Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 59
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 59 ✝ Sigurjóna Jó-hannsdóttir eða Sigga eins og hún var alltaf kölluð, fæddist í Reykjavík 24. mars 1913. Hún lést 5. nóvember 2003. Foreldrar hennar voru hjónin Helga Bjarnadóttir ættuð frá Húsafelli í Borgarfirði, f. 8. nóv. 1876, d. 11. feb. 1966, og Jó- hann Árnason sem ólst upp á Litlu- Vallá á Kjalarnesi, f. 6. nóv. 1880, d. 5. sept. 1963. Systkini Siggu eru: Aðalheiður Fanney (Fanney), f. 1. maí 1908, d. 10. ágúst 1995, átti hún eina dóttur, Málfríði Erlu Lorange, f. 5. júlí 1936, d. 21. des. 2002. Árni (tvíburabróðir Siggu), d. 19. desember 1995. Börn hans eru fjögur: Jóhanna Sigurrós (Rósa), f. 29. júlí 1939, Ólafur Gunnar (Gunnar), f. 20. okt. 1941, Helga Elísabet (Elsa), f. 20. feb. 1943, og Jóhann Árna- son, f. 1. júní 1950. Svo kemur Guðríður (Gauja), f. 17. júlí 1916. Börn hennar eru fjögur: Olga Þórdís, f. 13. sept. 1938, Konráð, f. 4. sept. 1941, Elísa- bet, f. 22. okt. 1950, og Kristinn Ómar, f. 1. feb. 1957. Sam- mæðra hálfbróðir var Helgi Kristinn Guðmundsson (Helgi), f. 24. nóv. 1902, d. 31. jan. 1991. Ólst hann upp hjá foreldrum Jó- hanns Árnasonar á Litlu-Vallá á Kjal- arnesi. Sigurjóna (Sigga) giftist 17. nóv. 1934 Axel E. Bjarnasyni, f. 12. okt. 19ll, d. 12. des. 1981. Börnin voru tvö: Magnús H. Axelsson (Haddi), f. 15. sept. 1945, svo ólu þau upp Jóhönnu Helgu Axelsdóttur (Hönnu), f. 30. mars 1935, d. 16. jan. 2000 (Hanna var dóttir hálf- bróður Siggu, Helga, og Línu konu hans). Sigga ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt systkinum og bjuggu þau í Miðhúsum við Lindargötu (Lindargötu 43A, 101 R., Skuggahverfi). Íbúðarhúsið Miðhús er nú komið á Árbæjarsafn. Útför Sigurjónu var gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 14. nóvember. Mjög gestkvæmt var á heimili afa og ömmu Helgu, meðal annarra man ég eftir Gísla vini afa og Odd- nýju konu hans en þau bjuggu á Esjubergi á Kjalarnesi. Stundum kom fyrir að fólk þurfti að gista ef ekki viðraði vel til heimferðar. Í þá daga voru afi og amma Helga með hesta, kindur og hænsn, síðast bara nokkrar kindur en svo að lokum var nú bara kötturinn eft- ir. Þegar afi lagði sig eftir matinn mátti heyra í kisa malandi eða hrjótandi fyrir ofan hann. Sam- hljóma þessu mátti heyra í klukk- unni hans langafa sem hékk fyrir ofan sem tifaði og hljómaði svo fal- lega þegar hún sló. Það var sér- stakur friður yfir þessu. Núna er þessi klukka djásn í holinu hjá henni móður minni en enginn nennir að trekkja hana daglega. Afi og amma Helga voru einnig með kartöflugarð í Kringlumýrinni og góðar endurminningar eru frá því þegar farið var með Siggu og Axel upp í kofa (sumarhúsið) til að setja niður eða taka upp kartöflur. Amma Helga var mjög kirkju- rækin kona, fór hún á hverjum sunnudagsmorgni í Fríkirkjuna til að hlusta á séra Árna messa (síðar fylgdu þau séra Emil, voru hann og Álfheiður kona hans miklir vinir afa og ömmu og tíðir gestir hjá gömlu hjónunum). Man ég hvað mér fannst hún amma mín falleg og fín þegar hún var í peysuföt- unum eða upphlutnum. Móðir mín segir að þannig hafi hún alltaf klætt sig áður en hún fór til kirkju á sunnudagsmorgnum. Í þessum anda liðu æskuárin hjá Miðhúsasystkinunum bæði við leik og störf. Á sunnudögum fórum við svo alltaf í heimsókn inná Lindó eftir hádegi, mamma með okkur fjögur og Sigga með sín börn en við bjuggum í Vesturbænum, nánar tiltekið á Vesturgötunni, og Sigga á Ránargötunni. Á efri hæðinni í Miðhúsum bjuggu Árni og konan hans með börnin sín fjögur. Afi og amma Helga áttu heima á jarðhæð- inni ásamt elstu dóttur sinni Fann- eyju sem bjó alla tíð í foreldra- húsum ásamt dóttur sinni Erlu. Fanney var ómetanleg hjálp á þessu gestkvæma heimili en alltaf var vel tekið á móti okkur með heimabökuðum kökum og brauði. Minnist ég góða heimabakaða seidda brauðsins með kæfunni sem ég fékk hjá henni ömmu minni – sæl minning það. Það má líka geta þess að syst- urnar voru með töfrasprota á hverjum fingri því öll handavinna lék í höndum þeirra. Ég er sammála Kristleifi á Húsafelli (eða Krilla eins og Sigga kallaði hann) að móðursystir mín hafi verið stórbrotin kona. Sigga og Axel voru einstaklega barngóð hjón og tóku oft inná heimili sitt börn um lengri eða skemmri tíma. Öll börn sem Sigga hafði afskipi af leit hún á sem sín eigin – í það minnsta fannst henni hún eiga svolítinn hlut í þeim öll- um. Umönnunarstörf létu henni vel. Þegar hún hætti að annast börn annarra tók umönnun aldr- aðra við og má nefna frú Ingi- björgu Þorláksson og Bjarnveigu Bjarnadóttur mágkonu Siggu frænku. Það má segja að Sigga hafi verið fæddur skáti, alltaf reiðubúin til að rétta hjálparhönd þeim sem minna máttu sín, áttu bágt eða voru þurfandi á einhvern hátt. Sigga var stálminnug og gaman að tala við hana. Það var líka alltaf gott að leita til hennar. Man ég þegar sonur minn Snorri veiktist sem barn þá stóð ekki á Siggu að koma á Sólvallagötu 64 til að at- huga hvort um mislinga, rauða hunda eða eitthvað annað gæti ver- ið að ræða. Fylgdi hún þessu svo eftir þar til stráknum batnaði. Þær eru margar skemmtilegar minningarnar í sambandi við Siggu og Axel. Ein af mörgum er þegar farið var í berjamó með liðið. Axel setti þá boddý á vörubílspallinn og áttum við krakkarnir að halda okk- ur fast í bekkinn sem við sátum á því í þá daga þekktust ekki bílbelti. Axel ók ósköp varlega með þennan dýrmæta farm sinn en samt var alltaf beðið með eftirvæntingu eftir beygju eða brekku því þá runnum við öll saman og var þá hlegið og skríkt. Í lok ferðarinnar fór bíllinn yfirleitt að hiksta hik hik hik – ofsa gaman. Þetta var í þá daga. Sigga frænka mín var afar sjálf- stæð kona með hlýja framkomu. Bjó hún á heimili sínu á Ránargötu 34 þar til fyrir skömmu þó tíræð væri. Það óð ekki á henni eins og sagt er heldur var hún sístarfandi og hélt sínu striki, sama á hverju gekk. Við frænkurnar höfðum sam- band má segja á hverjum degi og jafnvel oft á dag síðustu árin. Ræddum við bæði súrt og sætt (heimspeki lífsins) eins og sagt er. Í huganum þakka ég henni frænku minni öll símtölin, það verða við- brigði á mínu heimili að ekki skuli heyrast oftar í Siggu móðursystur minni. Ó, þú yndislega land og hið sterka tryggðaband við þitt líf og öll þín undur: Eldfjöll, jökla, hraun og sand. Öll þín gæði gafstu mér og gleðina að lifa hér. Sælt mér finnst að ferðalokum að fá að verða hluti af þér. (Ómar Ragnarsson.) Kær kveðja, Olga Þórdís Beck. SIGURJÓNA JÓHANNSDÓTTIR Það er alltaf sárt að þurfa að kveðja góða persónu svona snögg- lega og langt fyrir ald- ur fram. Þetta kemur manni alltaf á óvart þegar Guð sækir fólk til sín. Mig langar að minnast Gurrýjar sem ég hef þekkt allt mitt líf, já í meira en 30 ár enda hef ég alltaf talað um hana sem Gurrý frænku enda Hanna Kata og Bjarni frænd- fólk mitt. Þegar ég hugsa um þig, Gurrý mín, þá kemur upp í huga minn hlátur. Þú hlóst svo innilega. Aldrei GUÐRÍÐUR ÁSA MATTHÍASDÓTTIR ✝ Guðríður ÁsaMatthíasdóttir fæddist í Reykjavík 10. október 1946. Hún andaðist á heim- ili sínu 6. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 14. nóvember. var nein lognmolla í kringum þig. Þegar þú byrjaðir að hlæja tókstu alla með þér þó svo þeir vissu ekki neitt hvers vegna þau áttu að hlæja. Manstu þegar við fórum til Benidorm. Eitt kvöld fórum við í bæinn og á miðju torgi stóð stórt leikjanaut sem maður gat farið á bak og einhver fjar- stýrði því, markmiðið var að sitja sem lengst á nautinu, alveg eins og kúrekar. Það var mikið af fólki á torginu þetta kvöld. Pabba og Sigurvin fannst þetta nú ekki neitt mikið mál að fara í eins konar kúreka leik. Sigurvin skellti sér á bak, allt- af fór nautið hraðar og hraðar og Sigurvin þeyttist upp og niður, við stóðum við grindverkið og emjuð- um af hlátri, þú hlóst svo innilega, hátt og kröftuglega eins og þér einni var lagið og brátt voru allir komnir í átt til okkar skellihlæj- andi. Ég held, ef ég mætti segja, þá var nær allt torgið farið að hlæja með okkur. Þú varst alltaf fín, Gurrý mín, og það skipti engu máli í hverju þú varst, þú varst alltaf stórglæsileg, jogginggalli eða dragtir, þú barst allt með glæsileika. Ég sit hér og hugsa um þig. Ég mun ég ekki heyra hláturinn þinn aftur en í huganum hugsa ég alltaf um hann því að hláturinn þinn mun alltaf koma mér til að brosa og ylja mér og okkur öllum sem söknum þín mjög. Að kveðja góða konu langt fyrir aldur fram er sárt og ekki réttlátt en núna ertu komin á annan stað og veit ég það að þú hefur alltaf auga með okkur. Þú munt alltaf eiga stað í hjörtum okkar. Sigurvini, Hönnu Kötu, Bjarna, Rut, mökum og börnum þeirra sendi ég mínar samúðarkveðju. Megi Guð styrkja þau á þessum erfiðu tímum. Kveð þig, Gurrý mín, með sökn- uði, Guð geymi þig. Vala Ólöf Kristinsdóttir og Auðun Óli. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, KATRÍN BRYNDÍS SIGURJÓNSDÓTTIR frá Blálandi, Skagaströnd, lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss mánu- daginn 8. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Hrafnhildur Jóhannsdóttir, Sigurjón Guðbjartsson, Katrín Bryndís Sigurjónsdóttir, Guðbrandur Magnússon, Jóhann Guðbjartur Sigurjónsson, Hildur Sigrún Guðbrandsdóttir, Magnús Guðbrandsson, Hafrún Lind Guðbrandsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA SIGRÚN HANNESDÓTTIR, til heimilis í Skálagerði 13, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi miðvikudag- inn 10. desember. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykja- vík mánudaginn 15. desember kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á minningarsjóð í nafni dóttur hennar, Ingibjargar Ástu Blomsterberg, sími 557 4439/897 4439. Margrét Erna Blomsterberg, Grétar Benediktsson, Ingunn Jóna Óskarsdóttir, Jón Sigurðsson, Anna Lísa Óskarsdóttir, Kristján Snorrason, Júlíus Valdimar Óskarsson, Inga Hjálmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, HAUKUR PÉTURSSON múrarameistari, Aðallandi 1, Reykjavík, lést af slysförum miðvikudaginn 10. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Elínborg Sigurðardóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, tengda- sonur og bróðir, ÞORVALDUR KOLBEINS ÁRNASON, Skólabraut 2, Seltjarnarnesi, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 10. desember. Guðfinna Emma Sveinsdóttir, Ágúst og Emil Þorvaldssynir, Árni Þór Jónsson, Sveinn Sveinsson, Þóra Björnsdóttir, systkini og fjölskyldur. Bróðir okkar, BJÖRN MATTHÍAS TRYGGVASON, elliheimilinu Grund, Reykjavík, andaðist miðvikudaginn 3. desember. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Fyrir hönd aðstandenda, Valdimar Samúelsson, Norma E. Samúelsdóttir. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.