfengi. Enda er áfengi misnotað af fjölmörgum í dag, þótt ríkið versli með það. Engin ástæða er til að ætla að slík misnotkun myndi aukast þótt einkaaðilar fengju að versla með vöruna. Auk þess á ekki misnotkun nokkurra að bitna á öll- um almenningi, sem notar áfengi í hófi. Í fjórða lagi má endurtaka það sem sagt var um lyfjaverslanir hér á undan. Hvers vegna að leyfa fólki sem ráðið er af einkaaðilum að af- greiða hættuleg lyf, en ekki rauð- vínsflösku? Landsbyggðarrökin Að lokum hefur því verið haldið fram að margir staðir í dreifbýli þyrftu að horfa á eftir áfeng- isverslun væri ríkiseinokun lögð niður þar sem enginn einkaaðili myndi sjá hagnað sinn í því að reka þar áfeng- isverslun. Í fyrsta lagi er ólík- legt að þar sem á ann- að borð er rekin mat- vöruverslun sæi kaupmaðurinn sér ekki hag í því að bjóða íbú- um upp á þessa eft- irsóttu þjónustu. Í öðru lagi eru margir staðir í dag sem ekki njóta þjón- ustu ríkisrekinna áfengisverslana og þurfa að sækja þjónustuna í næstu byggð. Í þriðja lagi má segja það sama um hvers kyns þjónustu. Ekki tekur ríkisvaldið sér einkarétt á því að reka austurlenska veitingastaði eða hjólbarðaverkstæði, einungis vegna þess að ekki er markaður fyrir þá í hverju byggðarlagi. Stefna Sjálfstæðisflokksins og SUS Sjálfstæðisflokkurinn hefur um ára- raðir haft skýra stefnu í þessu máli. Í ályktun síðasta landsfundar segir: „Leggja skal niður ÁTVR þegar í stað og selja eignir þess. Selja skal áfengi eftir reglum sem Alþingi lög- festir.“ Sama má segja um Samband ungra sjálfstæðismanna. Í ályktun samþykktri á síðasta landsþingi sambandsins segir: „SUS minnir á að landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur endurtekið samþykkt að af- nema beri einkaleyfi ÁTVR til áfengissölu og hvetur þingmenn flokksins eindregið til fylgja sam- þykktum landsfundar og beita sér fyrir því að núverandi fyrirkomulag verði afnumið.“ Afnemum einkarétt ríkisins á sölu áfengis Hafsteinn Þór Hauksson skrifar um verslun með áfengi Hafsteinn Þór Hauksson ’Fengju einkaaðilarleyfi til þess að versla með áfengi væri hægt að hafa ströng viðurlög við því að selja ein- staklingi undir lögaldri vöruna, til dæmis leyfissviptingu.‘ Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.